Ísafold - 27.07.1887, Síða 2
138
unganum um til láns fyrir fari vestur, um
leið og hann fór sjálfur, nokkur hundruð
dollara, sem hann á hjá þeim enn mestallt,
ýmist fyrir sakir getuleysis eða viljaleysis,
»því það er eins og það komi í þá eitthvert
kalsa-kæruleysi, þegar þar kemur; voru
þetta þó menn, er jeg þekkti ekki annað
til en ráðvendni og skilvísi meðan þeir voru
hjer«.—Hann var svo hygginn, að gefa sig
ekki á endann, heldur snúa heimleiðis apt-
ur meðan hann átti fyrir farinu.
það eru fæstir, sem eru svo forsjálir.
—»Eru þáengir bjargálnamenn af löndum
þar vestra?«.
Hann kveðst eigi vera þvi svo kunnug-
ur sem skyldi, en vera hræddur um, að
þeir, sem sýndust hafa nokkuð handa á
milli, hefðu allar sínar éigur veðsettar,
hverja skepnu. »f>að þarf stórfje til að
geta eignast nauðsynleg akuryrkjutól, ak-
neyti o. s. frv., en 10—12verður maður
að gefa í vexti, ef maður þarf að taka
peningana til láns, auk 20"/» í þóknun til
þess, sem lánið útvegar; og má nærri geta,
hvernig mum fara fyrir þeim, sem hleypa
sjer í slíkt«.
í Nýja-íslandi segir hann sje látið betur
af megun manna,—»ef það er þá nema
grobb«.
í>á er og loptslagið, sem mjög amar að
löndum í Dakota og víðar þar vestra:
helkuldi á vetrum, miklu meiri en dæmi
eru til á Ströndum, og ofsahiti á sumrum,
*sem er hálfu verri viðfangs, því kuldann
má þó klæða af sjer, með loðskinnum frá
hvirfli til ilja« o. s. frv. þar með er loptið
ákaflega þurrt. Af þessu loptslagi fá menn
tæring. Fimmti hver maður deyr þar úr
tæring. Löndum bregður ákaflega við það,
eptir hið salta og raka eyjalopt Ujer. Hit-
inn og þurkurinn gerir þá vittaugaða og
tínir allt hold af þeim.
»Svo er gjörsamlegt atvinnuleysi allan
veturinn, nema þar sem er skógarhögg, en
það er ekki nema sumstaðar, og víða á
þrotum, því ekki er meðferðin betri þar á
skógunum en hjer á landi, svo alræmd sem
hún er«.
»þeir komast bezt af.sem eru í vist eða
við verzlun (búðarmenn). Búðarmenn hafa
50 dollara kaup um mánuðinn, er samsvar-
ar hjer um bil 80—90 kr. kaupi hjer. Iðn-
aðarmenn mega allopt ganga iðjulausir
helming ársins«.
»Menn, sem farið hafa fjáðir hjeðan og
byrjað búskap í Ameríku, eru nú orðnir
öreigar þar. þeir einir ættu þangað að
fara, sem engu hafa frá að hverfa hjer,—
ekkert hafa til að missa. Jeg hefi spurt
þá, sem hafa ekki viljað heyra lítið látið
yfir sælunni í Ameríku, hvort þeir gætu
nefnt mjer marga landa þar, er búnir eru
að vera þar 12—14 ár, sem standi spori
fremra en sveitungar þeirra á sama reki,
er eptir urðu hjer, og hefir þeim orðið
svarafátt um það.
Guð hjálpi þeim, sem eru að hópast hjeð-
an núna til Norð-Vesturlandsins, undir
veturinn! Ekki vildi jeg vera í þeirra
sporum«.
—»Heyrðuð þjer ekki miklar hallæris-
sögur hjeðan vestur og á leiðinni hingað?«
—»JÚ, nóg af þeim. f>að var sagt við mig,
þegar jeg kom á skipsfjöl í Camoens á
Skotlandi, hvað jeg ætlaði að gera hingað
í ísinn og eymdina. Ekki kveið jeg því
svo mikið. Mjer stendur minni stuggur af
því, sem kallað er hallæri hjerna, eptir að
jeg er búinn að kynnast lífinu vestra, held-
ur en áður. Jeg hugsaði nokkuð líkt og
þegar landi minn einn vestra sagði við mig
um leið og jeg kvaddi hann, að jeg þyrfti
ekki að hugsa til að hafa mikið inn núna
af því sem jeg ætti hjá mönnum hjer heima.
—Jeg vissi nú bezt, hvernig mjer hafði
gengið við landa þar vestra í þeim sök-
um,—Hann sagðist þora að leggja höfuðið
á sjer í veð, að jeg fengi ekki einn eyri.
