Ísafold - 01.12.1887, Page 3
223
tilliti er því »miðveldasambandið« allt annað
en friðarsamband til nokkurrar frambúðar.
Kalnoky jarl sagði, í fyrra dag, að friði
Norðurálfunnar væri eiginleg hætta búin úr
annari átt en frá Búlgaríu, og það væri
gegn þessari hættu.sem miðveldasambandið
væri öruggasti vörðurinn. þetta vita allir
og segja allir opinskátt, að sje stýlað gegn
því launsambandi, sem allir eru fullir af,
þó fæstir viti með vissu—nema líklega
Bismarck og launþjónar hans í Pjetursborg
—að komið sje á milli hinna beizkustu og
skæðustu óvina, sem þýzkaland á: Bússa
og Frakka. Blöð beggja þessara þjóða eru
mjög samdóma um endurnýjung miðríkja-
sambandsins. Bússar hamast á Bismarc.k,
að hann sje að draga saman fjandskap
móti sjer; Frakkar á ítölum, að þeir sjeu
að greiða sjer ill fósturgjöld fyrir það, að
Frakkland hafi lagt í sölur líf og fje til
frelsis Italíu undan ánauð Austurríkis, ekki
alls fyrir löngu. Svo kemur blað Bismarcks
(Norddeutsche Zeitung) með þá stuttu og
snubbóttu athugasemd, að á hinu »hjáleita
fóstbræðralagi Franka og Moskóvíta geti
sjáandi menn eigi villzt«.
Bússakeisari situr enn í Höfn, teptur
sökum mislinga, er börn hans hafa legið í
á Fredensborg. það hafa orðið mestu
skrafræður um það hjá Bússum, hvaða veg
hann skyldi velja til heimfarar nú, er ísa-
lög á rússneskum höfnum fyrir kveða, að
hann geti horfið heim sjóveg. Og þar hefir
komið helzt niður ræðum Bússa, að það
væri hlutur, sem ekki væri komandi nærri,
að hann færi að leggja leið yfir þýzkaland.
Skárra væri þó að fara yfir Svlaríki og
Finnland; enda væri um enga aðra vegi að
ræða, er farandi væri með börn nýstigin
upp úr sótt. þetta alvarlega spursmál hefir
hirð keisarans verið að velkja sjerí huga
í meira en 3 vikur. Nú er því þó loksins
hrundið það fram á leið, að keisarinn hefir
tilkynnt þýzkalandskeisara, að hann muni
koma við í Berlín á leiðinni heim. En
jafnframt er það auglýst í rússneskum
blöðum, að viðstaðan í Berlín geti enga
»pólitiska« þýðingu haft, því enginn ráð-
herra keisarans verði með honum; og þyk-
ir þjóðverjum það viðhafnarlítil viðkoma.
11. nóv. Stórtíðindum þykir það sæta
um alla Norðurálfuna, að í fyrra dag, 9.
þm., ljet ríkisbanki þýzkalands það boð út
ganga, í nafni rfkiskanzlarans, sem er
fyrsti forstjóri bankans, að hjeðan af lánaði
bankinn enga peninga út á nein rússncsk
veðbrjef nje tæki þau í lúkningu skulda.
Hrun rússneskra veðbrjefa varð fjarskalegt
í svipinn, og ekki fyrir það sjeð enn. í
gær fylgdi einn með stærstu privatbönkum
þýzkalands (Seehandlung) samadæmi. þessi
tiltekt ríkiskanzlera, rjett áður en »alvaldur
allra Bússa« kemur í kynnisferð til
Berlínar, þykir Bússum »óskiljanleg«, »óaf-
sakanleg«, en annarsstaðar um alla Norður-
álfuna þykir hiin »voðaleg«. »þetta er
fyrsta stigið«, segir ’Journal des Debats(,
»sem þrívelda-sambandið hefir gert hinum
þýzka kanzlera fært að stíga fram, til að
áreita nágranna sína. það á mörg fyrir
aptan sig, ef sambandið heldur«.
Fyrirspurnir um landskjálpta.
1. Hvaða dag og á hverjum tíma dags kom
kippurinn ? Bezt er að tímaákvörðunin
sje sem allra nákvæmust.
2. Hvar var sá, sem eptir jarðskjálftanum
tók, á hvaða bæ, í hvaða byggðarlagi,
úti eða inni ?
