Ísafold - 11.05.1887, Síða 1

Ísafold - 11.05.1887, Síða 1
 Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir l.okt. Afgreiðslu- stofa í ísafoldarprentsmiðju. XIV 22. Reykjavik, miðvikudaginn 11. maí. 1887. 85. Innl. frjettir. ..Fræsala Garðyrkjufjelagsins11. Óekta smjör. 86. Afleiðingar hallærisins. 87. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóður Rvikur opinn I. mánud. í hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jönassen apr. maí Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu um hád. fm. em. fm. em. M. 4- + 2 + 7 29,6 29,6 jSa hv d S h d F. S. + 2 + 7 29,5 29,6 Sa hv d A hv d F. 6. + I + 6 29,5 29,6 Sa h d 0 d L. 7. + 4 +10 29,6 29,3 0 b A hv d S. 8. + 3 + & 29,2 29, S hv d A hv d M. 9. 0 + 3 29,8 29,9 N hv b N h b í>. 10. + 1 + 6 29.9 29,9 A h d A h d Landsynningurinn (Sa), sem byrjaði siðast í fyrri vikunni, hefir haldizt við mest alla umliðna viku, við og við með talsverðri úrkomu og opt hvass; aðfaranótt h. 9. gekk veður til norðurs, hvass til djúpa fyrri part dags, en ekkert varð úr þvi veðri. Talsverður kalsi er í loptinu og í morgun (h. 10,) snjóaði hjeðan að sjá til fjaila. I dag 10. hægur á austan, heldur dimmur fyrir hádegið með rign- ingu. Reykjavík 11. maí 1887. Aflabrögð. í gær var reynt hjer með lóðir í fyrsta sinn og fengust 50 í hlut, þar af hélmingur þorskur, hitt mest stút- ungur. Sömuleiðis aflast vel á færi hjer víðast hvar um nálægar veiðistöðvar. Skiptapi varð 29. marz, sama daginn og mest urðu slysin hjer syðra, frá Bár í Eyrarsveit, á heimleið úr veri undir Jökli, skip með 5 á, er allir drukknuðu, 4 karl- menn og 1 kvennmaður. Formaður var Kristján Sigurðsson, vinnumaður frá Bár. þar er fullt hundraðið komið í sjóinn síðan í haust, og þó einum betur! „Fræsala Garðyrkjufjelags- ins.“ —:o:— Út af grein í »Fjallk.« 8. maí með þess- ari fyrirsögn vil jeg biðja yður, herra rit- stjóri, að gera almenningi kunnugt f næsta blaði Isafoldar, að kálrabí-fræ það, sem hið íslenzka garðyrkjufjelag út býtir, er úr garði verzl- unargarðyrkjumanns Hermansens f Nið- arósi og kostar þar 4 kr. pundið. það er látið hjer fyrir 4 kr. 50 a. pundið, 2 kr. 25 a. þ pd, 16 aura hver 3 kvint til fjelags- manna, og 18 a. hver 3 kvint til utanfje- lagsmauna, meðan það endist. Frætegundir, sem kosta um 4 kr. pund- ið, selja fræsalar erlendis annars ætíð á 8 a. kvintið (24 a. hver 3 kvint), svo að Garðyrkjufjelagið lætur jafnvel utanfjelags- menn fá fræið miklu ódýrara í smáskömmt- um (3 kvint) en hægt er að fá það nokk- ursstaðar erlendis. Ætti Garðyrkjufjelagið að hafa nokkurn ávinning á fræsölunni, yrði verðið að vera 24 a. fyrir hver 3 kvint, eins og erlendis. Ef lagt væri jafnmikið á þetta fræ eins og nFjallk.o segir, að kaupmenn hjer í Beykjavík leggi á fræ, sem kostar 80 aura pundið í innkaupi og þeir selja á 8 a. lóðið, þá ætti fræ Garðyrkjufjelagsins að kosta 40 a., í staðinn fyrir 18 a. Vottorð og reikninga frá verzlunargarð- yrkjumönnum f Niðarósi og frá prófessor Schúbeler, sem hefir keypt fræið fyrir mig, viðvíkjandi verðinu á því, gæðum þess og því, hvar þess er aflað, liggja til sýnis hjá mjer fyrir þá, sem vilja rengja orð mín. Annars er jeg sannfærður um, að við- leitni Garðyrkjufjelagsins til eflingar garð- yrkju hjer á landi muni ekki bíða neinn hnekki af illgjarnlegum árásum frá nafn- lausum persónum í »Fjallkonunni«. Fyrir hönd hins ísl. Garöyrkjufjelags Rvík | ’87. Schierbeck formaður. Óekta smjör. það mun ekki líða á löngu, að bændur hjer á landi, sem í öðrum löndum, fari að finna til afleiðinganna af hinu óekta smjöri, sem hingað flyzt. því er miður, að vjer búum ekki til eins mikið smjör og vjer þörfnumst sjálfir. Ætti oss þó ekki að vera það nein vorkunn, svo vjer þyrftum ekki að kaupa útlenda feiti, þó hún beri nafnið »smjör». Vjer viturn eigi, hvað vjer kaupum, nema að það er samt ekki smjör, sem kaupmenn vorir bjóða oss, þótt þeir aldrei nema nefni það danskt smjör; heldur er það alls konar samsetn- ingur, reyndar úr feiti; en hvernig er sú feiti ? Óekta smjör var fyrst til búið á Frakk- landi á árunum 1866—67. Hermálaráð- gjafinn, er þá var þar, var í vandræðum með smjör handa flotanum, og leitaði því ráða til efnafræðingsins Mége-Mouries um, hvort hann gæti ekki blandað saman ýms- um feitartegundum svo, að þær líktust smjöri, en kostuðu þó ekki eins mikið. Mége-Mouries tókst það; en ekki var það notað verulega fyr en 1870—71, einkum meðan París var í umsát. Síðan má kalla, að það hafi færzt út um allan heim, eða gengið eins og logi yfir akur, og hefir nú í nokkur undanfarin ár svo mjög skemmt fyrir einum hinum helztu afurðum sveita- bóndans—smjörinu—, að smjörbændur hafi farið á höfuðið tugum saman í öðrum lönd- um, mest fyrir þá skuld ; enda er nú víða tekið til að kveða þann draug niður, eptir því sein verður. það má þvf fremur takast, sem þeir, er búa til óekta smjör, eru nú ekki eins vand- látir með efnið, eins og fyrst framan af. þá var sjaldan haft í óekta smjör nema ný nautatólg, og það ekki nema nýrnatólg, og var vandlega hreinsuð og þvegin áður. En nú má heita, að hvers konar feiti sje notuð, úr hestum, svfnum, hundum og jafnvel hrækvikindum, og flestum sjálfdauð- um skepnum, og alls konar olíur úr jurta- ríkinu. Af þessu sjest, að það »er ekki allt gull sem glóir». Mestallt það smjör, er hingað flyzt til kaupmanna, mun vera og er til- búningur úr alls konar úrgangi, hverju nafni sem nefnist, sem einhver feiti er í, og er ekki gott að ábyrgjast, að það kunni ekki að vera hættulegt fyrir heilsu þeirra, er neyta hins óekta smjörs, — sem er til búið í verksmiðjum svo miljónum punda skiptir á ári hverju. Ef þessi mikli aðflutningur hingað til lands á óekta smjöri helzt við, eður jafn- vel eykst, — og auðvitað lækkar verðið á því æ meir og meir, bæði eptir því sem það eykst, og fleiri keppa um að koma því

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.