Ísafold - 21.09.1887, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.09.1887, Blaðsíða 2
178 Spurningarnar síðast í ritinu eru marg- ar vel valdar, og gætu bændur gjört sjer ljóst, hvemig þeim ætti að svara, væri mikið unnið við það. Vonandi er, að almenningur taki ritinu bvo vel, að það sýni sig, að mönnum sje umhugað að auka þekkingu sína á því, er að landbúnaðinum lýtur. Búnaðarritið ætti skilið að verða eins algengt og húslestrar- bækur. í því eru góðir veraldlegir hús- lestrar, sem vjer þurfum einnig að hafa daglega um hönd til að vekja oss af and- varaleysinu í stundlegum efnum, sem opt mun baka oss andlegan eymdarskap, og vera rótin til margra lasta. u. a. f>inglok. i. Eptir að búið er að skýra frá úrslitum mála þeirra, er þingið í sumar hafði til meðferðar, þykir hlýða að meta stuttlega gjörðir þingsins, eins og vandi er til. Af þeim 28 frumvörpum, sem þingið af- greiddi sem lög, er fjórði hlutinn smámál, sem varla getur heitið að geri nema að fylla töluna, svo sem skipting sýslu (Barðastr.), stækkun kaupstaðarlóðar (á Eskifirði), lög- gilding eins verzlunarstaðar, sem aldrei verður notuð (Víkur), ógilding hákarlanið- urskurðarbannsins í Strandasýslu, afnám biflíufjelagsstyrksins, lenging landamerkja- lögunarfrestsins, útflutningslagaviðaukinn, sem allur mergurinn kreystist úr á hrakn- ingnum milli deildanna, og fjárhaldsafsöl- un í hendur safnaðanna á 2 landssjóðs- kirkjum. |>ar næst má nefna 4 fjárlagadilka, sem lítið er í spunnið, sem sje tvenn fjárauka- lög, ein reikningssamþykktarlög, og lögin um linun í ábúðar- og lausafjárskattinum um fjárhagstímabilið. Fjárlögunum sjálfum hefir verið ýtarlega lýst áður. Af því sem framgang fekk af sparnaðartilraunum í þeim, er helzt telj- andi þessi helmingur af gufuskipastyrkn- um (9000 kr.), og svo talsverður sparnað- ur á styrknum til vísindalegra og verklegra fyrirtækja. Stjórnarskráin sjálf varð til í þinginu, eins og kunnugt er; en framgang hlaut sjerstök breyting á einni grein hennar, um skipting þingmauna milli deildanna, í því skyni að þjóðkjörnir þingmenn geti ráðið atkvæðum í báðum deildum, til þess að stjórnin geti síður haft bæði tögl og hagld- ir : bæði ráðið úrslitum málanna á þing- inu, þeirra er henni þykir miklu skipta, og sfðan neytt síns ótakmarkaða synjun- arvalds. Hjer um bil þriðjungur af öllum lögun- um frá þessu þingi snerta atvinnuvegi landsins, beinlínis eða óbeinlínis, þó fjár- lögin sjeu eigi þar með talin. það er eðlileg afleiðing af hinu sárbága árferði, er nú er búið að standa svo lengi, að þingið hefir sjerstaklega lagt hug á þau mál, og þó miður en skyldi, að því leyti sem ým- islegt af þess konar frumvörpum ónýttist á þinginu. Tvö af þessum atvinnufrumvörpum eru um fiskiveiðar : um .bátfiski á fjörðum og síld- veiði fjelaga í landhelgi. það voru stjóm- frumvörp, er verið höfðu til meðferðar á fyrri þingum, og lauk nú svo, að þingið slakaði til, svo að nú er vissa fyrir, að rjettarbætur þær, sem þau hafa inni að halda, verða nú loks að lögum. jpá er frumvarpið um verzlun lausa- kaupmanna rjettarbót að því leyti, að landsmenn eiga miklu greiðari aðgang að viðskiptum við þá eptir en áður, ef það verður að lögum, þar sem lausakaupmenn mega eptir því verzla á skipi hvar sem vera skal við strendur landsins, gegn lít- ilfjörlegu árgjaldi í landsjóð (100 kr.). Tvenn samgöngulög lauk þingið við.hvoru- tveggju mikil sverð, eflaust framar flestum öðrum lögum frá þessu þingi. það eru fyrst og fremst almenn vegalög, miklu betri og nákvæmari en áður voru til, sem líklegt er að við megi hlíta jafnvel til langframa. Hin eru um brúargjörð á Olvesá. f>að er mál, sem búið er að vera æðilengi á dagskrá, lengur en vera hefði átt ; nú mun ekki þurfa að gjöra ráð fyr- ir, að það eigi lengra í land en 2—3 missiri. þurrabúðarmannalögin eiga að minnka athafnaleysi fjölda landsmanna til að bjarga sjer öðru vísi en með hinum stop- ula sjáfarafla eða þó hann bregðist, og jafnframt að auka einarhinarmikilsverðustu landsnytjar vorar. Er það harla nytsamt, ef vel tekst, en illa vært við það sem er og verið hefir : hinn mikla og margvíslega byrðarauka, sem landinu er að þurrabúð- armennskunni við sjóinn, eins og hún al- mennt gerist. Bjettarbætur í þurfamannalöggjöfinni snerta óbeinlínis atvinnuvegi landsbúa. þingið lauk við tvenn slík lög, og undir- bjó auk þess umbætur á fátækrareglugjörð- inni. f>að er handvömm sveitastjórnanna, ef þær láta letingja og iðjuleysingja stinga hendi eins greitt og eins djúpt í vasa dugnaðar- og iðjumanna eptir sem áður að þær eru búnar að fá í hendur lögin um sveitai'styrk og fúlgu, þó að þingið því miður drægi mjög úr framkvæmdarafli þeirra með því að fella uppá3tungu stjórn- arinnar um að beita mætti líkamlegri refs- ingu við lata og þrjózka þurfameDn; og lögin um framfæri óskilgetinna barna bæta mikið úr rjettleysi mæðra þeirra og hlut- aðeigandi sveitastjórna gagnvart þeim, sem hlaða niður óskila-ómegð. Saknaðarljóð eptir síra Sigurð B. Sivertsen, r. dbr. Drungi er í lopti, dimmu slær á jörðu, drúpa dagliljur, dimmt er í lautu, hljómar bára fyrir Hvalsnesi, andar nágustur að Útskálum. Margt hefir orðið á minni æfi ; engin er gleði nema grátur fylgi; hverfur hugur að harma rúnum liðinna ára, þó langt um fari. Missti eg föður meginfrægan, stoðina styrku stjettar sinnar; hneig íturmenni fyrir örlög fram, bjargvættur sveitar og barna gleði. Gaist mjer annar göfugur faðir, sómi safnaðar og sálna hirðir, hjeraðs höfðingi, hölda foringi, öðlingur ítur, er eg aldrei gleymi, Man eg mætastan mjer ljúfastan manna allra fyrir mold ofan, sterkan stiginn frá stöðum æsku yfir endimark aldurtila. Sá gat son svásan og ljúfan, hann varð mjer unnandi ektamaki, glöð var eg og gleymdi gráti jarðar, unz mig Heljar hönd honum svipti.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.