Ísafold - 21.09.1887, Blaðsíða 3
179
Sat eg í sorgum,
sefi var á hvörfum,
unz mjer huggun bjó
og hjarta styrkti
annar ættstuðill
alinn sama
þreyðum og þráðum
þjóðhöfðingja.
Sá hefir síðan
setið og unað
mjer við hlið
og munað aukið,
huggað mig í harmi,
hálsað í gleði,
festi eg yndi
á óðaltorfu.
Samt eg sakna,
sit eg og minnist,
öðlingur, þinna
aldurdaga!
Skal því skjálfandi
skilnaðarorð
hljóma til vinar
af vörum mínum.
Og þakklæti
fyrir þína æfi
fulla ágætis
og frægðarverka.
Sjertu gladdur
und sólu fegri,
og þjer umbuni
alda faðir!
Steinunn Vilhjálmsdóttir.
Stjörnuturninn á Hamiltonfjalli.
Fyrir fáum árum andaðist í Kaliforníu
þýzkur maður, að nafni James Lick, á átt-
ræðisaldri. Hann hafði farið til Améríku
á yngri árum sínum, og hafði safnað þar
auð fjár. Honum var orðið hlýtt til hinn-
ar nýju fósturjarðar sinnar og vildi sýna
henni einhvern sóma fyrir það, hve
happasæl hún hefði reynzt sjer. Hann
ásetti sjer því, að láta koma þar upp
hinum mesta stjörnukíki, sem til væri á
jarðríki.
Fyrst var þá að velja þann stað, þar
sem kíkirinn gæti orðið að sem beztum
notum; og eptir ýmsar tilraunir rjeðst
hann í að velja til þess fjallið Hamilton í
hjeraðinu Santa Clara í Kalíforníu. Fjall
þetta er 4500 feta hátt yfir sjávarmál.
Stjörnufræðingar, sem rannsökuðu þennan
stað, luku upp einum munni um það, að
á sumrin væri loptið þar svo hreint og
gagnsætt, að þar mætti fá meiri sjónauka-
stækkun en nokkurstaðar annarstaðar,
þar sem stjörnuturn er, en þar eru nætur
allt að því eins dimmar sumar og vetur.
Nú gjörir Lick hjeraðsstjórninni í Santa
Clara það tilboð, að hann skuli láta reisa
stjörnuturn á tindinum á Hamiltonfjalli,
og auk þess gefa fje til að standast kostn-
aðinn af houum, ef hjeraðið vildi taka
að sjer að leggja góðan veg upp fjallið.
Hjeraðsstjórnin tók boðinu feginshendi og
lagði óðara veginn. Hann er 5 mílur á
lengd, og talinn bezti og vandaðasti fjall-
vegur í Bandaríkjunum. Lick Ijet það
koma í móti, að hann afhenti 21. sept.
1875 rúma hálfa þriðju miljón kr. nefnd
manna, sem skyldi sjá um, að fyrir fjeð
yrði keyptur stjörnukíkir, sem væri beztur
allra kíkira á jörðunni, og auk þess skyldi
reisa stóran stjörnuturn, með því sem þar
til heyrði. því sem afgangs yrði, skyldi verja
í þarfir stjörnuturnsins.
Haustið 1881 var búið að koma upp
stjörnuturninum að mestu leyti. En kík-
irinn mikla vantaði. Yar þá tekið til
að steypa glerin í hann. Stækkunarglerið
í honum átti að vera 3 fet að þvermáli; en
því stærra, sem glerið er, því erfiðara er
að steypa það, svo að ekki verði í því
æðar og holur, eða að það verði ekki of
stökkt í því. það átti að vera búið 1883;
en meir en 30 tilraunir voru gjörðar áður
en tókst að fá viðunanlegt gler.
það var í septembermán. í fyrra, að gler-
ið var fullbúið.
Glerið er 750 pd. að þyngd, enda kost-
ar það líka 190,000 kr.
Allur kíkirinn er 60 fet á lengd ogkost-
ar alls 580,000 kr.
Hann stækkar 3500-falt.
A næsta ári á að verða búið að setja
kíkirinn upp á sinn stað.
