Ísafold - 08.09.1887, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.09.1887, Blaðsíða 2
170 mann og fleiri heldri íslendinga í Winnipeg, til að fá nánari vitneskju um þetta og heyra álit þeirra um þetta kyn- lega tiltæki. þeir sögðu, að það mundi ekki hafa ver- ið annað en viðbára, að hætta væri að hleypa þeim inn í innflytjendaskálana, vegna mislinga og annars sóttnæmis, því að hægt hefði verið að fá inni annarstað- ar í bænum. Ymsir kunningjar þeirra annarstaðar höfðu verið búnir að bíða ept- ir þeim þar í bænum marga daga. »Jó- hann nokkur Jóhannsson, sem er búinn að vera i Winnipeg árlangt, átti von á konu sinni og tveim börnum; en þegar þau komu, var honum ekki leyft að taka þau heim með sjer. þegar brautarlestin hjelt af stað til Brandon, stökk hann upp í vagninn til þeirra; það átti að hrinda honum niður, en tókst ekki, því að mað- urinn er knár. Ó. Ólafsson, sem hefir verið i Winnipeg í 2 ár, fekk að sjá föður sinn nýkominn, en mátti ekki hafa hann heim með sjer; hann gat að eins kvatt hann um leið og lestin hjelt af stað til Brandon. Hvers vegna einmitt sá staður hefir verið valinn fyrir nauðungarsamastað handa þessu fólki, í því gátu landar þess í Winnipeg ekkert skilið ; þeir sögðu, að þar væri enginn Islendingur neinstaðar nærri. f>ess var til getið, að það mundi eiga að setja það sem vinnandi var af því í járnbrautarvinnu, en þá svöruðu hinir að þar væri engri járnbrautarvinnu til að dréifa venju fremur. Hin sanna ástæða til þessarar fátíðu aðferðar ætla þeir að muni vera sú, að Kanadastjórn eða embættismenn Kyrra- hafsjárnbrautarinnar í Kanada sjeu hræddir um, að eitthvað af þessu fólki kynni að láta tælast til að fara til Dakota (í Banda- ríkin). Baldvin nokkur Helgason, er var einn af þeim, sem frjettaritarinn talaði við, átti að vera einn af þessum hættulegu »launuðu erindrekum« frá Dakota; en hin djúpsettu ráðabrugg hans var ekki annað en að hann var að taka á móti kvenn- manni, sem ætlaði að fara suður yfir landamerkin, suður í Dakota, til kunningja sem hún átti þar, og ætlaði hann að fylgja henni þangað. Aðrir Dakota- »erindrekar» voru þeir E. H. Bergmann og Tómas Pálsson; þeir sneru aptur fám dögum síðar, og höfðu með sjer nokkra af þeim, sean síðast höfðu komið. f>að var fortekið, að þeir hefðu neitt með sjer af peningum á boðstólum nema það sem þeir ætluðu að hjálpa kunningj- um sínum um, frá sjálfum sjer, þeim er komu allslausir. Hvorki síra Jón Bjarna- son nje Fr. Eriðriksson kváðust ætla, að neinar höinlur væri nauðsynlegar til að aptra innflytjendum frá að fara til Banda- ríkjanna. Sumir, sögðu þeir, koma hingað austan um haf með því áformi, að fara til Dakota, til vina sinna og kunningja þar, —t. d. konur og börn, sem ætla til manna sinna og feðra; og það fólk fer þang- að auðvitað, hvaða hömlur sem fyrir það er lagt. Aðrir, sem fara þangað, leigja húsnæði í Winnipeg handa fjöl- skyldu sinni og ætla sjer að koma aptur þangað að haustinu, þegar þeir eru búnir að vera í kaupavinnu hjá bændum syðra um sumarið, eins og 30—40 Islend- ar, sem eiga heima í Winnipeg, eru vanir að gera á hverju ári. Og þykir síra Jóni Bjarnasyni miklu líklegra að þeir muni í- lengjast í Manitoba, heldur en hitt, að þeir setjist að þar syðra, suður í Banda- ríkjum, af því að þar sje ekkert land ept- ir til ókeypis bólfestu neinstaðar nærri Is- Iendingabyggðum þeim, sem þar eru fyrir. Annað það, sem Manitoba hefir fram yfir, er, aðþar er miklu meira fyriraf Islendingum, í sveitum eða byggðum út af fyrir sig hing- að og þangað um landið. I vetur, sem leið, var ætlað á, að um 6000 Islendingar mundu vera í Ameríku, og nú í sumar hafa 1400 bætzt við. Islendingar í Dakota er ætlað að muni vera um 2000, flestir í Pembina-hjeraði, og