Ísafold - 01.06.1887, Side 3

Ísafold - 01.06.1887, Side 3
99 Fiskiveiðasamþykktir. Á fundi í öndverðum f. m. samdi sýslu- nefndin í Gullbringu- og Kjósarsýslu eptir- farandi frumvörp til fiskisamþykkta, hið síðara með hlutdeild 3 manna úr bæjar- stjórn Reykjavíkur, og eiga frumvörp þessi að leggjast fyrir hjeraðsfuud í Hafnarfirði 25. þ. m. I. FRUMVARP til 8amþykktar um breyt- ingu á samþykkt fyrir Bosmlivalaneshrepp innan Skaga, Vatnsleysustrandar,- Qarös- og Bessa- staöahreppa um ýmisleg atriöi, er snerta fiski- veiöar á opnum skipum, staöfestri 9. júni 1S85. 1. gr. Knginn má leggja þorskanet í sunn- anverðum Faxaflóa utar eða dýpra en svo, að vörðuna á suðurenda Langholts beri um Stórahólms-6'e í Leiru. Skal þvi netatakmarki haldið svo lengi sem þessi mið sjást, en að þeim slepptum skal taka beina stefnu á Heng- il, sem þá mun bera um Hvaleyri. Skal halda því miði þangað til Keilir er kominn um Kúa- gerði. Eigi skal leggja þorskanet nær landi á svæði þvi. er samþykktin nær yfir, en við grynnstu hraunbrún. Sjeu net lögð utar eða dýpra en hjer segir, skulu umsjónarmenn taka þau upp og flytja þau í land með aflanum án úrskurðar yfirvalds. En tafarlaust skulu þeir tilkynna lögreglustjóra upptökuna og mála- vöxtu, og má hann með úrskurði ákveða, að veiðarfærin skuli höfð i haldi þangað til eig- andi eða umboðsmaður hans sýnir vottorð lög- reglustjóra um það, að sá, sem veiðarfærin voru upp tekin fyrir, sje sýknaður með dómi eða málsókn gegn honum niður fallin, eða hann hafi greitt þær sektir, sem honum hafa verið gerðar eða sett fyrir þeim fullgilda trygg- ingu’ 2. gr. I Hafnarfirði innan beinnar línu frá Melshöfða á Hraunsnes skal alls eigi þorskanet leggja. Sje móti þessu brotið, skal eins með farið eins og segir í 1. gr. 3. gr. Brot gegn I. og 2. gr. varða sektum frá 5—500 kr., og renna sektir fyrir brot gegn greinum þessum og fiskiveiðasamþykkt 9. júní 1885 hálfar til sveitarsjóðs þess hrepps, sem sá sótti sjó, frá er braut, en hálfar til uppljóst- armanns. Á sama hátt fer um afla þann, sem upptækur hefir verið gerður eptir 1. gr. 4. gr. Með samþykkt þessari eru úr gildi numdar 1. og 8. gr. í samþykkt 9. júuí 1885. II. FRUMVARP til samþykktar um notkun ýsulóöar á svœöinu frá Kjalarnestöngum suöur aö Garöskaga. 1. gr. A tímabilinu frá 1. október til 12. mai ár hvert má enginn, sem stundar fiskiveiðar í Kjósarsýslu frá Kjalarnestöngum, Reykjavík og Gullbringusýslu suður að Garðskaga, nota ýsulóð til fiskiveiða. 2. gr. Síld má alls eigi nota til beitu á lóð á neinum tíma árs á sama svæði. 3. gr. í hreppum þeim, sem samþykkt þessi nær yfir, skal sýslumaður skipa tilsjónarmenn, svo marga sem honum þykir þörf á, til þess að gæta þess, að eigi sje brotið gegn þessum samþykktarákvæðum. Bæjarfógetinn í Reykja- vík setur svo marga tilsjónarmenn, sem hon- um þykir þurfa. 4. gr. Nú finnast á hinu tillekna tímabili ýsulóðir í sjó, sem lagðar eru frá hinu tiltekna svæði, og skulu þá hinir skipuðu tilsjónarmenn taka þær upp og flytja á land, en tafarlaust skulu þeir tilkynna lögreglustjóra upptökuna og málavöxtu, og ákveður hann með úrskurði, hvort veiðarfærin skulu höfð í haldi. Eigandi fær ekki veiðarfæri sín aptur nema hann sje sýknaður með dómi, eða málsókn gegn honum niður fallin, eða hann hafi greitt sektir þær, sem honum hafa verið gerðar, eða sett fyrir þeim fullgilda tryggingu. Afli sá sem fenginn er með óleyfilegri lóðarnotkun, skal upptækur vera, og fellur helmingur andvirðis hans í fá- tækrasjóð þess hrepps, sein hinn seki hefir stundað fiskiveiðar frá þegar hann braut, en hinn helmingurinn til uppljóstarmanna. 