Ísafold - 04.05.1887, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.05.1887, Blaðsíða 2
78 »Með pví að maður sá, prófessor Dr. Konráð Maurer í Míínchen, sem Hafnardeild- in hefir á fundi 28. febr. p. á. kosið fyrir oddamann í hinum fyrirhugaða gerðardómi, er einmitt sá eini utlendingur, sem hefir peg- ar og pað fyrir löngu látið uppi álit sitt í pessu máli, og meira að ségja tjáð sig greini- lega samdóma henni í aðal-ágreiningsatriðinu (um skilninginn á 53. gr. laganna), getur fundurinn með engu móti aðhyllzt pá kosn- ingu að sínu leyti, en lýsir pví jafnframt yfir, að pessi ágæti Islands vinur hefði að öðrum kosti verið manna bezt til pessa starfa kjör- inn«. Hin tilvitnuðu ummæli próf. Konr. Maurers standa í brjefi frá honum til for- seta Hafnardeildarinnar, dags. 16. apríl 1886, prentuðu í £>jóðólfi 11. febr. þ. á. joar segir meðal annars : »—það eitt get jeg sagt, að mjer virðist röksemdaleiðsla nefndarinnar [í Hafnardeildinni] sanna það fyllilega, að 53. gr. laganna eigi hjer ekki við«. Fundurinn ályktaði því næst eptir til- lögu stjómarinnar, að fresta frekari að- gjörðum í þessu máli til næsta aðalfundar, 8. júlí, er búast mætti við, að meðal ann- ara allur þorri alþingismanna mundisækja. Sömuleiðis samþykkti fundurinn, að fresta skyldi þangað til ályktun út af að- gjörðum Hafnardeildarinnar í leigubreyt- ingarmálinu (sbr. Isafold 18. marz þ. á.). Verzlunarfrjettir. í miðlaraskýrslu frá Khöfn segir meðal annars: Bezta norðlenzk ull í 70 a., sunnlenzk og vestfirzk 65. Saltfiskur. Við Norveg hafa aflazt 38 miljónir, nærri því eins mikið og í fyrra. Verð þar að eins 26—27 kr. skippundið. Bezti færeyskur fiskur í 45 kr. í Khöfn; smáfiskur 36 kr. og ýsa 26—27 kr. Lýsi í litlu gengi; óseldar í Khöfn um 1000 tunnur, sem er haldið í 36 kr., en ganga ekki út. Æðardúnn í 15—16 kr. Eúgur, danskur á 4,75—4,80 og rúss- neskur 4,30—4,40 fyrir 100 pd. Búgmjöl 4,80—5,10. Bankabygg 6,70—8,00. Kaffi enn að hækka í verði, nú 65—72 a. í Khöfn. Sykur líka að hækka: kandís í Khöfn 19J a., melis 16, púðúrsykur 12 —13. Aflabrögð- Austanfjalls hefir verið fiskilaust að kalla síðan á páskum. Hlut- ir þar: á Loptsstöðum og Eyrarbakka meðalhlutir 600, mest 900, þar af nálægt helmingur þorskur. I þorlákshöfn 700 hlutir mest, en smærri fiskur að tiltölu. í Grindavík hlaðfiski, er síðast frjettist, róið þar allan garðinn um daginn og tví- eða þríhlaðið. Hjer við Faxaflóa sunnanverðan er fisk- ur genginn á grunn, þar á meðal inn í Hafnarfjörð, og aflast víða prýðilega, sum- staðar dræmt og misjafnt. I Vestmannaeyjum voru 19. f. m. ekki komnir hærri hlutir en 270; meðaltal 180; nitlit því mjög bágborið, ef ekki bætist talsvert úr með hluti enn«. Tíðarfar. Norðanpóstur kom í gær- kveldi. Hafði verið blindbylur nyrðra í garðinum í 1. viku sumars, og engri skepnu var úthleypandi, en víða hafðar hjer um bil í svelti í húsunum. Búizt við almennum fjárfelli á eptir. Skrifað úr Húnavatnssýslu austanverðri 16. f. m.: »Mikil neyð er hjer á milli hinna efnaminni búenda og mesti fjöldi manna er farinn að halda sjer uppi á um- ferð«. Hafís var úti fyrir öllu norðurlandi, landfastur við Horn, og komið hrafl inn á Hrútafjörð, er póstur fór um, og líklega víðar. Skipströnd. Fjórar hákarlaskútur ey- firzkar braut við land í upphafi sumarmála- hretsins, 3 á þingevrasandi og 1 i Miðfirði Menn komust allir af, nema formaðurinn á einni. þ>ær ætluðu að smjúga fyrir Horn, en hrepptu þar ísinn landfastan. Skiptapi nýr er sagður