Ísafold - 11.05.1887, Side 2
86
út, og svo líka af því, að gengi þess fer
smátt og smátt þverrandi erlendis, — þá
er eigi annað fyrirsjáanlegt en að sveitabænd-
nr verði að hætta að búa til smjör, því
það hættir þá að svara kostnaði, nema til
heimilisþarfa. þetta er tilfinnanlegur hnekk-
ir, meðal annars af því, að smjör er opt
hinar einu búsnytjar, er bændur geta feng-
ið peninga fyrir í almenningsgjöld og aðrar
skuldir.
það væri mikilsvert, að reistar yrðu skorð-
ur við þessu ólagi, án þess að fyrirbjóða
samt aðflutning á því; því það muni þykja
heldur hart að gengið, vegna þess, að land-
ið, nú sem stendur, fæðir sig ekki að smjöri,
en að því takmarki ættum vjer að keppa;
og hver veit nema það geti lagast, þegar
batnar í ári ?
í flestum öðrum löndum, þar sem nokk-
ur smjörgerð er og smjöreyðsla, er þegar
búið að setja lög til að vernda ekta smjör
gagnvart þessum óvelkomna gesti; en hjer
á ekki við að fara út í þau, enda eru þau
æði mismunandi; en það er nóg, ef þau ná
tilganginum.
Væri nú ekki takandi í mál fyrir oss,
að leggja toll á allt útlent smjör, og það
svo háan, að voru innlenda smjöri væri
ekki nein bein hætta búin af viðurkeppni
við það? Og þá undir eins, að hæfilega
háar sektir væri við lagðar, ef þessi til-
búningur (óekta smjör) er seldur sem ekta
smjör. það á ekki að mega selja það öðru-
vísi en með öðru nafni eða með svo skýrum
auðkennum (á ílátum o. s. frv.), að enginn
villist á þvi. |>að eru raunar hrein og
bein svik, að selja það sem ekta smjör.
það er áreiðanlegt, að ekki er minnsta ögn
af reglulegu smjöri í því.
það er hins vegar eðlileg afleiðing af
þessu, að vjer verðum þá jafnframt að
vanda og bæta vort eigið smjör; því eins
og það er nú allvíða, getur það naumast
heitið boðleg vara, fyrir alls konar óþrifn-
aði. Islenzka smjörið ætti að vera og get-
ur verið svo vandað, að þeir þyrftu einskis
í að sakna, sem ekki þykjast nú geta borð-
að annað en bezta danskt herragarðssmjör.
En sízt má gleyma því, að gott smjör fæst
ekki með öðru móti en þrifnaði og reglu-
semi. Til þess veitir ekki af, að kaupend-
ur finni skynsamlega að við þá, sem smjör-
ið verka og hafa á boðstólum, og geri
uægilegan mun á verðinu eptir gæðum þess.
Ö. Ó.
Afleiðingar harðærisins.
i.
Harðæri það, sem nú gengur yfir land
vort, er oss nauðsynlegur skóli. Oss ríður
á að færa oss sem bezt 1 nyt þá lærdóma,
sem það getur gefið oss.
»Betri er húsbruni en hvalreki á frum-
býlingsárunum«, er gamalt spakmæli, sem
bendir til þess, að hollara sje frumbýlingn-
um að verða fyrir stór-hnekki en stór-happi,
því það gjöri hann forsjálan og hæfari til
að standa vel í stöðu sinni, þegar hann er
búinn að yfirvinna þrautina, en happið
kynni að gera hann ljettúðugri, eyðslu-
samari og hirðuminni um að afla sjer nauð-
synlegra fanga, því hann byggist við hverju
happinu á fætur öðru.
Yjer getum talið búskapar-ár þjóðar
vorrar frá þeim tíma, er vjer fengum
stjórnarbótina og fjárhagsaðskilnaðinn fra
Danmörku (1874), og erum vjer því enn
frumbýlingar. það vantar mikið á, að vjer
sjeum enn »komnir undir bú«, þó vjer höf-
um síðan verið að keppast við að koma
oss upp ýmsum nauðsynlegum búsáhöld-
um, og gera við ýmislegt, sem ábótavant
var hjá oss. það vantar enn svo mikið á,
að sjer sjeum búnir að koma öllu í lag
hjá oss, að það má svo heita, að það sje
ekki nema byrjunin. Bústofninn (fjárhag-
inn) erum vjer enn eigi farnir að auka;
enda er þess eigi von; því á meðan frum-
býlingurinn er að »koma sjer á laggirnar«
er varla von á gróða, og það því síður,
þegar hann ratar í þann »skóla«, að verða
fyrir öðrum eins »húsbruna« eins og e,
þetta harðæri. Hjer við bætist einnig það,
að hinn ungi frumbúandi er enn ekki al-
veg sjálfráður; hann stendur enn undir
valdi stjúpu sinnar, sem þykist hafa rjett
til að harnla framkvæmdum hans í ýms-
um greinum. það er stjórnin í Dan-
mörku.
