Ísafold - 15.02.1888, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.02.1888, Blaðsíða 3
30 hafnar eða halda sig nærri landi. Og þá ríður opt lífið á því fyrir menn á þilskipum á dimm- um vetrarnóttum, þar sem vitar eru á landi, að þeir sjeu svo greinilega auðkenndir hver frá öðrum, að á þeim verði ekki villzt. Rejkjavík 11. febr. 1888. Edílon Grímsson. Læknir kærður. J>að reyndist satt, sem sagt var i sumar, að herra Jón Ólafsson á Hornstöðum í Dalasýslu hefði verið kærður fyrir að hafa gjört skaða með lækningum sínum, sbr. ísafold 13. okt. Eptir fyrirmælum amtmannsins yfir suður- og vesturamtinu er búið að halda próf í mál- inu, og saunaðist við það sakleysi Jóns, og það, að hann kemur hvervetna fram eins og sam- vizkusamur maður, sem hann er alþekktur fyrir, og sömuleiðis með fágætri heppni við læknisstörf. fess þarf ekki að geta, að vottorð og þakk- lætisávörp hafa, síðan þetta varð hljóðbært, streymt til Jóns úr öllum áttum, frá æðri sem lægri, og má geta þess sjerstaklega, að herra hjeraðslæknir Ólafur Sigvaldason gaf honum ágætt vottorð, og sýnir það góðvild og sann- Ieiksást herra hjeraðslæknisins. Sömuleiðis veit jeg til, að vottorð hafa komið frá fjölda merkra manna, þar á meðal frá herra prófasti og alþingism. Páli Ólafssyni á Prestsbakka, herra prófasti Jóni Guttormssyni í Hjarðarholti, herra presti og alþingismanni Jakobi Guð- mundssyni á Sauðafelli, _sem er lækningafróður maður, og herra presti Ólafi Ólafssyni í Garps- dal, og enn fremur frá sýslu- heilbrigðis- og hreppsnefndum o. s. frv. Sorglegt er nú, að ekki er útlit fyrir annað en að fátæktin, afleiðing af góðsemi Jóns, gjöri honum ómögulegt að gegna læknisstörfum framvegis, og ættu menn nú ekki að láta lenda við orðin ein, úr því hann er almennt viður- kenndur sem nýtur læknirog ómissandi, heldur nú þegar safna frjálsum samskotum, því líklega þarf ekki að búast við miklum styrk frá því opinbera í þessu tilfelli, þó margra manna líf og heilsa sje í veði. J>ó ekki væri frá hverju heimili nema lítilræði, þá drægi það sig saman og gæti orðið til þess að Jón gæti haldið áfram lækningum, en þyrfti ekki að hætta við þær algjörlega eða hrökklast til Ameríku, sem mun vera í huga hans, þegar hanu getur ekki hjálpað lengur; en það mun mega fullyrða, að honum dytti það ekki í hug, ef hann sæi fram á, að hann gæti lifað hjer þolanlegu lífi, og hjálpað eptir vilja og mætti. Eitt al þeim mörgu vottorðum, er J. Ó hafa verið gefin, án þess hann hafi óskað, hefir mjer borizt í höndur, og leyfi jeg mjer að láta það birtast hjer, einkum vegna þess, að það er frá svo merkum manni. Kjörseyri 20. des. 1887. Finnur Jónsson. Af því jeg hef heyrt, að Jón bóndi Olafsson á Horn8töðum í Laxárdal hafi verið kærður fyrir að hafa valdið tjóni með lækningum sín- um, finn jeg mjer skylt, án þess hann hafi óskað vottorðs mins, að lýsa þvi yfir, að í þau 7 ár, sem jeg hef verið hjer í Bæjarhreppií Stranda- sýslu, hefur jafnan verið leitað ráða Jóns, ef einhver hefur veikzt á mínu heimili, og hefi jeg opt sjeð hinn heppilegasta árangur af lækningatilraunum hans. Er svo langt frá því, að jeg viti nokkurt dæmi til, að lækningar Jóns hafi valdið tjóni, eða að honum hafi af nokkr- um manni hjer nærlendis verið borið það á brýn, að jeg þori hiklaust að lýsa því yfir, að almenningur í minni sveit Jtelur það lán sitt, að Jón liefir fengizt við lækuingar, og menn átt kost á að njóta hlálpar hans, þar sem hjeðan er, að minnsta kosti að vetrinum til, alveg ómögulegt að ná til lögskipaðra lækna. Prestsbakka 1. nóv. 1887. Páll Ólafsson. „Póstskrínisholan rauða“. — í Xsafold 8. þ. m. er grein ein lítil, þar sem fundið er að því, að á póstskríninu, sem er hengt utan á pósthúsið, til þe8s að láta brjef í, sje opið allt of lítið, svo að eigi verði þar komið niður um þykkum brjefum, en opið þurfi að vera svo stórt, að því er mjer skilst, að niður um það megi koma brjefum þuralung á þykkt, í al- mennu arkarformi. Jeg skal geta þess, að skríni þessi eru send hingað af póststjórninni í Kaupmannahöfn, og eru að öllu eins og þau sem notuð eru utan á pósthúsum í Danmörku, og hefi jeg því enga sök í því, að þau eru eins og þau eru. Jeg ætla að það sje óþarfi að hafa opið stærra á þessum kössum eu það er, því að brjef, sem er þumlungur á þykkt í arkarbroti, mun naum- ast verða talið til brjefa, heldur til böggla, því það mundi vega yfir 50 kvint. í öðru lagi er þess að gæta, að ef opið væri fullur þumlung- ur á vídd, mundi hver handlítill maður, t. a. m kvennmaður eða barn, eiga hægt með að stinga niður hendinni, og mætti með því móti ná brjefum úr kassanum. A hinn bóginn verð jeg að taka það með jafnaðargeði, þótt jeg sje ónáðaður, ef svo ber við, að einhver komi með svo stórtbrjef, að það eigi komist niður um opið á kassanum, og kannast jeg eigi beldur við að hafa rekið neinn aptur, ef hann hefir komið með slik brjef, og mun heldur ekki gjöra það framvegis. Rvíkurpóststofu 10. febr. 1888. 