Ísafold - 13.04.1887, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.04.1887, Blaðsíða 3
67 hinu margháttaða atgervi mins virðulega skjól- stæðings, að hann mælir fram upp úr sjer hinar listilegustu smásögur, til þass að skemmta vinum sinum; og eigihann aðheita lygari iyrir það, þá yrði eptir þeirri kenningu t. d. hinn ó- dauðlegi Shakspeare vor heitinn líklega heims- ir.s mesti iygari". [Hlátur]. — fetta er ekki nema lítið sýnishorn af hinni snjöllu ræðu verjanda, og var gerður að henni mikill rómur. Mátti segja eins og þar stendur : „í>ótti nú fremur sókn en vörn af hans hálfu“. Að því búnu gekk kviðurinn á ráðstefnu. Að lítilli stundu liðinni kom hann aptur inn í dómsalinn, og lýsti oddviti yfir því samhljóða atkvæði dómsmanna, að stefndi skyldi al-sýkn af kærum og kröfum rjettvísinnar í þessu máli. — J>ótt þetta ætti nú reyndar að vera fulln- aðardómur, voru kærendurnir samt ekki alveg af haki dottnir. ý>eir þóttust sjá, að takast msetti að koma málinu fyrir æðri rjett vegna einhverra formgalla. En þá var mest undir þvi komið, að vel tækist til með sóknara þar, eða að það yrði þó að minnsta kosti ekki einn hinn nánasti kunningi oglagsmaður Dicks Fobs, er var einn í þeirra tölu, sem voru vanir að annast málarekstur fvrir yfirdómi. Yfirdómar- inn, aflóa garmnr og ölgiarn i meira lagi, átti heima hálfa dagleið frá Slander Creek, og þótti „föðurlandsvinunum11 óhultara að finna hann að máli heldur fyr en siðar. f>eir fóru í býti morguninn eptir tveir saman og riðu mikinn, en gripu i tómt. Dick Foh hafði verið þeim mun snarráðari, að hann hafði sent af stað eptir dómarakindinni kvöldið áður. og þegar hinir komu til hæjarins aptur og riðu fram hjá húsi Dicks Fohs, sáu þeir, hvar hann og dóm- arinn sátu við hið alkunna drykkjuhorð i dag- legu stofunni og höfðu fullt af hálftæmdum hjórum fyrir framan sig og hendurnar hvor um hálsinn á öðrum. f>óttust þeir þá sjá fyrir forlög Kartagóhorgar. Daginn eptir var einum af „föðurlandsvin- unum“, ritstjóra blaðsins Slander Creek Pioneer. hirt stefna frá talsmanni Dicks Fohs, þar sem honum var stefnt til að láta lif, æru og góz fyrir að hafa hirt i blaði sínu sakargiptirnar gegn Dick Foh og þar með ófrægt hann hremmi- lega og bakað honum óbotnandi atvinnutjón. Dómur var upp kveðinn i því máli von hráðar, og fjekk ritstjórinn að visu að halda þvi sem mest var um vert af þessu þrennu, lifinu s.jálfu, og svo sem á að gizka hálfri ærunni, en eigu sina alla varð hann að láta fyrir tilvikið. Seðlar landsbankans. (Fyrirspum). Herra ritstjóri! — Getið þjer frætt mig um lítinn hlut: hugsa eg rjett, og er hlut- arins eðli rjettri hngsun samkvæmt, þegar jeg hugsa svona : — Við erum að sperrast við, allt hvað við getum, að borga kaup- mönnum skuldirnar. Borgunin er nú bara vöruhreytur og seðlar, því peningur sjest ekki. f>að sem kaupmönnum gelzt í seðl- um, fara þeir náttúrlega með svona: —þeir fara með seðlana á pósthúsið og fá þar póstávísanir fyrir þá. Upp á hvað? ^Póst- húsið í Höfn ; er ekki svo? |>ar á Island víst ekkert til góða, sem neinu munar. Sjóður pósthússins í Köfn er ein grein af ríkissjóði Dana. Svo er að sjá, sem það sje þegjandi samþykkt einhvers eða einhverra, að öllum skuldum, sem landsmenn borga kaupmönnum í seðluni, sem þeim eru einsk- is virði, megi pósthús Islands ávísa til út- borgunar úr ríkissjóði Dana. Með öðrum orðum: þessi ávísunar-vísdómur sökkvir landssjóði alveg takmarkalaust í skuld við ríkissjóð Dana svona þegjandi, án þess nokkur eiginlega viti af, og það í skuld, sem það getur eigi borgað með eigin lögeyri, seðlunum, heldur verður að taka lán til að borga! Mikið á Island vitringunum að þakka, sem feður gerðust þessarar ávísun- ar-ráðsmennsku. Ekki vænti jeg sje búið að ávísa svo miklu þegar, að fasta tillagið hverfi úr fjárlögum Islands á næsta fjár- hagstímabili? — Er það ekki snjallræði, sem stendur eitt út af fyrir sig í sögunni, eins og ísland í útsænum, að landssjdður skuli verða að borga kaupmönnum á endanum einka-skuldir