Ísafold - 16.03.1887, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.03.1887, Blaðsíða 3
47 eiga að leggjast saman við, og þannig ríða baggamuninn, og sýna, hver þingmannaefni j það eru, sem kjördæmið allt i heild sinni hefir bezt traust til. Svo mikið er víst, að hefði verið kosið til fyrverandi þinga eptir þessum reglum, þá | hefðu ekki allfáir setið heima af þeim, sem i áður hafa verið á alþingi. * ... * Fyrst jeg er að minnast á kosningar, get j jeg ekki látið vera, að minnast á kosning- [ arlagafrumvarpið, sem samþykkt var á síð- asta þingi. það er því nær ótrúlegt, að j meðmælendur þess skyldu — eptir þeirra j eigin sögn — ekki geta sjeð galla á þeim, og 20—22 menn í báðum deildum samtöld- um skyldu geta fengið sig til að greiða látlaust atkvæði með hverri grein. Stefnu- ’ leysið í því er svo aðdáanlegt , að ó- mögulegt er að sjá, hvað mennirnir hafa viljað. Að minnsta kosti er ekki hægt að sjá, að þeir hafi viljað gera kjósendum ljettara fyrir að nota kosningarrjett sinn ; því eigi fjölga þeir kjörstöðum, heldur þvert á móti bæta einum kjörfundi við, til þess að gera kjósendum helmingi kostnaðarmeira að velja þingmann sinn. Eptir núgildandi lögnm er að eins einn almennur kjörfundur í kjördæmi hverju, en eptir þessu nýja frumvarpi eiga þeir að vera tveir: annar í júlí til efri deildar kosn- inga, og hinn í september til neðri deildar kosninga. Skyldu þingmenn í raun og veru hafa ímyndað sjer, að kjósendur almennt færu að fjölmenna til tveggja kjörfunda á sama sumri ? Fyr mætti nú vera ókunnugleiki á ástandi landsins og skoðun landsmanna. Jafnframt því, að með frumvarpinu eru auknir erfiðleikarnir við kosningarnar, er kjósendum töluvert fjölgað: konur og karlar, er eigi höfðu áðar kosningarrjett, eiga nú að öðlast hann. Að vissu leyti mælir margt með þessu ákvæði. En um leið og það er gert, verð- ur á hina hliðina að búa svo um hnútana, að rjettur margra þeirra, er áður höfðu hann, skerðist eigi svo mjög við það, að hann verði þeim því nær engin eign. Eins og nú er ástatt með kjörstaði, má ráðgjöra, að \ allra kjósenda eigi nokkurn veginn hægt með vegna vegalengdar að sækja kjörfund, þ þurfi talsvert að leggja í sölurnar, og | eða helmingur allra kjós- enda í landinu hafi mikla erfiðleika og kostnað til þess að sækja kjörfund. Nú er auðsjeð, að undir eins og þeir kjósend- ur fjölga, sem næst búa kjörstaðnum, þeim mun erfiðara er fyrir hina, sem fjærstir eru, að koma vilja sínum fram. Ef t. d. þeim i kjósenda, er næst búa kjörstað, er fjölg- að um -J., þá þarf sá J kjósenda, er lengst býr frá kjörstað, að leggja £ meira í sölurn- ar, til að koma þeim manni á þing, sem þeir vilja leggja kapp á, ef skiptar skoðanir eru um þingmannaefnin. þetta nýja kosningarlagafrumvarp, með fjölgun kjósenda og kjörfunda, en ekki fjölg- un kjörstaða um leið, er því að eins til þess að auka við þau skerin, sém fyrirfarandi kosningar hafa strandað á. f>að er hent- ugasta vopn í höndum eins eða tveggja manna í kjördæmi hverju, sem hafa áhuga á að koma sjer eða fylgifiskum sínum á þing, og sem nenna að smala saman sem flestum af þeim, sem næst búa kjörstaðn- um. Hafi formælendur frumvarpsins viljað styðja þvílíkar kosningar til alþingis, má álíta, að lögin hafi heppnazt prýðilega, og að ekki sje auðvelt að semja þau öllu hag- anlegri til slíkra framkvæmda. Eigi er heldur hægt að sjá, hvort for- mælendur og styðjendur frumvarpsins hafi álitið hentugar: hina núgildandi kosningar- aðferð, eður hlutfallskosningar; því þeir hafa hvorttveggja, sína reglu fyrir hvora deild; hefðu þeir álitið aðrahvora regluna betri, þá hefðu þeir sjálfsagt tekið hana fyrir þingið í heild sinni. Sje önnur að- ferðin verri, er óvit að brúka hana, eink- um af því, að sumir þeirra munu