Ísafold - 30.11.1887, Blaðsíða 2
218
2- Frá Khöín 30. júní, og kemur þá á
allar hafnir hjer, sem verið hafa í ferða-
áætluninni að undanförnu, nema Onundar-
fjörð; kemur til Reykjavíkur 23. júlí og
fer aptur 29., á sömu hafnir, nema Bíldu-
dal, og til Khafnar 18. ágúst.
3. Frá Khöfn 6. sept., til Rvíkur 25.,
þaðan aptur 2. okt., en til Khafnar 22.
akt. Skilur þá eptir á leiðinni hjeðan
Reykjarfjörð, Skagaströnd og Húsavík.
þessar ferðir allar fer »Thyra«.
En þar að auki fer »Laura«, sem verður
aðalpóstskip milli Khafnar og Reykjavíkur
eins og áður og með líkri ferðaáætlun,
þrjdr ferðir frá Beykjavík til Isafiarðar
fram og aptur, og kemur við á vestur-
höfnunum flestum. þessar ferðir verða: 2.
maí, 14. júní og 27. ágúst. Rúma viku í
hverri ferð.
Bókmenntafjelagið. Út af tillögum
Reykjavíkurdeildarinnar á fundi 29. júlí þ.
á. viðvíkjandi heimflutningsmálinu hefir
Hafnardeildin á fundi 28. f. m. samþykkt
ályktun þess efnis, að hún geti eigi skil-
yrðislaust fallizt á þær tillögur: um að
öll fjelagsgjöld frá Islandi skuli frá nýári
næsta renna inn til hennar.
Eldsvoði. A Eyrarbakka brann hús
til kaldra kola aðfaranótt hins 19. þ. m.,
veitingahúsið »Ingólfur«, eign J. A. Jacob-
sens gestgjafa. Fólk komst nauðulega úr
húsinu, hálfnakið ; litlu einu af rúmfatnaði
bjargað, en öðru ekki, — ekki einu sinni
peningum eða verðbrjefum. Haldið að eld-
urinn hafi komið af sprungu í reykkáfnum
eða ofnpípunum við hann neðan til í hús-
inu. Með miklum dugnaði tókst að verja
timburhúsin í kring, með votum seglum,
og var þó ekki nema 2J fet á milli stytzt,
en það var áveðurs. — Allt var vátryggt,
bæði húsið og innanstokksmunir, fyrir 2
árum.
Skipstrand. Norður á Melrakkasljettu
strandaði snemma í f. m. danskt kaup-
skip, hlaðið nauðsynjavörum til Borðeyr-
ar, til V. Bryde. Var það bagalegt mjög
fyrir Strandamenn og Húnvetninga, en
hvalreki fyrir þingeyinga, ef svo er, sem
borizt hefir af stranduppboðinu, að mat-
vörutunnau óskemmd hafi fengizt fyrir 2
kr. og annar varningur eptir því svona
upp og ofan.
Mannalát og slysfarir. Presta-
skólakandídat porsteinn Bergsson frá Valla-
nesi andaðist 27. þ. m., úr taugaveiki.
Skiptapi varð í ólafsvík 16. þ. m.,
drukknuðu 5 menn í fiskiróðri, rjett komn-
ir að lendingu, í stórviðri, en hinum 6.
varð bjargað. Formaður var Einar Magn-
ússon, ættaður úr Bjarneyjum. Nafn-
greindur er og annar meðal hinna drukk-
nuðu, Erlendur Hjálmarsen prófasts frá
Hítardal.
Útlendar frjettir.
Khöln 11. nóv.
Yfielit ástands í Eveópu. Friðinum
er borgið—svo segja nú allir—og úlfurinn
dyggilega í dróma keyrður. Svo þykir þar
helzt unnið, er bandalag er gert með þrem-
ur stórveldum, þýzkalandi, Austurríki og
Italíu, en England talið búið til fylgis, ef
í óvæni snýst. »Okkur hefir ekki heldur
komið annað til hugar, en að halda frið
við alla«, segja Rússar og Frakkar—og þá
eru allir orðnir samróma og á einu máli.
En allir bæta við í sömu andránni: »011-
um oss er skylt að halda Berlínarsáttmál-
anum órofnum á Bolgaralandi, og láta þann
einn komast þar til valda, sem oss og sol-
dáni kemur saman um.« En svo eru
bandaveldin þar sjer um mál, þegar svo
er að kveðið : »A Bolgaralandi verður öllu
fremur að hlynna að sjálfsforræði landsbúa,
og þar má enginn (ekkert ríki) taka fram
fyrir hendurnar á öðrum !« Vera má, að
Rússakeisara þyki ráðlegast að heita hjer
öllu fögru, þegar hann innan skamms legg-
ur leiðina heim til sín um Berlín frá Dan-
mörk. Já, friðinum er þá betur borgið, en
þá til fulls, þegar öllum hefir komið sam-
an um Bolgaramálið.
