Ísafold - 10.08.1887, Side 3

Ísafold - 10.08.1887, Side 3
147 einn þingmaður, Skúli þorvarðarson, hafði fengið fararleyfi forseta af þingi í 2 daga, og þrír aðrir, Ben. Kristjúnsson, Sighv. Árnason og Jón Ólafsson, tilkynntu forföll. Yarð því eigi fundarfært þann dag. Daginn eptir var Skúli kominn aptur, og þá hafði enginn forföll. Var stjórnar- skrúin þá aptur fyrst á dagskrá. Með málinu töluðu Jón Ólafsson, Sighv. Arnason og Ben. Kristjánsson; en móti Arnljótur Ólafsson og landshöfðingi. Fleiri höfðu beðið sjer hljóðs; en þá stakk Júlíus Havsteen upp á nefnd, og var sú uppástunga samþykkt með 7 atkv. gegn 4, að viðhöfðu nafnakalli, eptir ósk 4 þjóðkjörinna þingmanna um að allar at- kvæðagreiðslur í málinu þar í deildinni færi fram með nafnakalli. f>eir sem greiddu atkvæði með nefnd- arkosningunni, voru, auk hinna konung- kjörnu, þeir Friðrik Stefánsson og Skúli þorvarðarson. Móti nefnd: Ben. Kristjáns- son, Jakob Guðmundsson, Jón Ólafsson og Sighv. Árnason. I nefndina voru kosnir: Sighv. Árna- son með 10 atkv., Jakob Guðmundsson með 9 atkv., og Arnlj. Ólafsson, Jón A. Hjaltalín og Jiilíus Havsteen allir með 7 atkv. hver, þ. e. auðsjáanlega öllum hin- um konungkjörnu atkvæðum og atkv. þeirra Friðriks og Skúla, er þannig virðast vera gengnir í fullkomið bandalag við hina konungkjörnu þingmenn í þessu máli. Formaður í neíndinni er Júlíus Havsteen og skrifari Jón A. Hjaltalín. Búnaðaekennslustofnanie. það frv. ætlast til, að varið sje, auk allra búnaðar- skólasjóðanna og búnaðarskólagjaldsins, 20,000 kr. á ári úr landssjóði til að koma á fót og styrkja búnaðarkennslustofnanir, er eiga að vera »fyrirmynd í búskap og jafnframt gjöra unga menn að góðum og menntuðum bændaefnum, með þvf að inn- ræta þeim hagfræðislega þekkingu, er samfara sje verklegri æfingu, regiusemi og atorku í öllum þeim greinum, er að land- búnaði lúta«. Landshöfðingi úthlutar styrknum milli sýslufjelaganna eptir samanlagðri tölu lausa- fjárhundraða og jarðarhundraða. »|>að skal vera komið undir samkomulagi sýslunefndanna í hinum einstöku sýslufje- lögum, hve mörg þau vilja vera um það, að reisa og viðhalda búnaðarkennslustofn- un; en rjett er, að tvö sýslufjelög að minnsta kosti gjöri það, náist ekki samkomu- lag við fleiri«. Lög feá alÞingi eru enn fremur þessi frumvörp orðin: 4. Lög um veitingu og sölti áfengra drykkja. 1. gr. Enginn má selja áfenga drykki nema kaupmenn, veitingamenu og lyfsalar. 2. gr. Veitingamenn einir, þeir er vín- söluleyfi hafa, mega selja vínföng eður á- fenga drykki til neyzlu á staðnum. 3. gr. Enginn kaupmaður má eptirleið- is selja vínföng eður áfenga drykki í smærra skammti en hjer segir: a) vín í flöskum með lakki eður innsigli fyrir : 3 pela minnst í einu. h) brennivín, romm, cognac, púnsextract eður þvílíka drykki (spirituosa): 3 pela í einu. c) öl á trje-ílátum: } tunnu; öl á flösk- um : 5 þriggjapela-flöskur eða 10 hálf- flöskur (1£ pela fl.). Lyfsalar mega því að eins í smærri skömmtum selja, að það sje eptir læknis forskript. 4. gr. Staupagjafir og önnur ókeypis vínveiting mega eigi fram fara í sölubúðum kaupmanna eða í vöru-geymsluhúsum. 