Ísafold - 09.03.1887, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.03.1887, Blaðsíða 3
43 að helmingi meira; en til þess að leggja ekki of mikið í, þá ætla jeg að gera ráð fyrir 7—8 hestum af hverjum 300 □ föðmum. Helzt má gera ráð fyrir, að hver tómt- húsmaður, einkum af hinum smærri, seldi töðuna af sínum bletti, og geri jeg hvern hest á 5 kr. þetta gæti þá orðið hjá þeim minnstu 35—40 kr. Svo gætu hin- ar stærri komið til að hafa tveir saman eina kú, og sumir með tímanum heila kú, og þá fer nú arðurinn að margfaldast. Sveinn búfræðingur gerir ráð_ fyrir, í ritgjörð sinni um landbúnað á Islandi, í Andvara 1882, að kýrin standi inni á gjöf í 9 mánuði, og ætlar kúnni 30—44 hesta. Hann segir, að ein kýr mjólki hjer 3—4000 pund og eigi svo sjaldgæft 5000, og þetta er ekki lítil bjargar- og búbót. Prófastur sfra Guðmundur Einarsson segir í ritgjörð sinni um túnrækt í Tíma- riti Bókmenntafjelagsins I. 37 : »Búandinn fær því uppúr 30 töðu hestum 216 kr. virði eða 7 kr. 20 aur. upp úr hestinum í nýmjólk, sem á að fría hann við 216 kr. aðkaup á matfiski, kinda- kjöti og rúgbrauði; og mjólkin kemur svo að segja fyrirhafnarlaust í búrið á hverju máli«. Og hjer á hann eingöngu við þann tíma er kýrin stendur inni. það er því engan veginn skrum, þó að kýrin sje kölluð bjargargripur.og það er alls eigi þýðingarlítið, að efla túnræktina hjer á landi. þetta stóra lán, sem Gullbringusýsla hefir tekið, og hvað meira kann að verða, gefur fulla ástæðu til, að því sje alvarlega gaumur gefinn. Ef svo skyldi fara, að allir hreppar sýslunnar yrðu að borga þetta lán, sem gengið hefir að mestu í 4 hreppa, ætla jeg að sumir verði brúnþungir. Sama er að segja um það, ef meira eða minna af því yrði aldrei endurgoldið. þá er það hart fyrir önnur hjeruð landsins, sem annaðhvort hafa ekki neitt lán tekið eða þá endurgjalda á rjettum tíma, að sjá þetta fje þannig hverfa, mestmegnis til að ala ómennsku og eymd, og því algjör- lega horfið frá því sem það hefði þurft að brúkast til, t. a. m. til að efla menntun samgöngur eða atvinnuvegi. það er því ástæða til að hugsa, að landstjórn og lög- gjafarvald láti þetta mál til sín taka, en ekki þruma það fram af sjer; því það eru lítil líkindi til, að tómthúsasjúkdómurinn batni meðalalaust, og jeg vil segja ekki án þvingunar og harmkvæla, að því leyti að þessi tómthúsafjöldi getur valdið hall- æri í vissum plássum og hjeruðum, (og það gjörir hann), og landssjóður svo verður að leggja fram fje til að afstýra mannfelli þá kemur þetta öllu landinu við. Mikill fjöldi af þessum tómthúsum er byggður ýmist á greiðasemi eða nærsýnni eigingirni einstakra manna, eða þá ekki hvað minnst á heimskulegum kaupmannalánum í beztu árum. Hvern veg getur þettað þá þrifizt, þegar aflalevsi og verzlunardeyfð ganga yfir ? það er enn eitt, sem verður með nokkr- um ástæðum sagt : að allt hið mikla og alkunna fiskiveiðaþjark hjer við Faxaflóa á mikið rót sína í of miklum mannfjölda, og þetta er þegar orðið þessu hjeraði dýrt og mun enn verða, ef ekki er bót á ráðin hið fyrsta. í febr. 1887. p. O. SAMBININGIN. Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga, gefið út af hinu ev. lút. kirkjufjelagi ísl. í Vestur- heimi. Winnipeg. Ritstjóri Jón Bjarnason. það lítur út fyrir, að enginn finni hvöt eða köllun hjá sjer til að minnast á rit þetta í blöðunum. það gegnir furðu, að enginn af presta eða kennimannastjettinni skuli láta sjer verða að vegi að vekja athygli alþýðunnar á öðru eins riti og þessu, sem einmitt er hið eina tímarit á íslenzkri tungu, ■ er eingöngu hefur sett sjer hið sama mark og mið sem það, er á að vera lífsstarf prestanna, nefnilega að efla kristilegt trúarlíf. Er kristinndómurinn eigi í því ástandi hjá þjóð vorri, að þeir, sem sjerstaklega eiga að fást við að boða hann og styðja, og allir þeir, sem annt er um hann, ættu að verða fegnir hverri hjálp, sem býðst ? Hví þegja þá prestar og kennimenn ? Hví þegja hinir mörgu, sem þó er annt um kristin- ] dóminn í hjörtum sínum, þegar blað eptir blað keinur út af ágætu riti, sem snýr sjer eingöngu j j að því, sem á að vera hið mesta áhugamál ] kristinna manna? það eru nú kominn 7 blöð af „Samein.