hafa verið óvissir í, hvor deildin ætti að fá svo gott, að sitja fyrir nýja móðnum. Fyrst formælendur vildu láta kjósa § allra þingmanna eptir núgildandi kosning- arreglu, óbreyttri í öllum höfnðatriðum, hefir þeim þótt hún allgóð ; því er þá verið að breyta til verra fyrir alla kjósendur? Jeg held jafnáríðandi sje að velja eins tryggilega til beggja deildanna, og að ó- brotnara sje að kjósa til þeirra beggja á sama kjörfundi. Mætti þar strax ákveða, hver væri valinn til að sitja í efri deild, og hverjir í neðri deild, svo framarlega sem menn eigi vilja fela þingmönnum, eins og nú, að velja úr sínum flokki menn til efri deildar. Enn fremur er eigi hægt að sjá, að for- mælendur frumvarpsins hafi verið fjarska- hrifnir fyrir jafnrjetti kjósenda. Eptir nú- gildandi lögum eru kosnir tveir þingmenn fyrir 9 fólksflestu kjördæmin, eður 6, þegar 3 kaupstaðir eru frá dregnir; en eptir þessu nýja frumvarpi á að velja einn þingmann fyrir »sjerhvert sýslufjelag og bæjarfjelag»; hafa þannig 28 og 35 kjósendur í Isafjarðar- og Akureyrarbæ jafnmikinn rjett til að senda einn mann á þing sem 530, 500, 450 kjósendur í Rangárvalla-, Kjósar- og Gull- bringu- og Húnavatns sýslum. Minna grand f mat sínum má finna en þetta, og get jeg ekki sjeð, að þessi breyting sje svo til bóta, að menn muni una henni vel, þegar glímu- skjálftinn og nýja brumið er af rokið. Til þess að eyða ekki of miklu rúmi í blaðinu, vil jeg ekki minnast á, hversu erfitt j yrði eptir þessu nýja frumvarpi: 1., aðhafa nægilegt eftirlic á kjörskrám ; 2., að fá full- vissu fyrir kjósendur um land allt frá 12 mönnum, sem hentastir eru álitnir til efri deildar, hvort þeir gefa kost á sjer til þess i starfa; og 3., hversu tíminn er tæpur til þess að koma kjörskrám öllum til Reykja- víkur, og svo úrslitum kosninganna þaðan aptur út um land allt. Fleiri allstóra galla á frumvarpinu þyrfti að laga. Svo mikið mun vera óhætt að fullyrða, að ekki sje hægt að sjá, að með þessu nýja frumvarpi sje kjósendum gert hægra fyrir að nota kosningarrjett sinn, nje jafnrjetti þeirra sje aukið, eða meiri trygging sje fyrir happasælum afleiðingum af kosning- 1 unum, en eptir núgildandi lögum, einkum ef þeim væri breytt í þá átt, er jeg hefi J minnzt að framan. því var þá þessi breyting gerð ? Flutningsmaður frumvarpsins sagði á J þingi, að hann hefði haft bundnar hendur af stjórnarskránni nýju; en henni mátti svo sem auðvitað ekki nærri koma. En ; það er ekki kosningarfrumvarpinu til rjett- lætingar í sjálfu sjer. í janúar 1887. Tr. (xUlinarSSOll. Landsyfirrjetturinn og fiski- samþykktarbrotin. Eins og sjá má af blöðunum, er nii yfir- rjetturinn búinn að kveða upp dóm í máli þeirra þórðar í Görðunum og Ogmundar í ■ Tjarnarkoti, út af því, að Ögmundur tók j upp þorskanet þórðar í fyrra þann 26. : marz. Yfirrjetturinn dæmir á þessa leið : af því að Ögmundur var skipaður tilsjónarmaður; af þvi að hann gat sannað, að net þórðar lágu þar, sem samþykktarlögin 9. júní 1885 í banna að leggja net, og af þvi að Ög- j mundur afhenti hreppstjóranum bæði netin og aflann, sem í þeim var, undir eins og hann kom í land, þá ber að sýkna Og- 1 mund í þessu máli; landsyfirrjetturinn á- lítur því, að þeir tilsjónarmenn, sem breyti í einu og sjerhverju eptir úrskurði eða á- kvæðum sýslumannsins í Gullbringusýslu, j dags. 3. marz f. á., breyti rjett, og að ef ein- | hver ákærir þann, sem samkvæmt þeim sýslumannsúrskurði tekur upp ólöglega lögð net, þá beri að sýkna hinn ákærða. Með öðrum orðum : yfirrjetturinn dæmir með tjeðum dómi sínum, að tilsjónarmennirnir hafi rjett til að taka upp þau þorskanet, er þeir finni lögð þar, sem samþykktarlögin 9. \júní 1885 banna að leggja net; en yfirrjett-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.