5. gr. Nú lendir sá, sem brotið hefir gegn ofangreindum ákvæðum, með lóð og afla, og skulu tilsjónarmenn þá til bráðabyrgða leggja hald á lóðina og aflann, og skal síðan fara með eins og segir í 3. gr. 6. gr. Brot gegn 1. og 2. gr. varða sektum frá 5—500 krónur, og fellur helmingur þeirra til fátækrasjóðs þess hrepps, sem hinn seki hefir stundað fiskiveiðar frá, þegar hann braut, en helmingur til uppljóstarmanna. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þ.ikkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd. Fundarboð. Laugardaginn 25. júním. næstkomandi kl. 11 f. h. verður almennur fundur haldinn í þinghúsinuí Hafnarfirði fyrir Kjalarneshrepp (frá Kjalarnestöngum að Leirvogsá), Reykja* vík, JBessastaðahrepp, Garðahrepp, Vatns- leysustrandarhrepp og Rosmhvalaneshrepp, til þess að ræða og greiða atkvæði um frum* varp til samþykktar um notkun ýsulóða á svæðinu frá Kjalarnestöngum suður að Skagatá, og verður á sama fundi rætt um frumv. til samþykktar um breyting á sam- þykkt fyrir Rosmhvalaneshrepp innan Skaga, Vatnsleysustrandar-, Garða- og Bessastaðahreppa, um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum, stað- festri 9. júní 1885, er samþykkt voru á síð- asta fundi sýslunefndarinnar í Kjósar- og Gullbringusýslu. Atkvæðisrjett á fundinum eiga allir í því hjeraði, sem ætlazt er til að hvor samþykkt nái yfir, þeir er kosning- arrjett hafa til alþingis. Skifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 31. maí 1887. Hannes llafstein settur. bingmálafundur. Föstudaginn 24. júní næstk. kl. 11 f. hádegi vilja þingmenn Kjósar- og Gullbringusýslu eiga fund með kjósendum sfnum til undirbúnings undir í hönd farandi alþingi. Görðum og Flensborg 31. maí 1887. porarinn Böðvarsson. Jón pórarinsson. Hjer með skorum vjer undirskrifaðir á alla þá, sem fisk- hafa til verkunar, að þeir, eins og síðastliðið ár, geri sitt ýtrasta til að vanda veikun á honum, svo að fiskurinn nái því áliti 1 útlundum, að eptirsókn eptir honum geti aukizt fram yfir það, sem verið hefir. Einnig er það nauðsynlegt, að flýtt sje fyrir verkun og innlátningu fisksins frekar en áður hefir átt sjer stað, svo að hann geti komið í tæka tíð á markaðinn. Að fiskurinn komi í tœka tíð á markaðinn, getur haft mikil áhrif á verðhæð hans, og betri áhrif á söluna en menn almennt álita. Hingað til hafa bcendur skemmt bœði fyrir sjálfum sjer og kaupmönnum með sein- læti sinu og drætti á innlátningunni, sem hefir valdið því, að fiskur frá öðrum stöðum hefir verið búinn að fylla suma markaðina áður en okkar fiskur hefir verið til taks. Vjer munum, eins og síðastliðið ár, sjá um, að fiskurinn, bæði við móttöku og út- skipun, verði vandlega sorteraður, og að ekki sje tekið annað en þur og góður fiskur t fyrsta flokk, og verða matsmenn, útnefndir af hlutaðeigandi yfirvaldi, hafðir bœði við móttöku og útskipun. Eins og nú er ástatt, er það svo mikið áhugamál fyrir land vort, að allir leggist á eitt og að hver einstakur geri sitt máli þessu til stuðnings, og við vonum því fastlega, að menn sýni allan áhuga á því, að umbæta fiskverkunina, svo að það, sem í fyrra var byrjað og þá sýndi góðan árangur, fremur glæðist en dofni á hinni komandi tíð. Reykjavík og Hafnarfirði í mai 1887. pr. W. Fischer 0-. ZoPga. pr. P. C. Knudtzon & Sön Guðbr. Finnbogason. Ludv. Hansen. pr. J. P. T. Bryde Steingrímur Johnsen. E. Felixson Ó. Ámundason. Jón 0. V. Jónsson. N. Zimsen. pr. H. Th. A. Thomscn Johs^ Hansen. pr. P. C. Knudtzon & Sðn Ch. Zimsen. H. Linnet. G. K Briem.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.