Ísafold - 26.07.1887, Blaðsíða 4
væri timabærfc að halda málinu áfram.
Geymt væri ekki gleymt. það væri aptur-
för fyrir framkvæmd málsins, ef fleiri yrðu
nú á móti því en í fyrra. Hvað ætti að
gera 1889, ef þá stæði enn í sömu sporum?
Bertid. Sveinsson kvað þeim ekki bera
að svara því, sem nú sætu á þingi, heldur
hinum nýju þingmönnum, sem þjóðin kysi
næst, að þingrofi undangengnu. í stjórn-
lagalegum skilningi stæði á sama, hvort
málið gengi fram með miklum eða litlum
atkvæðamun á þessu þingi. Hitt væri ann-
að mál um einstaka þingmenn, að það væri
ekki sama fyrir þá, sem verið hefðu með
því fyrir ári síðan, að vera nú á móti því.
Hallækislán og hallækislánabeiðsluk.
Samkvæmt tillögum yfirskoðunarmanna
landsreikninganna síðustu setti neðri d.
16. þ. m. 5 manna nefnd til að íhuga
hallærislánabeiðslur, þá Gr. Thomsen, þor-
lák Guðmundsson, Sigurð Stefánsson, J>or-
vald Bjarnarson og Jónas Jónassen. — I
umræðunni um nefndarkosninguna gat
Grímur Thomsen þess, að árin 1882—1886
hafi verið veitt alls 71,000 kr. í hallæris-
lán. Aður skulduðu nokkrir hreppar í
Snæfellsnessýslu 3550 kr. — Af þessum
71,000 kr. hefur
Snæfellsnessýsla fengið 7,500 kr.
Dalasýsla — 17,000 —
Gullbr. og Kjósarsýsla — 23,500 —
Húnavatnssýsla -— 7,800 —
Hitt eru smærri lán handa ýmsum sýslum.
En nú væri von á beiðni um tröfalt meira
lán úr Húnavatnssýslu (14,000) og álíka
úr Skagafjarðarsýslu.
Nefndin hefir nú kveðið upp álit sitt,
svolátandi :
»Að vandlega íhuguðum bæði þeim skýrsl-
um um þegin hallærislán og bænum um
ný lán, sem landshöfðingi góðfúslega hefur
látið oss í tje, er nefndin komin að þeirri
niðurstöðu, sem nú skal segja.
1. Virðast oss þær ástæður, sem í hjer-
aði hafa verið gefnar fyrir nauðsyn þess-
ara lána, hvergi fullgildar. Hvorki úr
Snæfellsnessýslu, Gullbringusýslu (Strand-
arhreppi) nje Barðastrandarsýslu hafa nein
rök verið leidd að því, að »manndauði
yfir vofði«, þó svo sje að orði kveðið. I
skránni yfir bjargþrota heimili, sem kom
úr Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, eru
t. d. heimili upp talin, þar sem 1—2 pottar
mjólkur á dag voru til handa hverju manns-
barni, auk nokkurrar annarar bjargar, bæði
af kjöti og fiskmeti, og jafnvel kornmat
og kálmeti.
Hallærislánabænirnar út Skagafjarðar og
Húnavatns sýslum færa heldur ekki nein-
ar sönnur á, að þar vofi hungursneyð yfir,
ema lán fáist. Raunar hafa skepnur fall-
ið að mun í báðum sýslum, og að líkind-
um sumstaðar úr hor, — þótt ekki sje að
sjá, að lögunum um horfelli hafi nokkurs-
staðar verið beifct —, en fellirinn hefur
hvorki verið svo stórkostlegur og almennur,
að þessum sýslufjelögum sje bráður háski
búmn, allra-sízt ef tíðin í sumar, eins og
út lítur fyrir, verður hagstæð til heyskap-
ar. Mun varla fleira fje hafa fallið í
Húnavatnssýslu í vor var, en það sem
skorið var niður í tjeðri sýslu um árið
sökum fjárkláðans, og þarfnaðist sýslan þá
ekki hallætisláns, enda kom fjárstofninn
vonum bráðar upp aptur. Frá einum sýslu-
nefndarmanni í Húnavatnssýslu hefur
uefndin fengið þá skýringu, að miklu af því
væntanlega hallærisláni eigi að verja til
»þess, að flytja menn til Ameríku fyrir«, og
sýslumaðurinn í Skagafjarðarsýslu biður
um það í brjefi, dags. 16. júní þ. á., »að
helmingurinn að minnsta kosti af því láni«,
sem hann biður um fyrir sýsluna, verði
»sendur sjer í gulli, með því að seðlar
landsbankans ekki sje hentugir til matar-
kaupa í útlöndum*; þetta mun nú vera
misskilningur ; þar á móti er gullið sjálf-
sagt hentugra handa vesturförum en seðl-
ar. Að undanskildum Vindhælis og máske
Engihlíðar hreppum hefur fellirinn í Húna-
vatnssýslu ekki verið almennur, og hefur
þó í hvorugum tjeðra hreppa fallið helm-
ingur sauðfjár og stórum minna af öðrum
pemngi, | og J af nautpeningi, i og ^
hrossum. Skýrslan úr Skagafjarðarsýslu
er of ónóg til þess, að neitt verði á henni
byggt, því þótt hún taki til, hvað fallið
hefur, þá getur hún ekki, eins og skýrslan
úr Húnavatnssýslu, um það, hvað eptir sje.
