Ísafold - 08.06.1887, Qupperneq 1
Kemur út á miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
(60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júlimán.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útg.fyrir i.okt. Afgreiðslu-
stofa í Ísafoldarpientsmiðju.
XIV 26.
loi. Innlendar frjettir. Útlendar frjettir.
103. Kvennleg menntun.
104. Auglýsingar.
Brauð ný-losnuð: Helgastaðir ®°/6 . . . 737
Hítarnesþing */6 128 1-7-84 = I 20O.
Forngripasafnið opið hvern invd. og ld. kl. I—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. n—2
útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3
Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. í
hverjum mánuði kl. 4—2
V eóurathuganir í | Hiti (Cels.) Reykjavík, eptir Dr. J. Jönassen Lþmælir 1 Vedurátt.
JU11‘ |ánóttu|um hád. fm. em. | fm. | em.
M. l.| + 7 + iJ 30, 30, Sa h b Sa h b
F- 3. + 7 + m 30, 30, Sa h d 0 d
F. 3-!+ 5 + 13 30,1 30, 0 b 0 b
L. 4- + 7 + 12 3°. 30, 10 b 0 b
5«! + 5 + 14 3°, 30, (1 b A hv d
M. 6,| + 6 + 13 29,7 29,6 jA hv b A h b
Þ. 7-1 + 6 + 14 29,6 29,6 IA h b U hd
Alla vikuna hefur verið mesta veðurblíða, optast
rjett logn, og þótt blásið haft litia stund, hefir
lygnt þegar aptur ; úrkoma úr lopti lítil. í dag
7. hægur austan-landsunnan kaldi, rjett logn og
bjartasta sólskin allt fram yfir miðjan dag, er gjörði
mikla rigningu um tíma.
Reykjavík 8. júní 1887.
Póstskipið Laura kom hingað í gær-
morgun. Með því komu meðal annara
kaupmennirnir W. Fischer og Fr. Fischer,
H. Th. A. Thomsen o. fl. Enn fremur
lengra áleiðis Tr. Gunnarsson. Skipið fer
aptur í fyrra málið austur fyrir land og
norður.
Embætti. Páll Briem, sýslumaður í
Dalasýslu, hefir fengið lausn frá embætti
25. f. m. frá 1. júlí þ. á., og er settur mála-
llutningsmaður við yfirrjettinn frá sama
tíma.
Aukalæknir er settur í Dyrhólahreppi og
Eyjafjallahreppum 9. f. m. læknaskóla-
kandídat Stefdn Gíslason með 1000 kr.
styrk úr landssjóði.
Stefáni dbrmanni Jónssyni á Steinsstöð-
um var veitt lausn frá umboðsstörfum yfir
Eyjafjarðarsýslujörðum 7. f. m., frá 1. sept.
þ. á.
Snorra Norðfjörð, presti í Hítarnesþing-
um, var veitt lausn frá embætti 16. apríl
þ. á. fyrir ellilasleika sakir.
Reykjavík, miðvikudayinn 8. júni.
Tíðarfar O. fl. Hjer hefir verið hin
mesta öndvegistíð frá því viku fyrir hvíta-
sunnu, að ljetti uppstigningardagshretinu,
sem hefir orðið mjög skaðvænt um norð-
urland og fyrir vestan, eptir því sem frjetzt
hefir: fje fennti eða hrakið í vötn, auk
mikils faraldurs úr megurð beinlínis og
lambadauða meiri eða minni víða um land.
Hafísinn var farið að lóna frá Strönd-
um í miðri vikunni sem leið, en þó ekki
orðið skipgengt; Húnaflói annars fullur og
sá hvergi út yfir.
Bjargarvandræði talsverð nyrðra, vegna
siglingaleysis. Hvergi komin sigling þar
nema 1 skip á Sauðárkrók um sumarmál-
in, en öll matvara úr því tekin þegar í
stað til að reyna að halda lífi í skepnum
og þó ekki tekizt meira eu svo.
Norðanpóstur var orðinn hálfa aðra viku
á eptir áætlun þegar hann fór um Húna-
vatnssýslu norður í leið.
Aflabrögð eru enn í bezta lagi hjer
við flóann innanverðan, enda stöðugar
gæftir. Jafngóð vorvertíð dæmalaus í
manna minnum.
