Ísafold - 13.10.1887, Qupperneq 2
laganna máttugu aðstoð til að hnekkja
jafnskaðlegum löst, er svo mörgum er annt
um að við halda í ábata skyni, og opt hefir
hylli og fylgi þeirra, sem mest eiga undir
sjer, eins og aðrir þjóðlestir?
Tvenn lög frá þessu þingi, um veð og
um aðför, miða einkanlega til að gjöra
mönnum hægra fyrir og öruggara að
ná rjetti sínum í fjárviðskiptum. þess
var og engin vanþörf hjer. þingið átti
lítinn sem engan þátt í þeim annað en að
samþykkja þau, enda má kalla að þau
sjeu hinn eini skerfur, sem stjórnin hefir
lagt til lagasmíðarinnar í þetta sinn, að
undanskilinni hlutdeild ' landshöfðingja í
umræðum um málin á þinginu, sem auð-
vitað er mikilsverð. Lög þessi munu og
hafa verið mikið vel úr garði gerð að
efni til.
Loks eru ónefnd lagaskólastofnunarlögin,
sem eru orðin að föstu innstæðu kúgildi
á þinginu. f>eim er allt af neitað stað-
festingar, jafnt og stöðugt, hvernig sem
þingið leitar hófanna, og jafnvel þrátt
fyrir fylgi sumra hinna konungkjörnu þing-
manna. Af því að aðalviðbára stjórnar-
innar nú síðast var kostnaðurinn, með
bágum fjárhag landssjóðs á því fjárhags-
tímabili, er í hönd fer, þá skaut þingið
inn 1 frumvarpið þeim fyrirvara, að lögin
skyldu eigi koma til framkvæmda á fjár-
hagstímabilinu. þrátt fyrir þessa framúr-
skarandi eptirlátssemi mun mega ganga
ftð þyí vísu, að lög þessi fari enn sömu
ferðina út fyrir pollinn sem áður.
— það var auðkennilegt á þessu þingi,
að öll frumvörp stjórnarinnar fengu þar
framgang; það var ekkert af þeim fellt.
það hefir aldrei til borið áður, og ekki
neitt því líkt. það mun nú fremur vera
að þakka þeirri forsjálni stjórnarinnar, að
eiga sem minnst undir þingsins náð í því
efni, — að vera ekki að brjóta upp á nein-
um óþarfa, ekki nema því sem minnst
verður komizt af með —, heldur en ein-
tómu blíðlyndi frá þingsins hálfu. En
\ aldrei er það og verður nema ólag á
stjórnarvinnubrögðunum, að þingmenn sjeu
höfuðsmiðir flestallra laga, og það á þessum
örstutta tíma, sem fþeim er til þess af-
skammtaður, enda ætti það að vera einn
ávinningurinn að alinnlendri framkvæmd-
arstjórn, að hún yrði frumkvöðull og aðal-
höfundur flestallra laganýmæla. það er
engin furða, þó fleiri verði smíðalýtin hjá
þeim, er svo sem nhlaupa frá orfinu« að
Iagasetningunni rjett sem snöggvast, held-
ur en hjá þeim, sem á samkvæmt stöðu
sinni að vera vakinn og sofinn í að hugsa
um »landsins gagn og nauðsynjar«, hefir
menntast sjerstaklega í því skyni, og fæst
að staðaldri við að beita löggjöfinni, eins
og hún er.
— þingsályktunartillögurnar, sem sam-
þykktar voru á þessu þingi, voru flestar
smávægilegar, og verða líklega ávaxtarlitl-
ar, þar á meðal því miður sú í Fens-
marksmálinu góða, enda mun margur ef-
ast um, að það sje annað en selbiti í vas-
ann, og þykja nokkuð kynlegt, að lögsókn-
inni skuli beina að ráðgjafanum, sem lang-
fjarst stóð þessu tilfinnanlega slysi.
— Um margt í þeirri miklu frumvarpa-
þvögu, hálfum fjórða tug; sem varð til á
þinginu, —var annaðhvort stútað eða dag-
aði uppi—, má segja nú sem optar, að
þar hafi lítil eptirsjón verið í.
það eru (munaðarvöru-)tollfrumvörpin,
sem vissulega hefðu átt að fá að lifa.
Tollar þessir eru sjálfsagðir fyr eða síðar,
en landið fer mikils á mis fyrir hvert ár,
sem dregið er að taka þá, en almenningur
jafnrjettur eptir sem áður : tollfrelsið, þetta
sem meiri hluti efri deildar og stór minni-
hluti í hinni bar fyrir brjósti í sumar,
bætir ekki í búi fyrir nokkrum manni, svo
neinu nemi; það forðar engum manni frá
sveit, —það á, ef nokkuð er, fremur þátt í
að örfa rennslið á sveitina heldur en hitt.