sunnan af Miðnesi : sexæring braut á Lambarifi fyrir sunnan Skaga á heimleið úr Keflavík með saltfarm, föstudagskvöld 29. f. m. í svarta- þoku, en logni. Einn komst af, en 3 drukknuðu. Sagðir ölvaðir. Greinilegri frjettir ókomnar. Önnur mannalát. nýl. látinn Upp- gjafaprestur síra Jón Kristjánsson frá Breið- abólstað í Vesturhópi, fæddur 1811 á þórð- arstöðum í Fnjóskadal, sonur Kristjáns dbr. manns Jónssonar (bróður Bjarnar í Lundi) og konu hans Guðrúnar Halldórsdóttur, út- skrifaður úr Bessastaðaskóla 1833, vígður 1836 aðstoðarprestur síra Eiríks þorleifs- sonar á þóroddsstað, fekk það brauð 1843, en þingeyraklaustur 1862 og Breiðabólsstað 1868 — þjónaði þar til 1883. Hann var bróðir þeirra amtmanns Kr. heit. Kristj- ánssonar og Benid. prófasts Kristjánssonar í Múla. pórbjörn Sigurðsson á Helgavatni, nafn- kenndur bændaöldungur og fjáður vel, andaðist 19. f. m., áttræður að aldri, ept- ir 55 ára fyrirtaksbúskap; var meðal ann- ars alkunnur fyrir hjálpsemi í bjargar- og hey vandræðum. Föstudaginn fyrstan í sumri (22. apríl) varð kvennmaður úti í byl frá Geldinga- læk á Rangárvöllum; fannst viku seinna undir túngarðinum í Odda. Konungkjörnir þingmenn. í orði kveðnu eru konungkjörnir þing- menn jafnt fulltrúar þjóðarinnar sem hinir þjóðkjörnu. Stjórnin kýs þessa 6 menn ekki til þess að þeir skuli vera sínir tals- menn og erindrekar á alþingi, ekki til þess að geta með þeim liðsafla ráðið úrslitum hvers máls á þinginu, þar sem þeir eru helmingur annarar deildarinnar, heldur bara fyrir þjóðarinnar hönd, einkum til þess að afstýra því, að hún sendi eintóman sauð- svartan almúga á þing, en gangi fram hjá landsins helztu og beztu menntamönnum. Um skoðanir þeirra og atkvæði lætur hún sig engu skipta. Henni er jafnkært, hvort þeir eru heldur á hennar máli eða þjóðar- innar, þar sem á skilur með þeim. Svona er það í orði. En á borði ? A borði er það svo, að í þessa útvöldu sveit eru sjaldan eða aldrei teknir aðrir en þeir, sem annaðhvort er vissa fyrir eða miklar vonir um að ekki muni hafa frá- brugðnar skoðanir því sem stjórnin heldur fram í meiriháttar málum að minnsta kosti. Bregðist þessi von, er hlutaðeiganda óðara snarað á dyr. Dæmin eru nóg og deginum ljósari. Ekki þarf nema að nefna síra Halldór á Hofi, Benidikt Sveinsson, H. Kr. Friðriksson og nú síðast dómkirkjuprest síra Hallgrím Sveinsson. f>að mun óhætt að fullyrða, að langt sje síðan þinginu hafi bæzt maður jafngóðum þingmanns hæfilegleikum búinn sem síra Hallgrímur. En hvað hefir það að þýða í augum stjórnarinnar, sem þó einmitt hefir tekið að sjer að útvelja slíka menn til þingmennsku, ef þjóðin gengur fram hjá þeim? Hann fylgdi ekki stjórninni í stjórn- arskrármálinu núna síðast, og er því veg- inn og ljettvægur fundinn. En meðal þeirra, sem stjórnin endurkaus nú, er einn, er allí einu sinni upphóf sína raust á öllu þinginu í fyrra. En orðin, fáeinar línur í þingtíð- indunum, voru þau, að hann vildi ekki gefa stjórnarskránni atkvæði. þau voru fá, en gullvæg, svo gullvæg, að hann er sjálfsagður aptur í hinn útvalda hóp. í alls einu kjördæmi í fyrra bryddi á nokkrum andróðri gegn stjórnarskránni, frá fáliðuðum minni hluta. Á þeim örlitla bletti, Eyjafirði, rennir stjórnin óðara öngli sínum, og tekur þar þrjá drætti, helming af liði sínu. Hún gat ekki kveðið skýrara uppi um það, hvað undir býr þessum andhælislega fleyg í alþingisskipun vorri, konungskosu- ingunum til alþingis

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.