Ísafold - 18.08.1887, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.08.1887, Blaðsíða 3
155 suðurlöndum, meðal alkristinna og páfa- hollra þjóða, þá var Columbus útvalinn sem verkfæri til þess að hagnýta þennan forna fróðleik og gefa heilagri kirkju dýrð- ina fyrir að nema nýja heimsálfu. — þetta er þráðurinn 1 kenningu höfund. um það efni. Að Columbus hafi komið hingað til lands, er byggt á brjefi frá honum, er sonur hans hefir gefið út í æfisögu hans. þar segist Columhus hafa ssiglt hundrað mílur hinum megin við Thule, í febrúar 1477, og er suð- urhluti þess 73 mælistig norður frá mið- jarðarbaug, og ekki 63, eins og sumir segja .... Englendingar, einkum frá Bri- stol, fara með varning til eyjarinnar, sem er eins stór og England. þegar jeg var þar, var sjórinn ekki lagður, og sjávarföll svo mikil, að munaði 26 föðmum á flóði og fjöru«. f>að er ætlun fróðra manna (Finns Magn- ússonar o. fl.), að Columbus muni hafa hitt að máli Magniís Eyjólfsson Skálholtsbisk- np, er var á vísitazíuferð um Kjalarnes- þing vorið 1477, en þá var mikil sigling enskra kaupmanna til Hvalfjarðareyrar. Magnús biskup hafði áður verið ábóti á Helgafelli, en þar vestra var geymdur mest- ur sögufróðleikur um Yínlands-ferðir Is- lendinga — Flateyjarbók rituð 1387. Ms. Brown er full af lofi um hina fornu norðurlandabúa, hrsysti þeirra oghugprýði, hreinlyndi og drengskap, frægðarhug og menntun, en liggur að sama skapi illa orð til hinna suðrænu þjóða, er hún lýsir á gagnstæðan hátt, og kennir þá skaplesti kaþólskri trú og klerkavaldi, og þó raunar kristinni trú yfir höfuð. Hún hefir miklu hetri þokka á heiðnum mannkostum en kristilegum dyggðum, og er hætt við að sú stefna hennar auki eigi riti hennar gengi meðal almennings. Að öðru leyti er hinn brennandi áhugi hennar á að ryðja sannleikanum, er hún hyggur vera, til rúms í máli þessu, harla virðingar- og viðurkenningarverður. Bókin er prýdd með íslenzkum myudum, eptir ljósmyndum Sigf. Eymundarsonar, t. d. af þingvöllum, Gullfossi, Brúará, Beykja- víkurhöfn, Alþingishúsinu og dómkirkjunni, Forngripasafninu o. s. frv. Og framan á spjaldinu er fálkamerkið íslenzka. Bitið heitir á ensku: *The Icelandic Discoverers of America; or honour to whom honour is due. Um þang til fóðurdrýginda. f>að ríður mest á að afla sjer sem mest fóðurs; því það er skilyrðið fyrir gripa- fjöldanum. Vjer eigum þess vegna ekki einungis að reyna að afla sem mestra heyja, heldur og að safna öllu, sem hægt er að fóðra gripina með: hrossaketi, þurk- uðu fiskslógi, hausum og dálkum o. s. frv., og sömuleiðis að rækta rófur til fóðurs, og hygg jeg að það hafi mikla framtíð fyrir sjer hjer á landi. En það er einkum eitt fóðurefni, sem vjer höfum ákaflega mikið af, en höfum hingað til vanrækt að hagnýta oss neitt verulega, hjá því sem mætti og gæt.i verið. f>að er nefnilega hið mikla þang, sem svo víða eru nægtir af í sjávarplássum. |>að var gamalla manna mál á Austur- landi, einkum á útkjálkum landsins, þar sem þangfjörurnar eru beztar, að sauðir gætu lifað 18 vikur á þangfjörunni, án þess að fá nokkuð annað. f>ó að þetta kunni nú að vera nokkrar ýkjur, þá er það víst, að sauðfje getur lifað mjög lengi á einu saman góðu þangi. Og jeg sá í vetur hjer í Beykjavík hjer um bil á hverjum degi 40—70 hesta í fjörunni, og hefir mjer verið