Ísafold - 01.12.1887, Side 2

Ísafold - 01.12.1887, Side 2
222 Hallærisgjafir frá Ajneriku. Með síflasta póstskipi voru biskupi sendar af fjelagi ís- lenzkra kvenna í Winnipeg í Canada, er nefnir sig „Fjelag íslands dætra í Wmnipeg11, 418 kr. 69 a., sem kveðst hafa safnað fje þessu, er fregnin um yfirvofandi hallæri barst frá fóstur- jörðunni síðast liðið ár, í þvi skyni að gjöra ofurlitla tilraun til að rjetta að minnsta kosti nokkrum af þeim mest nauðlíðandi hjálparhönd. Fje þessu hefir biskup ráðstafað að fyrirlagi gefandanna til sjera E. 0. Bríms á Höskulds- stöðum, sem með öðrum fleirum mun sjerstak- lega eiga að útbýta því meðal ekkna þeirra manna, er drukknuðu á Skagaströnd síðast liðinn vetur. f>essi gjöf, sem gefin er af góðum hug, kem- ur þar niður, sem mikil er þörfin fyrir. Ekkjur þessar fengu og í sumar 60 kr. styrk af sjóði fátækra ekkna á Norðurlandi, sem hiskup hefir umráð yfir. í sjálfheldu. Ymislegt hefir verið í dönskum blöðum í haust viðvíkjandi stjórnarbaráttu vorri við Estrúps-ráðaneytið, mest þó brjef hjeð- an, eða stíluð hjeðan, frá báðum hliðum,— í Morgunblaðinu og Politiken frá voru sjón- armiði, en Nationaltid. og Dagblaðinu frá stjórnarinnar sjónarmiði. Frjettaritari Dag- blaðsins kveður Politiken upp úr um, að sje Dr. J. Jónassen, og Nationaltíðindanna biskupinn. í Nationaltíð. var 3. okt. grein um Fens- marksmálið, er Morgunbl. eignar íslenzka stjórnarráðinu beinlínis eða óbeinlínis, og er þar hrósað happi yfir því, að alþingi geti eptir íslenzku stjórnarskránni 3. gr. ekki lögsótt ráðgjafann nema fyrir stjórn- arskrárhrot, þar sem eptir grundvallarlög- um Dana ábyrgð ráðgjafa gagnvart þinginu nái til alls þeirra stjórnaratferlis. Segir höf. greinarinnar meira að segja, að ábyrgð ráð- gjafans gagnvart alþingi hafi verið »af ásettu ráðin þannig takmörkuð í stjórnarskránni. þessari grein var svarað í Morgunbl. af Islendingi í Kaupmannahöfn. þá kom aptur svar frá stjórnarinnar hálfa í Natio- naltíð. 31. okt., og er þar ítrekað, að al- þingi geti alls ekki lögsótt ráðgjafann í þessu máli, þó það aldrei nema hefði á rjettu að standa að efninu til: það hafi ekki heimild til þess eptir stjórnarskránni. Morgunbl. segir nú, í ýtarlegri ritstjórn- argrein um málið 5. nóv., að sje svo, sem haldið er fram frá hálfu stjórnarinnar, að alþingi geti ekki gert ábyrgð gildandi gegn ráðgjafanum, jafnvel þótt hann hefði í raun og veru gert sig sekan í því, að vanrækja mjög skyldu sína (eptirlitsskylduna við Fensmark), af því að hin íslenzka stjórn- arskrá hafi »a/ ásettu ráði» verið þannig orðuð, að þess væri enginn kostur, — þá sýni þetta skýrt og greinilega, að það sje ekki ófyrirsynju, er Islendingar vilja fá stjórnarskrána endurskoðaða. Blaðið bendir á, að í konungl. auglýs. 2. nóv. 1885 sje stjórnarskráin talin svo fullkomin, að engin von sje um að henni fáist breytt, og í brjefinu, sem stjórnin ljet skrifa fyrir sig í Times í fyrra (sjá Isaf. 5. jan.), standi, að stjórnarskráin íslenzka þræði nákvæmlega dönsku grundvallarlög- in — — og veiti yfir höfuð svo mik- ið frelsi, sem frekast sjeu dæmi til í nokkru ríki í heimi. En nú sje þessari grein í Nationalt. hælzt um, hvað stjórn- arskráin sje ófullkomin og að í hana vanti nauðsynlegar ákvarðanir, sem sjeu í hinum dönsku grundvallarlögum. par með hefir stjórnin hneppt sig í sjálf- heldu. Blaðið kveðst með engu móti fá sjeð, hvernig það ætti að geta verið ósamrými- legt við stjórnarskipun ríkisins, eins oghún er nú, að ráðgjafinn fyrir Island beri ó- takmarkaða ábyrgð stjórnarframkvæmda sinna gagnvart alþingi. það sje vissulega hart, ef Islendingar sjeu rjettlausir gagnvart hverri ávirðingu, sem stjórnin kynni að gera sig seka í við þá, og eigi því fram að fara til lengdar, þá megi Danir fara að taka sjertil íhugunar það,sem Times sagði í fyrra, í sept., í ritstjórnargrein sinni um stjórnar- skrármálið íslenzka, að þeir mættu vara sig á, að ekki bæri hjer að sama brunni sem með Hertogadæmin, og vakti jafnframt athygli á því, að Islendingum væri miklu hentugra að hafa verzlunarviðskipti við Skotland, heldur en við Danmörku.