Ísafold - 07.12.1887, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.12.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (6o arka) 4 kr.; erlendis5kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir l.okt. Afgreiðslu- stofa i tsafoldarprentsmiðju. XIV 57. Reykjavík, miðvikudaginn 7. desbr. 1887. 125. Innlendar frjettir. 126. Um heyásetning. 127. Hitt og þetta (nýtt sprengiefni). Augl. Brauð ný-losnað . Sandfell 28/„ . . . 779. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag jkl. 1—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. [ 2—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóður Rvikur opinn I. mánud. í hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganirí Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen Nóv. Des. [ Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttujum hád. fm. em. fm. em. M.30. -i- 5 + 2 28,8 29, Sv hv b Sv hv d F. fl. -1- 4 - 2 28,4 29. V h b 0 b F. 2. -r- 4 - 5 29,2 29,2 0 b O b L- 3- -T-ÍO - 5 29,4 29,6 N h b N h b S. 4. -7-10 - 5 29,4 29,1 A h d A h d M. 5. -7—IO - 9 29, 29, N h d Sv h d í>. 6. -V 9 - 6 29.1 29,1 N hv b N hv b Talsverð ókyrrð hefir verið á veðri þessa vik- una ; hann hefir snúizt úr einni átt i aðra á .sama sólarhringnum ; við og við hefir hann verið við norðanátt. 4. var hjer hvasst austanveður og dreif J)á niður talsverðan snjó; 5. hægur á norðan dimmur, og i dag 6. hvass á norðan og bjartur í lopti. Beykjavík 7. des. 1887. Póstskipið Laura lagðiaf staðhjeð- an til Hafnar aðfaranótt hins 3. þ. mán. Með því fór konsúl G. W. Spence Pater- son, kaupmennirnir J. O. V. Jónsson frá Evík og Markús Snæbjarnarson frá Yatns- eyri, hinir norsku vegavinnumenn þrír, er hjer hafa verið í sumar, o. fl. Gufuskipið Miaca kom hingað 1. þ. mán. að kvöldi, frá Skotlandi, en hafði komið við á Seyðisfirði. það fór aptur í fyrri nótt til Skotlands, með nær 1000 fjár, er Slimon átti hjer eptir í geymslu—hrak- ið og hálfhorað orðið af hagléysum og næturkuldum—. Coghill fór og með þessu skipi. Miaca ætlaði síðan jafnharðan aðra ferð til Seyðisfjarðar, að vitja þar fjárfarms, er eptir var.—Svo kvað og vera von á því um miðjan vetur til Stykkishólms, með nauð- synjavörur. Vangoldin árgjöld af brauðum. Landshöfðingi hefir með brjefi 14. sept. þ. á. lagt fyrir stiptsyfirvöldin að gera alvar- lega gangskör að því, að hlutaðeigandi prestar greiði tafarlaust vangoldin árgjöld og sjerstaklega skipað þeim að lögsækja prestana á Stað á Reykjanesi, Völlum í Svarfaðardal, Saurbæ í Eyjafirði og Lauf- ási, er hafi sýnt stórkostleg vanskil, ef þeir verði eigi innan stutts frests búnir að greiða landsjóði að fullu skuld sína. Hin óloknu árgjöld af brauðum, talin til fardaga þ. á., námu þegar landshöfð- ingi skrifaði brjef þetta, samtals rúmar 6000 kr., frá þessum 11 brauðum : 1. Hofi í Vopnafirði .... kr. 961 2. Valþjófsstað...................— 250 3. Saurbæ á Hvalfjarðarströnd — 75 4. Stað á Reykjanesi .... — 1200 5. Vatnsfirði.....................— 150 6. þingeyraklaustri .... — 300 7. Reynistað .....................— 300 8. Völlum í Svarfaðardal . . — 650 9. Grundarþingum .... — 25 10. Saurbæ í Eyjafirði ... — 500 11. Laufási....................