það sem mörgum er einkanlega forvitni
á, er, hvernig tunglið muni líta út í kík-
irnum. f>að má reikna út, að tunglið sýn-
ist eins stórt í honum eins og það væri
ekki nema f 14 mílna fjarska, og maður
horfði á það með berum augum, þ. e. ekki
lengra í burtu en SnæfellsjiiktUl frd Beylc-
javík ! En því meir sem kíkirinn stækkar,
því vandlátari er hann með birtu, lopt,
o. fl., og því er ekki hægt að vita vissu
sína um það, hvað skýrt tunglið muni
sjást, fyr en tilraun er gerð. f>ó þykir
ekki ólíklegt, að vel muni mega greina
bletti í tunglinu, sem eru 16 faðmar á
hvern veg og enda smærri. Yerði sú
raunin á, má búast við, að sjá megi
innan skamms, hvort hús eða önnur meiri
háttar mannvirki sjeu í tunglinu, í líkingu
við það sem gerist á vorum hnetti.
Lax frá Labrador. Frá Labrador
fiyzt á haustin lax til Englands. Haust-
ið 1885 sendi Hudsonsflóafjelagið (Hudson
Bay Company) 6000 laxa til Lundúna í
ís, til þess að reyna, hvort það mundi
svara kostnaði. f>eir fengu 73 a. fyrir
pundið, og laxinn seldist vel fyrir það,
enda þykir lax frá Labrador fyrirtak. Lax-
inn var ekki látinn frjósa, heldur var
hann kældur með því, að köldu lopti var
hleypt inn milli laxanna úr ísvjel.
Frá Labrador til Lundúna er helraingi
lengra en frá íslandl til Lundúna.
Bakarabrauðln. — Herra ritstjóri! Jeg vona
að þjer lofið mjer að gjöra það að dálitlu blaða-
máli, hvernig bakararnir hjerna í Reykjavík
fara með okkur, þó að sumum karlmönnunum
kunni nú að þykja búrkeimur að því. það er
svo gott að vita, að karlmennirnir bera sig
ekki betur en við kvennfólkið, ef þá brestur
hollan og góðan mat, og „uden Mad og Drikke
er Helten lngenting“, segir Danskurinn.
þeim, sem hafa vanizt hrauðum i almenni-
legum bæjum erlendis, bregður illa við brauðin
hjerna, eins og þau gerast tíðast frá þessum
bökurum, sem við höfum hjer í Reykjavík.
þau eru með köflum all-viðunandi, en tímunum
saman eru þau svo slæm, bæði illa hnoðuð og
illa bökuð, stundum sjálfsagt líka úr slæmu
mjöli, að þau mundi annarstaðar vera talin
nálgast því að vera svínafæða en elcki manna.
Jeg á hjer við rúgbrauðin, sem eru daglogt
brauð almennings, jafnt æðri sem lægri, ríkra
og fátækra. Aðrar brauðtegundir og kökur
ýmis konar fæst jeg minna um ; það er ekki
fyrir almenning. þó eru „franskbrauð" höfð
talsvert almennt til matar, og eru engu betri
að sínu leyti, af því að það er meðal annars
haft í þeim vatn, liklega til helminga eða fram
undir það, í staðinn fyrir tóma mjðlk.
það bjóst margur við, að þetta mundi lagast
og batna, þegar bökurum fjölgaði hjer, vegna
samkeppninnar. En það lítur út fyrir, að hinir
nýju bakarar hafi fljótt komizt upp á, að feta
í spor hinna eldri og fara hinn sama óhulta
gróðaveg sem þeir. Nú er svo, að það mega
heita skóbótaskipti. þó maður sje að skipta
um bakara, þá kann það að hrifa rjett fyrst í
stað ; en undir eins og frá líður, sækir 1 sama
horfið.
Sumir kunna að vilja svara þessu svo, að
það sje viðskiptamönnum bakaranna sjálfum
að kenna. það sje af því, að þeir sjeu of
meinlausir, að láta bjóða sjer svona slæma vöru.
það kann nú að vera nokkuð hæft í þessu,
og heyrt hef jeg þess getið, að sumir, sem sjeu
nógu harðir í kröfum og þráir eða bökurunum
standi beigur af, hafi út úr þeim góð brauð nð
öllum jafnaði, en þó ekki ætíð. En það er
sannarlega ekki nóg. Meinleysingjaruir og
smælingjarnir eiga eins heimtingu á góðri vöru
og hinir, og einkanlega er fátæklingnum mjög
svo áríðandi að hafa góð brauð, þar sem brauð
er þeirra aðalviðurværi, auk fiskmetis.
En það er nú ekki nóg með þetta.
Við vitum, að það er regla bakaranna hjer,
að láta viðskiptamenn sína fá 43'/2 brauð úr
mjöUekknum, 200 pundum, og leggi þeir sjálfir
til mjölið, þá selja þeir brauðin með því verði,
sem miðað er við að ekki fáist meira en það
úr 200 pundum. En mjer hefir verið svo frá.
skýrt af áreiðanlegum mönnum, sem vit hafa