3. Hver er jarðvegur undir athugunarstaðn-
um ? (fastar klappir, hraun, sandur,
mold o. s. frv.). Ef jarðvegurinn er
laus, hvað er þá langt niður að föstu
bergi ?
4. Hve lengi stóðu jarðskjálftarnir, hve
margir voru kippirnir og hve langt var
á milli þeirra ?
5. Hvernig var jarðskjálftinn, fannst eða
sást nokkur hreyfing á jörðu (kippur
eða högg að neðan, hægt rugg, bylgju-
hreyfing, hristingur o. s. frv.)? Ef kipp-
irnir voru margir, var þá hreyfing allra
eins ?
6.1 hverja átt gengu hreyfingarnar og
hvaðan komu þær ?
7. Hve lengi stóð á hverjum kipp og fannst
nokkur smátitringur á eptir og hve
lengi ?
8. Hver áhrif hafði jarðskjálftinu ? I hvaða
átt fjellu lausir hlutir, og hve stórir
hlutir hreyfðust ? I hvaða átt lágu þeir
veggir, sem - hangandi hlutir hreyfðust
á ? Til hverrar hliðar hallaðist vatn
eða annar lögur í skjólum, tunnum eða
lömpum ? Hvernig voru sprungur í
húsum, á ís eða í jörðu " í hverja átt
gengu jarðsprungur, hiti í þeim, hófst einn
barmur meir en annar, hve langar voru
þær og breiðar, hve lengi hjeldust þær
opnar, hver breyting varð á gömlum
sprungum? Sigu nokkrar landspildur,
mynduðust nokkurstaðar gígir eða jarð-
föll, og hvernig voru þau? Varð á und-
an eða eptir vart við eldgos eða ösku-
fall ? Varð nokkur kreyting á hverum,
laugum, brennisteinsnámum eðavellandi
leirpyttum ?
9. Var þessi jarðskjálfti nokkuð ólikur
öðrum jarðskjálftum, sem þjer hafið orðið
varir við áður ?
10. Heyrðist nokkur hvinur í lopti, eða brak
eða dunur neðanjarðar, og hvernig var
því varið ? Komu dunur á undan eða
eptir jarðskjálftanum, hve lengi stóð á
dununum í samanburði við jarðskjálft-
ann ?
11. Hvernig var veðráttufar á meðan á jarð-
skjálftanum stóð, sást nokkur hræðsla
eða órói í skepnum, varð nokkurbreyt-
ing á uppsprettum eða brunnum?
12. Sást nokkur sjerstök breyting á vötu-
um eða sjó? Dróst sjórinn frá strönd-
inni og kom snögglega aptur? Gott væri
að fá að vita um slíkar óvanalegar hreyf-
ingar á sjó, jafnvel þó menn ekki yrðu
varir við jarðskjálfta um leið, og hve
nær þær urðu.
13. Hafa menn orðið varir við hægan titr-
ing á undan eða eptir jarðskjálftanum
og á hverjum tíma ?
14. Nær var tekið eptir jarðskjálftanum á
öðrum bæjum, og hver skaði varð af
honum á landi, húsum, mönnum og
skepnum? Hvar voru kippirnir harð-
astir og blíðastir? Yfir hvaða svið varð
vart við jarðskjálftann ?
15. Getið þjer nefnt mjer nokkra aðra menn,
sem gætu og vildu gefa upplýsingar um
jarðskjálftann ?
Beykjavík, 21. nóvember 1887.
Jporvaldur Thoroddsen.
Spurningar þessar væri vænt, ef hinir heiör-
uðu ritstjórar annara blaða hjer á landi vildu
gera svo vel að birta í blöðum sínum. p. Th.
y IL GAGNS OG GAMANS.
Mdlvjel Edisons. Ein af hinum frægu
uppgötvunum Edisons er málvjel (hljóm-
riti, Fonograph), er hann gerði fyrir 10
árum, þannig löguð, að ef maður talar f
vjelina, þá hefir hún upp aptur það, sem
talað hefir verið, hve nær sem vill, og eptir
hvað langan tíma sem er; þarf ekki ann-
að en snúa henni með sveif. En óskýrfc
talaði hún, og var að öðru raunar ekkí
svo fullkomin, að hennar gæti orðið al-
menn eða veruleg not. Eða svo segir
Edison sjálfur nú. Frjettaritari frá ensku
blaði hefir átt tal við hann í haust út af
því, er heyrzt hafði, að E. hefði nú tekizt
að gera vjel þessa svo fullkomna, að undr-
um sætir.
Edison sagði svo ;