Ísafold - 23.07.1887, Page 2
130
útlendum mörkuðum, eins og á fyrri öld-
um; því þá var Island eitt af þeim fáu
löndum, sem gat miðlað smjöri og öðru
feitmeti til annara þjóða. það gátu
hvorki Danir eða Norðmenn um það
leyti.—
það er þess vegna óumflýjanlega nauð-
synlegt, að alþingi taki þetta mál fyrir
í sumar og setji lög um söluna á óekta
smjöri, og leggi jafnframt háan toll á
það, er ætti að nema allt að 50 au.
á hverju pundi.
Svcinn búfrœðingnr.
Landshagsskýrslur og launabót.
í riti, sem nýlega er komið út, og lieitir
nLaunalög og launaviöbœtur-', steiulur: 1) að jeg
hafi „600 kr. þóknun fyrir að semja landshags-
skýrsiur, með prófarkalestri 40 kr. fyrir örk-
ina“; Sí) og að skýrslur þessar sjeu „mjög fróð-
'egur útdráttur úr skjölum þeim, sem liann
(o: jeg) samkvæmt stöðu sinni verður að ganga
í gegnum“.
Ef síðara atriðið er tekið fyrst, þá skal jeg
fyrst og fremt láta ánægju mína í ljósi yfir þvi,
að höfundinum þykir landshagsskýrslurnar vera
„mjög fróðlegar". Landsliagsskýrslur eru ávallt
fróðlegar, og að mínu áliti nauðsvnlegar fyrir
hvern, sem eitthvað hugsar um opinbermál.—
það er aptur á móti mjög ónákvæmt, og mið-
ur rjett orðað, þar sem höf. segir, að skýrsl-
urnar sjeu ekki annað en útdráttur úr skjölum
þeim, sem jeg samkvæmt stöðu minni verði að
ganga í gegnum. Reikningar landssjóðsins,
sem skylda mín er að ganga ýtarlega i gegnum,
eiga ekkert skylt við: fólkstölu á íslandi, skýrsl-
ur um fólksflutninga til Vesturheims, skýrslur
um búnaðarástnnd, verzlunarskýrslur, skýrslur
um efnahag sveitarsjóðanna, tölu kjósenda til al-
þingis, og ýmislegt fleira, er nefna mætti sem aðal-
inntak íslenzkra landshagsskýrslna, annað en það,
að í verzlunarskýrslurnar má og er rjettast að
setja það af vínföngum og tóbakj, sem stendur í
tollreikningunum, og eins útfluttan fisk ; og i
verzlunarskýrslurnar, sem eru hjer um bil 136
dálkar, mætti þannig gera fróðlegan útdrátt úr
þeiin skjölum, sem jeg samkvæmt stöðu minni
verð að ganga í gegnum, sem fylltí 16 dálka
af 136. Aptur á móti eru skýrslurnar um virð-
ingarverð húsa og skýrslurnar um tekjuskatt
dregnar út úr íslenzkum skattareikningum. en
hinar síðarnefndu skýrslur er víst eptir margra
áliti nóg að gefa út 5. hvert eða 10. hvert ár,
enda hafa þær ekki verið prentaðar siðan 1883;
og hinum fvrnefndu mætti koma á ‘4 blaðsíi'ur,
væru þær prentaðar árlega. í skjalasafni mínu
eru auðvitað þær beztu skýrslur, sem til eru
um fjárhag íslands; en þær eru ekki prcntaðar
í landshagsskýrslunum. af þeirri ástæðu, að
þær eru árlega prentaðar í landsreikningnum.
Að jeg samkvæmt skyldu minni verði að ganga
í gegnum öll skjöl, sem að landshagsskýrslum
lúta, er þamrg hreint og beint misskilningur
eða þekkingarleysi höf.
Að jeg hafi 600 kr. þóknun fyrir oð semja
landshagsskýrslur. er sömuleiðis misskilningur^
eða þekkingarleysi. Alþingi veitti 1885 40 kr.
fyrir hverja örh af landsliagsskýrslum (fyrir ár-
in 1886 og 1887). Árið 1886 komu aldrei út af
þeim nema 11 arkir; það sem til þeirra fór var
þannig um 440 kr., en ckki 600 kr. — En svo
er nú annað, og það cr. að það er iandshöfð-
ingja-skrifstofan — en ekki jeg — scm á að sjá
um, að landshagsskýrslur sjeu gefnar út, og jeg
sem þær ekki allar; því fer fiarri. Með því, sem
jeg hefi að gera, væri slíkt allsendis ómögulegt.
Jeg hefi ekkert af landshagsskýrslunutn samiö
eöa látiö semja, nema þaö sem nafniö mitt stend-
ur viö, og jeg hef ávallt sett nafnið við allt
sem jeg hefi af þeim samið, í þeirri von, að
mjer yrði ekki eignað það af skýrslunum, sem
nafnlaust er; því jeg vil ekki láta eigna mjer
það.
Aptur á móti er engin von til að höf. viti,
að jeg sem hinar eiginlegu skýrslur sjaldnast
8jálfur, því jeg kemst ekki yfir það. heldur læt
jeg gera það undir minni umsjón. J>ar á móti
sem jeg hin svokölluðu ,,yfirlit yfir skýrslurnar“
jafnan sjálfur. l’rófarkalestur annast skrifstofa
landshöfðingja, en ekki jog, og hún tekur þá
líka, sem eðlilegt er, borgun fyrir hann.
