Ísafold - 02.12.1886, Page 4

Ísafold - 02.12.1886, Page 4
200 J>ví þó að fæstir þeirra sjeu má ske bláfá- tækir, sem offur eiga að greiða að lögum, þá getur verið næsta mikill munur á efna- hag þeirra, er offurskyldir eru. |>að eru til menn, sem eiga að nafninu 15 hndr. í jörðu, sem öll eru má ske tví-pantsett, með fyrsta og öðrum veðrjetti, fyrir skuldum, og tíunda svo að eins 5 hndr. í lausafje, sem meiri og minni skuldir hvíla á, og slíkir menu eru opt þar á ofan miklir fjölskyldu- menn, en þar á móti getur ríkur maður ó- magalaus átt 100 hundruð eða meira í fast- eign og tíundað frá 20 til 30 hndr. í lausa- fje eða þaðan af meira, og verið ekki að eins skuldlaus, heldur átt mikið hjá öðrum eg lagt fyrir stórfje ár hvert; það er mx auðsætt, hversu það er ósanngjarnt.að hvor- irtveggja þessara manna gjaldi jafnhátt offur. þá er það og auðsætt, hversu það er ósanngjart, að örvasa gamalmenni eða heilsulausir aumingjar, þó yDgri sje, og sem , eru má ske 8 vætta ómagar, skuli verða! að greiða offur til prests, þó þeir eigi 20 hndr. í jörðu, þegar afgjald jarðarinnar trekkur varla fyrir meðgjöfinni og tekju- akattinum. J>á er líka ljóstollsgjald til kirkna mikið ójafnaðargjald, þar sem hver fátæklingurinn, sem lafir við búskap á ein- hverjum jarðarskika, verður að gjalda jafn- liáan ljóstoll, eins og hinn ríkasti búandi í sveitinni; líka geldur hann jafnhátt leg- kaup til kirkju fyrir sig og sína, ef hann þiggur ekki af sveit, eins og sá ríki.— J>á | eru líka tómthúsmenn og húsmenn, sem verða að gjalda dagsverk til prests og ýmist hálfan eða heilan ljóstoll til kirkju- hvað fátækir sem þeir eru, að jeg ekki gleymi vinnuhjúunum, sem verða að greiða presti dagsverk og hálfan ljóstoll til kirkju, ef þau eiga 60 ál. til tíundar; og virðist það þó nokkuð ósanngjarnt, að hjú, sem öðrum er háð alla virka daga ársins, skuli verða að vinna presti dagsverk eða borga það, eða að hjúið skuli þurfa að borga hálfan ljóstoll til kirkju, þar sem húsbóndi þess borgar kirkjunni ljóstoll fyrir sig og sína heimamenn. |>að virðist nóg, að hjú, sem á að eins 60 ál. til tíundar, borgaði fá- eina aura til prests og kirkju, ef það á ekki aðrar eignir að mun. — Lausamannagjald til presta og kirkna er ekki mikið, enda mun sú tekjugrein óvíða nema miklu, og víðast hvar engu, og er það þó ekki nema sann- gjarnt, að lausamenn borgi eitthvað hæfilegt eptir efnum og ástæðum til allra stjetta. |>að getur orðið ágreiningur um það, hvort afnema skuli aukaverkaborgun til presta og legkaup til kirkna, þó önnur gjöld væru afnumin og þeim breytt ,í annað gjald eða tolla. — Skagfirzka uppástungan vill láta afnema alla slíka aukaverkaborgun, nema fyrir hjónavígslu, sem hún vill láta færa upp í 6 kr. Væri hundraðatal jarða og framtal lausa- fjár til tíundar aftekið, um leið og hinum gömlu gjöldum til presta og kirkna væri breytt í eitt prestsgjald og eitt kirkjugjald, þá þyrfti að finna einhvern nýjan mæli- kvarða fyrir gjaldi þessu, í staðinn fyrir hundraðatalið, ef menn ekki fallast á að gjalda prestum og viðhalda kirkjum af landssjóði, og bæta landssjóði það aptur upp með tollum, sem mörgum mun þykja ísjárvert, ef það verður örðugt, sem að mínu áliti ætti ekki að verða, að fá öðrum gjöld- um breytt í tolla. Sumir hafa stungið upp á, að jafna presta- og kirknagjöldum niður eptir manntali, en sú undirstaða mundi reynast miður sann- gjörn, vegna hins mannmarga og fátæka tómthúsalýðs í sjóplássum og kriugum kaup- staði; ajjrir hafa stungið upp á að jafna gjaldi þessu niður eptir efnum og ástæðum, eins og aukaútsvörum, en sú regla mundi líka reynast viðsjál í