»þjer er það útfalt þá«, sagði jeg.—Hann
er nú öreigi, þessi landi, sem jeg átti orða-
stað við, og lifir á börnum sínum; var
meiriháttar maður heldur kallaður hjer í
fyrri daga, eins og þjer kannizt við«.
—»Voru nú margir á sveit af löndum í
yðar byggðarlagi þar vestra?«
—»f>eir voru að smátínast á sveitina. Jeg
vissi um eitthvað 5—6 fjölskyldur í ná-
grenni við mig, sem lifðu on the county.
þeir fá 6—10 dollara á mánuði, ef tveir
nábúar þeirra sverja, að þeir geti ekki
komizt af án þess. Ójá, hann er fjölhæf-
ur, eiðurinn í Ameríku«.
Er kaffið nauðsynleg vara?
ii.
Yður er kunnugt um kaffiverðið, og þjer
ættuð að hugsa alvarlega um allan kostn-
að, er að því lýtur. En þjer getið máske
bent á einhverja blessunarríkari ávexti af
brúkun þess en jeg.
Eigum vjer þá að fara og kaupa svo sem
8—900,000 pd. af kaffi, eins og t. d. árið
1882?
En »hvað á snauður fyrir að gefa?«
Hin langvinna aflaleysis- og harðindatíð,
skammsýni vor, kaffióhóf og ýmisleg óregla
hefir farið með eigur vorar. Kaupmenn
lána oss nú ekki kaffi takmarkalaust, eins
og áður. Vjer þurfum ekki að búast við
útlendu gjafafje fyrir kaffi. Vjer höfum
þegar sötrað dreggjarnar úr lánsbrunni land-
sjóðs, en — eigum eptir að ausa í hann
aptur. Allar kaffibjargir eru bannaðar.
það er því einn kostur nauðugur, að
hætta að drekka kaffi, eða að minnsta kosti
takmarka það svo, að vjer kaupum nú ekki
meira af því, en t. d. árið 1840 (87,808 pd).
Efnamenn ættu að bindast fjelagsskap
um, að brúka það ekki optar en 1—2 sinn-
um á dag. (Hjer í hreppi kom fram uppá-
stunga í vor, um að takmarka kaffibrúkun,
og fekk allgóðar undirtektir). —• En, eins og
eðlilegt er, munu þeir þykjast frjálsir að
gera af sínu hvað þeim gott þvkir. Jeg
hefi heldur ekkert á móti því. En þeir
ættu að gæta þess, að þeir hafa mikil áhrif
á hina efnaminni í þessu sem öðru, og þeir
bera byrðarnar af kaffióhófi hinna og ann-
ari ráðleysu. — Fátæklingar, sem hafa hug
á að hjálpa sjer sjálfir, og liggja ekki upp
á öðrum, ættu að bindast fjelagsskap um,
að taka aldrei kaffi, til láns, og kaupa það
aldrei fyr en þeir hafa borgað skuldir sínar
og fengið það, er þeir nauðsynlega þurfa til
lífsviðurhalds: fœði og klceði. — Enginn,
sem þiggur af sveit, ætti að vera svo blygð-
unarlaus, að brúka kaffi eða annan óþarfa,
er hann getur án verið.
Margir halda því fastlega fram, að ómögu-
legt sje þurrabúðarmönnum, að lifa feitar-
lausum, eins og stundum gerist, nema þeir
hafi kaffi. Færir kaffið þá líkama vorum
þau efni, er hann þarf í stað feitarinnar?
Nei; því «kaffið er þýðingarlítið sem nær-
ingarefni«. En vjer getum ekki haldið voru
rjetta líkamseðli, ef vjer neytum engrar feiti
til lengdar. Kaffið bætir þar ekkert úr.
Langvarandi feitarleysi drepur þrek og dug
úr hverjum verkmanni, en kaffíóhófið er
beinasta orsök til feitarleysisins hjá oss,
eins og »sveitabóndinm hefir sýnt fram á.
En hve mikla feiti gætum vjer keypt
fyrir þessa miljón króna, er vjer köstum út
fyrir kaffi?
4,000,000 pd. af tólg, ef hún fengist með
sama verði og stundum í Khöfn, rúma 20
aura, eða meira en hálfa aðra miljón pd.
smjörs með sama verði og það gengur
vanalega manna í milli hjer á landi.
Yæri nú ekki hyggilegra, landar góðir, að
verja miljón króna virði til að auka smjör-
byrgðir vorar og aðrar nauðsynjar, með því
að leggja af alefli stund á túnrækt og garð-
yrkju, og fjölga svo kúnum eptir föngum,
heldur en að láta svo mikið af hinum litlu
afurðum lands vors fyrir kaffi" Fyr má nú
vera ráðleysa.
En að leggja niður eins rótgróinn vana
og kaffibrúkun er orðin meðal vor, það
kostar mikla sjálfsafneitun. En gæti mönn-