Ísafold - 26.07.1887, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.07.1887, Blaðsíða 2
134 gagnslausar. Hin einu áhrif, er jeg hefi sjeð kaffið hafa á fólk, er, að það æsir hjart- veiki, blóðlát, krampa, tæring og tannpfnu. |>essu til styrkingar hefi jeg heyrt mestu kaffisvelgi bregða hvor öðrum um vitleysi og veikindi af kaffidrykk. Allir þess betri eiginlegleikar eru fyrir utan minn sjóndeildarhring. þetta játa líka margir; en segjast þó ekki geta neitað *blessuðum sopanum*,—rjetteins og drykkjuroaðurinn, sem angráður viður- kennir, að áfengir drykkir gjörspilli heilsu hans, en neytir þeirra þó jafnt sem áður. Hvaða árangur höfum vjer þá af hinum miklu kaffikaupum, er svo mjög hafa marg- faldazt á seinni hluta þessarar aldar? Vana, sem gerir oss að oss finnst lítt fært að gegna störfum vorum, nema vjer drekkum kaffi áður. þennan vana finnst oss frá- gangssök að leggja niður. þessi vani reyrir oss harðsnúnum skuldaviðjum, er hepta þrek og dug og frjálsræði. |>essi vani bak- ar oss miljón króna kostnað á ári, eptir reikningi »sveitabóndans*. Fyrir þennan vana megum vjer bera kinnroða í augum útlendinga;—eða er það ekki blygðunarvert, að vjer, allsþurfandi fátækliugar, skulum eyða meiru kaffi að til- tölu en flestar aðrar þjóðir ? Og þegar þess er gætt, að kaffið er ávallt dýrara hjer en víðast annarstaðar, þá er það oss þeim mun kostnaðarsamara. Sannarlega höfum vjer þó ekki ástæðu til að eyða meiri munaðarvöru en aðrir. það sýnir hinn bágborni efnahagur vor. Fyrir nokkrum árum gáfu mannelsku- fullir útlendingar oss mög hundruð þúsund krónur til að afstýra hallæri, þ. e. til að forða oss frá hungursdauða. Fyrir mikið af því keyptum vjer svo kaffi. Vjer höfum tekið mörg þúsund króna lán úr landssjóði í sama tilgangi, og varið því eins. , Sveitafjelögin leggja árlega fram allmikið fje til þurfamanna, einnig fyrir kaffi. Er þetta nauðsynlegt ? Jeg segi nei; það er hreinn og beinn óþarfi, því hver einasti maður getur lifað kaffilaus. |>að getur ekki verið sá munur á líkamsbyggingu vorri og forfeðra vorra. Ef vjer getum það ekki, þá er það vanans afl, sem veldur því, en ekki kraptur kaffisins. Um fátt er nú jafntíðrætt og hið afar- háa kaffiverð ; nálega hvar sem menn hitt- ast, berst talið að því. Og sannarlega væri þessi verðhækkuD alvarleg, ef kaffið væri eins nauðsynlegt og margir ætla, ef vjer gætum ekki án þess lifað; en því er nú, sem betur fer, ekki þannig varið. Hvað eigum vjer þá að gera, landar góðir? (Niðurl. næst.). Narlakoti 7. júli 1887. Arni Pálsson. Alþingi. v. Lög fbá alÞingi. þrjú frumvörp alls búin frá þinginu (eitt áður nefnt): 2. Um breytingu á landamerkjalögun- um 17. marz 1882. »Frestur sá, sem eig- endum og umráðendum jarða er gefinn í 5. gr. landamerkjalaga 17. marz 1882 til að fullnægja ákvæðum tjeðra laga, skal lengdur utn 2 ár«. 3. Um að umsjón og fjárhald Flateyjar- kirkju og Inggjaldshólskirkju skuli fengin alutaðeigandi söfnuðum í hendur. (Efnis- ins getið í síðasta bl.). Lagafrumvökp. þessi hafa enn bætzt við: 30. Um húsmenn eða þurrabúðarmenn (þorl. Guðmundsson),—áður getið. 31. Um meðalasölu skottulækna (Arnlj. Ól. og Fr. Stefáns.). 32. Um breyting á 4 gr. í prestakallalög- unum frá 1880 (Ben. Kristj.). 33. Um sameining Árness og Eangárvalla sýslna, þegar brýr eru komnar á J>jórsá og Olfusá (Jón Ólafsson). 34. Um breyting á launalögunum frá 1875 (Árni Jónsson o. fl.). 35. Um að skipta Barðastrandarsýslu í 2 sýslufjelög (Sig. Jensson). 36. Um afnám kgsúrsk. 