Ísafold - 30.11.1887, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.11.1887, Blaðsíða 3
219 vísu skal landgeiri helgaður fram með sund- inu og þar skipað á vörð liði frá ýmsum Evrópuþjóðum. Englendingar ljetu hjer helzt undan, en Frakkar vilnuðu svo í á móti, að þeir játuðu þeim heimildum og frumrjétti, sem Englendingar hafa eignazt á Hebriðeyjum nýju, og kvöddu þaðan á burt varðlið sitt. Salisbury hefir nýlega skýrt frá, að Ey- júb jarl hafi gefið sig Iridlandsstjórn á hendur. Stjórnin, lið hennar og þjónar eiga nú ærið að vinna á Irlandi, og á mörgum stöð- um verður ekki sjeð við forboðuðum fund- um, t. d. á náttarþeli. Víða lendir í barn- ingum og róstum, en sumstaðar fara sam- særismenn, t. d. grímumenn, sem »tungl- skinssveinar« nefnast, fram öllum ráðum sínum og veita sumum grimmilegar heim- sóknir. O’ Brien (ritstjórinn, sjá Isaf. 19. okt.) og annar maður Mandeville að nafni, sitja nú í því hegningarvarðhaldi, sem þeir voru dæmdir til, því skýrskotun til æðra dóms varð þeim ekki að björg. Sagt, að Brjánn hafi þverneitað að færast í bandingjabún- ing, hvað sem eigi að kosta. Gladstone hjelt fyrir 3 vikum langa ræðu í Nottingham, og sagði meðal annars, að nú þyrfti enginn að efast um málefni lr- lands, því frelsisvinir á Englandi hefðu »letrað það á fána sinn«; en þeir hefðu þó ávallt hrósað sigri að lyktum. Síðan í miðjum október hefir næstum hvern dag brytt á óspektum í Lundúnum, og lögregluliðið mátt ávallt hafa á spöðun- um. það voru atvinnulausir og bjargar- lausir verkmenn, sem streymdu til funda á Trafalgartorgi eða annarsstaðar, en ætíð nóg af skríl og vesaldarlýð til að fylla þar þyrpingar. Nú hefir löggæzlustjórinn lagt bann fyrir þau fundahöld á torginu, en ráðstafanir gerðar til bjarga og húsnæðis þeim aumingjum, sem lögðust fyrir til svefns á strætum og torgum, og hypjuðu sig í tötrum sínum Frakkland. Lengi búizt við, að losazt kynni um Bouvier og ráðaneyti hans þeg- ar þingið tæki aptur til starfa, því honum mundi erfiðast að gera menn ánægða með fjárhagsmálin og finna þar hagkvæm iir- ræði. En hjer varð annað í efni, sém hefir ætlað að koma öllu á ringulreið bæði á stjórn og á þingi. það er í stuttu máli þetta: Snemma í október komu upp þær hneyxla- sögur um tvo hershöfðingja, að þeir hefðu til fjefanga selt og útvegað mönnum orðu- krossa og aðrar virðingar. Sumir svo orðu- þyrstir, að þeir hafa gefið fyrir þær 100,000 franka(!). Annar þeirra manna heitir Caffarel og er annar formaður hershöfðingjaráðsins, en hinn d’Andlau, í öldungadeildinni meðal keisaravina. Með báðum konur í brögðum, þau frúkvendi, sem kalla má gangi með grímur í stórborgunum, hafa mikið um sig og koma vel til allra vjela. D’Andlau strokinn á burt, Caffarel svipt- ur öllum virðingum. Mikið fum á þinginu, uppþotamál og uppljóstrar í öllum blöðum. •Svona er hávegafólkið okkar!« sögðu þau. Grunur sjer í lagi leiddur að Wilson, þing- manni og tengdasyni Grévys forseta. Hann hefir mikið um sig til fjárgróða, hefir búið í höll tengdaföður síns, og ásamt konu sinni staðið fyrir brjefaskriptum, svörum bænarbrjefa og annara brjefasendinga fyrir forsetann. A þeim brjefum frímerkjastip- ill forsetans, en nú borið á Wilson, að hann hafi haft síimpilinn á brjefum sjálfs sín, og haft svo af ríkinu. »Beynist svo, þá skal jeg það bæta«, segir Wilson, og hefir sent Bouvierfjármálaráðherranum 40,000franka. I þingórunurn ráðið að setja rannsóknarnefnd, sem á að rekja allan athafnaferil stjórnar- innar frá 16. maí 1877. »Lokleysuráð!