Ísafold - 05.02.1887, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.02.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema koinin sje tilútg.fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa í ísafoldarpientsmiðju. XIV 6. Reykjavík, laugardaginn 5. febr. 21. lnnl. frjettir. 22. ITtlendar frjettir. 23. Bendingar um hagnýting búnaðarstyrksins úr landssjóöi. 24. Auglýsingar. Reykjavík 5. ýebrúar 1887. Póstskipið Laura korn loks í gær morgun (4.). f>vi hafði legazt 8 daga á Færeyjum. Með því kom frá Khöfn Sigurð- ur Jónsson járnsmiður, Jón kaupmaður Jónsson frá Borgarnesi og tveir skipstjór- ar frá Mýrarhúsum. Ný lög. Fjögur lög af ellefu, er auka- þingið samdi í suinar, hafa nú öðlazt kon- unglega staðfestingu, öll 4. desbr. f. á.: 1. Lög um prentsmiðjur. 2. Lög um breyting d lögum um ýmisleg atriði, er snerta jiskiveiðar á opnurri skip- um 14. des. 1877. 3. Lög um breyting á lögum 8. janíiar 1886 um lán úr viðlagasjóði tit 'aanda sýslu- fjelögum til œðarvarpsrœktar. 4. Lög um að stjórninni veitist heimild til að selja þjóðjörðina Höfðahús í Fáskrúðs- fjarðarhreppi i Suðurmúlasýslu. Lög þessi eru öll prentuð orðrjett í Isa- fold XIII 35 (25. ágúst f. á.). Hin 7, sem eru óstaðfest, er fyrst og fremst stjórnarskráin, sem búið er að neita staðfestingar, og þar næst dilkar hennar fjórir, sem þar með eru sjálf-fallnir úr sög- unni í þetta sinn : alþingiskosningarlög, ráðgjafa-ábyrgðarlög, landstjórnar-launalög, og lög um afnám embætta; enn fremur lög um löggildingu nýrra verzlunarstaða og lög um afnám svonefndra Maríu- og Pjeturslamba. Skólagöngurjettur kvenna. Út af þingsályktun í þá átt á alþingi í hitt eð fyrra hefir verið gefin úc konungleg til- skipun 4. desbr. f. á., þar sem konum er gert heimilt með sömu kjörum og læri- sveinum hins lærða skóla í Beykjavík að ganga undir árspróf 4. bekkjar og eins undir burtfararpróf. Enn fremur skulu konur eiga rjett á að njóta kennslunnar á prestaskólanum og læknaskólanum í Reykjavík, ef þær full- nægja skilyrðum þeim, er um karlmenn eru sett í því efni. «|>essa rjettar njóta þær til fulls, að því er kennslu á læknaskólanum snertir, og mega þær og ganga undir burt- fararpróf skólans, ef þær fullnægja að öðru leyti skilyrðunum fyrir því. En að því er prestaskólann snertir, þá mega þær að eins að nokkru leyti njóta kennslunnar á hon- um, og setur ráðgjafinn fyrir íslandi ná- kvæmari reglur þar um. Eigi mega þær heldur ganga undir burtfararpróf þessa skóla, en geta lokið námi sínu þar með því að ganga undir sjerstök próf í guð- fræði; en ráðgjafinn fyrir Island til tekur námsgreinarnar og kveður á um, hvernig því prófi skuli háttað«. Próf í sálarfræði og hugsunarfræði á prestaskólanum eiga námskonur rjett á að ganga undir. Próf kvenna eptir þessari tilskipun veita engan aðgang til embætta nje styrktarfjár við skólana, og ekki heldur til að stíga í stólinn. Leigubreyting danskra ríkis- skuldabrjefa. Samkvæmt lögum um það efni frá hinu danska löggjafarvaldi, dags. 12. nóv. f. á., hefir ráðgjafinn fyrir Island birt í Stjórnartíð. á íslenzku aug- lýsing frá fjármálaráðgjafanum um það, hvernig því máli skuli komið í kring, dags. 13. nóv. f. á., með