22. apríl 1818 um 60 rd. árlegan styrk til biflíufjelagsins (fjárlagan.). Fallin fbumvöbp. 8) Um tollgreiðslu, fellt í neðri d. með 11 : 11. 9) Um lög- gilding Vogavíkur og þórshafnar, fellt í efri d. í gær með 7 : 4. 10) Um samein- ing Vestmanneyja og Kangárvallasýslu, fellt í efri d. 11) Um breyt. á 4. gr. prestakallalaganna, frá B. Kr., fellt í efri d. með 6 : 5. Launalög. J>að frumv., frá Árna Jóns- syni og 6 öðrum, er þess efnis, að biskup, amtmenn og háyfirdómari hafi 5000 kr. laun, og forstöðumenn prestaskólans og lærðaskólans 4000 kr. Stjóenabskeáemálið. Nefudin í neðri deild (Benid. Sveinsson, formaður og fram- sögumaður; Lárus Halldórsson, skrifari; Páll Briem; Árni Jónsson ; Sigurður Stef- ánsson; þorleifur Jónsson; þorvarður Kjerúlf) hefir 22. þ. m. kveðið upp álit sitt, svo hljóðandi að meginefni: »f>að má svo að orði kveða, að frumvarp það, er hjer ræðir um, sje hið sama sem það, er samþykkt var á alþingi 1885 og 1886. Að vísu hafa nokkrar breytingar verið gjörðar á einstöku greinum frum- varpsins, svo sem á 2., 6., 7., 10., 17., 18., 20., 22., 23., 29., 32. 33., 49. gr. og ákvæð- inu um stundarsakir. En þegar þessar breytingar eru nákvæmlega athugaðar, verður það ljóst, að þær alls ekki hagga eða breyta meginsetningum frumvarpsins, heldur iniða miklu fremur til að gjöra þær Ijósari, ákveðnari og sjálfum sjer sam- kvæmari. f>ar sem nú nefndin þannig má byggja á því, að í frumvarpi þessu sje lögð hin sama undirstaða til endurskoðaðrar stjórn- arskrár fyrir ísland, sem þegar er búin að uá stjórnskipulegri festu samkvæmt 61. gr. stjórnarskrárinnar 5. janúar 1874, og hefur við uð styðjast allar þær röksemdir, bersýnileg þjóðrjettindi og brýnar þarlir lands vors og þjóðar, er svo margsinnis hafa verið í ljós leiddar og ítrekaðar að undanförnu, — þá er það einsætt, að nefndin hlýtur að komast að þeirri niður- stöðu, að ráða hinni heiðruðu deild til að samþykkja frumvarp þetta, er fylgir fram sjálfstjórnarrjettindum Islands innan svo hóglegra takmarka. Vjer getum eigi leitt hjá oss frá þessu sjónarmiði að minnast á brjef ráðgjafa Islands til landshöfðingja, dags. 16. okt. f. á., þar sem ráðgjafinn skýrir frá tillögu sinni um synjun konungsstaðfestingar á stjórnarskrárlagafrumv. frá 1885 og 1886. Brjef þetta sýnir, að ráðgjafinn hefur eigi rökstutt synjunartillöguna við annað en eintóma tilvitnun til kgsauglýs. 2. nóv. 1885, en aðalkjarninn í þeirri auglýsingu var sú mótbára gegn stjórnarskrárfrum- varpi alþingis 1885, að það miðaði til að losa um þau bönd, er hjeldu saman alrík- isskipuninni. f>essi mótbára fáum vjer eigi sjeð að eigi sjer annan fót, en úr- elta innlimunarstefnu, er stríðir gegn þeim sjálfstæðisrjettindum Islands, sem berlega eru viðurkennd af hinu almenna löggjafar- valdi ríkisins með lögunum 2. janúar 1871 um stöðu Islands í ríkinu, og þá að sjálf- sögðu einnig með grundvallarlögum ríkis- ins frá 1849 og 1866 ; enda komu þar fram ljósar röksemdir gegn þessari mótbáru við meðferð málsins og umræður á alþingi 1886. Að ráðgjafinn gengur þegjandi fram hjá þessum röksemdum, virðist oss því eptirtektaverðara, sem alþingið 1886 var samkvæmt 61. gr. stjórnarskrárinnar kvatt saman einmitt til þess að ræða um þá stjórnarbreytingu, sem alþingi 1885 hafði samþykkt. f>annig hefur ráðgjafinn í svari sínu til þings og þjóðar ekki einu sinni leitazt við að hnekkja eða veikja þann stjórnskipnlega grundvöll, sem frumvarp það, er hjer ræðir um, er byggt á, enda hefur hið almenna löggjafarvald ríkisins

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.