Ísafold - 26.10.1887, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.10.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (6o arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundín Við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa i ísafoldarprentsmiðju. XIV 50. Reykjavík, miðvikudaginn 26. okt. 1887. 197. Innlendar fjettir. Framsýni, hagsýni, sparsemi. 199. Skálmaldar-bragur. Til gagns og gam- ans. 200. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. n—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. í hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganirí Reykjavik, eptir Dr.J. Jónassen Okt. Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. í nóttu umhád. fm. em. fm. em. M. 19. + 1 + 3 29,5:30,3 Sv h d Sv h b F. 20. 2 + 2 30,4 30. 0 b S h d F. 21. + 5 + 7 29,3| 29,7 S hv d Sv hv d L. 22. + 1 + 2 29,8 30,1 V hv d A h d s. 23. +- 3 -L- I 30.4 3°,í> J b 0 b M. 24. +- 4 + 3 30,5 30+ S hv d S hv d Þ. 25. + 5 + 9 29,5 29,3 S hv d S hv d Nokkur ókyrrð hefir verið á veðri þessa vik- una; í'yrsta daginn var útsynningur (Sv) með haglhryðjum, bjartur á milli ; daginu eptir logn og bjart veður, svo hvessti á sunnan með rign- ingu og að kveldi hvass á útsunnan með brimi miklu í sjónum; h. 22. var hjer vestan-foráttu- brim og hvass til hádegis, er hann gerði logn og gekk til austurs að kveldi, hægur ; daginn eptir var hjer logn og bjart veður, en hvessti á norðan til djúpanna, en náði aldrei hingað heim; 24. var hjer sunnanveður, æði hvass með kveldinu, og í dag 25. dimmviðri með rigningu af suðri, hvass mjög með köflum. Loptþyngdarmælir benti á bezta veður að kveld h. 23. (30, 6), en, eins og tíðast er hjer, var lítið að marka þetta, því daginn eptir var komið fúlviðri, hvass á sunnan. Sjómenn œttu aö varast aö treysta loptþyngdarmælinum, sem hengdur er upp á tveim stöðum hjer í bæn- um. Reykjavík 26. okt. 1887. Póstskipið Lanra kom aptur vestan af Isafirði 21. þ. m.— fekk illt veður—,og lagði af stað hjeðan til Khafnar 24. þ. m. að morgni. Farþegar með því voru: frú Sigríður Magnússon frá Cambridge, Ey- þór kaupmaður Felixson, Brynjólfur Kúld stúdent, D. Thomsen verzlunarmaður, frkn Guðný Borgfjörð, Nielsen verzlunarstjóri frá Isafirði o. fl. Skipstrand. Norskt kaupskip, Col- umbus, 72 smál., skipstj. Hille, sleit upp á Lambhússundi á Akranesi í vestanroki 22. þ. m. um morguninn, með 180 skpd. af saltfiski, 70 tnr. af kjöti og fleiri ís- lenzkar vörur, er allt skemmdist af sjó. Kjölurinn fór undan skipinu og á að selja það ásamt vörunum við uppboð brúðlega. Gufuskipið Bewick fór til Stykkis- hólms hjeðan 19. þ. m. eins og til stóð. Með því var kaupmaður Jón Vídalín. þetta var 3. ferð þess í haust hingað til lands. Fyrstu ferðina fór það til Húsa- víkur og Svalbarðseyrar við Eyjafjörð, og tók 3500 fjár frá pöntunaríjelagi þingeyj- inga, en 400 frá Eyfirðingafjelaginu. I annari ferðinni tók það 3600 á Seyðisfirði frá pöntunarfjelagi Fljótsdalshjeraðs og fáeina hesta. Búið var að selja fjeð á Englandi úr báðum ferðunum, og hafði fengzit fyrir góðum mun meira, að frá- dregnum kostnaði, heldur en þeir Slimon, Lauritzen og C. Knudsen gefa fyrir fje hjer, sem eru 12 kr. að meðaltali norðan- lands og hjer syðra, en nokkuð meira