« segja nú sum blöðin, og taka nú þegar fram, hve Frökkum hætti við að verða flumósa, og þau hugga sig við, að öllum muni skjótt leiðast reksturinn, svo árang- urslítill sem hann hljóti að verða. Sá er enn dilkur þessarar sögu: Boul- anger hafði komið Caffarel í það embætti, sem nefnt var. Honum varð hverft við tíðindin frá París, og hraut honum svo eitthvað af munni, sem hermálaráðherrann vildi, að hjer skyldi eitthvað á sjer skella. þetta í blöðum borið. Boulanger gekkst við, og því dæmdur til 30 daga varðhalds. Slíku hefði enginn trúað, ef spáð hefði ver- ið fyrir ári. !>ízkaland. Keisaranum gamla verður nú opt kvellisamt, og þó öllum verði bylt við þau tíðindi, eða svo sje látið, þá verður mönn- um öðruvísi hverft við hitt, er af fleiri sögum þykir mega ráða, að krónprinzinum sje þó meiri hætta búin af hálsmeini sínu, en læknarnir hafa ætlað. Hann er nú suður á Italíu, og auk Maekenzies hafa til- kvaddir læknar frá f>ýzkalandi fanð suður til hans. Talað um nýjan eitil neðar í kokinu. Eptir Kolnoky kom til Bismarcks í Friedricksruhe Crispi, stjórnarforseti Italíu- konungs. Eptir fundinn (í byrjun okt.) var engri huldu drcpið á, að hjer var til fulln- aðar ráðið sambandsgerðinni með Ítalíu, þýzkalandi og Austurríki. Kolnoky hefir sýnt fram á í ríkisdeildanefndunum (»dele- gatíónunum«), hver trygging þjóðafriðinum hjer væri fengin, en bent þó á um leið, að engu mætti fulltreysta, fyr en betur væri búið um hnútana á Bolgaralandi. Crispí talaði borginmannlega um ferð sína, í veizlu, sem honum var haldin í Túrín á heimferðinni. »Menn ætla sjálf- sagt að það sje einhver samblástur«, sagði hann,»sem farið hefir fram í Friedrichsruhe. Bjett að vísu, en hann gerður þjóðafriðin- um til styrks og uppihalds«. I niðurlagi ræðu sinnar fórust honum svo orðin: »ítalía hefir aldrei gert við neina svo traust og al- úðlegt bandalag, sem nú er ráðið, aldrei hlotið aðra eins viðurkenning og aldrei þá trygging fyrir hagsmunum sínum og rjett- indum. ítalfa krefst, að aðrir beri fyrir sjer bæði virðing og ótta«.—Auðvitað, að banda- menn treysta því, að ægiskjöldur sinn aptri ófriðar8eggjunum. Italía. Innan skamms ætla ltalir að halda með 24 þúsundir hermanna Abessin- ingum á hendur. Fyrir hernum liershöfð- ingi, sem San Marsano heitir (greifi). Bolgaraland. Hjeðan bera sagnir ekki annað en að allt fari skaplega. þingmenn sitja að málum sínum, furstinn verður vin- sælli því lengra sem fram líður, og það virðist sem vinir Bússa sjeu farnir að heykj- ast. Að minnsta kosti fórust Kalnoky svo orð um Bolgara, að svo margt sýndi, hvern- ig þeir væru farnir að taka sjer fram í þegnskap og þjóðþrifnaði. Ameríka. Cleveland hefir ferðazt ásamt konu sinni um vesturhluta Bandaríkjanna og haft alstaðar mestu fagnaðarviðtökur. þar sem hann staðnæmdist eða ók um stræti, þusti fólkið að og varð hann þá að taka í hendina á mörgum þúsundum manna, —9000 á viðtökufundi í St. Louis. 50 ár síðan Chicago reis upp sem vísir mikillar heimsborgar. þess skyldi hátíðlega minnzt, en þeir menn tóku sig saman um hátíðahöldin, sem vildu hafa gagn af þeim um leið og taka nokkuð í aðra hönd. það skyldi vera eins konar hersýuing: hernaðaríþróttir sýndar, vofnfimi o. s. frv. Boð send til Evrópu,og ef oss minnir rjett ókeypis ferð boðin. Oðrum leizt hjer ekki á bliku en Norðurlandahermönnum, og af þeim fóru ekki svo fáir vestur, bæði foringjar og undirliðar. Viðtökurnar hin- ar ljúfustu, einkum hjá löndum þeirra, en þegar til herskálans mikla kom, þar sem margar þúsundir rnanna voru saman komn- ar og höfðu borgað drjúgan inngöngueyri, sáu þeir, að þeir voru í raun rjettri á trúð- stöð staddir. Við þetta duttu brátt gull- hringirnir af hátíðinni í augum aðkomu-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.