Ísafold - 04.05.1887, Page 3
79
Útlendar frjettir.
Khöfn 18. apr.
PÓLITISK VEÐUKBKEYTING. Úr því vjer
hlutum síðast að lýsa þeim hrolli og titr-
ingi, 8em kenna þótti hjá þjóðum álfu vorr-
ar, af því ófriðar-hreggi, sem þeim þótti í
vændum, þykir oss hlýða, að geta þess
fyrst af öllu, að öllum er nú hughægra,
því þeir festast í trúnni, að nú búi ekki
annað en vorblíða friðarins í lopti, og að
stórveldin láti ekki úr þessu Bolgaramál-
ið spilla samkomulaginu.
Danmökk. J>ingið náði þetta skipti
skapadægri sínu (1. apríl), ef svo mætti
kalla; en á fjárhagslögin komust engar
skaplegar lyktir, því Estrup kallaði þau
ónýtileg í landsþinginu, og hið sama sögðu
allir stjórnarliðar. Nú varð þá að taka
til sömu úrræða, sem tíðkazt hafa á seinni
árum, og stjórnin bjargast á eigin hendur
með samþykki landsdeildarinnar eða meiri
hluta hennar, og honum til ánægju og
gleði.
Annars þykir nú það horf komið á milli
flokkanna, sem saman ætli aptur að ganga,
því vinstrimenn hafa nú snúið baki við
»visnunar-pólitikinni«, og því mun Berg hafa
ráðið það, sem hann gerði skömmu áður
en þingi lauk, að segja af sjer formennsk-
unni. J>að er annað sáttleita merki, að
gildisfjelög (Klubber) hvorra um sig hafa
byrjað á samræðum um málið. — Báðum
flokkum þykir mál komið að sjá að sjer.
Látinn er að segja Monrad biskup (Dit-
lev Gothard), einn af frelsisskörungum
Dana, og það hinum traustustu í þeim
flokki, sem barðist til stjórnfrelsis, og kom
síðar svo mjög við sögu þings og stjórnar
og alla forlaga-viðburði Danmerkur. Ef
Monrad skyldi telja með þeirn, sem köll-
uðu sig »þjóðernis- og frelsismenn« í stjórn-
ar- og þingmálum, þá má um hann segja,
að hann leit úr þeim flokki með mestri
sanngirni á málefni og kröfur Islands.
Hann hnje örendur í hægindastóli sínum
morguninn 28. marz (f. 29. nóv. 1811).
Noreguk—Svíaríki. I lok marzmánað-
ar strandaði hvalveiðaskip »Vardöhus« í
stormi út frá Mandal, og komust þar af
að eins tveir menn af 98.
Ondverðu sveitirnar á þingi Svía voru
— eins og í fyrra — tollverndarmenn og
tollfrelsis- éða fríverzlunarvinir. Stjórnar-
forsetinn í Themptander og ráðanautar
hans eru í flokki hinna síðar nefndu.
Stríðið í vetur dró til þingslita, og þann
6. þ. m. fóru kosningarnar fram. Málið
ákaft sótt um allt land, af hvorum
tveggja- Hjer báru fríverzlunar-menn sig-
ur úr býtum. Meira en helmingi fleiri kosnir
af þeirra liði (108 móti 51), þegar síðustu
frjettir bárust.
Látinn er (18. marz) sagnaritarinn F. F.
Carlson, 76 ára að aldri. Hann tók þar við
sögu Svía, sem Geijer hætti (við ríkisafsölu
Kristínar drottningar), en komst ekki
lengra en til upphafs á sögu Karls 12. J>að
allt með ágætisverkum talið, sem eptir
hann liggur. Kirkjumálaráðherra 1863—70,
og aptur 1875—78. Með mestu skörung-
um ávallt talinn bæði í stjórninni og á
þinginu.
England. Vjer vonum, að ísafold fái
hjeðan greinilegar frjettir, en getum þess
til vonar og vara, að nú er verið að ræða
ný þvingunarlög Irlandi til handa, og að
stjórnin, fyrir fulltingi bandamanna sinna
úr hinu gamla frelsishði, virðist hafa þing-
sigurinn í hendi sjer. Farið fram á afnám
kviðdóma, þar sem þurfa þykir á írlandi,
en nýir dómar skulu skipaðir í sakamálum,
sem varða allt að 6 mánaða varðhaldi.
Morðmál, morðtilræði og árásir á heimili
manna skulu dæmd á Englandi. Vara-
konungur Irlands lýsir lögin þar í gildi í
hjeruðum, sem þeirra þykir vant, en tím-
inn ekki ákveðinn.
