Ísafold - 22.06.1887, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.06.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlimán. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir i.okt. Afgreiðslu- stofa i ísafoldarprentsmiðju. XIV 28. Reykjavík, miðvikudaginn 22. júni. 1887. 109. Innlendar frjettir. Minning Jóns Sigurðs- sonar (kvæði). 110. þingfararbann. 111. Um tekjur presta II. (niðurl.). Auglýsingar. Brauð nýlosnað: f>ykkvabæjarklaustur 9/6 . 638 Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Póstar fara norður og vestur 27. þ. m. Póstskip fer til Khal'nar 29. þ. m. Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. í hverjum mánuði kl. 4—2 Veðurathuganiri Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen Júnf Hiti (Cels.) .ánóttu umhád. Lþmælir Veðurátt. fm. fm. M.15. F. 16. F. 17. L. 18. S. 19. M. 20. j + Þ. 21.I + + 8 29,7 29,5 Sv h d + 10 29,4 29,7 S hv d + 10 29,9 29,1 Sv hv d + 9 29,3 2 9,4 Sv h d + 8 29,6 29,5 0 b + II 29,3 29,2 Sa h d + H 29.1 29.1 0 d A h d Sv hv d Sv h d 0 b 0 b 0 d 0 d Fyrri hluta vikunnar var hjer útsynningur (Sv) opt rokhvass, einkum 16., þvi þann dag var hjer um og eptir hádegi öskurok um tima og gjörði talsvert brim ; daginn eptir á sömu átt, en vægari með hryðjuskúrum; síðan hægviðri af landsuðri með mikilii úrkomu. I dag 21. rjett logn (af suðri), dimmur í lopti, Og hefir rignt mikið i allan morg- un og fram yfir hádegi. Reykjavík 22. júní 1887. Tíðaríar m. m. Vætu- og kalsasamt hefir verið hjerum slóðir núna síðustu vikuna. Lengra að er að frjetta góða tíð síðan uppstigningardagshretið. Gróður orðinn jafnvel í betra lagi bæði fyrir norðan og vestan, það er lengst hefir til spurzt. Uppstigningardagshretið hefir veriðvoða- legt vestanlands, og þó einkum nyrðra. ísafold er skrifað um það úr Húnavatns- sýslu á þessa leið : »Stórkostlegt var á- felli 17.—20. f. m.; þákom svo mikilllogn- snjór hjer sumstaðar, að enginn veit dæmi slíks ; heypokum var velt bæja á milli, alla bæjarleiðina, nema á stuttum klettaröðli voru þeir bornir, og á öðrum bæ varð að krækja til að komast í húsin. Á jafnsljettu tók fönnin meðalmönnum nálega í mitti. jpetta var hjer út á nestánni [Vatnsnesi], þar sem venjulega er fremur snjóljett. J>eg- ar þiðnaði, kom hjer aptur dæmafátt flóð, en hvergi skemmdi það hjer stórkostlega*. Hesta fennti og fje hrakti í ár og vötn eða króknaði út af, þar sem ekki var hýst, en það var óvíða, því gróður var kominn talsverður undir. Varð víða stórtjón a skepnum. Skýrslum var safnað í Húna- vatnssýslu um skepnufelli síðan á nýari, og nemur að sögn um J af öllum sauðfjenaði í sýslunni. Líkt mun ástandið vera í Skagafirðinum, en betra þegar norðar dregur. I Strandasýslu er og mesta neyðarástand. Vestanlanda hefir orðið mestur skepnu- fellir í Dölum, einkum Laxárdal og Hauka- dal. jpó ekki kolfellir nema á 2—3 bæjum; aðrir misst i, ^ eða helming fjárins ; flestir eitthvað. Á Skarðsströnd líka mikill fellir en rninni á Fellsströnd og í Saurbænum. I Barðastrandarsýslu er Geiradalurinn verst staddur: kolfellir á 1 bæ, og víðast eittvað fallið að mun. Bjargarvandræði ekki mikil vestanlands, af því að þar var alstaðar komin nóg sigling, er varð skepnurn líka til liðs með korngjöf. Bn norðanlands voru mestu bjargarvandræði, meðan skip eru þar ó- komin fyrir ís. Hafísiim var loks á förum af Húna- flóa núna fyrir síðustu helgi, í Bótólfs- messustraumana, sem kallaðir eru. Er þá vonandi, að Laura hafi homizt á norður- hafnirnar á endanum. Aflabrögð. 