Ísafold - 15.02.1888, Side 1
Kemur út i miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
<6o arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júlimán.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útg.fyrir I.okt. Afgreiðslu-
stofa i ísafoldarprentsmiðju.
XV 8.
Reykjavík, miðvikudaginn 15. febr.
1888.
29. Svo eru hyggindi sem í hag koma.
30. Ljóskerin á Engey og Valhúsinu.
3í.Læknir kærður.Póstskrínisholan. Hitt og þetta.
32. Auglýsingar.
Brauð laust: Nesþing 31/t.............kr 1356
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 11—2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3
Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. í
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr.J. Jónassen
| Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt.
Febr. | á nóttu | um hád. | fm. | em. fm. | em.
M. 8.1 -4- 5 4- 4 29,5 30, Sv hv d iNv hv d
F. 9- -i-10 4- 8 3°. 30, N h b IN hv d
F. 10. 0 0 30,1 30,2 N hv b |N h b
L. ... - 8 4- 7 30,3 30,3 N hv b N h b
S. 12. -2-is 4- 15 30.2 30,2 N hv b N h b
M. 13. -4-14 -T- I I 30,2 30,3 0 b A h b
1*. I4.| 4-12 4- 4 30.1 30, A hv d |a hv d
Fyrsta dag þessarar viku var hjer hvasst fyrst
á útsunnan (Sv.) síðan á vestan útnorðan með jelj-
um og brimi til sjáfarins; síðan gekk vedur til
norðurs, hvasst og ákafiega hvasst aÖfaranótt h.
10. og þann dag, en lygndi að kveldi hjer inn-
fjarðar ; næstu dagana viðhjelzt norðanveðrið þar-
til að hann gekk alveg ofan síðari part dags h.
13. Frostharkan hefir verið talsverð. í dag 14.
kominn á austan, hvass, dimmur og snjór í lopti.
Svo eru hyggindi sem í hag koma.
1 flestum löndum eru menn í kappi hver
við annan, að vanda vöru sína sem bezt,
svo þær verði útgengilegar og seljist með
sem hæstu verði; einkum er þetta nauð-
synlegt, þegar kreppa er í verzlun og mik-
ið fyrirliggjandi af vörum; þá selst góða
varan fyrst, en sú ljelega mætir afgangi
og afföllum.
íslendingar eru einir af þeim, sem ekki
taka mikinn þátt í þessu kapphlaupi þjóð-
anna, að minnsta kosti á norður- og aust-
urlandi. Arlega selst saltfiskur þaðan 5—
10 kr. minna skippundið en saltfiskur
frá vestur- og suðurlandi. Fiskurinn er sá
sami úr sjónum, en verkuninn gjörir verð-
muninn; og höfuðatriðið er það, að fisk-
urinn er ekki skorinn á háls lifandi, svo
blóðið renni úr honum, og að hann er ekki
þveginn vandlega í saltið. Sá fiskur, sem
hvorugt þetta er gjört við, áður en hann
er lagður í salt, verður ætíð blakkur og
aldrei góð vara, hvernig sem með hann er
farið upp frá því; það sýnast þó ekki vera
mikil útlát fyrir menn, að gera þetta; ekki
er hjer hægt að kenna um fáfækt og pen-
ingaleysi. Nei, menn seiglast þetta með-
an varan er tekin í kaupstaðinn og láta
dumma við gamla lagið. f>eir kippast
ekki við, þó þeir sjái árlega af innlendum
og útlendum skýrslum, að verð á fiski af
vesturlandi er ætíð hærra en á norðlenzk-
um fiski.
Ekki er betur ástatt með lýsið; það er
eins og menn af ásettu ráði leiki sjer að
spilla fyrir sjálfum sjer. Fyrir fám árum
byrjuðu hákarlamenn við Eyjafjörð á því,
að skera ekki lifrina sundur, heldur láta
heil lifrarskíðin niður í skipið ; við það sit-
ur allt blóðið í lifrinni, sem verður orsök
þess, að lifrin úldnar rniklu fyr í sumar-
hitanum, þegar ekki er hægt að bræða
hana undir eins. f>ar af leiðir aptur, að
lýsið verður dökkt og lyktarvont, í einu
orði: getur aldrei orðið útgengileg nje góð
vara, og mætir að minnsta kosti 2—4 kr.
afföllum á tunnu hverri. A lýsinu, sem
soðið er úr grútnum, kemur spillingin þó
mest fram ; það verður því nær svart, sem
annars getur orðiö ljósbrúnt og útgengileg
vara. |>að er víst óhætt að fullyrða, að
4 tunnur blóðs eru í hverjum 100 tunnum
lifrar, og er þá skiljanlegt, að þegar draf-
úldnu blóðinu er þrýst í suðunni saman
við lýsið, þá muni það skemma bæði lit
og lykt af lýsinu, en þetta hvorttveggja er
einmitt það, sem kaupandinn erlendis metur
vöruna eptir til verðs.