Af skýrslunum 1886 hefi jeg ekki samið ann-
að en „Yfirlit yfir búnaðarskýrslurnar árin 1882
—1884“. J>að er ein örk. Fyrir það hefi jeg
fengið 36 kr. J>að er nú öll 600 kr. þóknunin
mín fyrir landshagsskýrslur það ár. Arið 1885
samdi jeg sjálfur „athugasenidirnar“ við skýrsl-
ur yfir efnahag sveitasjóðanna. |>að eru 2 ark-
ir. Enn fremur „yfirlit yfir verzlunarskýrslurn-
ar“, og part úr einu árinu af þeim, samtals 2
arkir. J>að ár hefi jeg fengið sjálfur borgun
fyrir 4 arkir. Árið 1884 samdi jeg 2 arkir af
þess árs skýrslum. 1883 samdi jeg 4 arkir.
1882 samdi jeg alls eina örk. Sumum af skýrsl-
unum hefi jeg safnað alveg, og að miklu leyti
prívat, nefnilega skýrslunum um alþiugiskosn-
ingar, og um fólksflutninga til Vesturheims.
jpessi ár hefir þessi 600 kr. þóknun o. s. frv.,
sem jeg á að hafa fyrir að semja landshags-
skýrslur, því verið frá 36 kr. og allt að i’00 kr. um
árið, og jeg þykist komast vel af þau árin, sem
jeg get borgað pappir og ritföng til reikninga-
skrifstofunnar með þvi, sem jeg vinn mjer inn
fyrir landshagsskýrslur.
Reykjavík 19. júlí 1887.
Indriði Eitiarsson.
Alþingi.
IV.
Vínveitingae. f>að frv., frá Jóni Olafs-
syni, síðan í nefnd (J. Ó. form., J. A.
Hjaltalín skrif. og framsögum., Ben. Kristj.,
Sighv. Arnas. og Fr. Stefánsson), er nú
búið í efri deild. — Helztu fyrirmæli þess
eru:
Enginn kaupmaður má selja áfenga drykki
í smærri skömmtum en 3 pela í einu, af öli
jafnvel ekki minna en J tunnu, eða 5
þriggja-pela flöskur, eða 10 hálfflöskur.
•Staupagjafir og önnur ókeypis vínveit-
ing mega eigi fram fara í sölubúðum kaup-
manna eða vöru-geymsluhúsum«.
»Nú selur kaupmaður vínföng, og er
þeirra neytt f hans húsum án hans leyfis,
þá verður hann sekur um ólöglega vínveit-
ing, ef það er á hans vitorði, eða atvik
liggja svo til, að hann hafði ástæðu til að
gruna, að þeirra yrði þannig neytt, nema
hann sanni, að hann hafi gert það, sem í
hans valdi stóð, til að koma í veg fyrir
það«.
Vínveitingaleyfi f smærri skömmtun eða
til neyzlu á staðnum fæst eigi nema með
samþykki meiri hluta atkvæðisbærra hrepps-
eða bæjarbúa, hreppsnefndar og sýslunefndar
eða bæjarstjórnar, og staðfesting amtmanns.
Leyfið kostar 50 kr.
»Nú selur eða veitir vínveitingamaður á-
fengan drykk unglingi yngri en 16 ára, og
varðar það í fyrsta sinni 25—100 kr. sekt,
í öðru sinni 50—200 kr. sekt, en missi
veitingaleyfis, ef sami maður brýtur optar«.
Skuldir námsmanna á skólum undir um-
sjón landsstjórnarinnar fyrir áfenga drykki
skulu engan rjett eiga á sjer eptir þetta.
Selji aðrir áfenga drekki en kaupmenn,
veitingamenn og lyfsalar varðar það 10 til
100 kr. sekt í 1. sinn, og tvöfaldast lægra
takmarkið við ítrekun hverja. »Hafi sá
sveitaverzlunarleyfi, er brýtur, má svipta
hann verzlunarrjettindum í fyrsta sinn, en
í annað sinn skal þeim, hversu sem á stend-
ur, fyrirgert«.
Onnur brot gegn lögum þessum varða
25 til 250 kr. sekt 1 fyrsta sinn, en síðan
50 til 500 kr. »Rjettindi til að verzla með
áfenga drykki missir sá jafnan, er brýtur í
2. sinn, og má svipta hann þeim í fyrsta
sinn, ef ástæða þykir til, hvort sem hann
er kaupmaður, sveitaverzlunarmaður eða
lyfsali«. Leyfið fæst eigi aptur fyr en eptir
5 ár.
Spánarsamningur. Neðri deild sam-
þykkti í einu hljóði svo látandi þingsálykt-
unartillögu, frá P. Briem, Sig. Stefánss. og
jþorst. Jónssyni:
•Alþingi ályktar enn á ný, að skora fast-
lega á ráðgjafa Islands, að bæta hið
bráðasta úr hinni brýnu nauðsyn lands-
ins með því að gera þær ráðstafanir, sem
með þarf, til þess að tollmunur sá, landinu
og verzlun þess í óhag, sem spillir markað-
inum á Spáni fyrir fisk fluttan frá Islandi
og þar verkaðan, og sem um undanfarin
ár hefir valdið landsbúum stórkostlegu fjár-
tjóni, verði sem allra fyrst af numinrn.
En efri deild hafnaði þessari tillögu, og
samþykkti í þess stað með 6 atkv. (hin-
um konungkjörnu og Jakobi Guðmunds-
syni) gegn 5 svo látandi rökstudda dagskrá
frá Arnljóti Ólafssyni:
»1 því trausti, að stjórn H. H. konungs-
ins muni samkvæmt ummælum ráðherra
Islands í brjefi dags. 13. júní þ. á. takast
að leiða mál þetta til lykta á sem heppi-