sagt, að margir af þeim fengju ekkert annað fóður, eða að þeir mættu lifa á því að hálfu eða f pörtum allan veturinn. f>ar á móti dettur engum manni í hug að safna þessu saman, svo það taki ekkí út aptur með næsta brimi, og ekki heldur að bera það heim í fjósið til kúnna og spara með því fóður, sem vel mætti verða að miklu gagni. Magnús Ketilsson segir frá því, að víða í Snæfellsnessýslu og Breiðafjarðareyjum sje kúnum gefið mikið af þangi, svo að þær hafi helming eða f parta fóðurs af þessu, og það hati brugðið svo við, þegar tekið var þeim þangið, og farið að gefa þeim tómt hey, að þær hafi stórum gelzt við það. Erlendis er þang haft allvíða mikið til fóðurs. Venja menn skepnur á að jeta það með því að gefa lítið í fyrstu, en auka smám saman gjöfina, og er nautum gefið helmingur af því og meira á móts við hey. Mjög víða er það og haft til áburðar, einkum fyrir kartöflur, ár eptir ár, opt og tíðum í langan tíma. Er það þá bæði borið á nýtt eins og það kemur úr fjörunni, og eins eptir að það hefir staðið í haugum og fúnað. Síðastliðið sumar ljet sýslumaður Beni- dikt Sveinsson á Hjeðinshöfða í f>ingeyj- arsýslu bera upp mikið af þangi á túnið í flekki og þurka alveg eins og hey. Síðau var það borið sanian í tópt og búið um og tyrft og geymt til vetrarina. Varð þetta um 100 hesta af þurru þangi. Um veturinn í febrúarmánuði var svo þetta tekið og gefið, og haft til helminga við hey af útengjum, og reyndist fullt eins gott til fóðurs eins og heyið. f>etta ázt vel af sauðfjenu, og það sparaði jafnvægi sitt af heyi. f>etta kemur líka heim við þær rann- sóknir, er efnafræðingar hafa gert, og sýnt hafa, að þang hefir að geyma eins mikil næringarefni og stórgert hey. Einungis hefir það í sjer mikið meira af ösku-efnum, einkum salti; væri því líklegast ekki hollt að gef það mjöglengi eingöngu.—Máþví hafa þangið til fóðurs bæði þurkað og líka nýtt úr fjörunni. f>ar eð mönnum ríður svo mikið á að afla sem mestu af fóðri, er vonandi að menn gangi nú ekki lengur hugsunarlaust fram hjá þessu, en fari nú að nota þangið; því það getur sparað oss margar þúsundir króna í heyi, og opt afstýrt fjárfelli eða gjört oss kleyft að fjölga skepnum. Sveinn búfræðingur. Alþingi. x. Falt.ið fkumv. — 28.) Um viðauka við horfellislögin 12. jan. 1884. Fensmarksmálið. Neðri deild samþykkti í gær með öllum þorra atkvæða svo látandi þingsályktun: Alþingi ályktar: 1. að höfða mál gegn ráðgjafa Islands J. Nellemann til þess að fá hann með dómi skyldaðan til að greiða landssjóði 22,219 kr. 70 aur., sem eru ógoldnar af Iandsjóðstekjum úr ísafjarðarsýslu og kaupstað sakir vanskila fyrverandi sýslumanns og bæjarfógeta C. Fens- marks. 2. að fela forsetum þingdeildanna, að út- vega málfærslumann til að sækja mál þetta, veita honum umboð til þess og ávísa fje því, sem málsóknin út heimt- ir, af upphæð þeirri, sem ætluð er til kostnaðar við alþingi. Stjóbnarskrármálið. f>að leynir sjer ekki, áform nefndarinnar í efri deild að kæfa málið undir sjer, eða láta það daga uppi á þinginu með því að halda því í nefndinni fram í þinglok. Hún er nú búin að hafa það í hálfan mánuð, og f gær, þeg- ar »forseti kvaðst skora á nefndina svo skarpt sem sjer væri frekast unnt, að ljúka starfi sinu og koma fram með álit sitt«, þá

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.