Loks ber þess að geta, að sýslufjelögin
eiga, eins og hver antiar, kost á að fá lán
úr landsbankanum, enda mun Húnavatns-
sýsla þegar hafa sótt um 3200 kr. lán úr
honum, og landssjóði skuldar hún áður
hjer um bil 7000 kr., þar sem skuld Skaga-
fjarðarsýslu að eins nemur lOOOkr. (Niðurl.)
AUGLÝSINGAR
í samfeldu m.-íli með smáletri kosta 2 a. (þ.ikkaráv.
3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðrn letri eða
setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.úti hönd.
Proclama.
Hjer með er samkvœmt l'ógum 12. apríl
1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 skorað á alla
þá, er telja til skulda í þrotabúi Einars
bónda pórðarsonar á Norður-Reykjum i Mos-
fellssveit, að lýsa skuldum sínum og sanna
þœr fyrir skiptarjetti Kjósar- og GuUbringu-
síjslu innan 6 mánaða frá síðustu birtingu
innköllunar þessarar.
Skrifst. Kjósar- og tiullbringusýslu 1. júlí 1887.
II. Hiifstcin
settur.
Uppboðsauglýsing.
Samkvœmt ráðstöfun skiptarjettarins í
dánarbúi Friðriks Nielssonar og konu hans
Elínar Snorradóttur, verður jörðin Miklibœr
í Hofshreppi, 24.2 hndr. að nýju mati, seld
við 3 opinber uppboð, ásamt husum þeim,
er á jörðunni standa, sem eru: baðstofa
(alþiljuð með stofu og svefnherbergi undir
lopti), búr, eldliíis, fjós, skáli, 2 hesthús,
4 fjárhús, smiðja, mylna og eldiviðarkofi.
A jörðinni hvílir veðskuld að upphceð 1800
kr.
Tvö fyrstu uppboðin verða haldin á skrif-
stofu sýslunnar að Gili fimmtudagana 28.
júlí og 11. ág., en hið þriðja og síðasta á
jörðinni sjálfri fimmtudaginn 25. ágíistm.
þ. á.
Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi nefnda
daga, og verða söluskilmálar til sýnis hjer á
skrifstofunni 3 dögumfyrir hið fyrsta uppboð
og s'iðan upplesnir á uppboðsstaðnum fyrir
hvert uppboð.
ÍSkrifstof'u Skagafjaröarsýslu 9. júlí 1887.
Jóhannes Ólafsson.
Proclama.
Með þvi að bú lngimundar bónda Jak-
obssonar á Ytri-Völlum í Kirkjuhvamms-
hreppi er tekið til skipta sem þrotabú, er
hjer með samkvcemt opnu brjefi 4. jan. 1861
og lögum 12. apríl 1878 skorað á alla þá,
sem telja til skulda í tjeðu búi, að gefa
sig fram og sanna kröfur sínar fyrir skipta-
ráðandanum hjer t sýslu innan 6 mánaða
frá siðustu birtingu auglýsingar þessarar.
Skrifstofu Húnavatnssýslu tí. júlí 1887.
Lárus BUÍmlal.
Proclama.
Með því að lú Stefáns bónda Stefáns-
sonar í Enniskoti í þorkelshóLshreppi er
tekið til skipta sem þrotabú, er hjer með
samkvœmt opnu brjefi 4. jan. 1861 og
lögum 12. apríL 1878 skorað á alla þá, sem
telja til skulda i tjeðu búi, að gefa sig
fram og sanna kröfur sinar fyrir skipta-
ráðandanum hjer í sýslu innan 6 mánaða
frá siðustu birtingu auglýsingar þessarar.
Skrifstofu Húnavatnssýslu 6. júlí 1887.
Lárus Blöndal.
Undirskrifaður kaupir blautan fisk, helzt ýsu,
fyrir 40 aura lísipundið. Fiskurinn verður að
vera flattur, vel hreinn, og himnan tekin úr
þunnildunum, og verður því að eins keyptur,
að hann sje fluttur til mín samdægurs og hann
er veiddur.
Tteykjavík 25. júlí 1887.
JV. G. Spence Paterson.
Bókmenntafjelagsfundur verður
haldinn í leikfimishúsi barnaskólans föstu-
dag 29. þ. m. kl. 6 e. m., til ályktunar
um »heimflutningsmálið«.
Kitstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmið.ja ísafoldar