Danmöek. I þetta skipti flýtti stjórnin
sjer að leggja fjárlögin »póvísórisku« til
umræðu, en þeim hrundið þann 19. okt.
Daginn á eptir þingi frestað til 5. des.
f>ó vinstrimenn viti, að sundrung þeirra
og deilur gegni sízt góðu, harðna þær dag
af degi. Berg stendur nú nokkuð einmana
á þinginu, og er kominn úr forustunefnd
vinstri manna, en á þó ekki fáa að baki
sjer meðal kjósenda út um landið, sem
baldaenní »visnunar«-kenningarna.r gömlu.
Hinir — Holsteinn frá Hleiðru, Högsbro,
Hörup o. fl. — segja : »Við viljum ræða
þau nýmæli, sem landið þarfnast, og við
gerðum það í fyrra; við viljum seilast
sem lengst til, að fjárlögin nýju nái lög-
heimild; við viljum leita samkomulags við
stjórnina, en engra sátta um óheimildarlög
hennar«, o. s. frv. »En þetta er einmitt
sáttaleit !«, segir Berg; »það er meira, það
er heigulskapur, það er flótti og brottvarp
vopna!« Hann segist líka vilja láta ný-
mæli rædd, og fjárlögin sjálf;—en jákvæða
fjárlögum handa þeim Estrúp, það segist
hann aldrei gera. f>etta þykir hinum kyn-
leg kænska, enda myndi að litlu haldi
komaog mælast ekki vel fyrir til lengdar.
Búizt við, að nýtt neikvæði hafi í för
með sjer þiugslit til nýrra kosninga. —
Vinstri menn öruggir að vísu, en þó er
sem leggist í marga, að fylking þeirra muni
Iþynnast við nýjar kosningar.
Ættmenni og venzlafólk konungs vors
mundi nú allt á burtu, ef margir, einkum
ungviðið, hefði eigi sýkzt af mislingum.
Flestir nú albata.
Drottning vor farin til f>yri dóttur sinn-
ar í Gmúnden, en barnburður þar í vændum.
Látinn er presturinn og skáldið Valde-
mar Thisted. Af skáldsögum hans má
nefna »Breve fra Helvede« (1866), sem þótti
mesta nýmæli á sínum tíma. Enn má
þess geta, að látinn er Vilh. Christoffer
Crone (18. okt.), er lengi var lögreglustjóri
í Khöfn.
Noeegue. Ur breytingu ráðaneytisins
hefir ekkert orðið að svo komnu. Kon-
ungur kom til Kristjaníu í fyrra hlut októ-
bermánaðar, og þá báðust nokkrir iirgöngu
úr ráðaneytinu, en ljetu þegar að orðum
konungs, er hann bað þá sitja kyrra. —
Hvað í gerist, þegar á þing er gengið, er
bágt að segja, en vandlætisblöðin halda
áfram að brýna fyrir Norðmönnum, hve
mjög sje farið að bera út af þingstjórnar-
leiðinni.
Björnstjerne Björnson, sem lengstum hef-
ir verið í París síðustu árin, er nú kominn
til Kristjaníu, og mun ætla að vera þar
vetrarlangt eða lengur.
Svíabíki. Sem til var getið, báru frí-
verzlunarmenn sigur úr býtum (191 móti
173), en áttu honum skamrna stund að
fagna. I borgum Svía eru fulltrúar þeirra
kosnir í einu lagi (og í Stokkhólmi 22;
sjá Isaf. 49. tbl. þ. á.). Nú urðu þeir
meinbugir uppgötvaðir, að einn hinna ný-
kosnu átti borgarstjórninni 11 krónur ó-
borgaðar, — fyrir yfirsjón eða gleymsku
beggja handa. Við þetta varð kosning
allra þeirra ónýt, samkvæmt kosningarlög-
um .Svía, en þeir skulu ganga til sæta í
staðinn, sem næstir urðu að atkvæðafjölda.
Auðvitað, að þessir menn eru allir af hinna
flokki. Hjer varla annað til úrræða fyrir
stjórnina, en víkja frá völdum eða slíta
þingi til nýrra kosninga, ef hana brestur
lið til fylgis.
Vjer getum þess hjer, að frægðarsöng-
konan sænska Jenny Lind er dáin (2. nóv.).
Feyja grjet gulli, Jenny Lind söng það
sjer í skaut; en af stórauði sínum hefir
hún varið afarmiklu fje til nýtustu stofn-
ana á ættlandi sínu og annarstsaðar.
England. Englendingar og Frakkar hafa
samið með sjer, að gera Súezeiðið eða
leiðarsundið um það svo friðinum helgað,
að herskipum og her3endingum eru þar
leiðir bannaðar, ef til ófriðar er farið, og
viðureignin stendur með þeim þjóðum, sem
þann sáttmála samþykkja. Hjer verða
aðrar Evrópuþjóðir á að fallast, og á sömu