Ísafold - 02.03.1887, Blaðsíða 3
39
reglugjörðin ákvað nú í þessu tilliti í 13. gr.,
að þeir, sem hefðu bú og hjeldu vinnufólk,
skyldu greiða heilan Ijóstoll (= 2 ljóstolla), en
húsmenn skylda greiða hálfan ljóstoll (= 1 ljós-
toll), og í konungsbrjefi 21. mai 1817 var á-
kveðið, að öll þau vinnuhjú, og þeir húsmenn.
er eigi hjeldu vinnuhjú, skyldu, ef þeir tíund-
uðu 60 álnir eða meira, lúka hálfan ljóstoll,
f>að virðist þannig óneitanlega, að löggjöfin
hafi ætlazt til, að þeir, er hefðu bú og hjeldu
vinnuhjú, því að eins yrðu skyldaðir til að
greiða Ijóstoll, að þeir ættu til tiundar */s hndr.
eður meira ; en þrátt fyrir þetta komst sú venja
á í kaupstöðunum, er þá fóru að komast upp
og áður höfðu ekki verið til, að borgararnir
þar og aðrir, er höfðu hú og hjeldu vinnuhjú,
greiddu til kirkjunnar heilan ljóstoll, þótt þeir
ekki ættu neitt til tíundar af munum þeim,
er nefndir eru í reglugjörðinni frá 1782, sjálf-
sagt af þeirri ástæðu, að þeir hafa álitið sig
eiga meira fje skuldlaust, en ’/s hndr., og því
skyldu til að greiða ljóstoll eptir Kristnarjetti;
og þessu samkvæmt virðist hinn stefndi, sem
enga skýrslu hefir gjört fyrir því, að hann ekki
ætti skuldlaust */s hndr., hafa rjettilega verið
krafinn um ]jóstollinn“ o. s. frv.
Bankinn.
I tveim síðustu blöðum Isaf. hefir hr.
kaupstjóri Tr. Gunnarsson ritað langt mál
um bankann. Hann vill ekki fylla flokk
f óvina bankans, þótt hann væri mótfallinn
stofnun hans, og er það drengilega gert.
|>að eru margar rjettar og sannar athuga-
semdir í þessum greinum hr. Tr. G.; en
margar líka aftr fjarri öllum sanni. En
ég gat ekki farið út í að sigta það sundr
bér; það yrði of langt mál. Aðalgallinn á
nálega öllu, sem um bankann er ritað hjá
oss, er það, að höfundarnir standa á því
reki, sem mannkynið stóð á fyrir einni eða
fleiri öldum. Menn koma fram með hugs-
anir sínar, sem þeim eru nýjar sjálfum, og
hugsa, að þeir hafi fundið ný sannindi eða
nýjar niðrstöður, og svo er þetta oft ekki
annað en kenningar, sem fræðimenn hafa
hrakið fyrir mannsöldrum. Gallinn er, að
sárfáir lesa hér þjóðmeganfræðileg rit, og
varla nokkur íslendingr þekkir til nokk-
urrar hlítar þá fræðigrein. Og til þess að
dæma um slík mál, þarf maðr þó, ef svo
mætti segja, að standa á herðum samtíðar
sinnar í þessari fræði. En til þess þurfa
menn að lesa rit merkustu fræðimanna eldri
og yngri, og þekkja alt sem fram hefir
komið markvert í fræðinni alt fram á þetta
ár, þennan dag, svo að segja. Án þessar-
ar þekkingar er enginn fær um að leiðbeina
öðrum í skoðunum; fyrst verðr hann að
fræða sjálfan sig. Bankafræðin, sem er að
eins ein grein þessarar fræði, er öllum ís-
lendingum »ónumið land» (terra incognita)
enn ; og þó er þetta heil fræðigrein.
Að svo stöddu væri mest þörf á, að
fræða íslendinga um sjálfa frceðina, um
aðalsannindi og niðrstöður hennar. Fyrst
þegar þekking á inum almennu undirstöðu-
atriðum er orðin eign ins upplýstari hluta
manna, þá fyrst er von á, að vér fáum að
sjá gagnsamlegar ritgjörðir »um bankann#.
Til að geta rætt og ritað um bankann,
þurfa menn að vita nokkuð, sem lið er í,
um banka.
það, sem ég sérstaklega vildi nefna í þess-
ari grein, er fregn sii, sem hr. Tr. G. gat
um í niðrlagi greinar sinnar, nefnil. að
bankastjórnin hér sé að semja við »Land-
mandsbankann» um, að hann leysi inn seðla
bankans.
Mér þykir ótrúlegt, að bankastjórn vor
sé svo grunnhyggin. Ég vona fregnin sé
flugufregn. það væri mesta fásinna af
bankastjórninni, ef hún væri að semja um
slíkt, meðan seðlarnir eru óinnleysanlegir
hér. þar með væri kollvarpað öllum þeim
grundvelli, sem bankinn nú hvílir á eftir
fyrirkomulagi sínu sem seðlabanki. Slíkt
væri bygt á gjörsamlegum misskilningi á
eðli seðlanna. Itökin er langt að telja.
