Ísafold - 02.03.1887, Blaðsíða 2
38
í Grindavík, í Höfnum og á Miðnesi
hefir fiskazt allvel í vikunni sem leið, er
róa gaf, af vænum þorski nýgengnum.
Af Snæfellsnesi er skrifað 9. febrúar:
•Fiskiafli hefir verið nokkur undir Jökli þá
sjaldan gefið hefir«.
Tíðarfar O. fl. Hjer ganga enn hin-
ir sömu umhleypingar og áður.
Úr öðrum hjeruðum segir svo í nokkr-
um brjefköflum:
Sncefellsnessf/slu 9. febr.: »Hjeðan er fátt
að frjetta nema minnisstæð illviðri nú um
langan tíma«.
Skagafirði 28. jan.: »Mikið er tíðin ó-
stillt: einlægir stormar og hríðar, svo ekki
er hægt að nota þau litlu snöp, sem til
eru, fyrir ótíð. Fönn er að sönnu lítil, en
áfreðarnir hver ofan í annan, svo sumstað-
ar er jarðlaust fyrir svellgaddi og hörku.
Mikið verða menn heytæpir, haldist þetta
lengur en þorrann. Heyin voru sárlítil
eptir sumarharðindin. þau litlu hey, sem
til voru, reynast mjög skemmd og ljett,
einkum töður. Kýr reynast alstaðar hjer
um pláss gagnslausar að kalla, svo mjög j
lítur illa út með bjargræði fyrir fólki. Lít- j
ill sem enginn matur í kaupstöðum. Fisk
hvergi hjer nálægt að fá, þar haustaflinn
brást að mestu, svo útlitið er hið ískyggi-
legasta«.
Reyðarfirði 6. jan.: »Yeturinn hefir hing-j
að til verið góður að tíðarfarinu; en nú lít-
ur illa út; því að snjór og snjóbleyta síð-
an á 2. í nýjari virðist ætla með öllu að
gjöra haglaust. Afli hefir verið lítill, og
síldarvonir allar brugðizt. Bágindi manna
á meðal eru því með langmesta móti. Hjer
er eins og víðar í sjóplássum orðið allt of
margt af þurrabúðarfólki, og er það eðli- j
lega einkum það fólk, sem illa kemst af í
öðru eins ári og þessu. þó eru einnig
margir bændur bjargarlitlir fyrir heimili j
sín, og það ekki einungis þeir, sem þiggja
af sveit, heldur einnig aðrir, sem í raun-
inni eru bjargálnamenn. þessu veldur það,
að verzlanirnar á Eskifirði hafa eigi flutt
nánda nærri nóg af nauðsynjavöru; því
þótt önnur þeirra (verzlun J. M.) hafi flutt
litlu eða engu minna en áður, þá hefir hin
ekki flutt neitt, er teljandi sje, af matvöru,
en gengið mjög hart að með skuldaheimtu.
Viðskiptamenn hennar hafa því eigi getað
fengið þar nauðsynjar sínar, en því miður
sumir reytt frá sjer fiskinn of mjög til
skuldalúkningar. Jafnvel þeir, sem hafa
átt þar talsvert inni, hafa ekkert getað
fengið, hvorki nauðsynjar sínar, nje inn-
skript til hinnar verzlunarinnar, nje pen-
inga.
það hefir dálítið bætt úr vandræðunum,
áð hið norska gufuskip »Frey« hefir komið
3 ferðir hingað, og hafa einstöku menn
getað pantað nauðsynjar sínar með því frá
Norvegi, og svo hefir sveitarstjórnin getað
náð í nokkuð af mjöli og kartöplum.
Skipstjórinn á »Frey« (Clausen) hefir
verið í förum milli Norvegs og Islands
bæði nú og í fyrra, og áunnið sjer sam-
róma lof allra, er við hann hafa skipt,
fyrir lipurleik, greiðvikni og orðheldni.
Ekki virðast greinar Isafoldar um »að nýta
og spara« og um »átveizlur« hafi fallið í
góðan jarðveg hjá Eskfirðingum. þar hafa
veizlur og heimboð rekið hvort annað um
þessar mundir, og árið var byrjað með stór-
kostlegum dansleik eptir því sem þar gjör-
ist og með því lagi sem þar er tízka: að
borða tvisvar, drekka chocolade og kaffi
tvisvar, og svo vín og kaffi hver sem það
hafa vill; yfir höfuð að eyða svo miklu,
sem menn geta. En sama árið byrjuðu
aumingjarnir umhverfis Eskifjörð með hálf-
horaðan barnahóp í snauðum híbýlum og
köldum (það eru nærri því verstu vandræð-
in með eldiviðarleysið).
Milli jóla og nýárs voru tekin lögtaki
prests- og kirkjugjöld af fríkirkjumönnum,
þar á meðal prestinum síra Lárusi Halldórs-
syni, sýslunefndarmanni Hans BeckáSóma-
stöðum, hreppstjóra Jónasi Símonarsyni á
Svínaskála og Einari þorsteinssyni á Hlíð-
arenda, manni bláfátækum, sem í vetur
hefir eigi komizt af án sveitarstyrks«.
Mannalát og slysfarir. Nýlega er
látin frú Björg Pálsdóttir í Arnarholti,
ekkja Guðm. sýslumanns Pálssonar, dóttir
Páls amtmanns Melsteðs, rúmlega sextug
að aldri, valkvendi og ljúfmenni.