Bn hinar rjettu afleiðingar af þessu
stjúpuvaldi ætti að vera þær, að auka oss
andlegt þrek og festu, efla viljastyrkleik
vorn, svo að vjer látum oss eigi buga af
kúgunarviðleitni lítilmagnans; og harðærið
ættum vjer að láta kenna oss forsjálni og
búhyggindi, bæði hverjum einstökum og
þjóðinni í einni heild, svo að vjer síður
þurfum að óttast jafnmikinn fjárhagshnekk-
ir þó slíkt árferði beri aptur að höndum.
Oss er því öll þörf á, engu síður þó illa
sje ært, að snúa huga vorum að því, sem
miðað getur til að bæta hag vorn; vjer
megum eigi hugsa, að allt sje til ónýtis og
láta hugfallast; »öll jel birta upp um síðir»
og aptur koma betri tíðir; verum þá eigi
varbúnir!
Verzlunin og atvinnuvegirnir eru þau
höfuðatriði, sem vjer nú ættum að snúa
athygli vorri að, til að reyna að stemma
stigu fyrir framhaldandi vandræðum af
harðærinu, og viðreisa fjárhaginn þegar því
ljettir af. En vjer megum eigi fyrir því
alveg gefa frá oss önnur nauðsynleg mál-
efni. Einkum megum vjer gæta þ'ess, að
harðærið verði oss eigi sá svefndrykkur,
sem ræni oss meðvitundinni um sjálfs-
stjórnarrjettindi vor, verði eigi sú rotsleggja
á oss í hendi stjórnarinnar, sem ríði sjálf-
stæði veru að fullu.
Vjer skulum nú lítið eitt virða fyrir oss,
hvernig vjer eigum að haga viðleitni vorri
í þessum efnum; vjer skulum athuga,
hvernig vjer getum lagfært verzlunina
undir núverandi kringumstæðum, hverníg
vjer getum, í sambandi við það, bætt at-
vinnuvegina o. s. frv.
II.
Verzlunin hefir lengi verið í ólagi hjá
oss. Verzlunar-einokunin gamla dró úr
oss alla dáð; henni höfum vjer síðan eigi
náð að fullu, en verzlunin ætti nú aptur
að koma í oss kjarkinum, og hún er einna
líklegust til þess, ef vjer grípum nú þegar
tækifærið.
Lánsverzlunin getur nú eigi lengur stað-
izt. Verzlunarskulda-fenið er nú orðið svo
ófært, að það er orðið bæði kaupmönnum
og bændum frágangssök að komast yfir það,
svo það verður að taka aðra stefnu. Og
hún er þegar tekin; kaupmenn eru að
miklu leyti hættir að lána, eða að minnsta
kosti ganga ríkara eptir að fá inn
skuldirnar, því ella eru þeir í hættu stadd-
ir; því nú síðan harðnaði í ári og verzlun-
argangurinn varð minni, eiga þeir óhægra
með að eiga mikið útistandandi, með því
líka að verzlunar-samkeppnin hefir dálítið
jafnað hin óeðlilegu hlutföll, sem áður voru
milli innkaupsverðs og söluverðs á útlendu
vörunni, svo kaupmenn eiga óhægra með
að ná því í verðhækkun á útlendu vör-
unni, sem þeir tapa á útlánunum.
Úr því nú hrein viðskiptaverzlun er að
komast á, og vonin um að fá lán á lán
ofan eigi lengur þarf að binda menn við
vissar verzlanir, úr því að bændur eru eigi
lengur bundnir skuldabandinu við sína
gömlu viðskiptamenn, hvað ætti þá að
hamla þeim frá að verzla með vörur sínar
þar og á þann hátt, sem þeir fá þær bezt
borgaðar ?