Ísafold - 04.01.1888, Blaðsíða 1

Ísafold - 04.01.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundín víA áramót, ógild nema komin sje til útg.fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa i ísafoldarprentsmiðju. XV 1. Reykjavík, miðvikudaginn 4. jan. 1888. |Ss* ÍSAFOLD kemur út petta ár, eins og árið sem leið, aldrei sjaldnar en einu sinni í viku, á hverjum miðvikudegi, heilt hlað í hvert sinn, og nokkrum sinnum tvisvar ' í viku, ekki færri en 60 blöð alls. Söluskilmálar allir hinir svmu og áður : 4 kr. árgangurinn innanlands, og borgist ' fyrir miðjan jiili i sumar. Erlendis 5 kr. er greiðist fyrir fram. Sölulaun -i—eptir kaupendafjölda. Nýir kaupendur geri svo vel að gefa sig fram sem fyrst. I K. K. Rask (aldarminning). Arið 1887. • 2. Bókmenntafjelagið. Bæjarstjórnarkosning. Fyrírjestur kvennmanns. Brennumálið. 3. Kr. 0. forgrímsson og kappar hans tólf. Skiptapar. Rofið aðflutningsbann á sauðfje. Hitt og þetta. Augl. 4. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmheigan dag kl. 11—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Póstar fara 7. (n. og v.) og 9. þ. m. (a). Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. f hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathugaiiirí Reykjavík, eptir Dr.J.Jónassen Des. 1 Hiti Cels.) Lþmælir | Veðurátt. Jan. |ánóttuj umhád.| fm. | em. | fm. | em. M.28.1 -P 7 -r- 7 30,5 30,5 1» d 10 d F. 29. -p 8 Ar 7 30,5 30.3 0 d 0 d F. 30. -P 7 + « 3°,2 29. jO d 0 d I- 31. +- 5 +- 3 29,8 2‘j.9 N hv b N hv d S. i.l -7-10 +- 7 3«. 30, |N hv b N hv d M. 2.1 -RIO -j- 6 29,9 29,6 N hv b N hv d p. 3.1 -T- 5 +- 2 1 29.9 29,9 lA b d |A h d fokumuggan og lognið, sem var hjer alla fyrri vikuna, hjelzt við 3 dagana framan af þessari viku ; að morgni h. 31. gekk hann til norðurs og gjörði brátt ákaflegt norðanrok, sem hefir haldizt til aðfaranóttar h. 3. er hann gekk til austur-landnoröurs hjer innfjarðar (hvass enn á norðan til djúpa). Sjóharkan mikil og er nú sem steudur íshroði út á miðja skipalegu. Jörð hjer svo að kalla alauð. ^.ASMUS JÍRISTJÁN ^.ASK. Aldarminning (1787—1887). I. Sú tunga, sem vjer tölum, vort tigna, ríka mál, sem hreysti vakti hölum, er hittist stál og stál, hans ungan anda vakti og öflgu menntasnilld, sem hugans rúnir rakti með rök sín ný og gild. Vítt fló hans frábær andi og fágæt menntagnægð og sjer og sínu landi hann sæmdir vann og frægð. Hann tugi tungna kunni, var tryggur feðraslóð, en fremst þó ætíð unni hann Islands tungu og þjóð. Og afbragðs andinn sterki ei unni fyrir gíg, hann sýndi vilja’ í verki, hann vann og ruddi stíg; með kjark og kappi ungu hann kveikti fjelags hug, að verja vora tungu og vekja mennt og dug. Ott hverfur hvelið alda, hann hvílir löngu gröf, en öflug enn sjest halda hans íslenzk þjóðargjöf, og því vjer þökkum honum og þjóð vors fósturlands jafnt sínum beztu sonum mun sífelt minnast hans. II. Litla þjóð með tungu fáum tama tignar lítið heimsins snilldarstjett, fátæk þjóð, sem deyfð og drungi ama dýra bautasteina lítt fær sett, en í henni einnig berjast hjörtu og hún man því lengur góðan dreng, geymir snilldar lof í Ijósi björtu líkt sem dýrstan, sjaldan getinn feng. f>ú, sem fyr með ást og orku kunnir efla menntir þessa klakalands, fljetti nú það mál, sem mest þú unnir minning þinni lítinn heiðurskrans. Biðjum þess að íslenzkt mál og menntir megi hljóta þroska, rík og sterk ; göngum allir fram, sem braut þú bentir, blómgist æ þitt drengilega verk. ji. jÍAFSTEIN. Árið 18 87. |>að er fágætt að tíðarfari, eins og hálf- litur maður: blítt og fagurt á öðrum helm- ing landsins, strítt og Ijótt á hinum, eink- anlega um miðbik norðurlands. I vorhret- um tveimur, um sumarmál og uppstignar- dag, hrundi mjög niður fjenaður manna, langdregin undir vegna fóðurskorts eptir illt sumar áður, mest í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, talsvert líkt á Vest- fjörðum og í Múlasýslum. Hafís lá fyrir norður- og austurlandi frá suinarmálum og nokkuð fram yfir höfuðdag, teppti sam- göngur á sjó, spillti sjávarafla á austfjörð- um einkanlega og heyskap sömuleiðis norð- anlands, þó grasvöxtur væri þar allgóður. Haustið þar ákaflega rigningasamt, með vatnsflóðum og skemmdum á heyjum. Um suðurland var aptur á móti mikil árgæzka til lands og sjávar, mestallt árið að kalla mátti, einkanlega afbragðs-sjávar- afli í helztu veiðistöðunum, ekki sízt á haustvertíðinni, sem annars er mjög fá- gætt. Ohagstæð verzlun, einkum afar-lágt verð á fiski, dró mjög úr ávöxtum þessa góða árferðis syðra, og eins árjettuðu verzlunar- ókjör harðærið nyrðra, bæði mjög lágt verð á landsuytjum, þar á meðal einkum sauð- fje, og hins vegar sem harðast gengið að skuldheimtum frá kaupinanna hálfu, í móti refjum og prettum af hinna hendi, auk getuleysis. Pöntunarfjelög, er skiptu mest við Englendinga, hafa bætt nokkuð úr. I óyndisúrræðum hefir mikill fjöldi manna haldið af landi burt á þessu ári til Vesturheims, meiri en nokkuru sinni áður, líklega hátt á annað þúsund, í mjög valtri von um að betra taki við þar. Af stjórn og þingi er það sögulegast, að endurskoðun stjórnarskrárinnar fór út um þúfur, fyrir fylgisleysi nokkurra þjóðkjör- inna þingmanna, en hin konungkjörna sveit hafði verið endurnýjuð svo fyrir þetta þing, að þar var nú ekkert lát á. 1 sömu stefnu fór það tiltæki stjórnarinnar, að gera sumum þjóðkjöruum þingmönnum, er embætti höfðu, sem örðugast fyrir með þingsetu. Með hliðsjón á hinu bága ár- ferði að undanförnu gerði þingið sjer venju fremur far um að fara sparlega í fjárveitingar. Lítið var annars um merki- leg nýmæli á þingi, er fram næði að ganga, og tollfrumvörp öll ónýttust nú sem fyr. Slysfarir á sjó urðu feykimiklar þetta ár: tala drukknaðra mikið á annað hundr- að. Margir prestar ljetust þetta ár (11) og ýmsir merkisbændur, en fáir sem engir þjóðkunnir atkvæðamenn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.