Ísafold - 14.12.1887, Síða 2
S30
fóstra, að ganga þurfamönnum í sínu hverfi
eins og í foreldra stað: hafa stöðugt og
nákvæmt eptirlit með öllum þeirra högum,
í smáu og stóru nærri því. þeir eiga fyrst
og fremst að sjá um eða stuðla að því, að
þurfamenn fari sparlega og forsjállega með
efni sín, leiti sjer atvinnu eptir megni og kosti
kapps um að bjarga sjer af sjálfs sín
rammleik til lengstra laga. Enn fremur
líta þeir eptir, að heimilisstjórn fari í lagi,
börn hljóti hæfilega uppfræðingu og þar
fram eptir götunum. Jafuframt leggja þeir
þurfamönnunum lið sitt á ýmsan hátt, sem
eigi hefir fjárútlát í för með sjer, útvega
þeim atvinnu öðrum fremur, leggja þeim
heilræði til að láta sjer verða sem drjúg-
ast úr því sem þeim áskotnast, hughreysta þá
í bágindunum og aptra þeim frá að leggja
árar í bát, sem mörgum hættir svo mjög
við, er mikla örðugleika og mótlæti ber að
höndum, og sem opt hrindir mönnum á
sveitina miklu fyr en ella mundi.
þetta kann nú að þykja lítil nýlunda,
vegna þess, að þetta sje í raun og veru
ætlunarverk allra fátækrastjórna. En sú
mun þó reynslan vera, að þær taki fáar
sem engar ætlunarverk sitt frá þeirri hlið.
|>ess eru dæmi um einstaka menn, sem
hafa mikinn mannkærleika til að bera og
eru bústólpar og sveitarstólpar, að þeir
rækja á þennan hátt skyldu sína við fá-
tæka, ótilkvaddir af öllum stjórnarvöldum;
en það eru sjaldgæfar undantekningar. Og
þó að hreppsnefndir og bæjarstjórnir vildu
rækja sína skyldu á þennan hátt, þá anna
þær því ekki; þær geta ekki komið því
við almennt eða svo að verulegu liði
verði.
Nýmælið er einmitt í því fólgið, að skipta
svo smátt með sjer verkum í þessu efni, að
það verði hægðarleikur, sem annars er ó-
kleyft. Láta »margar hendur vinna ljett
verk». J>að koma ekki nema 2—3 heimili
á hvern fátækrafóstra, og það í nánasta
nágrenni við hann. Og svo er hitt, að
hann hefir vald til, að hafa þau afskipti
af högum þurfamannsins, er lög leyfa fá-
tækrastjórum almennt, svo að þurfamann-
inum stoðar eigi að skjóta skolleyrum við
því sem hann leggur til.
Bráða þörf getur fátækrafóstrinn veitt og
látið þurfamanninum í tje sjálfur, gegn
endurgjaldi úr fátækrasjóði. Aðra hjálp
veitir þar á móti 15 manna nefnd, skipuð
14 fátækrafóstrum og 1 fátækrastjóra, sem
er formaður nefndarinnar og ólaunaður eins
og þeir. Nefnd þessi heldur fundi á hálfs-
mánaðarfresti, og má hún veita styrk til
hálfsmánaðar, og eigi meiri en sameigin-
leg fátækranefnd fyrir alla borgina hefir
tiltekið. J>egar nefnd þessi er búin að á-
vísa styrknum, er fjeð greitt í hendur fá-
tækrafóstranum, og á hann að afhenda það
sjálfur annaðhvort heima hjá sjer, eða á
heimili þurfamannsins. |>ar með gefst hon-
um gott færi á að líta eptir, hvernig styrkn-
um er varið.
Höfundurinn lætur mikið yfir því, hve
góð áhrif þetta fyrirkomulag hafi haft á
þurfamenn almennt, þar sem það hefir kom-
izt á. Beiningamenn sjáist þar varla fram-
ar ; gjörspilltir auðuleysingjar orðnir að al-
mennilegum mönnum ; löngun og viðleitni
til að hjálpa sjer sjálfur hafi vakuað og
styrkzt hjá mörgum manni, sem áður varp-
aði allri sinni áhyggju upp á sveitina.
Hins vegar verði þeim, sem hafa allan vilja
og viðleitni á að bjarga sjer, en fá samt
sem áður eigi undir því risið, og eru því
hjálparinnar maklegastir, en jafnframt opt
og tíðum tregastir á að leita hennar —,
þeim verði það Ijúfara, er þeir geta
snúið sjer til manns, sem þeim er ná-
kunnugur og þeir vita að ber þá fyrir
brjósti.
