Ísafold - 26.10.1887, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.10.1887, Blaðsíða 3
199 300 fjár í góðu standi, og andvirði eða af- urðir af 4. hundraðinu. |>arna var sannarlega þörf á og hægt að spara. En nú er verra við að eiga, þegar tjónið er orðið. En þessu og því um lík eru ótal dæmi. þegar vel árar, og heyskapur verður góður, setja menn vanalegast svo mikið á að haustinu, að komi nokkuð meira en meðalvetur, er allt gefið upp, en engar verða leifar til slæmu áranna. Eins og jeg hjer að framan hefi leitazt við að leiða rök að, ríður mest á, að hver einstakur maður og þjóðin í heild sinni taki sjer fram í skynsamlegri brúkun góðu áranna, þó hitt sje líka sjálfsagður hlutur, að lifa spart þegar illa árar. Nú er hjer á suðurlandi árgæzka til lands og sjávar. Nú ættu menn, ef því heldur áfram, að sýna það í verkinu, að þeir hefðu eitthvað lært í harðærisskóla þeim, er þeir hafa gengið í gegnum nú að undanförnu. p. Skálmaldar-bragur. --o--- Eyrir seytján árum beið her Frakka ó- sigur við Sedan, og varð að draga upp hvítan friðarfána; Napóleon keisari þriðji varð að senda Prússakonungi sverð sitt til merkis um, að hann gæfi sig honum á vald. Daginn eptir gerðist Frakkland þjóðveldi, og sameining þýzkalands í keis- aradæmi lá opin fyrir. Og hverjar eru svo afleiðingarnar orðn- ar nú? Hafi einhverjir ímyndað sjer, að með þjóðveldinu mundi upp renna ný öld, öld friðar og starfsemi — þá hefur það hrugðizt. Og hinir mörgu, sem á hinn bóginn væntu þess, að af hernaðargengi þjóðverja mundi rísa heraga-öld, öld einveldisanda og apturhalds — þeim hafa enn meir brugðizt vonir sínar. Herbúnað- urinn er orðinn svo ofboðslega gagnstæður mannlegu eðli, að engum hefur slíkt í huga komið fyr. Óþolandi álögur, aptur- för í verzlun, atvinnu-þrot, jafnt í almennri vinnu sem iðnaði,— það eru orðnar afleið- ingarnar, ásamt glæpum og mannfjelags- spillingu, sem hlýtur að verða samfara þessum ókjörum. Vjer lifum á öld ofbeldis og ofriJcis, og það svo, að slíks eru ekki dæmi síðan á hernaðarárum Napóleons fyrsta, segir merkur enskur þjóðmálafræðingur. Eptir styrjöldina milli þýzkalands og Frakklands fyrir 17 árum kom enginn friður, heldur það, sem verra er en styrjöld. Ósigurinn vekur hefndarhug; sá sem hyggur á hefnd- ir verður að tygjast vel, og sá sem óttast hefndina, verður að gera slíkt hið sama, og vinirnir verða að tygjast og óvinirnir verða að' tygjast líka. Norðurálfan lítur nú á tímum svo út, sem hún að eins að hálfu leyti starfi að iðnaði, reki verzlun og yrki jörðina í ró og næði. Charles Dilke, einn af helztu stjórnmálafræðingum Englendinga, hefir á frakknesku ritað stóra og fróðlega bók, »Evrópa 1887«. þegar vjer lesum þá bók, þá sjáum vjer, að því fer harla fjarri, að ríkin í heimsálfu vorri vilji vinna saman til heilla og hamingju sjer og öðrum. Nei, þvert á móti, þau sitja hvert um annað, eins og köttur um mús, þyrst í blóð og styrjöld. Og hvað kosta hertygin? Tölurnar eru svo háar, að vjer, eptir okkar smávöxnu högum, eigum bágt með að skilja í þeim. Smáríkin teljast nú ekki einu sinni með. En hvað verða stórveldin að borga ? það er erfitt að fá sannar skýrslur í því efni. þegar einhver þjóð vill aðra feiga, þá er hún ekki að segja frá, hvað mikið hertygin sín kosti. Eptir því, sem næst verður komizt, kostar land- herinn á ári hverju : England.............kr. 680,000,000 Bússland..............