Ísafold - 05.02.1887, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.02.1887, Blaðsíða 3
23 yfir þeim kala og hefndarhug, sem svo opt kemur í ljós íblöðum þeirraogá fundamótum. Unz Frakkar þagni um landmissi sinn (1871) verði þjóðverjar að standa fullvopuaðir á verði og fullfœrir að veita þeim viðtöku. Til frekari áhrifa leiddi Bismarck í aðal- ræðu sinni löndum sínum þær óheyrilegu hörmungar og fjerán fyrir sjónir, sem að mundi koma, ef Frakkar næðu að vaða I yfir þýzkaland og koma í vigmoði til Ber- línar. Hann lagði þingslit til nýrra kosn- inga við, ef frumvarpið næði ekki fram- göngu. En það hreif eigi. þingið ónýtti málið, í dag, og sleit þá Bismarck þingi í fundarlok og boðaði nýjar kosningar 21. febrúar. Luitpold, ríkisforstjóri Baiverja, hefir J fyrir ekki löngu heimsótt Vilhjálm keisara. j Við honum með mestu virktum tekið, en j hann bauð fulltrúa Baiverja 1 sambands- ráðinu að styðja sem bezt heraukamálið. Fbakkland. Hjer hefir orðið ráðherra- skipti. Freycinet skilaði af sjer forstöðu ráðaneytisins, er hægrimenn og einveldislið- ar og hinir yztu í fylkingu vinstrimanna gengu í bandalag á þinginu á móti honum og báru hina ofurliða í fjárveitingamálum. Hann beiddist lausnar af stjórnarvanda, þegar neitað var um fje til þeirra hjeraða- fógeta, sem Frakkar kalla sous-préfets (und- irstjóra hjeraða eða sýsiumenn). Við for- stöðunni tók loks Goblet, kirkju- og kennslu- málaráðherrann. Hann er talinn skörung- menni að hyggindum og ráðfestu. Honum fylgja ýmsir af hinum fyrri ráðherrum, og meðal þeirra hermálaráðherrann,Boulanger, eins konar átrúnaðargoð Frakka. Hann hefir manna kappsamast unnið að endurskipun J franska hersins, og lætur stundum í ljósi, að Frakkar þurfi ekki fyrir neinum smeik- ir aðstanda. Bismarck sagði í ræðu sinni, að margt gæti orðið til að hleypa Frökkum í vígmóð, en þá mundi þó skemmst til hríða, ef Boulanger kæmist til valda. Nýlega komu þær óspektafrjettir frá Tonkin, að uppreisnarflokkar hefðu á ein- um stað veitt aðsókn að setuliði Frakka og gert þeim nokkurn mannskaða. Italía. Látinn er Minghetti, einn af þeim sem hafa lært í skörungaskóla Ca- vours og verið í samvinnu með honum að vöxtum og viðgangi hins ítalska ríkis. Feá Spáni. Hjeðannýlegaborin þauharma- tíðindi, að höllin Alcazar (í Tóledó) frá Mára-tímum sje gjöreydd af eldi, ásamt dýrmætasta bóka, handrita og litmynda-1 safni, sem hjer var í hirzlum. Ameeíka. í boðunarskýrslu sinni til I þingsins (4. des.) greindi Cleveland forseti frá, að ríkistekjurnar hefðu við útgöngu fjárlagaársins, í lok júní, farið fram yfir J útgjöldin um nær því 94 miljónir dollara(l). J það eru aðrar fjárhagssögur, sem flest rík- in eiga að segja. Látinn er Chester A. Arthur (seint í nóvember), sem tók við forsetadæmi við lát Garfields. Hann hafði stundað lög á yngri árum og haft málafærslu með hönd- um, sem fleiri af forsetum Bandaríkj- anna. Viðbætib. Englandi 18. janúar: »Aust- urríkismenn hervæðast í gríð, segja hrað- frjettir í dag«. Bendingar um hagnýtingu búnaðarstyrksins úr landssjóði. Eins og kunnugt er, hefir alþingi að undanförnu veitt talsvert fje til eflingar búnaði; en það hefir ekki sett neinar reglur um nagnýtingu þess fjár, og ekki | einu sinni heimtað, að skýrslur um notin af þvf skyldi birtar á prenti; enda veit al- menningur lítið um þau. Sumir hafa líka sagt, að þessu fje væri eins og »fleygt í sjóinn«, og þeir hafa óneitanlega það til síns máls, að tryggingu vantar fyrir notum þess. Ekki er samt ástæða til að efast um, að