Ég skal bráðlega færa þau fram í lengri
ritgjörð, sem ég er langt kominn með.
Hitt væri banka vorum nær, að komast
í ávísunar-samband við banka erlendis.
það á hann að hugsa um fyrst.
Næst á hann að hugsa fyrir að gjöra
seðla sína innleysanlega. En þá á hann að
leysa þá inn sjálfr, en ekki reka menn til
útlanda til að fá þeim víxlað. Sem stendr
er engin þörf á að gjöra þá innleysanlega.
En þó er það það takmark, sem hann á
að hafa í hug að ná. En fyrsti vegrinn
til þess væri, að binda minna af vitlán-
um sínum í löngum lánum, en hann nú
gerir.
En sem sagt: þetta verðr alt að sýna
fram á í lengra máli. Að sinni segi ég
það eitt: ég vona að bankastjórnin byrji
ekki á því, að gjöra seðla sína innleysan-
lega erlendis með afföllum; þ að er
fyrsti v egr til að þv ing a seðl-
ana niðr ú.r fullvirði (nafnverði).
Rvík, £ 87. Jón Olafsson.
Aths. Eptir því sem vjer höfum fengið að
vita, hefir bankastjórnin þegar hafnað innlausn-
arkostum Landmandsbankans. — Ritstj.
Spánarfiskur.
Eins og sjá má af hinum útlendu vöru-
skýrslum, hefir saltfiskur sá, sem til Spán-
ar fluttist hjeðan síðastliðið ár, selzt með
lægra verði en átt hefir sjer stað um mörg
undanfarin ár, og salan hefir gengið svo ó-
vanalega tregt, að farmarnir hafa stundum
orðið að bíða á Englandi vikunum saman
áður en Spánverjar hafa verið fáanlegir til
þess að kaupa þá með þessu lága verði.
Álit það,sem saltfiskurinn hjeðan úr fló-
anum hefir áunnið sjer á Spáni, hefir verið
nokkuð mismunandi eptir því, hvort það
hefir verið færafiskur eða netafiskur, og
hefir færafiskurinn, sem nokkrir kaupmenn
sendu sjer í lagi, verið álitinn töluvert betri,
og hefir orðið hægra fyrir að selja hann
en netafiskinn.
Yfir höfuð hafa Spánverjar lagt þann
dóm á fiskinn hjeðan úr flóanum, að hann
sje heldur mikið saltaður, og að hann því
ekki sje svo fallegur á lit og gagnsær, eins
og hann hafi verið áður fyr.
Nú er Spánn hinn eini markaður,þar sem
keypt er nokkuð til muna af fiski, og
megnið af íslenzkum fiski fer þangað;
þó er annara landa fiskur nú farinn að
bola hann burtu hin síðustu árin, eins og
sjá má af greinilegu skýrslu-ágripi þar að
lútandi í lsafold 13. okt f. á.
Sökum þess ættú menn að athuga vand-
lega, hvað Spánverjar setja út á fisk vorn,
og leggjast á eitt með að lagfæra verkun-
ina á honum. það kvað hafa haft tölu
verðan árangur, sem gert var í fyrra tíl
umbóta fiskverkuninni, þó ekki kæmi það
fram í verðinu í þetta sinn.
Nú er það samt mjög athugavert, að
söltunin sje ekki minnkuð um of, svo að
fiskinn slepji eða hann skemmist af því
í verkuninni,ef óþurkar ganga, eins og líka
að gæta þarf allrar þeirrar varúðar við þurk
og verkun fiskjarins, sem af því leiðir, að
hann er minna saltaður.
það má nú álíta það fullreynt, að stór,
feitur og dökkur netafiskur geti ekki náð
því að seljast til Spánar sem nr. 1. þar
á móti ætti hinn smærri netafiskur.ef hann
er vel verkaður og fallegur á lit, að geta
náð líku áliti og færafiskur, og selzt með-
líku.verði eins og hann.
það mun verafull alvara þeirra verzlana,
sem fást við fisktöku, að halda áfram með
vandláta »sorteringu« á fiskinum, bæði þeg-
ar hann er tekinn inn og þegar hann er
sendur á stað til útlanda; og er það því
mikið áhugamál, eins og nú er ástatt, að
bændur styðji þá í þessu.
Hvað söltun fisksins viðvíkur, þá er mik-
ið vandasamt að ákveða, hvað mikið salt
skuli brúka, því það er komið undir því,
hvort fiskurinn er saltaður inni eða úti,
hvort hann er rýr eða feitur o. s. frv.
Sá fiskur, sem lint er saltaður, þarf
meiri nákvæmni við verkunina, meira farg,
þarf að standa lengur undir fargi, fleiri þurk-
daga o. s. frv. X.