Ísafold - 26.07.1887, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.07.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) burdin við áramót, ógild nema komin sje til útg.fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa i tsafoldarpientsmiðju. XIV 34. II Reykjavik, þriðjudaginn 26. juli. 1887. 133. Innlendar frjettir. Er kaffið nauðsynleg vara ? I. 135. Alþingi. V. 136. Augiýsingar. Reykjamk 2<\ iúli 1887. Gamoens, vesturfara- og hrossakaupa- skip Slimons, kom hingað í fyrra kvöld frá Skotlandi, með mikið af pöntuðum vör- um útlendum til norðurlandsins, og hjelt áfram með þær þangað í gær; tekur þar aptur vesturfara og ef til vill hross. Er væntanlegt hingað aptur 30. þ. mán., og fe. svo til Skotlands 1. ágúst. Hingað komu með Camoens aptur til baka 5—6 vesturfarar af þeim, sem fóru með því síðast fargjaldslausir, ekki meir en svo frjálsmannlega ; gott ef ekki kem- ur reikningur til hrepps þeirra fyrir far- gjaldið til Skotlands fram og aptur. Svo kom og með þessari ferð íslenzkur bóndi, er verið hefir í Ameríku í 4 ár, Sigurður nokkur Gíslason frá Bæ á Sel- strönd.meðkonu og 2dætrum,alkominn heim aptur og snauður, en fór með talsverð efni. Tíðarfar. það hefir verið allgott um norðurland og vestra, að póstar segja ný- komnir, þó að hafís-slæðingur hafi verið ■t fjörðunum nyrðra langt fram í þennan mánuð og sje enn að líkindum. Við Horn var hann og nærri landi fyrir hálfum mán- uði. Aflabrögð voru afbragðsgóð við Isa- fjarðardjúp, og eins fyrir norðan þar sem sjór er stundaður, þar á meðal einkum á Eyjafirði. Dáinn aðfaranótt 23. þ. m. síra Páll Sigurðsson í Gaulverjabæ, eptir 3 mánaða banalegu af beinbroti, hálffimmtugur. Er kafiiö nauðsynleg vara? i. Blöðin eru nú farin að leiða athygli le3endanna að kaffibrúkun vorri; enda er hún eitt af því, sem um er þörf að ræða. Flestum mun enn í fersku minni það, fem »sveitabondinn» sagði um »kaffióliof og k , upstaðarskuldim í 18. bl. ís.if. þ. á., og hefi jeg þar ekki miklu við að bæta. Skal því að eins leitast við að svara þessari spurningu : Er kaffið þá ekki nauðsynleg vara ? »f>að eru blessuð lífgrösin mín».— »Jeg er nú svo vesöl, að jeg kem mjer ekki til að klæða mig fyr en jeg fæ kaffi».— »Jeg er nú orðin svo máttlaus af svefn- leysi, að jeg get ekki staðið, nema jeg fái kaffi».— »Jeg er orðinn svo þreyttur, að jeg má til að hvíla mig, þangað til jeg fæ kaffi».— »Jeg get ekki komizt af feitarlaus, nema jeg hafi kaffi».— »Jeg get ekki farið út í þenna kulda, nema jeg fái kaffi».— »Jeg get ekki hreyft mig í þessum hita, nema jeg fái kaffi».— »Jeg get ekki Lifað kaffilaus».— Ekki þarf lengi að leita, ekki langt að fara til að heyra eitthvað þessu líkt, er ljóslega sýnir, að margir álíta kaffið bein- línÍ8 þá nauðsynlegustu vörutegund, sem til er. það hefir heldur ekki verið sparað á seinni árum; vjer þurfum ekki að vera langt á eptir tímanum með flest, er að framförum lýtur, vegna þess, að vjer höf- um eigi lært að drekka kaffi. Og hvernig mundi nú ástandið vera á þessum helkalda heimsins hala, ef hin sæluríku, suðlægu lönd sendu ekki árlega hingað þessi »bless- uð lífgrös» til að hugga, styrkja, hressa, næra, hita, kæla, í einu orði: halda lífinu í hinum mörgu, er ekki þykjast geta án þess verið ? Eptir þessu er slíkt ekki vandsjeð: það hlyti að vera endalaus auðn, algerður dauði ! ! En er þessu nú þannig varið, ef vel er að gáð ? Jeg dirfist að segja nei. Kaffið er ónauðsynleg vara.