0. Finsen. * * * Póstmeistarinn liefir misskilið, aunaðhvort ó- vart eða hitt, það, som „sá sem reynt hefir“ sagði um löglega fyrirferð á brjefum, Meiningin er, eins og hver maður getur nærri, að póstskrínisopið á að taka bæði brjef, sem eru 1 þuml. á þykkt (en þá náttúrlega mikið lítil á breidd og lengd), og brjef, sem eru í arkarformi (en þá auðvitað þunn, því annars verða þau of þung, eins og hann segir). J>etta segir sig sjálft ; enda væri hin tilvitnuðu fyrirmæli í auglýs. um póstmál 3. mai 1872 13.gr. annars hrein vitleysa. Svo að sú viðbára póstmeistarans er eigi hin minnsta vörn. Hitt segir hann satt, að hann er kurteisari en svo, að hann amist við því, þó að menn komi inn til hans. þegar póststofan er lokuð, hvort heldur er með brjef, sem ekki komast í póst- skrínið, eða önnur. En það verður hann þó að kannast við, að hægt væri að hafa hjer líkan um- búnað og á pósthúsinu í Khöfn : láta brjefa- ílátið vera inni í húsinu og eins og póstskrínis- op á veggnum, fullvítt til að láta stærstu brjef inn um. Og ef þeir, sem nokkrar brjefaskriptir hafa að mun, yrðu svo vandir á að kaupa sjer heldur frímerki í heilum örkum, t. d. 5 króna örkum, sem fást með 4% afslætti, og eiga þau svo fyrirliggjandi heima hjá sjer — þau eru peningaígildi —, heldur en að vera að gera sjer ferð á pósthúsið í hvert sinn eptir einu og einu frímerki eða með eitt og eitt brjef ófrí- merkt, þá sparaöist með því mikill timi og fyrirhöfn, bæði sjálfum þeim og póstmeistaran- um eða hans þjónustumönnum, ef svo ekki þyrfti annað en stinga hverju löglegu lausabrjefi inn um þetta op utan á húsinu. — Ritstj. Hitt og þetta. Menntun ýmsra þjóða. Af þeim sem komn- ir eru yfir fermingaraldur, eða 15 ára og það- an af eldri, eru svo margir af hundraði lœsir, sem hjer segir : á fýzkalandi ... 94 á Frakklandi 81 á Bretlandi hinu mikla 91 á Ítalíu . . . 74 í Austurríki .... 88 á Spáni . . , , 69 á Rússlandi . . . 53 En bæði lesandi og skrifandi og kunna faldan reikning : ein- á þýzkalandi ... 89 í Austurríki 75 á Bretlaudi hinu mikla 81 á Ítalíu . . . 63 á Frakklaudi ... 77 á Spáni . . , . 49 á Rússlandi . . . 39 — Vetrarharka var mikil í suðurlöndum um nýjársleytið í vetur. {>að var mannhæðar- snjór á ítaliu sunnanverðri. Nærri Róm sátu járnbrautarlestir fastar í snjónum. í Bologna var leikhúsum lokað, af því að menn voru hræddir um, að þökin mundu hrynja ofan yfir áhorfendurna af snjóþyngslum. í Peneyjum lagði öll leiðarsund, og í Genúa snjóaði 20 klukkustundir í senn. Víða urðu menn úti og fundust helfreðnir á vegum og þjóðbrautum. í Austurríki og á Ungverjalandi gengu ákafir kafaldsbyljir. í Póllandi var mikið tjón á mönn- um og skepnum af kulda og illviðrum, og í Varsjá, höfuðborginni, var það tekið til bragðs, að kynda bál á torgum úti, til þess að fólk gæti vermt sig við þau. — Örskammt er öfganna á milli. Helm- ingur mannkynsins ber alla æfi áhyggju fyrir því, Iwernig þeir eigi að fá sjer eitthvað til að nærast á; en hinn helmingurinn er allt af að velta fyrir sjer, hvaba rjetti þeir eigi að leggja sjer til munns ; en merkilegast er það, að hin- um verður optast nær miklu minna mein að fóstuhaldi sínu en þeim síðarnefndu að átveizl- unum. — „Reyna má það 1“ Prestur er að hugga unga ekkju og segir meðal annars um mann hennar : „Hann var einn af þeim fáu, er segja má um með sanni: það er ekki auðfundinn hens maki“. Ekkjan, snöktandi: „Nú, ekki skal jeg fortaka það: jeg vona að mjer leggist eitt- hvað til, prestur minn góður“. — 29 ráðaneyti setti Grévy á laggirnar þau 9 ár, sem hann var ríkisforseti á Frakklandi, en fjell að hinn þrítugasta, þ. e. varð að leggja niður tignina af því, að enginn almennilegur maður vildi verða til að skipa nýtt ráðaneyti fyrir hann, vegna hneyxlisins, sem Wilson tengdason hans hafði valdið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.