á Austfjörðum. Framsýni, hagsýni, sparsemi. Svo búið má eigi st.Tnda; en hvað get jeg sparað ? þessu og því um líkt mun að líkindum margur hugsa, þegar hann athugar ástæð- ur sínar, hinar sívaxandi kaupstaðarskuld- ir og þar af leiðandi veðsetningar á meiru eða minna af eignum sínum. þegar skuldaheimtumennirnir sökkva ausunni svo djúpt, að láta menn veðsetja ekki einungis allt sem þeir eiga, heldur og allt sem þeir eignast munu, þá fer nú að minnka um frelsið í peningalegu tilliti. það mun hver finna, sem athugar, hvað slík veðbönd hafa að þýða. Hjá þeim mun ó- sjálfrátt hreifa sjer sú spurning: »Hvað get jeg sparað ?« þeir sem nú undanfarin ár hafa safnað svo skuldum yfir höfuð sjer hjá kaup- mönnum, að langlundargeð þeirra og Ián- veitingar eru á þrotum við þá menn, sem eignir hafa átt, hús eða jarðir, þeir hafa orðið að leita til landsbankans, taka lán og veðsetja eignir sínar, og með því banka- láni borga kaupstaðarskuldir. þeir menn þurfa sannarlega að snúa aptur; þeir þurfa ekki einungis að hætta að skulda, láta tekjur og iitgjöld standast á, heldur þurfa þeir að safna fje. Sá maður t. a. m., sem tekið hefir 1000 kr. lán úr landsbankan- um og með þeim borgað kaupstaðarskuld- ir, hann þarf ekki einungis að afla fyrir daglegu viðurværi sínu og sinna, heldur að auki geta borgað af skuld sinni rentur og afborgun, sem af 1000 kr. er fyrsta ár- ið 150 kr., en úr því fer minnkandi um 5 kr. á ári. Annaðhvort verður afli og árferði að verða miklu betra þau 10 ár, sem í hönd fara, eða þessir menn verða að hafa meiri sparnað, ef vel á að fara fyrir þeim, en mesta þörf myndi, að hvorttveggja yrði. það er mjög handhægt orð og auðvitað nauðsynlegt, að menn þurfi að spara; en þegar á að veita andsvör þeirri spurningu, hvernig, og hvað eigi að spara, þá fer að vandast málið, og mjer og mörgum öðr- um að vefjast tunga um tönn. Landið er,að mörgum finnst,nokkuð gæða- snautt. Atvinnuvegirnir eru fáir og stop- ulir, sem bæði stafar af náttúrunnar völd- um, og óframsýni íbúanna, bæði af þekk- ingarleysi og kæruleysi. Allflestir, að und- anteknum launamönnum, eiga við svo lít- il sældarkjör að búa, að þar er naumast mikið af að nema. Fátt af því, sem almennt er um hönd haft, virðist vel mega missa sig, að und- anskildu ýmsu glingri og prjáli, sem ekki minnstu vitund bæta lífið, heldur þvert á móti, en hin yngri kynslóð sýnist sækjast allt of mjög eptir. Eins og allflestir, sem á þetta minnast, hvort heldur í ræðum eða ritum, taka fram, er það kaffið, sera rnikinn þátt á í kaupstaðarskuldunum, en 3em sjálfsagt er að mestu óþörf nautn, að minnsta kosti hjá sveitafólki, því sem mjólk hefir, og vafalaust gæti flest af sjóplássafólki tölu- vert minnkað þá brúkun frá því sem ver- ið hefir. það mun því vera það helzta, og jafnvel hið eina viðurværi, sem sparað verður, að undanskildri vínfanganautn, sem nú er hjá almenningi næsta lítil, sem bet- ur fer. Enda mun það nú almennt vera farið að komast inn í meðvitund manna og að líkindum kemst betur, fyrir hið háa verð, sem nú er á kaffinu, sem ekki sjest hvar staðar nemur. þegar óáranið og skuldakröggurnar eru dottnar á, er ekki svo hægt að spara öllu meira en þá er almennt gjört.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.