Ísafold - 15.02.1888, Síða 2

Ísafold - 15.02.1888, Síða 2
29 selja hana; t. d. varð Gránufjelagið fyrir nokkrum árum að selja meira eu 6000 pör, sem safnazt hafði fyrir í 3 ár, fyrir 25 a. parið, en hafði verið keypt fyrir 65 til 80 a.— Nokkurn veginn sama er að segja um mórauðu smábands-sokkana. Allir kaup- endur kvarta yfir handbragðinu og ólaginu; litur og stærð á sama pari ólíkt, og lagið ekki líkt mannsfæti. fegar sokkurinn á að heita vandaður og verðið er yfir krónu, þá kaupa ekki fátæklingar eður sjómenn þetta, heldur efnamenn, »fína fólkið», og þá vill það, að varan sje góð og bragðfalleg. Fyrir þrem árum keypti Gránufjelag ná- lægt 1000 pör af þessum »dæilegu» smá- bandssokkum fyrir 90 til 150 a. f>eir lágu í Kaupmannahöfn l^ ár ; þar var ómögu- legt að fá boð í þá ; svo fóru þeir til Eyja- fjarðar aptur, þaðan til Noregs, svo til Skotlands; í hvorugu landinu var mögulegt að selja þá, voru þeir því sendir til Islands aptur, og nú liggja þeir í Kaupmannahöfn, meiri hlutinn óseldur; fyrir það sem selt er, af því bezta, fjekkst 75 a. til 1 kr. þetta er dæmi þess, hve skemmtilegt og gróðavænlegt er að hafa slíka vöru milli handa. Slíkt er því hörmulegra, sem margir af þeim, sem áður hafa reynt líka sokka, hrósa íslenzku ullinni fyrir það, hvað mjúk hún sje og hlýrri en nokkur önnur ull; efnamenn mundu því sjálfsagt kaupa íslenzka sokka og vetlinga, eí hand- bragðið, ólagið, útlitið og haldleysið væri ekki þar til fyrirstöðu. Jeg hefi sjálfur reynt ekki svo fáa af þessum mórauðu verzlunarsokkum, og skil ekki, hvernig og úr hverju þeir eru búnir til; eptir annan og þriðja þvott eru þeir komnir sundur á hælum og tám ; þeir halda ekki helming á við þá sokka, er jeg hefi keypt af mönn- um, sem hafa látið búa þá til handa sjer sjálfum. Menn, sem búa til ónýta vöru, geta selt hana með hagnaði einu sinni eða tvisvar, en ekki optar. Eða geta menn búizt við, að aðrir kaupi til langframa það, sem þeir sjálfir hvorki geta eða vilja nota ? Menn hafa sjálfsagt tekið eptir því, að þó alin af einhverjum dúk, eða klútur eða smáhlutur frá útlönd- um, kosti ekki meira en 20—30 a., þá er hann bragðlegur; tímarnir heimta nú, að hluturinn, sem á að seijast, sje álitlegur. Mönnum er og kunnugt, að ógrynni af vérkvjelum eru í útlöndum, sem vinna miklu ódýrara en nokkur mannshönd ; er því óhugsandi, að landsmenn geti keppt við þær eða selt með nokkurn veginn við- unandi verði,nema því að eins.að þeir vaudi efni og verk sem þeir framast geta; flestir vilja handunnar vörur, einkum prjónles, fremur en vjelunnar, ef gæði og útlit er eigi mjög mÍ8inunandi. Afleiðing af því, að tóskaparvörurnar hafa verið svo lítt vandaðar, að ekki er hægt að 3elja þær lengur, verður sú, að atvinn- an leggst niður, þangað til miklu hetri vara verður á boðstólum ; en þar af leiðir fjármissi, einkum fyrir norðurland, og iðju- leysi hinnar ungu kynslóðar. í útlöndum reisa menn skóla og stofna fjelög til að kenna unglingum innivinnu (»Husflid») og ástundun ; á sama tíma leggst niður innivinna á Islandi við tóskap, sem á fyrri árum varð talsverður hagur að. þetta eru nú framfarirnar ! þó menn viti, að hesturinn eða sauður- inn, sem þeir eru að selja Englendingum, sje ljelegur, eða fiskurinn, ullin, prjónles- ið, sem þeir leggja í búðina, sje illa verk- að, þá þykjast þeir góðir, ef þeir geta komið hlutnum út fyrir hátt verð; en þessi skoðun er röng og skaðleg, þegar á heildina er litið ; innan fárra ára kemur það niður á seljendunum aptur, þegar hinir seldu hlutir reynast lítt nýtir. Menn kvarta yfir lágu vöruverði, sem náttúrlegt er ; upptökin eru í heimsmarkað- inum og vörunni sjálfri, og nokkuð er sjálfs- skaparvíti; eða hafa menn með almenn- um samtökum sýnt verulega ástundun á því, að reyna að hækka vöruverðið með vörugæðum, svo þeirra litla innlegg verði drýgra í búðarbókinni ? Oðrum þjóðum fleygir áfram ár hvert í alls konar endurbótum og uppgötvunum. Yið þá þurfa landsmenn að keppa, þegar vörur hvorratveggja koma á sama markað. þetta ætti að vera nóg hvöt fyrir hvern mann að leggja kapp á að gera sína inn- lendu vöru sem bezta, svo hún verði ekki aptast allra í lestinni. £ Ljóskerin á Engey og Valhúsinu. það var ekki vanþörf á því, að benda á ann- markana á Ijósum þessum, eins og skipstjóri M.F.Bjarnasongerði í „þjóð.