Ísafold - 18.08.1887, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.08.1887, Blaðsíða 2
154 í fjárlögum, þá er jafn-óforsvaranlegt að fara að taka hana aptur. Enda hefir þingið aldrei látið sjer detta slíkt í hug fyr en þetta. Nú hefir það (o: neðri deild) tekið út úr hópnum tvo menn, sem hafa fjárlaga- launabót; aðra embættis- menn, sem hafa samkynja launabót, að eins í fjárlögunum, lætur það ósnerta. Hvers eiga þessir menn að gjalda öðr- um fremur? Margur mundi ætla, að þeir hefðu eitthvað af sjer brotið, svo að þing- inu þætti landhreinsun að þeim, öðrum eða báðum. En því mun fjarri fara, enda er ekki borið fyrir, hvorki hátt nje í hljóði. Skiljanlegt er það, að einhvern gilti einu, þótt annar þeirra að minnsta kosti yrði ekki lengi fastur í sessi. En hvort þing- ið í heild sinni eða þjóðin er eða ætti að vera sama sinnis, það er annað mál. f>að var í raun rjettri ekki launa-óöí til að dreifa nema fyrir annan þessara manna, Tómas Hallgrímsson, og er það sannast að segja, að það var einhver hin sann- gjarnlegasta launabót, sem þingið hefir nokkurn tfma veitt; því maður þessi hafði verið látinn hafa öldungis óviðurkvæmi- lega lág laun framan af, — laun, sem allir vita að ekki er auðið að komast af með hjer öðruvísi en fyrir einhleypa menn (1800 kr.). Hitt, sem landlæknir Schierbeck var veitt í fjárlögum í hitt eð fyrra, 600 kr., var og er fjarri því að geta heitið launa- bót. það voru skaðabætur, þó hvergi nærri fullar skaðabætur, fyrir það, að hann hafði veriðlátinnmissa af þeim launum,er embætt- inu fylgdu þegar hann tók við því, og hann gerði sjer vísa von og hafði fyllstu ástæðu til að gera sjer vísa von um að halda, sem sje 4800 kr.; mundi og aldrei hafa um embætt- ið sótt að öðrum kosti, sem ekki er furða, þar sem meðal-tekjur lækna í Khöfn eru, eptir nýjustu skýrslum, um 7000 kr., en 10 —20,000 kr. talsvert algengt. Fyrirvari í veitingarbrjefi hans (og umsóknarbrjefi) um að sætta sig við launabreyting átti hvorki eptir hans nje veitingarvaldsins til- ætlun við annað en frumvarp það frá al- þingi, er þá lá fyrir, um lækkun land- læknislaunanna niður í 3600 kr., en sem þá var einráðið að synja staðfestingar. f>að var að kenna of óákveðnum orðatil- tækjum í veitingarbrjefinu, að hið nýja frumv. þingsins 1883, um 4000 kr. laun, gat náð til þessa landlæknis, þvert á móti tilætlun allra hlutaðeiganda, þar á meðal meiri hluta þingsins 1883, sem ætlaði að setja skýran fyrirvara þar að lútandi í lögin, en hvarf frá fyrir orð landshöfðingja um að þess þyrfti eigi með,— frumvarpið gæti samt ekki náð til hans. En svo þegar það var orðið að lögum, var því samt beitt við hann, með því að þá kom það upp, að það mundi vera leyfilegt ept- ir orðum veitingarbrjefsins. þannig er þetta mál vaxið; og sjer því hver óhlutdrægur maður, að hjer er um rjettlætiskröfu að tefla, en enga náðargjöf, —þ. e. siðferðislega rjettlætiskröfu. Að það er ekki lagaleg rjettlætiskrafa, er eingöngu að kenna handvömm þeirra, er um málið fjölluðu á sínum tíma, en aldrei með fyr- irhuguðu ráði gjört. Og að hagnýta sjer þess konar »lögvillur«, það er samboðnara ótíndum málfærslumönnum, en þjóðþingi, sem á að láta sjer annt um sóma og heill landsins; en því er hvorugu vel borgið með annari eins aðferð við einn af þeim sárfáu útlendingum, sem hingað hafa kom- ið með meira mætti og vilja til að vinna þjóðinni gagn en almennt gerist, og hefir síður en eigi brugðizt vonum manna í því efni. —Sparnaður er í einu orði svo bezt lofsverður, að honum fylgi bæði rjettlæti og hagsýni. „Islendingar, sem fundu Ameríku, eða heiður þeim sem heiður heyrir“. þetta er fyrirsögn á bók, er kona ein frá Vesturheimi, af