— 1600 Laufásprestinum átti að veita uppgjöf á skuldinni í sumar með lögum, vegna þess, að viðlíka mikill tekjustofn og árgjaldinu nemur hafði gengið undan brauðinu með dómi eptir að það var veitt siðast, nefni- lega varphólmi (Neshólmi), en frumvarpið var fellt, og var það óneitanlega talsverð harðýðgi af þinginu, eptir málavöxtum. Sömuleiðis átti að fá lækkað árgjaldið frá Stað á Reykjanasi um helming, úr 400 kr. niður f 200, af þeirri ástæðu, að það var fyrir tóma vangá, er gengið var frá prestakallalögunum frá 1880 á alþingi 1879, að svona mikið árgjald var látið lenda á því brauði. það átti upphaflega að steypa Garpsdal saman við Staðar- prestakall, og taka síðan þessar 400 kr. frá brauðunum sameinuðum. En svo voru þau slitin sundur aptur á þinginu, en sama árgjaldið látið fylgja Staðarbrauði einu saman, jafnvel alveg óviljandi eða af vangá þess, sem átti að leiðrjetta frum- varpió til prentunar eptir atkvæðagreiðsl- una, er Garpsdalur var frá skilinn. En það sem gerði, að þinginu þótti eigi ástæða til að leiðrjetta þetta í sumar, var, að presturinn, sem nú er á Stað, hafði sótt um brauðið og fengið það með þessu háa árgjaldi, löngu eptir að prestakallalögin voru komin í gildi. Var því hans málstað- ur allur annar að því leyti til heldur en Laufássprestsins. Jarðnæði presta. Jarðnæðislaus prestur einn, síra Hannes L. J>orsteinsson í Fjallaþingum, hafði í vor skorað á hlut- aðeigandi prófast og sýslumannn, að út- vega sjer ábúðarjörð, samkvæmt konungs- brjefi frá 18. apríl 1761. f>eir prófastur og sýslumaður virðast að hafa verið í vafa um, hvort þeir væru skyldir að lögum að verða við kvöð þessari, og gerði sýslumaður fyrir- spurn til landshöfðingja út af því. Landshöfðingi hefir svarað svo 20. okt., að með því að hið tilvitnaða konungsbrjef muni enn vera í fullu gildi, þá beri sýslu- manni ásamt hjeraðsprófasti og tveimur valinkunnum mönnum að gjöra það sem í þeirra valdi stendur til að útvega prestin- um ábúðarjörð í sóknum hans, á þann hátt, sem nefndur er í áminnztu konungs- brjefi: leiguliði skyldur að standa upp fyrir presti, nema hann hafi setið jörðina vel í 20^ár eða meir, o. s. frv. Skólaröð. I eptirfarandi skólaröð í Reykjavíkur lærða skóla í byrjun þ. m. tákna svigatölurnar fyrir aptan nöfnin öl- musustyrk þann, er piltum hefir verið veitt- ur eptir fjárlögum þeim, sem nú eru í gildi, til nýjárs 1888. þá taka hin nýju fjárlög við, með minni ölmusustyrk en að undan- förnu, þ. e. 7500 kr. það ár, í stað 8000 kr., og af því fje fá piltar síðara hlut öl- musu sinnar þetta skólaár, sem verður þá annaðhvort nokkuð minni á hvern eða ein- hverjir ganga úr skaptinu. það er nýupp- tekin regla stiptsyfirvaldanna, og hún ef- laust góð, að veita ekki síðari part ölmusu- fjárins fyr en að afloknu miðsvetrarprófi. Lítið eitt er enn óveitt af þ. á. ölmusustyrk. Nýsveinar oru auðkenndir með stjörnu(*). Tala lærisveina er nú 99 ; í fyrra 111, og árið þar á undan 127. Heimasveinar eru nú 40. VI. be.kk.ur. 1. Bjarni Jónsson frá Vogi á Skarðsstr. (100). 2. Steingr. Jónsson frá Gautl. (100). 3. Bjarni Símonarson úr Borgarf. (100). 4. Gísli ísleifsson frá Arnarbæli. 5. Björgvin Vigfússon frá Hallormsst (100). 6. Guðm. Jónsson frá Reynisvatni (100). 7. Bjarni Hjaltested (50). 8. Eiríkur Sverrisson frá Bæ í Hrútaf. 9. Valdemar Thorarensen frá Reykjarfirði. 10. Hans Jónsson frá Búðum (75). 11. Jón Jónsson frá Hjarðarholti (50). 12. Jón þorvaldsson frá ísaf. 13. Lúðvík Knudsen (75).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.