landsmanna? — Spurull. * * # Svar : Sá dómur spyrjauda er fyrst og fremst á engum rökum byggður, að seðlar landsbankans sjeu kaupmönnum einskis- virði. þeir geta fyrst og fremst sjálfir greitt alla sína tolla í seðlum, og í annan stað taka bændur að mínnsta kosti með þökkum af þeim seðla til þess að láta þá í þinggjöld sín og önnur opinber gjöld, þó svo væri, sem ekki er, að almenningur vildi alls ekki hafa seðlana að öðru leyti til gjaldeyris manna á milli; enda nema þessi gjöld svo miklu, að það fer að ganga á seðlamergðina, sem til er, þegar þeim er lokið. Annar höfuð-misskilningur spyrjanda er sá, að landssjóður sökkvi fyrir ávísanirnar takmarkalaust í skuld við ríkissjóð Dana. f>að hefir að vísu verið nú við fyrsta rennslið og getur orðið optar í mjög illu árferði svo mikill straumur af seðlum á pósthúsið hjer, að inngjöld til landssjóðs í Khöfn vegi ekki þar upp á móti. En að öðru leyti eru einmitt einskorðuð takmörk fyrir þess- um straum, og það er seðlamergðin manna á milli í landinu, sem, eptir að einu sinni er innan sópað, er afskömmtuð með því, sem jarðabókarsjóður miðlar á ári í em- bættislaun og önnur útgjöld sín til lands- manna, en það mun ekki nema meiru en svo sem 350,000 kr. á ári. Hitt má til að vera |þar kyrrt, í jarðabókarsjóði, úr því það er einu sinni þangað komið, sem fyr- irliggjandi forði sjóðsins, honum arðlaus að vfsu, en gefandi samt sem áður arð af sjer til bankans í vöxtum [af lánum þeim, er hann hefir véitt og greitt í þessum seðlum. En svo er aðgætandi, að nú rennur viðlíka mikið inn í jarðabókarsjóð aptur frá lands- mönnum, eins og hann lætur úti; og sjeu þessar tekjur jarðabókarsjóðs greiddar í seðlum, verða meira að segja alls engir seðlar til manna á meðal til þess að láta á pósthúsið; en greiðist þær í gulli eða silfri, þá getur sem því svarar komið á pósthúsið, en meira ekki. Yegna þessara takmarka fyrir seðla- straumnum inn á pósthúsið getur áhallinn fyrir jarðabókarsjóð þannig ekki orðið mjög tilfinnanlegur til lengdar. Og nú ber auk þess svo vel í veiði, að vegna leigulækkunarinnar verður ríkis- sjóðurinn danski að greiða hingað líklega svo hundruðum þúsunda skiptir í slegnum peningum handa þeim, sem vilja heldur láta greiða sjer ríkisskuldabrjefa-höfuðstól sinn heldur en að ganga að leigulækkun- inni. f>að fje nemur að öllum likindum jafnvel miklu meira heldur en þessi seðla- skuldasúpa jarðabókarsjóðs við ríkissjóðinn, er spyrjanda stendur svo mikill ótti af; þá jafnast hallinn og fram yfir það, ef til vill. Að fasta tillagið hverfi úr fjárlögum vorum fyrir þessi póstávísana-skuldaskipti við ríkissjóð, er óskiljanleg ímyndun hjá hinum heiðr. spyrjanda, sem ekki virðist þurfa að eyða orðum að. Ritstj. Hitt og þetta. í hálfu trje eða fullu trje ?— f>að er gara- all og að mörgum þykir fagur siður í höfuð- borg vorri, að kaupmenn og aðrir merkisborg- arar, erhafatæki til I>ess, „flagga" í hálfa stöng fyrst og fremst hve nær sem einhver er jarð- sunginn frá dómkirkjunni, svo framarlega sem hinn framliðni hefir ekki verið hreinn og heinu sveitarómagi, og í annan stað jafnan á föstu- daginn langa, sjálfsagt í sams konar ræktar skyni við jiann, Bem var píndur og deyddur þennan dag fyrir 18*/2 öld. Hjer um daginn vildi nú svo til, að þennan dag har upp á afmælisdag konungs vors, 8. apríl, en þeim degi þykir hlýða að fagna með því að „flagga i heila stöng“, þ. e. (hafa veifuna í fullu trje. Nú var úr vöndu að ráða. Hvorn átti að meta meira, Danakonung, eða konung konung- anna frá Golgatha ? Sem „praktiskir" menn ljetu flestir kaup- menn og aðrir flagg-eigendur sinn veraldlega og líkamlega lifandi konung (að vonandi er), sitja í fyrirrúmi, og höfðu veifuna í fullu trje. — Prestr spyr hörn í sunnudagaskóla (ensk- um) þessari spurningu : „Nú nú, drengir mínir. getur nokkur af ykkur sagt mjer, hvaða boð- orð Adam hraut, þegar hann tók hinn forboðna ávöxt ?“.— Einn strákhnokkinn svaraði: „það voru víst engin boðorð til þá“.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.