— 550,000,000 Frakkland .... — 400,000,000 þýzkaland .... — 330,000,000 Austurríki og Ungverja- land................— 210,000,000 Ítalía................— 200,000,000 Að England er svo ofarlega á blaði kemur til af því, að kostnaður til hersins á Indlandi, sem yrði að vera með, ef styrj- öld bæri að höndum í höfuðríkjum Evrópu, eru einnig talinn með. Kostnaður þessara sex stórvelda til landhersins nemur þannig á ári hverju kr. 2,370,000,000 (2370 rnilj. kr. !). Og þó er annar herbúnaður enn dýrari. Auk fjárútlátanna er líka mannfólkið, ungir menn á bezta aldri, sem eiga að hervæðast. þegar styrjöld ber að höndum, er haft til taks í fyrsta liðsafnað : á Bússlandi . . . 4,000,000 manna - Frakklandi . . . 2,500,000 — - þýzkalandi . . . 2,300,000 — - Austurríki og Ung- verjalandi . . . 1,250,000 — - Ítalíu............ 700,000 — þetta verður í einum fimm ríkjum 10,750,000 manna! þrátt fyrir hinn ógurlega kostnað er þó landher Englendinga ekki merkilegri en svo, að Englendingar sjálfir telja hann ekki með. Nýja konungsríkið Búmenía getur haft til fyrsta liðsafnaðs 150,000 vígra manna, prýðilega útbúna og ágætlega tamda við herskap allan. Bak við þennan mikla höfuðher stendur svo varaliðið. Bússland eitt getur aukið lið sitt um 2,000,000. Svo eru fjöldamörg smáríki, sem mundu tolla í tízkunni, ef allsherjar-ófrið bæri að höndum, og þó ekki muni mikið um þau, þá er þó þeirra blóð jafndýrmætt og álögurnar á þau ekki síður þungbærar. Svona er nú ástatt. Og þó sýnir allfc þetta hvergi nærri fullkomlega, hvað þessi skálmaldar-bragur kostar árum saman. Enn er sem sje ótalinn herskipastóll allra þessara ríkja. (Niðu>l. næst. Eptir „V. G.“). 'JIL GAGNS OG GAMANS. Hvað jörðin er smávaxin. Flestum finnst mikið til um heim þennan, er vjer byggjum, og margur ímyndar sjer enn það, sem almenning- ur hjelt fyrrum, að sól, tungl og stjörnur sjeu til þess settar á himinhvelfinguna, að lýsajörð- unni og verma hana, og að vjer mennirnir sje- um æðstir allra skapaðra skepna. Til þess að setja mönnum glögglega fyrir sjónir, hver einfeldni þetta er, er nóg að geta þess, að þó að öllu hinu mikla sólkerfi voru, sólinni sjálfri, og jarðstjörnunum Yenusi, jörð vorri, Marz, Júpíter, Satúrnusi, Úranusi og Neptúnusi, með öllum tunglum þeirra og öllu smástirni. væri hnoðað saman í einn hnött, þá eru til himintungl, sem eru miklu stærri en það. það má sjá með berum augum 6000 stjörn- ur; en með sjónauka hefir tekizt að eygja um 40,000,000 himintungla. Margur er enn svo ófróður, að hann ímynd- ar sjer, að sól sú, er lýsirjörð vorri og vermir hana, sje hin eina sól, sem til er. En það eru til fjöldamargar sólir aðrar, og þær jafnvel margfalt stærri en hún, meira að segja 2000 sinnum stærri. En langt er þangað nokkuð, til sumra þessara sólna. Miklum reiknings- manni hefir talizt svo til, að þó að fariu væri sú leið með gufuvagni, eins og hraðast er ekið á járnbrautum, þá mundu ganga til þess 60 miljónir ára! Fiskar í sjó hafðir á gjöf. Á einum stað í Norvegi var tekið upp á þeirri nýlundu í sumar, að stía inni 7000 þorska í þröngu sundi milli tveggja nóta, og hafa þá þar á gjöf. þeir hafa verið aldir á síld eða fiskiúrgangi eða kröbbum ; gefið einu sinni á dag. þegar fiskur hækkar í verði í vetur, á að flytja þá lifandi til Englands, og selja þar. þeir hafa þrifizt vel, ekki drepizt nema einn og , tveir á viku hingað til. (V. O.)

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.