Jeg skil ekkert í því, hvers vegna menn-
irnir eru teknir upp á þessu. Hefi jeg
heyrt eldri hákarlamenn segja hvern eptir
annan : #Meðan jeg fór í legu, datt engum
manni, sízt formanni, annað í hug, en að
skera broddinn af lifrarskíðinu, til þess að
blóðið rynni úr lifrinni#. — f>að er von að
mennirnir segi slfkt; því ekki er auðvelt
að leiða getur að, hvort þessu veldur trassa-
skapur, eða metnaður, til þess að meira af
lifur mælist úr skipina; en víst er um það,
að aldrei bræðist lýsi úr blóði eða sjó, sem
f lifrinni er, og að skemmdirnar eru hverj-
um heilskyggnum manni auðsjenar.
Sama er að segja um þorskalifur; hún
er látin standa óbrædd svo mánuðum og
missirum skiptir, í köggum og gisnum
tunnum, þar til að lifrin er orðin svo grýtt,
að bæði fæst helmingi verra og helmingi
minna lýsi úr henni, heldur en ef hún
væri brædd ný. f>orskalýsið norska er
vanalega í helmingi hærra verði en þorska-
lýsi frá norður- og austurlandi; þó er lifr-
in eða efnið í lýsið hið sama ; en með-
ferðin er önnur. Fyrir nokkrum ár-
um kom mikil fiskiganga í Eyjafjörð
snemma vors, svo mikil lifur kom á land
í einu ; tíðarfar var kalt, svo að lifrin
grýttist lítið áður en hún var brædd ; í
það skipti kom gott lýsi frá Eyjafirði,
fjekkst því nær jafnskjótt verð fyrir það er-
lendis eins og hákarlslýsi, en vanalega er
það í JJ lægra verði.
Ekki er það lítið fje, sem tapast land-
inu við þetta. f>að væri hægt að kaupa
ár hvert nokkrum 100 tunnum af kornvöru
meira fyrir jafnmikið af fiski og lýsi, er
flyzt frá Islandi, ef hirðing væri í bezta lagi,
frá upphafi til enda.
Sama er að segja um landvöruna. Ullin
er hvorki hreinni eða betri en hún var
fyrir 30—50 árum, og prjónles er nú svo
komið, að enginn vill eiga það lengur. í
Kaupmannahöfn liggja á fyrstu hendi ó-
seld 55,000 pör af heilsokkum, sem safnazt
hafa fyrir þrjú síðustu árin. Mestur
hluti þessa hefir verið keypt á íslandi á
60—70 aura parið; nú er það boðið fyrir
36—38 aura, en ómögulegt að selja. Af
sjóvetlingum liggur sömuleiðis nálægt 20,000
pör óseld.
Fyrir nokkrum árum varð dálitil eptir-
sókn eptir mórauðum sokkum og fingra-
vetlingum, sem átti að vera betur tætt en
almennt gerist; var þá gefið á íslandi 60
—80 au. fyrir parið af fingravetlingum, og
fyrir sokkana 80—150 a.; var þetta mikill
atvinnuhagur fyrir þá er tættu, því efnið
var lítið; en óðara fóru menn að hroða af
bæði viunu og efni, í stað þess að vanda
vöruna sem bezt, svo hún gæti haldið góðu
áliti á útlendum markaði, og orðið varanleg-
ur ágóði fyrir landsmenn.
A sumum vetlingunum voru eins margir
litir eins og fingurnir voru margir, að jeg
ekki fái mjer til lagið og efnið; væri band-
ið að eins mórautt, þá var það látið gott
heita; en endirinn varð sá, að enginn vildi
eiga þessa vöru, svo ómögulegt varð að