Ísafold - 24.11.1886, Side 4

Ísafold - 24.11.1886, Side 4
192 sker Basmus Kristian Bask fodtes i et lille Hus i Brcendekilde By ved Odense. I den Kreds, fra hvilken han er luermest udgaaet, er det Önske opstaaet, tií Erindring herom at rejse 'et Mindesmœrke paa det Sted, hvor han fodtes. I denne anledning henvender vi os til alle dem, for hvem Basks Navn er dyrebart, og som derfor kan enske at hcedre hans Eftermœle, med Anmodmng om at yde deres Bidrag i det nœvnte Ojemed. Bidrag modtages af enhver af os under- tegnede. I November 1886. Fred. Clausen, Formand i Brændekilde Bellinge Sogneraad. H. Chr. Jacobsen, Sognefoged i Brændekilde. C. F. V. Olsen, Provst, Sognepræst i Brændekilde. H. F. Rerdam, Sognepræst i Lyngby, forhen i Brændekilde. Vilh. Thomsen, Docent i sammenlignende Sprogvidenskab ved Universitetet. Ludv. Wimmer, Professor i det nordiske Sprog ved Universitetet'1. Ef nokknr útlendingur hefir átt það skil- ið, að Islendingar minntust hans, og sýndu vott þess, að þeir vildu heiðra minningu hans,þámáEask sannarlega standaþar efst- ur á blaði. Jeg er því vissum, að jeg tala f nafni mjög margra landa minna, er jeg flyt áskorun þessa áleiðis til hinnar íslenzku þjóðar, og mælist til, að hún sýndi það með því að gefa til minningarmarks yfir þennan mann, að hún kynni að meta það, sem vel er til hennar gert. Sjerstaklega er vonandi, að allir fjelagar bókmennta- fjelagsins sýni lit á því, að heiðra minn- ingu þessa fræga stofnanda þess. Jeg álít óþarft að fara að skýra fyrir mönnum, hve fjarskalega mikið Island og íslenzkar bók- menntir eiga Eask að þakka, því það mun flestum kunnugt. Engin þjóð getur svo fljótt gleyint þeim útlendingi, sem til henn- ar kemur til þess að reisa við tungu henn- ar og bókmenntir, varpa yfir þær frægðar- ljóma og vekja aðrar þjóðir til að snúa sjer að þeim með námfýsi og aðdáun. Jeg skal geta þess, að jeg er fús á að að veita samskotum til þessa fyrirtækis móttöku og koma þeim áleiðis. En jeg á- lít heppilegra, að skipuð yrði nefnd manna í Beykjavík til þess að annast allt það, sem gera þarf í þessu efni. Jeg er líka viss um, að þar eru líka heldur fleiri en færri, sem með mestu gleði mundu taka slíkt starf að sjer, t. d. okkar góðu íslenzku- fræðingar, doktorarnir Jón rektor þorkels- son, Björn M. Ólsen og Halldór Kr. Erið- riksson, og ekki sízt forseti Bókmenntafje- lagsins Björn Jónsson, og margir fleiri. þessum línum óska jeg að þjer, herra ritstjóri, ljáið rúm í blaði yðar með með- mælum yðar og tillögum. Ivhöfn, Garði í nóv. 1886. Valtýr Guðmundsson. Hitt og þetta. í fornöld var hrossakjöt hátíðamatur. Á miðöldunum prjedikaði kennilýðurinn á móti nautn þess, og á sú kredda, sem að nokkru leyti viðhelzt enn, rót sína að rekja til páfadómsins. A síðustu tímum hafa menn gert sjer ijósari grein fyrir, hve mjög þær 83 miljónir hesta, sem til eru i Norðurálfunni, gætu og ættu að auka matmælaforða þjóðanna. JFyrri helming ársins 1867 var í París slátrað til manneldis 893 hestum, og 1870 (sama tímabil) 1992 hest- um með 732, 892 pnd. af kjöti, en fyrri helm- ing ársins 1873 var þar slátrað 5,186 hestum með 1,770,000 pnd. af kjöti, er borðað var í hinni auðugu og tærilátu borg; og að sama skapi var framförin í hinum smærri borgum á Frakklandi. Ár 1847 voru í Berlín hafðir 500 hestar til matar, en 20 árum síðar 4,026. í Yín, Khöfn og öðrum höfuðborgum hefir hrossa- kjötsát aukizt að sama skapi. (Opfind.-B., IV. B., s. 364—5.) u. a. AUGLÝSINGAR isamleldu máli m. smáletri kosta 2a. (þakkaráv. 