--------— »Og nú, þegar sjálf stjórnarblöðin eru farin að játa það og sýna með rökum, hversu hinni íslenzku stjórnarskipun er á- bótavant, án þess að vilja þó láta nokkra vitund undan rjettlátum kröfum Islendinga um endurskoðun á henni, þá getum vjer eigi bundizt að vekja athygli á því, hversu hættulegt slíkt háttalag getur orðið fyrir einingu ríkisins.-----þó ekki væri annað en að íslenzka verzlunin gengi undan Dan- mörku og færðist til Englands, þá væri það bæði fjárhagslegur skaði fyrir Dan- mörku, og mundi líka veikja það band, sem fjörug verzlunarviðskipti hlytu að tengja milli landanna (íslands og Danmerkur) og verða þar með iangt um skaðlegri fyrir einingu ríkisins, en þótt ráðgjafinn fyrir ísland bæri ábyrgð fyrir alþingi á stjórn- arathöfnum sínum. það er því vonandi, að eins og menn nú hafa frá hálfu stjórnarinnar sjeð og ját- að, galla hinnar íslenzku stjórnarskrár, þá mun hún sjá bráðlega, að það er ríkinu og eining þess fyrir beztu, að hún standi eigi lengur í móti endurskoðun stjórnar- skrárinnar«. Miðveldasambandið og friðurinn. Frá f'rjettaritara ísaf. á Englandi, 9. nóv. Hvervetna ríkir friður; en allir leiða endalausar getur að því, hvernig úr muni ráðast máli Ferdinands Búlgaraprins eins vegar, og hins vegar úr hinu ný-tryggða sambandi miðveldanna: þýzkalands, Aust- urríkis og Italíu. Ekkert þeirra velda, sem skrifuðu undir Berlínarsamninginn, hefir viðurkennt Ferdinand svo sem löglegan jarl Búlgara. Kalnoky, fyrsti ráðgjafi Austur- ríkis, hefir lýst yfir því opinberlega, að í mál Búlgara geti ekkert eitt stórveldanna skorizt út af fyrir sig. Orð hans flytja sameiginlegan vilja sambandsveldanna, og þýða það,að Rússum,sem hata Ferdinand og allt hans athæfi allt eins beizklega eins og þeir hötuðu Alexander af Battenberg, verði eigi leyft að skerast á nokkurn hátt í stjórnarmál Búlgara. jpessu hafa blöð Bússa tekið ærið þunglega, þyngst stjórnar- blöðin. Bússarvita það,að undir þessu ligg- ur samantekið ráð miðveldanna, að halda við friði og spekt á Balkanskaga allt er verður, meðan þau eru að fá smáveldin þar í| máldaga-bundna heild (confederation) til að halda friði sjálfra sín milli, og að verj- ast með sameiginlegum kröptum gegn ytri óvinum, er blanda vilji sjer í innanlands mál þeirra—þ. e. Bússum. þetta tekur Bússa sárara en svo, að þeir geti staðizt það til lengdar. það þýðir það, að láta Balkanlöndin fá næði til að taka tryggð við þjóðlega stjórnarskipun undir eptirliti þjóð- kjörinna þinga, ráðherraábyrgð fyrir þingi o. s. frv., sem eru frumskilmálar fyrir því, að þjóðir skilji, að þær sjeu þjóðir. En fyrir því, að þessi smáu Balkanríki eru slafnesk að meginhluta, og alslafa-stefna Bússa er nú orðin svo föst, að hana stöðv- ar ekkert nema stórkostlegar ófarir í hern- aði, þá vilja Bússar með öllu móti koma í veg fyrir, að þau fái að njóta sín til að komast á þessar þjóðlegu laggir heima fyr- ir, sem hlytu að gjöra sameininguna við Bússland alveg ómögulega, nema með því óyndisúrræði, að vinna þau öll herskildi og innlima þau, undir feiknstöfum sverðs og fallbyssu, í ríki, þar sem eins manns á- byrgðarlaus vilji er allsherjarlög. I þessu

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.