A annan í páskum mikið lýðmót í Hyde
Park í Lundúnum; þar voru komnir sam-
an 100,000 manna til að bannsyngja at-
hæfi og fyrirætlunum Tórýstjórnarinnar á
Irlandi, en lofa og blessa Gladstone og
hans fylgismenn í máli Ira og öllum frels-
ismálum. Allt gekk þó róstulaust.
I nFortnigfUly Beview« er ritgjörð eptir
Charles Dilke um utanrlkispólitík Englend-
inga. J>ar er sagt, að höfuðfjendur þeirra,
Bússar, eigi sjer í stríði ekki minna tiltækt
en 6 miljónir hermanna. Hann ræður
Englandi til bandalags í Evrópu við J>ýzka-
land og Austurríki, en kveður Sínlendinga
til þess sjálfsagða í Asíu.
Mzkaland. »Keisaradæmið er friðurinn!«
sagði jafnan Napóleon þriðji. Hið sama
eða því um líkt er sagt nú á J>ýzkalandi, og
skyldi þá betur rætast en á Frakklandi.
Einber friðarboð í þingsetningarræðunni
(til hins nýja þings), og til einskis annars
sagt hugsað en að vísa árásum af höndum.
J>að voru »þjóðernis-og frelsismenn«, sem
áttu mestum uppgangi að hrósa við kosn-
ingarnar. Nú fylgdu þeim ekki færri en
1,658,158 atkvæði, eða 661,125 fleiri en
1884. Slíkt atkvæðaafl aldrei fyr neinum
þingflokki hlotnazt.
Dýrðlégt afmæli, sem nærri má geta,
22. marz; þá var Vilhjálmur keisari ní-
ræður. Dýrðarviðhöfn í Berlín hin stór-
kostlegasta, og sögurnar af henni fylltu
Evrópublöðin í marga daga. Mikið líka
um höfðingjastrauminn hingað eða tiginna
manna frá öllum löndum. Afmælisgjafir
komu jafnvel frá Sínlandskeisara.
Frakkland. Frakkar sitja nú á sama
friðstóli og vinirnir fyrir handan Rín.
Lesseps gamli var sendur snemma í marz
til Berlínar og átti að færa Herbette, sendi-
boða Frakka, æðsta orðusæmd heiðurs-
fylkingariunar. Honum var þar með mestu
blíðu tekið bæði af keisaranum og Bis-
marck, og þeir ljetu við hann sem bezt
yfir frammistöðu erindrekans. Slíkt allt
haft friðartraustinu til eflingar.—Keisarinn
sagðist allt af hafa haft andstyggð á stríð-
um, og aldrei hafa óneyddur í styrjöld ráð-
izt. Jæja, hver veit ?
Goblet og ráðanautar hans eiga opt í
vök að verjast á þinginu; hafa nii sjeð sjer
ráðlegast að verða harðir í horn að taka,
þegar svo ber undir. 18. marz vildu menn
í Marsilíu minnast uppreisnarafrekanna
þann dag í París 1871, og bæjarfógetinn
og með honum fleiri 1 bæjarstjórninni
hlynntu að því hátíðahaldi eða tóku sjálf-
ir þátt í því. Fyrir þá sök var honum og
öllu borgarráðinu vísað úr umboðum. Kall-
að kjarksbragð af stjórnarinnar hálfu, á
móti því, sem menn lengi bafa átt að
venjast. (Niðurl. næst).
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv.
3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða
setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.út í hönd.
Uppboðsauglýsing.
Mánudaginn hinn 16. maí nœstkomandi
kl. 10 f. h. verður opinbert uppboð sett að
Elliðavatni í Seltjarnarnesshreppi, og verða
þar samkvcemt beiðni frá herra Sœmundi
Sœmundssyni bónda sama staðar seld ýmis-
leg biísgögn, rúmföt, skinnavara, kýr, hestar
og annað fleira. Kýrnar fóðrar hann fyrir
kaupanda til fardaga eða lengur, ef vill, fyr-
ir ekki aðra borgun en nytina ur þeim.
Söluskilmálar verða birtir á uppboðstaðn-
um á undan uppboðinu.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringus. 18. apríl 1887
Franz Siemsen.
Samkvœmt opnu brjefi 4. janúar 1861 og
lögum 12. apríl 1878 er hjermeð skorað á
alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Árna
snikkara Amasonar, sem œttaður var af
Rangárvöllum, og sem drukknaði hjer 12.
janúar þ. á., að gefa sig fram og sanna
kröfur sinar fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu,
innan 12 mánaða frá síðustu birtingu þess-
arar auglýsingar. Með sama fresti innkall-