5t?a.ð er nú farið að draga nokkuð úr þeim aptur hjer um slóðir, enda komnir geysimiklir hlutir eptir vor- vertíðina, jafnvel 13—1400 hundruð, með- altal líklega um 900; en smátt er það nokkuð. Við Isafjarðardjúp hefir og verið fyrir- taksafli síðan á páskum; fiskur gengið inn í hvern fjarðarbotn. Hjer eru enn aflaskýrslur úr 3 veiðistöð- um austanf jalls á vetrarvertíðinni: A Eyrar- Á í Sel- bakka Stokks- vogi eyri Skip, er gengu til fiski- veiða...... 26 33 9 Aflinn alls . . . fiskar 228,144 302,031 23,560 Flestir hlutir á skip . . 16'/s 16 19 Fsestir hlutir á skip . . 13 11 9 Aflanum alls skipt í hluti 398 496 115 Hæst í hlut . . fiskar 890 930 423 Lægst í hlut . . — 260 300 122 Meðaltal í hlut . — 573 608 204 Mest á skip . , — 13350 13950 4250 Minnst á skip . — 4030 4350 1125 Meflaltal á skip — 8775 9133 2718 Við aðalafla-upphæðina á Stokkseyri er að athuga, að 630 fiskar eru aflaðir á bát, sem hafður var að eins nokkra róðra, en meðaltal á skip eða í hlut er ekki reiknað af þessum 636 fiskum, þó þeir sjeu taldir í aðalupphæð- inni. Af aflanum á Byrarbakka og Stokkseyri er nálægt þriðjungur þorskur, hitt ýsa. Mannalát og slysfarir. Af hákarla- skipströndunum nyrðra í sumarmálahretinu, sem getið er í Isaf. 4. f. m., er það frek- ara að segja, að tvö af skipunum, sem strönduðu á jpingeyrasandi, «Vonin» og «Skjöldur», bæði úr Siglufirði, uáðust óskemmd út aptur. Hið þriðja, hákarla- skip af Eyjafirði, «Sailor», brotnaði alveg, en menn komust allir af. jpá var hið 4., «Pólstjarnan», af Eyjafirði; það steytti á skeri nokkrar vikur undan Vatnsnesi; hrukku þá 3 menn út, en 2 komust upp í skipið aptur, en einn drukknaði; það var formaðurinn, Jón Gunnlaugsson, «mesti aflamaður norðanlands». A skerinu brotn- aði gat á skipið, og er það losnaði, gátu þeir með naumindum komizt á því inn á Miðfjörð, og sigldu því þar á land. Menn ætla, að skipið «Akureyrin» sje týnd, þar eð eigi hefir til hennar spurzt. I fyrra dag týndi sjer kvennmaður hjer í bænum, vinnukona, ættuð ofan af Mýr- um. Hún fannst á floti í Eiðsvík; mun hafa gengið i sjóinn þar nærri. I minningu forseta JONS SIGURDSSONAR á fæðingardag hans 17, júní 1887l, Er júnísól að baki blárra fjalla í bláum unnum lokka gullna fol in fyrsta', er leitst þú, frelsishetjan snjalla, þá fyrst skein œttjórð þinni vonarsól; því góður var þín fœðing fyrirboði um framtið, er þú landi þínu bjóst. þitt cefistarf var Islands morgunroði og athvarf þess þitt hugumstóra brjóst. þín fólskvalausa ást á œttjörð þinni var islenzks þjóðaranda vegaljós. þln hreina lund með hetjueinurð sinni í heimi andans var sem fögur rót, er ilmi lyfjar morgunblœinn blíðum og broshýr prýðir fagurgróinn vóll; hún jók oss hug, er birti' af betri tíðum, og bœtti og prýddi þjóðlífs blómin óll. þú kenndir oss, af velli ei að víkja, er verja skyldi gott og rettlátt mál, og aldrei vora sannfœring að svikja. 1) í fjölmennu samkvæmi hja kaupmanni J>orl. 0. Johnson í Keykjavik.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.