“, j hvert öðru ágætara, öll full af lífi og anda j kristindómsins, öll full af fræðandi og vekjandi kristindómsmáli, — og liggja víst að miklu leyti j óseld og ónotuð víðsvegar um landið. það væri sorglegt, ef þeir, sem vilja verja tíma og kröptum til fyrirtækis, sem eins mikil j þörf er á eins og þessu, að halda út kristilegu | tímariti á íslenzkri tungu, yrðu að hætta við það. það væri sorglegt, ef hin íslenzka þjóð ! stæði á svo lágu kristindómsstigi, að hún vildi eigi með þökkum þiggja annað eins rit og j „8amein.“ er. Ritstjóri „Samein.“, sjera Jón Bjarnason, er alþekktur gáfumaður og áhugamaður mikill | um trú og kristindóm. „Samein.“ ber Ijósan vott um þetta hvorttveggja. það er gáfumað- urinn undir áhrifum guðs anda, sem talar í hinum mörgu, einkennilega fögru hugsunum og hugleiðingum, sem þar gefur að lesa. Niðurskipun ritsins er sú, að fremst í hverju blaði er hugleiðing, annað hvort um eitthvert almennt kristilegt efni, eða um hið kristilega ástand íslendinga. þá koma „lexíur fyrir sunnudagaskólann", tiiteknir kaflar úr heilagri ritningu. þá „lexiurnar fyrir lífið“, sem eru útlistun þessara ritningarkafla og einkum heim- færsla þeirra upp á sálarlíf kristins manns. þessar lexiur fýrir lífið eru ágæt leiðbeining til þess, yfir höfuð, að læra að lesa guðs orð með umhugsun og andlegum árangri. Siðast eru ýmis kristileg og kirkjuleg tíðindi, meðal annars hjer frá íslandi, eða þá sundurlausar smágreinar um ýms kristileg sannindi. Allur frágangur er hinn vandaðasti, og verð- ið ekki nema 3 kr. hjer á landi, þó það sje 1 dollar í Ameriku. þeim peningum er vel varið, sem varið er til að kaupa „Samein.“. Hún ætti að vera sem viðast, helzt á hverju heimili. þú, sem annt trú og kristindómi, lestu „Sam- eininguna“ og fáðu aðra til að gjöra það. Jeg vona, að ættjörð vor eigi marga sanna vini kristindómsins, og jeg er viss um að þeir verða mjer allir samdóma um ágæti Samein- ingarinnar. Gjörum þá allir það, sem vjer get- um, til að efla kristilegt trúarlíf meðal vor, til blessunar fyrir alda og óborna. Bitt afþví, sem vjer getum gert til þess, er að útbreiða „Sam- eininguna“. L. H. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta 1 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd. Samkvœmt beiðni formannsins fyrir spari- sjóð Iieykjavikur verður jörðin Teigakot d Skipaskaga, 10.8 hndr. að nýju mati, sem gjört hefur verið fjárnám í fyrir veðskuld til sparisjóðsins, boðin upp til sölu á þrem- ur opinberum uppboðum, sem fara fram, tvö hin fyrstu á skrifstofu sýslunnar að Arnarholti þriðjudag 29. marz þ. á. og þriðjudag 12. apríl þ. á. kl. 12 á hádegi, og hið þriðja og síðasta á eigninni, sem selja á, Teigakoti, þriðjudag 26. apríl þ. á. kl. 12 á hádegi. Jörðin verður boðin upp með öllu því, er henni tilheyrir, eins og hún er veðsett sparisjóði Eeykjavíkur með veðbrjefi 16. nóv. 1876. Söluskilmálar verða til sýnis hjer á skrifstofunni 4 dögum á undan hinu fyrsta uppboði, og verða birtir í byrjun hvers uppboðs. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðars. 14. febr. 1887. Sigurftur |»órftarsun settur. Aðalfundur Gránufjelagsins, er haldinn var 9. þ. m., ákvað að fresta skyldi að greiða vexti af hlutabrjefum Gránufjelagsius fyrir áriö 1886, þar til aðalfundur kæmi sam- an næsta ár. J>eir vaxtaseðlar, sem fjelagið hefir ekki ennþá innleyst fyrir árið 1885, og öll und- anfarin ár verða þó borgaðir með fullu verði. f>að eru að eins seðlarnir fyrir 1886, sem eigi er gjaldeyrir þar til næsti aðalfundur hefir ákveðið, bvort og með hve háu verði þeir skulu verða innleystir. Aðvarast því hjermeð verzlunarstjórarnir og aðrir, að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.