Ísafold - 08.06.1887, Side 4
104
kvennaskólum, er mjög hætt við, að tala
þeirra stúlkna minnkaði, er vildu vera í
skólunum, nema því að eins, að þær fengju
meiri eða minni fjárstyrk til námsins.
Guðsótti og siðgœði ætti að vera hinn
fyrsti og helzti grundvöllur alls uppeldis
og allrar menntunar, og eigi sízt þegar
um kvennlegt uppeldi og kvennlegar fram-
farir er að ræða, og þann grundvöll verð-
ur að leggja á heimilunum. f>ar næst ber
að telja tilsögn í öllum kvennlegum störí-
um, jafnframt tilsögn í bókmenntum, er
hvorttveggja verður að vera lagað eptir
ýmislegri andlegri atgjörfi, stöðu og lífs-
kjörum þeirra, er tilsagnarinnar njóta. Er
þá fyrst og fremst moðurmálið, og sýnir
dagleg reynsla, að tilsögninni í því er,
hvað stúlkur snertir, víða hvar á heimil-
um mjög ábótavant. Að sönnu lesa þær
það flestar nokkurn veginn, en fæstar
kunna að rita það, svo rjett sje. f>ar næst
er skript og reikningur, sem hvorttveggja
er nauðsynlegt að kunna í daglegu lífi.
Sögu og landafrœði má heldur eigi án vera,
ef um nokkra þekkingu eða menntun er
að ræða; um hinn vekjandi og menntandi
krapt, sem í mannkynssögunni er fólginn,
getur enginn málsmetandi maður efazt, og
ekki má það minna vera, en að menn viti
eitthvað meira um jörðina, en þann litla
blett, sem maður lifir á. Dönsku vilja flest-
ar læra, og getur það nám opt komið að
góðu gagni. Víst er það samt fleira, sem
óskandi væri að stúlkur lærðu, eptir gáf-
um þeirra og ástæðum; en þetta, sem áð-
ur var talið, má kalla nauðsynlegt. — Ef
menn nú ættu kost á að læra þessa hluti
til hlítar á heimilunum, væri það eflaust
hið bezta og hægasta; en menn verða að
játa, að þessu verður eigi við komið nema
á einstöku heimilum, því að alstaðar mæt-
ir sá erfiðleikinn, að margt verður til að
tefja fynr og trufla reglubundna tilsögn,
og svo vantar þar þá samvinnu, er leiðir
til þess, að bera sig saman við aðra,
keppast við þá og taka framförum. f>ess
vegna er það nauðsynlegt, að skólar sjeu
til.
Fyrsti kvennaskólinn, nefnilega sá í
Reykjavík, var stofnaöur af einstökum
mönnurn árið 1874,1 og gefnar talsverðar
gjafir til hans, einkum frá Danmörku, svo
og frá Englandi og Skotlandi; af því gjafa-
fje (nálægt 9000 kr.) myudaðist sjóður
kvennaskólans. Frá 1874 til 1878 var í
skólanum að eins einn bekkur, með 8 til
11 námsmeyjum. Hinn fyrsta vetur hafði
1) Kvennaskólarnir á Laugalandi og Ytriey
eru seinna til orönir.
skólinn engan styrk af opinberu fje, og
varð að bjargast við sjálfs síns efni, þótt
vextir af skólasjóðnum væru ónógir. Eptir
að alþingis var leitað um styrk, veitti
þingið fyrst, fyrir árin 1876 og 1877, 200
krónur úr landssjóði, og síðati hækkaði
styrkurinn smátt og smátt, eins og kunn-
ugt er. Arið 1878 fekk skólinn rúmgott
íveruhús, og þá urðu bekkirnir tveir, og
síðan hafa sveitastúlkur getað fengið bvi-
stað í skólahúsinu, og átt kost á, að nema
ýms innanhússtörf undir tilsjón húsmóður-
innar. I þessum tveimur bekkjum hafa
árlega verið frá 20—30 nátnsmeyjar. All-
ar hafa þær verið einn vetur (1. okt. til
14. maí), en sumar tvo vetur. Ef menn
hefðu viljað taka námsmeyjar utn styttri
tíina, t. d. 2—3 rnánuði, mundu þær ef-
laust hafa orðið margfalt fleiri, er í skól-
ann hefðu gengið, en af því menn vissu
af reynslunni, hve lítinn undirbúning all-
fle8tar stúlkur hafa fengið, vissu menn líka
hitt, að þær mundu eigi geta haft mikil
not af 2—3 mánaða tilsögn, og það í fleir-
um námsgreinum. Thora Melsteð.
AUGLYSINGAR
í samíeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þ ikkaráv.