dálítilli viðbót frá sjálf- um sjer dags. 31. des. f. á., að því er ísland snertir, þar sem honum hefir orðið það á, að reiða sig of fast á ferða-áætlun póstskipsins, því hann skipar Reykvíkingum, sem vilja fá ríkisskuldabrjef sín borguð úr jarðabók- arsjóði, að vera búnir að senda landfógeta skriflega beiðni sína um það fyrir 2. febrúar 1887! Leigan er, eins og til stóð, færð niður í og skulu eigendur ríkisskuldabrjefa hjer á landi hafa gefið sig fram fyrir 11. júní þ. á., ef þeir vilja halda þeim samt sem áður; en vilji þeir fá þau útborguð í peningum, þá fæst það með fullu ákvæð- isverði hjá landfógeta #eptir að póstskipið er komið til Reykjavíkur í marz 1887«, «eptir því sem fyrirliggjandi fje jarðabókar- sjóðs nær til«. Nánari fyrirmæli hjer að lútandi geta rjettir hlutaðeigendur lesið í Stjórnartíð. Bókmenntafjelagið- Hafnardeildin hefir á fundi 12. f. m. hafnað tillögum Reykjavíkurdeildarinnar frá í sumar um »heimflutningsmálið« (sjáísafold 14. júlíf.á.); | »en lýsir því yfir, að ef leggja skuli málið í gjörð, ættu gjörðarmenn að vera þrír og ætti þá jafnframt hinu að skera úr um 1887. rjettan skilning á 53. grein fjelagslaganna, hvort eigi þurfi samþykki hvorrar deildar um sig til lagabreytinga samkvæmt þeirri grein. — Ef Reykjavíkurdeildin keuiur fram með uppástungu í þessa átt, mun deildin hjer [þ. ,e. i Höfn] taka til álita, hvort hún vilji ganga að henni«. Brauð veitt. Oddi á Rangárvöllum veittur af konungi 28. des. f. á. presta- skólakandídat Skúla Skúlasyni. Auk hans sóttu prófastur í Barðastrandarsýslu síra Sigurður Jensson í Elatey, síra Oddur Gíslason á stað í Grindavík, síra Jónas Bjarnarson í Sauðlauksdal, og síra Brynj- ólfur Gunnarsson aðstoðarprestur. Útlendar frjettir. Khiifn 14. jan. Danmörk. Enn er i óefni komið. f>inginu hleypt upp 8. þ. m., en nýjar kosningar skulu fara fram þann 28. Alit fjárlaga- nefndarinnar var búið og lagt fram ; en þar var því öllu neitað, sem stjórnin beiddist til þeirra hergirðinga, sem hún hefir byrj- | að á að þinginu fornspurðu, eða til ann- ars kostnaðar, sem leitt hefir af hennar »próvísórisku» eða gjörræðis-fyrirtækjum. Að stjórnin geti búizt við nokkrum kjörsigri, sem hana munar um, má sízt ætla ; hitt neldur; og vinstrimenn segja, að hún geri ekki sjálf ráð fyrir slíku. En hitt er auðvitað, að hún kallar það vita á viðgang og betri tíma, ef takast skyldi að krækja í nokkur atkvæði, og hefir það til uppörfunar, að fara hinu sama fram, en víkja hvergi. það er ekki bágt að sjá, hvernig fer. A hinu nýja þingi höggur allt í sama far, og með vorinu halda menn svo heim til sín eptir sömu erindisleysu, sem í fyrra var farin, en þeir Estrúp sitja kyrrir að sínu verki. Af vetrarfari og veðráttu er það að segja, að veturinn hefir lagzt að hjer til þessa með vægara móti, en í ýmsum öðrum lönd- um á meginlaudi álfu vorrar, t. d. á |>ýzka- landi. Stormasamt hefir heldur orðið, og í einum storminum sökk eitt af hinum stærri gufuskipum í Norðursjónum, eða skipið »Danmörk«, er skrúfuvelirnir höfðu gengið í sundur og brotið stórt gat á skip- ið. Enskt skip bjargaði þaðan 21 manni,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.