norsku kyni, Marie A. Brown að nafni, hefir samið og gefið út í Lundúnum í sumar á ensku, í því skyni að spilla fyrir eða ónýta þá fyrir- ætlun, að halda fagnaðarhátíð árið 1892, 12. okt., í minningu þess, að þá eru liðin 400 ár síðan að Columbus kom fyrst við land í Ameríku. »Fann Ameríku«, segja aðrir, og það nær allir sagnaritarar heims- ins og öll alþýða eptir þeim, fyr og síðar. En ms. Brown segir blátt áfram, að Col- umbus sje þjófur að þeirri frægð, er hon- um hefir fyrir það hlotnazt. Hann hafi komizt yfir skýrslur um landafundi Islend- inga fyrir vestan haf, er gerðust 500 árum áður, fyrst í skjalasöfnum í Bóm og síðan hjer á landi, er hann kom hingað með ensku kaupfari 1477, en farið dult með, í því skyni að stela frægðinni fyrir að finna Vesturheim handa sjálfum sjer,—allt með ráði lævísra kennimannahöfðingja suð- ur í löndum, er aldrei sitja sig úr færi að auka ríki hinnar kaþólsku kirkju bæði með rjettu og röngu, ekki sízt með hvers konar vjelum og undirferli. I stað þess að minnast þessa »þjófs og falsara«, Columbusar, árið 1892, vill höf., að Ameríkumenn haldi 1000- ára- afmæli sitt árið 1985, því að þá muni liðin þús- und ár frá því er Bjarni Herjólfsson kom við land í Ameríku. »A því afmæli, hundrað árum eptir þetta, mun ísland kasta ellibelgnum; þá mun það uppskera ávöxt sinna langvinnu þrauta, því hið ameríkska þjóðveldi mun þá, til knúð af afli sannleikans og með djúpri tilfinningu alls þess, er það á móðurþjóðveldinu [ís- landi] upp að inna, verða íslands handa- verk, ávöxtur hinnar fornu speki, sem þar hefir geymd verið í ríkum mæli«. Bókin er að öðru leyti mestmegnis sam- setningur úr ýmsum ritum um það, er ís- lendingar fundu Vínland hið góða 02 nðr- ar austurstrendur Norður-Ameríku : Bjarni Herjólfsson, Leifur heppni (árið 1000), f>or- finnur karlsefni o. fl. mest, allt eptir Flat- eyjarbók upphaflega. Einkanlega hefir höf. stuðzt við ritpróf. B. B. Andersons.nú sendi- herra í Kaupmannahöfn, er hann samdí fyrir 12—14 árum og heitir nAmerica not discoveered by Columbus« (Ameríka ekki fundin af Columbusi). I því riti er gerð glögg grein fyrir því sem hægt er um það að vita, og leidd sennileg rök að því, a& Columbus hafi haft vitneskju um landa- fundi Islendinga í Ameríku og því gengið að landinu vísu. þ>að eru þau hin sömu rök, sem ms. Brown til nefnir í sinni bók. |>ar er sýnt fram á, að hinir miklu landa- fundir Islendinga 1 Vesturheimi á öndverðri 11. öld, — miklu meiri og merkilegri en Columbusar, sem aldrei fann nema 2 eyjar á fyrstu ferð sinni, en þeir könnuðu alla austurströnd Norður-Ameríku, frá Labrador suður að Florida — hafi hlotið að spyrjast suður í lönd, þar sem siglingar voru svo miklar þangað af norðurlöndum í þá daga, og þá einnig til Eómaborgar, höfuðstaðar hins menntaða heims, en þaðan var Norð- mönnum gefið glöggt auga, með því að þeir hjeldu lengst uppi heiðnum sið hjer í álfu.. I annan stað er þess getið í sögum, að Guðríður kor>a f>orfinns Karlefnis, er verið hafði 3 ár í Vínlandi, og alið þar son sinn Snorra, fór pílagrímsför suður til Bóms, og hefir þar eflaust sagt af ferðum sínum páfanum sjálfum eða öðrum valdamönnum heilagrar kirkju, en þeir skrá- sett það jafnskjótt, sem annan fróðleik, er þeir fengu yfir komizt. En með því að heilög kirkja hafði mestu andstyggð á hin- , um norrænu víkingum og öllu þeirra athæfi, og vildi því rýra frægð þeirra á allar lund- ir, þá varaðist hún að halda þessu afreks- verki þeirra á lopti, og þannig gleymdist það í myrkri miðaldanna alstaðar nema á íslandi. En þegar siglingar og landafund- ir hófust af nýju á ofanverðri 15. öld í

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.