sumum sóknum og prestaköllum, þar sem meiri hluti manna eru bláfátækir og margir öreigar, svo að mestöll prests- og kirkjugjöld kæmu niður á fáeinum mönnum, sem kallaðir væru bjargálnamenn og efnaðir. — það virðist heldurekki ósanngjarnt, að fátækir menn, sem búa á jörðu, eða halda tómthús, sem þeir eiga sjálfir eða leigja af öðrum, eða húsfólk og lausafólk, gjaldi nokkuð af stöðu sinni til presta og kirkna, án tillits til efna- hags þeirra og ástæðna yfir höfuð, ef það gjald hinna fátæku væri hæfilega mikið. Hitt og þetta. — Bemingamenn í París eiga sjer blað, sem heitir „Journal des Mendiants“ (Betlarablað). Ætlunarverk þess er, að leiðbeina beininga- mönnum við atvinnu þeirra. þar stendur meðal annars t. d. svolátandi vísbending: „Á morg- un á að jarða stórríkan mann frá Magðalenu- kirkjunni.11 — „Kl. 1: mikilsháttar hjónavigsla í Trínitatiskirkju.“ — „Ritstj. getur vísað á ná- unga, sem þarf að halda á blindum manni, er kann ; dálítið á hljóðfæri.u—„Bæklaður aumingi getur | fengið atvinnu á stórum baðvistarstað, ef hann I hefir góð meðmæli og dálítið veð fram að bjóða.“ , það er full alvara í þessari auglýsingu. Eig- endur baðvistarhýbýla eða „laugarbóla11 vita, að gestir þeirra eru ósparir á ölmusum, ef nóg er tækifæri til þess. þeir geta nú ekki annast sjálfir sníkjurnar, og ráða því til sín útfarinn ^ beiningamann og veita honum einkaleyfi til að stunda atvinnu sína þar upp á hálfan hlut (!!) Xjeiðrjetting. Sigurður vinnumaður, sem nefnd- ur er meðal hinna drukknuðu í blaðinu í gær, var Sigurösson, en ekki Guðmundsson. Skipið, sem sökk, var skip Jóh. Ólsens, en hitt náðist. Bls. 195. 3“ stendur ólíklegt fyrir líklegt. AUGLÝSINGAR 1 himleldn máli m. smáletri kosta 2a. (þakicaráv. 3a.) tivert orá 15 slata trekast I m. öðru letri eía setning 1 kr. tjrir þnmlunj dálks-lenjdar. Borgun út i hönd Jörð til ábúðar! Frá næstkomandi fardögum fæst Stóri-Hólmur i Leiru til ábúðar; jörð þessari fylgja mikil og góð vergögn, ágæt lending, allmikii þangfjara, og i meðalárum framfleytir hún 3—4 kúm. Lysthafendur snúi sjer til verzlunarstjóra O. A. Olavsen i K.eflavík. • Yfir3etukona þorbjörg Sveinadóttir er nú sezt hjer að í bænum á sama stað og áður, og tekin við sínu fyrra embætti. Iðunn. Mdnaðarrit til skemmtunar og fróðleiks. Ritstjórn: Bj'öm Jónsson, Jón Ölafsson, Steingr. Thorsteinsson. Af »Iðunnu, IV. bindi, fyrir árið 1886, eru nú út komin 1.—4. hepti í einu lagi, nær 20 arkir, og sent út um land með þessari póstferð. ‘ Efnisyfirlit: Ljónið vaknar, eptir Zakarías Topelius (G. G. hefir þýtt). Veðurspárnar (G. G.). Hvernig Hyde Hick missti óðal sitt, eptir Mark Twain (G. G.). Nauta-at á Spáni (J. Stgr.), Hvað sagt er um oss á bak, safnað hefir Olafur Havíðsson. Eyðing Jerúsalemsborgar, eptir A. Ingerslev (þ. B.). Vitrun Karls ellefta, eptir Prosper Merimée (B. J.). Perlan frá Toledó, eptir sama (B. J.). Um vatnið, eptir K. M. Meyer (H. T.). Um Suðurhafseyjar, eptir þor- vald Thoroddsen. Stjórnarskrárrof Napóleons þriðja, eptir N. Neergaard. Kvæði: Mignon, eptir Goethe (Stgr. Th.). Spakmæli og kjarn- yrði (Stgr. Th.). — Argangurinn pða bindið verður allt 30 arkir, og kemur hitt út nú fyrir nýjár. |>ar í verður meðal annars íslenzkt smá- sögubrot, eptir Jónas prest Jónasson, og 'neitir: Björn í Gerðum. Argangurinn af Iðunni kostar allur 3 krónur. K3* Næsti árgangur, 1887, verður jafn- stór og með sama verði. Rvík 1. des. 1886. Björn Jónsson. gmp" Nærsveitismenn eru beðnir að vitja „lsafoldaru á afgreiðslustofu henn- ar (i nýja húsinu miili Austurvallar og Austurstrætis). Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.