5. gr. Nú selur kaupmaður vínföng, og er þeirra neytt í hans húsum án hans leyfis, þá verður hann sekur um ólöglega vínveiting, ef það er á hans vitorði eða atvik liggja svo til, að hann hafði ástæðu til að gruna, að þeirra yrði þannig neytt, nema hann sanni, að hann hafi gjört það, sem í hans valdi stóð, til að koma í veg fyrir það. 6. gr. Nú vill maður öðlast leyfi til að veita áfenga drykki til neyzlu á staðnum og selja vínföng í smærri skömmtum, en í 3. gr. er ákveðið, þá skal senda hrepps- nefndinni í hreppi þeim, er 1 hlut á, skrif- lega bæn um það, og skal hún bera málið undir atkvæði hreppsbúa á hreppskilaþingi; þarf meiri hluta atkvæða hreppsbúa þeirra, er atkvæðisrjett eiga í sveitarmálum, til að veita leyfið, og ákveða jafnframt skilyrðin fýrir því, og auk þess samþykki meiri hluta hreppsnefndar og sýslunefndar og staðfesting amtmanns. I kaupstöðum skal leggja málið fyrir almennan fund atkvæð- isbærra bæjarmanna, og þarf atkvæði meiri hluta fundarmanna og meiri hluta bæjar- stjórnarinnar til að samþykkja leyfisveit- inguna, enda sje að minnsta kosti j) at- kvæðisbærra bæjarbúa á fundi, og verður amtmaður að staðfesta, svo að gilt sje. Aldrei má slíkt leyfi veita nema því fylgi skylda til að hýsa ákveðna tölu ferðamanna og selja ferðamönnum nauðsynlegan beina. Fyrir leyfið greiðast 50 kr., er að hálfu renni í sveitarsjóð, að hálfu í sýslusjóð, en í kaupstöðum að öllu í bæjarsjóð. Leyfisveitingin og skilyrðin skulu upp borin til atkvæða í einu lagi. Liggi fleiri tillögur fyrir en ein, skal þá fyrst upp bera, er síðast kom fram o. s. frv. Leyfið nær að eins til 5 ára í senn, og má amtmaður eptir tillögum hreppsnefnd- ar (eða í kaupstöðum bæjarstjórnar) taka leyfið af veitingamanni, ef hann brýtur reglur þær eða skilyrði, sem honum eru sett. 7. gr. Nú selur eða veitir veitingamaður áfengan drykk unglingi innan 16 ára ald- urs, og varðar það 25—100 kr. sekt í fyrsta sinni, í öðru sinni 50—200 kr. sekt, en missi veitingaleyfis, ef sami maður brýtur optar. 8. gr. Enginn námsmaður á skólum, er standa undir umsjón landstjórnarinnar, verður hjer eptir skyldaður til með dómi eða neinni löglegri þvingun að borga á- fenga drykki, sem hann kann að fá til láns, og eiga skuldir, sem upp frá þessu verða þannig til komnar, engan rjett á sjer að lögum. 9. gr. Brot gegn 1. gr. laga þessara varða sektum frá 10 til 100 kr. í fyrsta sinni, og tvöfaldist lægra takmarkið við ítrekun hverja (í annað sinn 20—100 kr., í þriðja sinn 40—100 kr. o. s. frv.). Hafi sá sveitaverzlunarleyfi, er brýtur, má svipta hann verzlunarrjettindum í fyrsta sinn, en í annað sinn skal þeim, hversu sem á stend- ur, fyrirgjört. Brot gegn 2. gr. varða sektum frá 25 til 250 kr. í fyrsta sinn, en síðan 50 til 500 kr. Rjettindi til að verzla með áfenga drykki rnissir sá jafnan, er brýturí2. sinn, og má svipta hann þeim í fyrsta sinn, ef ástæða þykir til, hvort sem hann er kaup- maður, sveitaverzlunarmaður eða lyfsali. Sömu hegningu varða brot gegn 3.—5. gr. 10. gr. |>eim manni, er misst hefir verzl- unarleyfi með áfenga drykki fyrir brot gegn lögum þessum, má eigi veita aptur leyfi til verzlunar fyr en 5 ár eru liðin frá því, er hann missti leyfið, enda hafi hann eigi orðið brotlegur við lög þessi síðustu 5 ár. 11. gr. Nú hefir maður misst verzlun- arleyfi sitt og fengið það aptur, og skal þá fyrsta brot hans þar eptir teljast sem brot í annað sinn. 12. gr. Sektir gegn lögum þessum renna að hálfu í sveitarsjóð eða bæjarsjóð, þar sem brotið var framið, en að hálfu til upp- ljóstarmanns. Nú verður brotið eigi sann- að án þess uppljóstarmaður beri vitni, og fellur þá hans hluti einnig til fátækrasjóðs. En eigi missir hann rjett sinn til hálfra sekta, þótt hann beri vitni í málinu, ef brotið verður fullsannað með öðrum vitn- um eða gögnum. 13. gr. Mál út af brotum gegn lögum

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.