um 120 fjölskyldur í Minnesota útsunnan til. Af þeim, sem komið hafa í sumar, er gizkað á að tæp 200 muni hafa farið suður yfir landamerkin, og nokkrir af þeim er ætlað á að muni koma aptur. Annars er hið íslenzka fólk flestallt í Manitoba og í Norðvesturlandinu í Canada. Að- ur en innflutningar byrjuðu þetta ár, voru á að gizka 1000 Islendingar í Winni- peg, og svo eru 4 íslenzkar sveitabyggðir. Ein er í Argylehjeraði, nálægt Glenboro, við suðvesturkvísl Kyrrahafsbrautarinnar, og eru þar um 90 fjölskyldur ; önnur sem nefnist þingvallabyggð, er nálægt Langen- barg, við endann á Manitóba- og norðvestur- járnbrautinni, og eru þar á að gizka 20— 30 fjölskyldur; hin þriðja er við hina fyrirhuguðu Hudsonsflóajárnbraut, hjer um bil 80 mílur enskar fyrir norðan Winnipeg, byrjuð hjer um bil fyrir mánuði, með 12 —15 fjölskyldum, og lítur vel út fyrir henni ; hin fjórða heitir á Gimli, er hún elzt og stærst og liggur við vestanvert Winnipeg-vatn, og líklega svo sem 30 míl- um enskum fyrir austan nýlenduna, sem síðast var nefnd, með á að gizka 200 fjöl- skyldum.’ þeir síra Jón Bjarnason Ijetu illa yfir hinni áminnztu meðferð á hinum nýkomnu innflytjendum og kváðust vera hræddir um, að hún mundi hafa slæm áhrif á innflutn- inga eptirleiðis, vegna brjefanna, sem þeir, sem fyrir skakkafallinu hafa orðið, munu skrifa kunningjum sínum í hinu gamla landi. f>eir segja, að hin beztu innflutn- ingsrit sjeu ekki bæklingar, 3—4 ára gaml- ir, er gefa alveg ranga hugmynd um á- standið, eins og það er nú, heldur skýrsl- urnar, sem vesturfarar þeir, er líðnr vel og eru ánægðir, skrifa heim; og því sje á- ríðandi, að taka sem bezt á móti þeim, er þeir koma, til þess að þeim lítist sem bezfc á sig. þá var minnzt á linun þá í fargjaldi til Winnipeg, er innflytjendur með Allan-lín- unni hefðu fengið fyrir það, að stjórnin þægist henni fyrir, og sögðu þeir, að fargjaldið með Anchor-línunni, sem ekki nýtur þeirra hlunninda, væri samt einmitt hið sama; þeir kváðust því ekki skilja f því, hversvegna þeir, sem færu suður yfir landamærin, væri látin greiða stjórninni aptur 4£ doll. á mann. Prjettaritarinn spurði, hvort burtflutn- ingur þessara 1400 manna frá Islandi á þessu sumri mundi ljetta nokkuð á bág- indum þeirra, sem eptir væru, og hjelfc síra Jón Bjarnason, að það yrði nú ekki, með því að þeir, sem helzt þyrftu hjálp- ar við, væri ekki fœrir um að komast af landi burt. Hann hjelt, að útlitið værí ekki betra nú en að undanförnu. það liti reyndar iit fyrir betri heyskap ; en marg- ir hefðu þess engin not, af því að þeir hefðu fellt skepnur sínar, en þær væru aðalbjarg- ræðið, auk fiskiveiða, sem hefðu brugðizt víða. Ef engin hjálp kæmi frá öðrum löndum, hlyti margt fólk að deyja út af f aumustu sveitunum; fáeinir væru þegar dánir úr hungri(!!). Mest væri bágindin á norður- og vesturlandi; þar hefði komið kafaldsbylur seint f vor og drepið megnið af búfje manna, er þá var komið á afrjettti. þá barst í tal hvernig ætti að fara að hjálpa hinu bágstadda fólki. Síra Jón Bjarnason sagði, að Islendingar í Ameríku sendu ár eptir ár peninga heim til íslands til að hjálpa vinum sínum og kunningjum til þess að komast vestur. Stjórnin legðí fram fje til að efla innflutning, og nú væri þörf á sjerstakri hjálp til að afstýra hung- ursneyð, enda væri verið að hugsa um að skora á almenning í því skyni. En hann kvaðst ætla hyggilegra að stjórnin (Kan- adastjórnin) sæi hinum bágstöddu fyrir ókeypis fari véstur fyrir veturinn, heldur en að senda gjafir til hins gamla lands. Hann hyggur, að landið (Kanada) mundi hafa hag af því, að verja fje á þennan hátt til þess að flytja vestur um haf svo- sem 6000 manns, tafarlaust. Mörgum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.