3a.) ivert orí 15 stafa trekast m. ö5ra letri eða setning 1 kr. fjrir jmmlunj dálks-lengdar. Borgun úi í lönd Uppboðsauglýsing. Við 3 opinber uppboð, sem haldin verða miðvikudagana hinn 24. nóvember og 8. og22. desember nœstkomandi, verður selt hœstbjóð- endum hndr. n. m. ívr jörðinni Gufu- nesi og £ jörðin eða 3 hndr. n. m. úr jörð- inni Eyði í Mosfellssveit, allt, nema J hndr. í Gufunesi, tilheyrandi dánarbúi Sveins heitins Jónssonar í Gufunesi og eptirlifandi ekkju hans Sigríði Bjarnadóttur. Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi og fara hin tvö fyrstu fram á skrifstofu sýslunnar í Hafnarfirði, en hið priðja á Gufunesi. Söluskilmálar verða til sýnis á skrifstof- unni 3 dögum á undan hinu fyrsta uppboði. Skrifstofu Kjósar- og Gullbr.sýslu io. nóvbr. 1886 Franz Siemsen settur. Jörð til ábúðar! Frá næstkomandi fardögum fæst Stóri-Hólmur í Leiru til ábúðar; jörð þessari fylgja mikil og góð vergögn, ágæt lending, allmikil þangfjara, og i meðalárum framfleytir hún 3—4 kúm. Lysthafendur snúi sjer til verzlunarstjöra O. A. Olavsen í Keflavík. (International Health-Exhibiton). Á þessari sýningu komu saman hinir beztu og frægustu efnafræðingar frá öllum löndum, til þess að sýna sýnishorn af alls konar matvælum, sem bæði að efninu væru hin beztu og hollustu, og jafnframt væru sem ódýrus,t til þess almenningur gæti haft sem bezt not af þeim — það er nú al- mennt viðurkennt af læknum, að til þess, að hafa góða heilsu, ríður mest á, að fæðan sje kröptug, þó hún sje ekki að því skapi mikil. Vjer íslend- ingar, helzt í sjóplássum; borðum opt heldur ljetta fæðu, þó hún sje nógu mikil. Ein tegund af þessum nýu matvælum, sem sýnd var á Alþjóða-Heilsu-Sýningunni, er Krapt-Súpa, og fjekk sá, sem bjó hana til, mikið hrós fyrir hana, bæði hjá læknisráðinu og almenningi, sem sjerstaklega holl og ódýr, og var honum veitt silfurmedalía að verðlaunum. Undirskrifuð hehr fengið dálítið sýnishorn af henni nú með póstskipinu, og geta þeir, sem vilja reyn hana, fengið hana keypta i Condítóriinu í Lækjargötunni hjer í bænum og kostar 25 aur. talerkurinn (portionin) af henni tilbúinni. Hún er tilbúin á 15 mínútum. Reykjavík 24. nóv. 1886. Kristín Bjarnadóttir. Jörð er til sölu með góðu verði nærri Reyk- javík, með nær alsljettu túni og grjótgarði um- hverfis, stórum kálgarði, allstóru ibúðarhúsi úr steini, al-innrjettuðu, með ofnum og eldavjel, með kjallara undir öllu húsinu, — með miklum og góð- um geymsluhúsum, sumpart úr steini,—með ágætri lendingu og góðum og yfirfljótanlegum vergögnum. Nánari vísbending hjá ritstjóra þessa blaðs. Hjer með vil jeg því yfir lýsa, að þau óvið- urkvæmilegu orð, sem jeg ölvaður hafði við herra Jónas Ingvarsson á Helluvaði í margra manna viðurvist, þegar við báðirvorum staddir í Austurbúðinni á Vestmanneyjum síðastl. sum- ar — skuli dauð og ómerk vera, því fremur svo, sem jeg þekki velnefndan mann að því að vera góðan og vellátinn dreng. E. Tungu 10. nóv. 1886. Ólafur Magnússon. Hatt, sem maður missti af höfði sjer í hvass- viðrinu í fyrra kvöld, er beðið að skila, ef hann fyndist, til ritstjóra þessa blaðs, og verða fundarlaun borguð. Sálmabókin gamla, nýjasta útgáfa, frá 1884, fæst á afgreiðslustofu ísafoldar í ágætu ljereptsbandi fyrir 1 kf. „ — skinnbandi fyrir 1 kr. 25 aur. Nærsveitismenn eru beðnir að vitja „Ísafoldar“ á afgreiðslustofu henn- ar (i nýja húsinu milli Austurvailar og Austurstrætis). Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.