Hins verður og seint að bíða, að allar
raddir á móti tollunum þagni eða að menn
hætti að mælast undan tollum, sem öðr-
um álögum ; slíkt þegnskaparlegt fullkomn-
unarstig eru ekki mestu menntaþjóðir
heimsins komnar á enn, og komast seint
eða aldrei; en hitt er það, að þeirra beztu
menn, sem lögunum ráða, hafa fyrir marg-
löngu orðið ásáttir um þessa búskaparað-
ferð, og svo langt er vorum þingmönnum
þá heldur ekki vorkunn að komast, og
það því fremur, sem hjer er ekki farið
fram á nema örfáa og smáa tolla á ó-
nauðsynjavöru, en þar eru víðast bæði
margir tollar og þungir, á nauðsynjavöru
ekki síður en hinni.
Annað, sem eptirsjón er í, er þessi til-
raun, sem gerð var á þinginu, af atvinnu-
laganefndinni í neðri deild, til að sporna
með nýjum lögum við skepnufelli vegna
heyleysis. Sje nokkur þjóðmegunarsetn-
ing áþreifanlegur og óyggjandi sannleikur,
þá er það það,að þetta land á aldrei viðreisn-
ar von að efnahag til, hvernig sem að er
farið, meðan haldið áfram þeirri hrapar-
legu ósvinnu, ýmist að fella skepnur sín-
ar algjörlega úr hor, eða þá að svelta úr
þeim hálft gagn og þaðan af meira. En
það virðist þúsund ára reynsla vera húin
að sýna til hlítar, að það þarf meira en kák
til að lækna það mein, að minnsta kosti
meira en tómt frelsisgjálfur eða hugsjóna-
reyk, sem hvergi kemur nærri því sem
hjer er við að glíma: fyrirhyggjuleysið,
skeytingarleysið og hina saknæmu Ijettúð
að spila með velferð bæði sjálfra sín og
annara, ár eptir ár, von og úr viti.
Alþýðumenntunarfrumvörpin var líka
leitt að horfa á fara öll í mola á þinginu.
011 hin margvíslega viðleitni til að efla
hagsæld þjóðarinnar verður stopul og á-
vaxtalítil, ef ekki tekst að gera komandi
kynslóðir meiri eða almennari og hagfeld-
ari menntunar aðnjótandi en þá sem nú
er uppi; en það þarf löggjafarvaldið að
hlutast til um, og það sem fyrst.
Enn er ónefnt þetta alkunna stórmál,
sem varð til á þinginu í sumar, stjórnar-
skrármálið. — J>að var aumlegtj slys, að
því skyldi reiða þannig af. »þeim hefði
verið nær að salta en svigna«, segir einn
merkismaður utanlands, sem minnist á það
í brjefi, og er ekki gott að bera á móti
því. En lítt mun stoða að sakast um
orðinn hlut, og hitt heldur ráð, að búa
málið svo til næsta þings, að þá fari bet-
ur, ef auðið er.
— Um forustuleysi eða samheldisleysi
yfir höfuð, í fleirum málum en stjórnar-
skrármálinu, var allmjög kvartað á þessu
þingi, og ekki var ósamræmi milli deild-
anna minni en áður. En samheldisleys
vill því miður opt við brenna á þingum,
þegar ekki er því láni að fagna, að þar
sje til að dreifa þeim foringja, er beri
höfuð og herðar yfir allt liðið, og verði
því bæði ljett og ljúft að standa undir
merki hans.
•Trúarjátning framtíðarinnar«.
í 30. blaði Fjallk. þ. á. stendur íslenzk-
aður ritdómnr úr danska blaðinu »Politi-
ken«, um rit, er kallast »Trúarjátning fram-
tíðarinnar«, eptir Gerhard nokkurn í Yest-
urheimi.
I þessu riti sínu hafnar höfundurinn öll-
um trúarbrögðum og finnur sitt að hverj-
um þeirra.
En einkum beinist hann þó að kristin-
dóminum, og honum þykir hann hafa svo
marga lærdóma að geyma, sem hann geti
ekki fallizt á.
En það er fullsýnt og sannað, að útá-
setningar hans eru sprottnar af hrapar-
legum misskilningi á eðli og anda kristin-
dómsins.
það væri óþarfi og yrði oflangt mál, að
fara mörgum orðum um þetta rit; jeg skal
að eins hreifa við 2 atriðum, sem höfund-
urinn virðist hafa mest á móti; annað
þeirra eru kraptaverkin, en hitt er Krists
friðþægjandi dauði.