Úr Vestmannaeyjum skrifað 1. þ. mán.:
»Mokfiski hjer í gær, góðfiski í dag«.
Mannalát og slysíarir. Hinn 4. þ.
m. andaðist hjer í bænum ekkjufrú Elín
Thorstensen, ekkja landlæknis Jóns Thor-
stensens (+ 1855), en dóttir Stefáns amt-
manns Stephensens, fædd 24. des. 1800
—viku eldri en 19. öldin. Af börnum
þeirra hjóna eru dætur 2 á lífi : frú Ragn-
heiður, ekkja Kristjáns amtmanns Kristj-
ánssonar, og frú Guðrún Hjaltalín á Möðru-
völlum, en 3 synir löngu dánir: Jónas
sýslum. faðir Elínar landshöfðingjafrúar og
síra Jóns á þingvöllum, Stefán ogTheodór.
Enn fremur andaðist hjer í bænum 30.
f. m. ekkjan Sigrtður Markúsdóttir, fædd
1820, móðir Markúsar skipstjóra Bjarna-
sonar.
Kvennmaður drukknaði í Norðurá nálægt
Forna-Hvammi í f. m., vinnukona á ferð úr
Reykjavík norður í Húnavatnssýslu.
Miltisbruni. Kýr drapst úr miltisbruna í
Mýrarhúsum 4 Seltjarnarnesi 4. þ. m. Eptir
ráðstöi'un lögreglustjórans, sem var þar á ferð,
var skrokkurinu brenndur og gerðar aðrar nauð-
synlegar ráðstafauir til að uppræta alla sótt-
kveykju.
1887.
títlendar frjettir.
Khöfn. 27. mai.
Danmöiík. Hjeðan ekkert frjettnæmt.
Veðráttan köld, sem víðast í vorri álfu,
og er hafísnum kennt um, sem kynstur á
að vera komiAaf suður í Atlanzhaf. Menn
kvíða því hjer köldu sumri.
Fundamótin byrjuðu með skýrslum af
beggja flokka hálfu um athafnir á þinginu.
Við framburðinum misjafnt tekið,—einkum
á fundum vinstri manna, því sumum þyk-
ir, að aðferðin nýja, samninga- og sátta-
viðleitnin á þinginu, hafi ekki verið það
hyggindaúrræði, sem forsprakkarnir telja
rnönnum trú um. Flestir hægrimenn segja
að sínu leyti, að hjer hafi enginn hugur
fylgt máli, og vinstri menn verði að sýna
betri iðrunarmerki, ef vel skal fara—þeir
verði að heimila það allt, sem stjórnin
hefir gert í heimildarleysi. Bágt að vita,
hvar lendir, eða hve lengi stjórnmálaþref
Dana stendur, en flestir hugga sig við, að
eitthvað finnist til samkomulags með
haustiuu.
Nýlega er bók komin á prent eptir F.
Oldenburg—engu mildilegri en þær sem
hann hefir áður ritað um ástand landa
sinna. Hún heitir »Vor Oplösning fortsaU
(Áframhald sundurlausnar vorrar), en veit-
ist í þetta skipti eingöngu að stjórninni
og hennar liði. Bókin færir fram rök fyrir,
að flest i fari stjórnarinnar hafi orðið að
eins til þess að spilla embættisstjettinni
(æsingaferðir og flokkaþjónusta embættis-
manna), hneyksla alþýðuna og villa fyrir
henni sjónir. Alstaðar sjást merki um al-
vöruleysi, pukur og refjar, og landvarnar-
kappinu sjélfu er hjer líkt við kák og
ráðaleysi. Meðal hneykslanna það ekki
minnst talið, hvernig ráðaneytið hefir komið
konunginum — höfði og forustu allrar
þjóðarinnar — inn í flokkabenduna. það
fært til dæmis, að hægri menn, þegar þeir
ganga í gildisfjelög (Höjreklubber) eða hjú-
kólfa sig í einhverjum bæ eða þorpi undir
merki Estrúps, dirfast að senda konungi
kveðjur, endurtaka þetta á tyllidögum,
þrýsta honum svo til andsvara og þykjast
svo þegnar »at betri«. Oldenburg tekur
annars eins djúpt í árinni og fyr, þegar