—A llar kaffi- drykkjur eru óparfar; miklar kaffidrykkjur eru skaðlegar.— Kaffið er stórskaðlegt átu- mein í efnahag fátœkrar þjoðir. Ekkert getur hugsazt gagnstæðara en þetta því undrunarverða áliti, er kaffið hefir áunnið sjer meðal vor. Langt fram eptir öldunum fluttist ekk- ert kaffi út hingað. J>á gátu íslendingar unnið öll sín verk án þess að drekka kaffi. f>á gátu þeir þolað heitt og kalt, gátu lif- að kaffilausir, eða ekki hefi jeg heyrt, að neinn hafi látið lífið af kaffileysi—. En »nú er öldin önnur*. Nú er nálega ekkert hægt að gera á sjó nje landi, sumar nje vetur, nema drukkið sje kaffi að minnsta kosti 4 sinnum á dag. Nú er ómögulegt án þess að lifa. Einkis nýtur almenningur eins opt og kaffisins; hve gott fæði, sem menn hafa, er allt ónýtt, ef »ble8sað kaffið» vantar. f>að verður því að ganga fyrir öllu, hvernig sem á stendur. |>ó einstaka menn hefðu viljað takmarka brúkun þess á heimilum sínum, mundi það hafa orðið næsta óvinsælt; því »lýttur er sá, sem ekki fylgir landssiðnum», og á það hjer fullkomlega heima. |>egar harðnar í ári, láta margir flest, er þeir geta við sig losað, til að geta fengið »blessað kaffið», til að geta hresst sig, til að geta unnið, til að geta lifað. En—vinnum vjer þá meira en forfeður vorir, sem aldrei brögðuðu kaffi ? Erum vjer hraustari eða dugmeiri en þeir ? Jeg segi nei. Og hvar eru þá ávextirnir af hinu kostn- aðarsama kaffi-þambi ? Getur nokkur vís- að mjer á þá ? Um mörg ár hefi jeg vandlega leitað þeirra, en enga fundið. Jeg hefi verið sam- tíða mönnum, sem álitnir voru jafnir að öllum líkamsburðum. Sumir þeirra drukku daglega 1^-3 potta af kaffi, en aðrir alls ekkert, og sjaldan neitt í þess stað, annað en blátt vatn. f>essir og hinir höfðu að öllu leyti sama fæði og alla aðhlynningu, að undanskildu kaffinu. f>eir gengu að sömu vinnu allan tímann ár eptir ár; og aldrei gat jeg sjeð neinn mun á útliti þeirra, ár- vekni, iðni, þreki eða þolgæði. Sjerstaklega er þvi haldið fram, að kon- ur, sem hafa börn á brjósti, geti ekki lifað mjólkurlausar, nema þær hafi kaffi; en þetta er misskilningur. Jeg veit til þess, að kona, sem hefir haft börn sín á brjósti, hefir þá stundum drukkið mikið kaffi, eins og gerist, en stundum lítið eða ekkert. Hvorki hún nje börnin hafa litið betur út, eða verið hraustari, þegar hún hefir drukk- ið sem mest kaffi, heldur en þegar hún hefir ekki smakkað það, hafi hún að öðru leyti haft sama fæði.— f>að er auðvitað, að kon- ur, sem bafa börn á brjósti, mega til að hafa einhverja vökvun. Ollu þessu hefi jeg veitt svo nákvæma og hlutdrægnislausa eptirtekt, sem mjer er unnt. f>ess vegna er það sannfæring mín, að kaffidrykkjur sjeu óþarfar og með öllu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.