þau sjeu talsverð; en að segja, að þau sje svo mikil sem fremst má verða, er að líkindum jafnfjarri sanni eins og að segja, að því sje eins og fleygt í sjóinn. Enginn efi er á því, að nokkuð mætti tryggja betur not þessa fjár með því, að setja fastar reglar um útbýtingu þess. Ekki samt til þess, að binda hendur lands- höfðingja og sýslunefnda, heldur til að gera þeim hægra fyrir að nota sín frjálsu umráð á sem heppilegastan hátt. Útbýtingin fer nefnilega ávallt eptir því, hvernig vissum höfuðspurningum er svarað; og er þá mikilsvert, bæði fyrir útbýtendur og þiggjendur fjárins, og jafnframt fyrir tilgánginn, sem það er veitt í, að þessum spurningum sje svarað fyrirfram með föst- um reglum. þessar höfuðspurningar eru einkum tvær. 1. Hvort á heldur að veita fjeð sem verðlaun fyrir það, sem búið er að gera; eða sem styrk til þess, sem í dformi er að gera til eflingar búnaði? Hvorutveggja þessu má mæla með og móti. Sje fjeð veitt sem verðlaun, er því ekki fleygt út í óvissu; tilganginum er þá náð fyrirfram; en þá ná ekki aðrir til að njóta fjárins en þeir, sem af sjálfs sín rammleik hafa getað komið hinum verðlaunuðu fyr- irtækjum fram; en það eru optast nær efna- mennirnir, sem þá geta eflt búnað sjer til hagnaðar án þessa fjár. Sje fjeð veitt sem styrkur, fæst það í tæka tíð, svo að sá, sem hefir vit og vilja, en vantar »afl þeirra hluta sem gjöra skal» til þess, að koma fram þarflegu fyrirtæki, getur komið því fram, fyrir það að hann fær styrkinn; en þá er styrkurinn samt veittur út í óvissu, þar eð tryggingu vant- ar fyrir því, að fyrirtækið verði í raun og veru framkvæmt svo sem til er ætlazt. I því efni mun reynslan vera nokkuð mis- munandi. An efa væri nauðsynlegt, að sameina verð- launaveitinguna við styrkveitinguna. Og það má gera á þann hátt, að veita fjeð í fyrstu sem Idn; en að lánið álítist borgað þá, er augnamiði veitingarinnar er náð; en endurborgist ella. Aðhald og tryggingu má fá með þvf, að veita lánið að eins sveitafjelögum eða þeim einstökuin mönnum, sem sveitarfjelagið, þar sem fyrirtækið á að framkvæmast, vill ganga í ábyrgð fyrir um framkvæmd eða endurborgun. Mun varla nokkrum neitað um slíka ábyrgð, ef hann er líklegur til að gera sig styrksins maklegan. Aðferðin getur verið mjög einföld. þeir, er styrks vilja beiðast, útvega sjer fyrst álitsgjörð búfræðings um fyrirtækið, og síðan ábyrgðarskjal hreppsnefndar; þau skjöl fylgi bænarskránni um styrkinn. Fá- ist fjeð, skrifi beiðandi, eða umboðsmaður hans, undir skuldabrjef, og sjeu þar tekin fram þau skilyrði, sem, samkvæmt álits- gjörðinni, eru nauðsynleg. þegar þeim 8kilyrðum er, að áliti tilkvaddra skoðunar- inanna, fullnægt, sje skuldabrjefinu skilað aptur. A þenna hátt vinnst það þrennt í einu: að fjeð fæst í tæka tíð til framkvæmdar- innar; að trygging er fyrir framkvæmdinni (því sveitarfjelagið lætur það ekki viðgang- ast, að til endurborgunar komi); og að apturskilun skuldabrjefsins, þá er augna- miðinu er náð, verður hlutaðeiganda að maklegum verðlaunum. Væri þetta gjört að fastri reglu, færi naumast hjá því, að hun kæmi að góðum notum. 2. Hvort á að meta meira: að láta sem flesta ná í að verða styrks þessa aðnjótandi; eða láta hann eingöngu ná til hinna stærri fyrirtœkja, sem til al- mennari nota geta orðið? Hjer má og færa ástæður með og móti hvorutveggja. Sje fjenu sem minnst dreift, og því að eins varið til hins verulegasta, þá sjer þess meiri staði þar, sem niður kemur; en það

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.