þetta fyrirkomulag horfir með öðrum
orðum til hagsmuna fyrir hvoratveggja,
þiggjendur og veitendur, sveitarsjóð og
þurfamenn. — I Elberfeld segir höf., að
þurfamönnum hafi fækkað um helming síð-
an nýbreytni þessi var upp tekin.
|>að er nú sjálfsagt mest þörf á og mestra
hagsmuna von að þessu fyrirkomulagi í stór-
borgum. En það er þar fyrir engan veg-
inn ólíklegt, að það eða eitthvað því um
líkt gæti einnig orðið að verulegu liði í
kaupstöðum og sjóþorpum hjer álandi, og
eins til sveita.
Ollum nýtum mönnum hlýtur að vera
jafn-umhugað um að reyna að ljetta sveit-
arþyngslunum svo sem auðið er, og ættu
því ekki að telja á sig lítið aukaómak, sem
kemur svo fagurlega heim við kristilega
bróðurskyldu og miðar að því einkanlega,
að aðstoða bágstaddan náunga til að hjálpa
sjer sjálfur, en það er hin hollasta hjálp og
affarabezta.
Vjer vitum, hve ákafiega mikinn þátt
ráðleysi manna og óspilun á í því, að þeir
gerast upp á sveitina, og loða þar optar
það sem eptir er æfinnar, úr því að þeir
eru einu sinni farnir að þiggja. |>ó að ekki
yrði nú við slíku spornað fremur eptir en
áður, eða ráðin tekin af ráðleysingjanum,
meðan hann er eigi farinn að þiggja, þá er
ekki ólíklegt, að margur kynni að verða
ekki út af eins skeytingarlaus í þeim efn-
um, er hann ætti von á að komast undir
svo náið og opt og tíðum fremur óþægilegt
eptirlit, undir eins og hann færi að þiggja.
það er ekki ólíklegt, að hann hirti meira um
að gefa í tíma gaum hyggilegum fortölum
merkra nágranna sinna, er hann ætti von
á að vera kominn sjerstaklega upp á þeirra
náðir undir eins og út af ber. J>ví umönnun
fátækrafóstrans getur bæði verið fýsileg og
ekki fýsileg ; það »fylgir böggull skammrifi»,
þar sem eru hin nánu og stöðugu afskipti af
öllum högum þurfamannsins.
J>að er einn þjóðlöstur vor, eins og fleiri
lítilsigldra þjóða, hvað almenningur lætur
sjer lítt um það hugað eða er jafnvel frá-
snúinn því, að liðsinna yfirvöldum, hver
sem þau eru, til að halda uppi löghlýðni.
f>að sjest glöggvast á samanburði t. d. við
aðra eins þjóð og Englendinga. þetta
kemur jafnvel fram við þau yfirvöld, sem
alþýðu eru allra-nákomnust og beinlínis
rir hennar hóp, svo sem sveitarstjórnir.
f>að mun almennast, að meðlimir sveitar-
fjelagsins þykjast hafa gert skyldu sína og
meira en það, ef þeir hafa komið á kjör-
fund og kosið menn í sveitarstjórnina.
Upp frá því skal allri áhyggju og ábyrgð
varpað á hana; þykjast menn góðir og
gildir fjelagsmenn, þó þeir geri heldur að
sundurdreifa en samansafna með henni upp
frá því. — Einmitt til þess að venja menn
af þeim bernskulega og skaðlega hugsunar-
hætti, er það ein grundvallarregla lýðvalds-
sinna, að láta sem flesta af betri mönnum
þjóðfjelagsins taka beinlínis þátt íeinhverj-
um stjórnarstörfum, þótt smá sjeu.
I þá stefnu fer nú líka þetta fyrirkomu-
lag á fátækrastjórn, sem hjer hefir verið á
minnzt, og ætti það heldur að mæla með
því en móti.
Óekta smjör.
Með nýári í vetur öðlast gildi á Englandi
nýmæli þess efnis, að ekki megi selja ó-
ekta smjör öðruvísi en auðkennt með nafn-
inu »margarin» (þ. e. óekta smjör). f>etta
orð á að vera prentað með stóru letri eða
brennimarkað á 3 hliðum á hverju íláti
eða umbúðutn, sem óekta smjör er selt í.
Og í smákaupum má ekki selja það öðru-
vísi en í umslagi, sem prentað er á orðið
»margarin» með svo stóru letri, að stafirnir
sjeu eigi minni en þ þuml. á hæð.
f>essi fyrirmæli gilda jafnt, hvort sém
smjörið er aðflutt eða búið til í landinu
sjálfu, og hver maður, er einhverja sýslu
hefir á hendi við tolleptirlit, lögreglu eða
umsjón með matvælasölu, hefir rjett til að
taka sýnishorn til efnafræðislegrar rann-
sóknar úr hvaða íláti eða umbúðum með
óekta eða grunsamlegu smjöri, er hanu fær
til meðferðar.
Hver sem vill verzla með óekta smjör,