“ um daginn. Eins og þau eru nú, vantar mikið á, að þau komi að þeim notum, sem verða mætti. Jeg vildi nú levfa mjer að bæta við tillögu viðvíkjandi breyting á nefndum ljósum, sem jeg álít ráði næst, eins og hjer hagar til. Skipstjóri M.T.Bjarnason leggurmesta áherzlu á, að stækka Engeyjarljósið, en láta það að öðru leyti halda sjer. því er jeg ekki beinlínis á. því tilgangurinn með Engeyjarljósinu er víst sá, að það skuli vera hafnleiðarljós, þ. e. þegar komið er inn á móts við Seltjarnarnes, að þá skuli það vera til leiðbeiningar til hafnar í Reykjavík, og þá er þetta Ijós nægilega stórt, allt hvað það sjest út fyrir Akureyjarrif eðaút á móts við Gróttutanga á dimmri nóttu. það sem eg álít nauðsynlega breyting við þetta ljós, er, að það væri að eins eitt ljósker, talsvert stærra en þau sem nú eru (að minnsta kosti með 2 lömpum), en bæri eingöngu rauðabirtu. þannig lagað ljós mundi sjást miklu glöggvara en þau tvö ljós, sem nú eru á Engey, sitt með hvorum lit. því eg hefi sjálfur tekið eptir því, að siðan rauða ljósið var sett fyrir neðan það hvíta, sjest Ijósið í heild sinni ver en áður, sem og eðlilegt er, því ljósin eins og deyfa hvort annars birtu langt tilsýndar og sýnast eins og eitt dauft hvítt ljós; og verður þetta víst lítið betra þótt hærri stönghafi veriðreist fyrir ljósker- in; því með þessu millibili, sem nú er, eru ljós- in of lítil, en gætu verið nóg, ef þau væru bæði í einu samlitu ljóskeri. þá minnist skipstjóri M. F. Bjarnason á Val- húsljósið, að það sje fremur villandi en leið- beinandi fyrir þilskip, og telur betra að það stæði á Gróttu. það er eg honum alveg sam- dóma um, að eins og ljósin á Valhúsi og Engey eru nú, þá geti þau verið villandi fyrir ðkunn- uga, með þvi að þau eru jafnstór og gefa svo líka birtu, því rauða Ijósið í Engey er svo lítið og sjest ekki fyr en komið er mjög nærrí. það er að eins af því að Valhúsljósið stend- ur talsvert hærra yfir sjávarfiöt, að það sjest dálítið lengra. En að þetta ljós væri aftekið og fært á Gróttu, álit eg miður ráðið, þó að það að vísu stæði þá á hentugum stað að því leyti til, að það væri þá fast fram við sjó. En þá þyrfti Ijósið að vera margfalt stærra til að sjástjafn- langan veg, eins og af Valhúsinu, því á Gróttu yrðiþað svo mikiö lægra yfir sjáfarflöt. En þetta Ijós ætti að sjást sem lengst og mikið lengra en Engeyjarljósið. þá gæti það aldrei orðið neitt villuljós. Annað, sem líka gæti verið ísjárvert við að aftaka Valhúsljósið og færa það út á Gróttu, er, að það er notað sem leiðarmerki fyrir opin skip á næturþeli. Líka hafa opin skip mikit not af því á sínum vanalegu fiskimiðum, þegar dimmt er, því opt getur sjest til fjalla þótt undirlendið sjáist ekki, og er ljósið þá mjög nauðsynlegt til að miða við afstöðu, enda mun þetta ljós vera til orðið eingöngu fyrir opin skip ; þetta gagn gæti það miklu síður gjört, ef það stæði á Gróttu. Hitt er annað mál, að það væri bezt sem bezt er, að hafa reglulegan vita á Gróttu; en slíkt mun nú ekki þykja tak- andi í mál kostnaðar vegna. Að minni hyggju væri því rjettast, að stækka Valhúsljósið að mun, en að það gæfi þá frá sjer eingöngu hvíta birtu. Væri það talsvert stærra en það er nú, einkum að undir það væri sett hærri stöng, likt og á Engey, þá sæist það svo mikið fyr en öll önnur Ijós hjer, að það gæti aldrei orðið villuleiðandi fyrir þilskip, sem ætla að leita hafnar hjer, en gerði alveg sama gagn opnum skipum, eins og það gjörir nú. J>essir tímar heimta það einmitt, að sem fyrst verði komið svo hagfeldri tilhögun sem auðið er á þessi ljós, sem hjer hefir verið á minnzt. j-'ilskipaútvegur er orðinn nokkur hjer seinni part vetrar, meðan löng og dimm er nótt, og eins og hjer hagar til, neyðast menn opt til, ýmsra orsaka vegna, annaðhvort að leita

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.