Skiptapi varð enn einn í vikunni sem
leið, á Eyrarbakka, 24. þ. m.: fórst bátur
í lendingu með 7 mönnum á, og drukknuðu
6, en 1 varð bjargað. f>eir sem drukknuðu,
voru : formaðurinn Bjarni Pálsson frá Götu,
organisti á Stokkseyri; faðir hans Páll
bóndi Jónsson frá Seli; bræður tveir Guð-
mundur organisti og Sigurður silfursmiður,
Jónssynir frá Meðalholtum í Gaulverjabæj-
arhreppi, og var Bjarni heitinn organisti
og þeir systkinasynir; enn fremur Halldór
Álfsson frá Bár í Hraungerðishreppi og
Guðmundur Hreinsson frá Hjálmholts-
Yesturkoti í sama hreppi. Páll bóndi var
roskinn maður, en hinir allir milli tvítugs
og þrítugs, mannvænlegir menn, og var
einkanlega mikill mannskaði að Bjarna
heitnum fyrir margra hluta sakir.
Landsyfirrjettardómur. I fyrra dag var
dæmt í yfirdómi mál um Ijóstolls-skyldu, milli
fjárhaldsmanns dómkirkjunnar og cand. juris
Guðl. Guðmundssonar í Reykjavík, er hafði
neitað að greiða ljóstoll fyrir fardagaárið 18M/86,
með þvi hann hefði þá ekkert tíundbært lausa-
fje talið fram nje átt, en skyldan til að greiða
ljóstoll sje að lögum bundin við tíund, eigi
minni en 60 álnir; og skírskotaði hann sjerstak-
lega til Kristinnrjettar Árna biskups 15. kap.
Talsmaður dómkirkjunnar taldi þar á móti ljós-
tolls-skylduna ekki bundna við tiund, eptir
reglugjörð 17. júlí 1782, 13. gr.
Dómkirkjan tapaði málinu fyrir undirrjetti1
en vann það fyrir yfirrjetti, eptir atkvæði meiri
hlutans þar ; — minni hlutinn, yfirdómari Krist-
ján Jónsson, hafði komizt að sömu niðurstöðu
sem undirdómarinn, í sjerstöku ágreiningsat-
kvæði.
Ástæður meiri hlutans i yfirdóminum eru svo
hljóðandi:
„það getur nú enginn vafi verið á þvi, að
Kristinnrjettur Árna biskups er hin gildandi
lög hjer á landi, hvað ljóstolls-skylduna snertir,
að því honum eigi hefir verið hreytt með hinni
yngri löggjöf, en þar er boðið, að hver sá, er
gjalda á álnartíund eða meiri, sje skyldur að
greiða á bverjum 12 mánuðum heilagri kirkju
til lýsingar 2 aura vax, en tíund átti hver sá
að lúka, er átti 10 sexálna aura skuldlausa fyrir
utan hversdagslegan búning ; eins þurfti enginn
að lúka tíund af búsafleifum sínum á vor, nema
hann brygði húi eða seldi úr þvi. EptirKrist-
narjetti átti þannig hver sá að gjalda ljóstoll,
er átti, auk hversdagslegs búnings og þess, er
hann hafði sjer til matar, ’/j hndr. eður meira
fje skuldlaust. þegar fram liðu stundir, fór
mönnum að þykja það mjög óviðurkvæmilegt,
að menn skyldu eiga að svara jafnri tíund af
fje því, er engan arð gæfi af sjer, sem því,
er menn hefðu fullan arð af, og sökum þessa
ákvarðaði alþingið 1574, að 3 hndr. í dauðum
aurum, er engan arð gæfi af sjer, skyldi vera
til tíundargjörðar sem 1 hndr. Reglugjörðin
17. júlí 1782 um tekjur presta og kirkna hefir
nú að nokkru leyti lagað reglur sínar sam-
kvæmt þessu, um það, hverr.ig leggja skyldi
fje í hundrað til tíundargjörðar; þannig fram-
setur hún sem aðalreglu, að hvert 4 rd. virði,
er svo gengi í kaupum og sölum, hvort sem
það væri í kvikfjenaði, fiskibátum eða öðru,
skyldi álítast sem 1 hndr. til tíundargjörðar, og
skyldi því kýr sú, er full leiga gyldist eptir og
þá var í kaupum og sölum 4 rd„ vera 1 hndr.
til tíundar, en frá þessari reglu sinni víkur
reglugjörðin undir eins á eptir, og lætur ýms
hundruð í kvikfjenaði og fleiru, sem þar er
nefnt, eigi vera til tíundar nema part af hundr-
aði, og 40 rd. í arðlausum peningum skyldu
tíundast sem 1 hndr. Með því nú reglugjörðin
engar almennar reglur gaf fyrir því, hvernig
leggja skyldi í hundruð fjármuni þá, er hún eigi
minntist á, og þar að auki eigi getur um það,
hvort skuldir skyldu frá dragast, er eigi verður
álitið að hún hafi ætlazt til, þar eð þá hefði
orðið að geta þess, hver hundruð ættu að drag-
ast frá, hvort þau, er gjalda ætti fulla tíund
af, eður hin, sem full tíund ekki ætti að tak-
ast af, þá komst sú venja á, að menn drógu
ekki neitt frá fyrir skuldum, ogtóku eigi tfund
af öðru en fje þvi, sem nefnt er i reglugjörð-
inni, og við þetta varhætt því að Iáta þá telja
fram fje sitt til tíundar, er ekkert áttu af fyr-
nefndum fjármunum. Að því nú enn fremur ljós-
tollinn snertir, þá greiddu hjón fyrrum 2 ljós-
tolla, þar fjársameign þeirra þá var mjög sjald-
gæf, ef þau áttu hvort fyrir sig */2 hndr. skuld-
laust, auk þess er þau þurftu að hafa sjer til
fatnaðar og matar ; en þegar fjársameign hjóna
hjer á landi varð almenn, fóru menn að álíta,
að hjón eigi þyrftu að lúka nema 1 ljóstoll;