3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða
setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. fíorg.útí hönd.
Af því að kaffi allt af hækkar í verði
utanlands, og verður því svo dýrt hjer, að
tilfinnanlegt verður fyrir hvern og einn fá-
tækling að neyta þess eingöngu, hef jeg
flutt hingað ýmsar sortir af kaffiblending,
sem bæði má brúka eingöngu, en þó mun
verða bezt að blanda með kaffi, nefnilega:
Bú-kaffi (kaftiblending), sem kostar 55
aura pundið, og má brúka ein-
göngu.
Mokka-kaffi, sem brúkast til að blanda með
kaffi og drýgja það, á 40 aura
pundið; og
Mynda-kajfi, sem líka brúkast til að blanda
með og til drýginda, á 36 aura
pundið.
þessar sortir af kaffiblendingi fást hvergi
á Islandi nema hjá undirskrifuðum.
ReyUjavík 7. d júnimán. 1887.
IÍ. Th. A. Thomsen.
Gróð saltskíita
fæst hjá undirskrifuðum fyrir 7 kr. 50 til
8 kr. pr. 80 pund.
B. H. Bjarnason.
Eptirrit.
í tilefni af j>ví, að proprietarius Andrjes
Fjeldsted á Hvítárvöllum, viðstaddur sýslunefnd-
arfund að þiugnesi i dag, óskaði eptir aö
oddviti sýslunefndarinnar í Borgarfjarðarsýslu,
herra sýslumaður Sigurður þóröarson, útnefndi
menn til að taka upp laxanet sín í dag, samkv.
laxveiöalögum 19. febr. 1886, |>ar eð honum
sjálfum væri það ómögulegt, höfum við undir-
skrifaðir eptir tilinielutn uefnds sýslumanns
kynut okkur, hvernig tilhagar i dag við neta-
lagnir herra Fjeldsteds.
Eptir að hafa gjört tilraun til að ná uetun-
um upp, álítum við óframkvæmanlegt, með
þeim áhöldum, sem tíðkanleg eru hjer við lax-
veiði, að ná netunum upp, sökum þess afar-
vöxts, sem nú er í Hvitá, og það er sannfæring
okkar, að þegar líkt stendur á, sje ómögulegt
að framfylgja laxveiðalögum 19. febr. 1886,
hvaö Hvitá i Borgarfirði snertir.
pt. Hvítárvöllum, laugard. 98. maf 1887.
p. porsteinsson. Snæbjörn porvaldsson.
* *
*
Að þetta eptirrit sje samhljóða mjer sýndu
lrumriti, vottast hjer með notarialiter eptir
samanburð.
p. t. þingnesi 4. júní 1887.
Gjald: Sigurdur póröarson
95^tuttugu og not. /publ.
fimm aurar. —
Smástúlkum býðst tilsögn í venjulegum
námsgreinum til munns og handa, lika byrj-
endum í ensku lijá
Jóhönnu og Elínu Hafstein.
Kv ennaskólinn í Reykjavík.
f>eir, sem vilja koma konfirmeruðuin,
efnilegum ýngisstúlkum í kvennaskólann
næstkomandi vetur (1. okt. til 14. maí),
eru beðnir að snúa sjer 1 þeim efnum til
undirskrifaðrar forstöðukonu skólans, eigi
seinna en 31. ágústmán. næstkomandi.
Reykjavík 4. júní 1887.
Thura Melsteð.
|»ingmálafundur. Föstudaginn 24.
júní næstkomandi kl. 11 f. h. vilja þing-
menn Kjósar- og Gullbringusýslu eiga fund
með kjósendum sínum í þinghúsinu í
í Hafnarfirði til undirbúnings undir í hönd
farandi alþingi.
Görðum og Flensborg 31. maí 1887.
pórarinn Böðvarsson. Jón pórarinsson.
Fiskis amþykktarfundur.
I fundarboðimi í siðasta bl. Isafoldar hefir
óvart fallið ítr hreppaupptalningunni Mos-
fellssveit og Seltjarnarneshreppur, og er
fiskisamþykktarfundurinn i Hafnarfirði 25.
þ. m. kl. 11 f. h. hjer með boðaður einnig
þessum hreppum.
Skiifstofu Kjósar- og (lullbringusýslu 2/e 1887
Hannes Hafstein
settur.
Ameríkiiiiskur kvenn-alfatnaður
er til sölu fyrir lítinn hluta fulls verðs. Rit-
stjóri visar á seljanda.
Jarðarför
síra Sigurðar B. Sivertsens að Utskál-
um fer fram á föstudag 10. þ. m.
Ritstjóri Björn Jónsson, eand. phil,
Prentsmiðja ísafoldar