Ísafold - 21.02.1888, Síða 2

Ísafold - 21.02.1888, Síða 2
34 það autt. J>egar hin ákærðu höfðu haft þenn- an undirbúning, komu þau sjer saman að kveikja í húsinu aðfaranótt hins 11. nóvember f. á. Tvo næstu dagaua áundan leyndust þeir Jóhannes og Guðmundur heima í bænum með hjálp Elízabetar; sagði hún, að þeir væru farnir upp í Borgarfjörð, og til þess að minna bæri á, er eldurinn væri kveiktur, hengdi hún eptir tilmælum Jóhannesar rauð tjöld fyrir glugg- ana. Hina ákveðnu nótt um miðnætti fóru þeir síðan Jóhannes og Guðmundur niður í húsið og lögðu eld i hrúgur af þurrum mosa og klofnum spýtum, er þeir höfðu borið saman á 7 8töðum hingað og þangað í húsinu; i sum- ar hrúgurnar lagði Jóhannes kolakveikjur, og hjá einni þeirra ljet hann 4—6 lóð af púðri, i þeim tilgangi að flýta fyrir brennunni, en án þess að honum dytti i hug, að af því gæti hlotizt manntjón eða útbreiðsla eldsins til ann- ara húsa ; um þetta púður vissi Guðmundur ekki, og er ekki ástæða til að rengja framburð þeirra um þetta. Að þessu búnu læstu þeir húsinu og fóru viðstöðulaust af stað úr bænum upp í Borgarfjörð. Milli kl. 2 og 3 um nótt- ina urðu menn varir við eldinn, og var hann slökktur viðstöðulítið. Hefir hrunatjónið verið metið 167 kr. 50 a. Framangreint hús er vátryggt fyrir elds- voða, og metið 2,900 kr. til brunabóta ; enhinn ákærði Jóhannes hefir stöðugt haldið því iram, að hann hafi ekki ætlað sjer með þessu athæfi að svíkja brunabötaábyrgðina að öðru leyti en því, að hann ætlaði sjer að ábatast á hurðum þeim og þiljum, er hann tók úr húsinu, því sjer hafi verið kunnugt um, að brunabótafjenu mundi verða varið til að byggja húsið upp aptur; og þó það hefði verið gert, hafi hann ekki búizt við neinum hag af því, með því að húsið sje svo veðsett, að enginn afgangur mundi hafa orðið af veðskuldunum, þó að það hefði verið byggt upp jafngott eða betra. J>ar sem ekkert er fram komið, er veiki þennan framburð Jóhannesar, verður eptir atvikum að taka hann til greina“. Fiskimannasjóðurinn. Askomn um almenn samskot til vstyrktar- sjóðs handa þurfandi ekkjum og börnum drukknaðra sjómanna». f>að hefir opt verið vakið máls á því 1 blöðurn vorum, hvílík nauðsyn til þess bæri, að öfiugur sjóður væri til, sem gæti veitt munaðarlausum ekkjum og börnum sjó- manna drjúgan styrk, þegar slysfarir verða við fiskiveiðar, sem því miður er harla títt hjá oss. Ofan á náttúrlega hryggð kvenna og barna við slík voða-atvik bæt- ist optast nær það, að heimilin verða for- stöðulaus og konur og börn sjómanna kom- ast sviplega á vonarvöl. Úr þessu mætti að verulegum muu bæta með öflugum styrktarsjóði handa slíkum munaðarleys- ingjum. þetta játa allir, sem um málið hugsa; en oflítið er þó að gjört, til þess að hrinda þessu stóra velferðarmáli sjómanna- stjettarinnar í viðunanlegt horf, og má eigi lengur svo búið standa. þegar stór- kostlegt manntjón verður, eins og borið hefir að höndum hvað eptir annað á hin- um síðari árum í veiðistöðvunum við sunn- anverðan Faxaflóa, svo sem mönnum hlýt- ur að vera í vakanda minni, verða að vísu margir til að bæta með fjársamskotum úr hinum bráðustu þörfum munaðarleysingj- anna; en auk þess sem það jafnan er undir atvikum komið, hversu vel gengur að ná slíkum samskotum, eigi sízt í erfiðu árferði, þegar fæstir fjelagsmenn eru veru- lega aflögufærir, þá liggur það í augum uppi, að samskotin eyðast á einu eða 2 árum, en þörfin hjá þiggjendunum eykst optast nær, eptir því sem frá líður, og þá verða engin úrræði önnur en leita á náðir fátækrastjómarinnai'.sem þó áður hefirnógu mörgum þörfum að sinna. Eins og kunnugt er, er nú til styrktar- sjóður, sem hefir það augnamið, að bæta úr þessum vandkvæðum, og hjálpa þeim, sem missa forsorgara sína f sjóinn við fiski- veiðar í Beykjavíkurbæ og Gullbringu- og Kjósarsýslu. Sjóðurinn var stofnaður með konungsúrsk. 24. júní. 1840, og var fyrsti vísir hans 400 kr., sem voru afgangur af samskotum eptir stóran mannskaða 6. apríl 1830 í Reykjavík og á Seltjarnarnesi; hafði þessi afgangur verið settur á vöxtu, og var 1840 orðinn rvxmar 587 kr; nú gaf konungur 200 kr. í viðbót, og staðfesti reglugjörð um sjóðinn og skipaði stjórnar- nefnd. Var þar meðal annars kveðið svo á, að sjóðurinn skyldi ávaxtast, unz hann væri orðinn 2000 kr., og mætti eigi fyr veita styrk úr honum ; minni mætti höf- uðstóllinn aldrei verða, en kostað skyldi kapps um að auka hann sem mest að kostur væri á. f stjórnarnefndinni skyldu vera : bæjarfógetinn og dómkirkjuprestur- inn í Rvík, sýslumaðurinn í Kjósar- og Gullbringusýslu, hjeraðsprófasturinn, einn kosinn maður af bæjarfulltrúum Reykja- víkur, og einn maður útnefndur af amtinu. þegar stjórnarnefndin tók til starfa 1854, var sjóðurinn orðinn 1356 kr.; sendihúnþá út boðsbrjef til samskota í marz 1355, og varð árangurinn af því hinn ákjósanlegasti, því að á næstu 4 árum komu inn í gjöf- um 1792 kr. Var sjóðurinn nú búinn ríf- lega að ná hinni ákveðnu upphæð, og gat tekið til starfa. Hann veitti 120 kr. styrk í fyrsta sinni 1858 3 ekkjum og fátækum manni, sem misst hafði bát sinn. þá liðu svo 4 ár, að enginn styrkur var veittur, en frá 1863 hefir hann árlega veitt verulegan styrk, optast nálægt 200kr. á ári, en 6 fyrstu árin nokkuð minna. Frá 1863 og til þessa tíma hafa sjóðnum bæzt þessar gjafir: 1864 595 kr.; 1872 27 kr.; 1873 98 kr.; 1877 12 kr.; 1884 126 kr.; 1885 152 kr. og 1887 10 kr. Alls hefir sjóðurinn þannig fengið í samskotum og gjöfum hin síðustu 33 ár (1855—1887), 2,792 kr., og er höfuðstóllinn nú orðinn 5,711 kr. — Af sjóðnum hefir þessi styrkur verið veittur síðan 1858 : 49 ekkjur hafa fengið samtals 3,705 kr. 9 föðurlaus börn samtals . . 560 — 1 fátækur sjómaður til að kaupa bát....................._.____60 — Styj'kur veittur samtals 4,325 kr. Af þessu yfirliti yfir viðgang sjóðsins og störf hans til þessa tíma má margt læra. Fyrst það, að sje vel haldið á, má mikið gagn verða að litlum vísi ; í annan stað, að þegar áhugi manna er rækilega vakinn, er alls eigi ókleyft að ná saman ríflegum tillögum (svo sem 1855—58) ; í þriðja lagi, að mönnum hættir við, að lina of fljótt á sprettinum, þótt vel sje af stað farið, því að eptir nokkur feit samskotaár hafa komið helzt til mörg mögur ár, þegar sjóðnum hefir verið gefinn langtum minni gaumur en skyldi; og í fjórða lagi, að þrátt fyrir sitt hægt vaxandi bolmagn hefir sjóðurinn gjört stórmikið gagn, og veitt þurfandi ekkj- um og börnum drukknaðra sjómanna tals- vert d fimmta þúsund króna i styrk. Hversu auðvelt hefði þó eigi verið að gera sjóð- inn helmingi stærri og helmingi hjálpar- drýgri, hefði áhugi manna á viðgangi hans aldrei dofnað á þessurn liðnu 30 árum ? Og hvílík blessun mundi hafa stafað af meiri áhuga í þessu efni fyrir fátæka mun- aðarleysingja drukknaðra sjómanna? — Hjálpar-skamtarnir úr sjóðnum hafa opt- ast verið 8—12 á ári, og þó eigi verið unnt að gera xxrlausn öllum þeim hjálpar- þurfandi ekkjum, sem styrks hafa óskað. En hefði tvöfalt meira fje verið fyrir hendi, eða 400—500 kr. árlega, þá hefði hjálpin bæði getað náð til fleiri og betur munað um hana hjá hverjum einstökum. þessi þarflegi sjóður er nú til, og hefir náð talsverðri upphæð, en hann þarf nauð- synlega enn að aukast að drjúgum mun, hæði með gjöfum einstakra megandi manna, sem styrkja vilja gott málefni, og ekki sízt með almennum, smáum, en stöðugum tillögum frá sjómönnunum í þessu hjeraði, sem eiga að njóta styrks af sjóðnum fyrir þurfandi ekkjur sínar og börn, ef þeirra skyldi missa við. Minnumst þá þess, að hægra er að styðja en reisa, og dugum sem bezt þessu mikilsverða velferðarmáli. Sýnið nú góð samtök og ötula framkvæmd- arsemi. þjer sjómenn, sem svo opt hljót

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.