Ísafold - 21.02.1888, Síða 3

Ísafold - 21.02.1888, Síða 3
ið að leggja á tvær hættur við stundun atvinnu yðar, leggið fram hver sinn skerf, svo að þjer getið að minnsta kosti haft þá von, að ekkjur yðar og börn verði eigi hjálparlaus eptir, ef svo sorglega skyldi atvikast, að þjer yrðuð burtkallaðir á sjón- • um. Og þjer, sem eigi búizt við að þurfa styrks af sjóðnum fyrir náunga yðar, látið yður vera það ánægju að styrkja gott fyrir- tæki, sem miðar fjelagsbræðrum yðar til mikilvægra hagsbóta, og hugsið um, hvern- igekkjur og munaðarleysingjar muniblessa þá menn, sem, með því að styrkja sjóðinn, veita þeim hjálp og huggun í þungum raun- um þeirra ! það væri æskilegast, að föst samtök kœmust á í öllum veiðistöðum á því svceði, sem sjöðurinn noer til, þegar í vetur, áður en vertíð byrjar, um það, að af hverju skipi eða bát, sem róið er til fiskjar, og af hverju þilskipi, sem stundar fiskiveiðar, verði lagður árlega fram lítill skerfur til sjóðsins. Mundi það vera hagfeldast, að af hverjum hlut væru gefnir fáeinir fiskar, sem formaður sæi um innheimtu á, og af- henti síðan þéim manni, eða þeim mönn- um, sem í hverri veiðistöðu tækju að sjer að safna tillögunum fyrir sjóðinn og koma I þeim í peninga. þetta þarf engan veru- lega að muna um, en sjóðnum verður það stórmikill styrkur. Frá Seltjarnarnesi eiuu hafa 1884 og 1885 komið f fríviljugum gjöfum rúm 200 kr.; hversu mikið gæti þá safnazt með almennum tillögum úr öllum veiðistöðunum ? Setjum svo, að hin ár- legu tillög yrðu 1000—1500 kr., sem er alls eigi há áætlun, og að helmingur væri lagður við höfuðstól, en helmingnum út- býtt með hinum árlegu vöxtum sjóðsins, þá jykist höfuðstóllinn drjúgum, og hinir árlegu styrkskamtar gætu þó orðið bæði allmargir og verulegir ; mundi þá sjóðurinn og þola að verja jafnvel tvöfaldri upphæð til styrkveitinga þau ár, sem stórslys bæri að höndum, og mætti þá kalla, að munaðar- leysingjum drukknaðra sjómanna væri all- vel borgið í þessu hjeraði. Fyrir hönd stjórnarnefndarinuar, sem hefir gefið okkur undirskrifuðum umboð í þessu efni, skorum við því fastlega á alla góða menn fjær og nær, en einkum á sjó- menn, er stunda fiskiveiðar í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Keykjavíkurbæ, að þeir góðfúslega styrki sjóðinn nú þegar á þessu ári og framvegis, sumpart með gjöfum, sumpart með föstum tillögum af aflanum á þann hátt, sem vikið er á hjer að fram- an, og treystum við því fullkomlega, að við munum njóta við öflugs liðsinnis margra góðra málsmetandi manna í hverju byggð- arlagi, til þess að hvetja hver sína fjelags- menn, koma á samtökum og föstum fje- lagsskap, sjá um, að heitin samskot sjeu greidd, og koma þeim á bagfeldan hátt í peninga; efumst við ekki um, að kaup- menn vorir muni og verða þessu máli vel sinnandi, meðal annars með því, að taka á móti vörum eða innskriptum til sjóðsins, og borga síðan upphæðina til gjaldkerans, sem er bæjarfógetinn í Keykjavík. Bæði hann og sýslumaðurinn veita og móttöku þeim peningagjöfum, sem menn kynnu að vilja styrkja sjóðinn með. Árangurinn af þessari áskorun mun á sínum tíma verða auglýsturí blöðunum, að tilhlutun stjórnarnefndarinnar. Reykjavík, 16. febr. 1888. Hallgrimur Sveinsson. Halldór Daníelsson. „Prestur strokinn“. Góðkunnur landi vor í Ameríku, síra Jón Bjarnason, hefir í blaði sínu »Sameiningunni« (II. 8) tekið upp þykkjuna fyrir embættisbróður sinn síra Magnús Jósefsson frá Hvammi í Laxárþal, út af því að frá því var sagt í blöðum hjer, sem satt var, að hann hefði strokið frá brauðinu vestur (til Nýja-íslands) og skilið þar við allt í algerðu reiðuleysi. Síra Jón vill lýsa þessa stroksögu ósanna; bæði yfirmönnum hans og öðrum hafi ver- ið fullkunnugt um, að hann ætlaði vestur: — »Að hin kirkjulegu yfirvöld hafi vitað um, að síra Magnús ætlaði vestur, löngu áður en hann fór, þarf nú ekki að sanna, því það [var alkunnugt um endilangan Skagafjörð og Húnavatns3ýslu og jafnvel í Reykjavík í vetur«. þetta segir »Samein.« En prófastur síra Magnúsar segir svo frá í skýrslu sinni til biskups um viðskilnað hans við staðinn í Hvammi, að hann hafi skrifað síra Magn- úsi, þegar fór að kvisast um fyrirætlan hans, og spurt hann, hvað hæft væri í því, en hann hafi þá þverneitað því. Slíka aðferð mun ekki vera svo mikið rangnefni að kalla »strok«, og lítil ástæða til að fara tniklum frægðarorðum um þess konar háttalag af embættismanni og sálu- sorgara, hvað svo sem líður harðiudum og horfelli. J>að má segja, að» í freistni leiðast jafn- vel útvaldir«. |>að má vera eitthvert ó- skiljanlegt aðdráttarafl, sem vesturfara- postularnir (erindrekar Kanadastjórnar o. 8. frv.) hafa, að annar eins maður og síra J. B. skuli vera allur á þeirra bandi og bera blöð hjer brigzlum fyrir það, að þau vilja ekki staðfesta hallærisýkjur þær, sem notaðar eru til að flæma menn vestur. Hitt og þetta. Við háskólann i Berlín er tilsögn veitt í þessum tungumálum : latinu, grísku, frakk- nesku, ensku, ítölsku, spænsku, dönsku, forn- þýzku, pólsku, rússnesku, forn-slavnesku, san- skrit, sýrnesku, assýrisku, babylonsku, forn- semítamáli, arameisku, arabisku, tyrknesku, eþíópisku, egipzku og kinversku. Við háskólann í París stunda 108 kvenn- menn læknisfræði. Af þeim eru 83 frá Rúss- landi, enskar stúlkur 11, franskar 7, frá Ameríku 3, frá Austurríki 2, fri Rúmeníu 1, og 1 tyrknesk. Á ferðalagi eru að jafnaði 5,000,000 manna hjer í álfu. I Sviss eru hjer uih bil 100 hótel eða veit- ingahús með gistingu fyrir ferðamenn, með samtals 58,000 rúmum og 16,000 þjónum. Tekj- ur af gestahýbýlum þessum ern 30,000,000 kr. (þrjátíu miljónir kr.!) á ári. Erindi flestra ferða- manna til Sviss er að skoða náttúruna: hrikaleg fjöll og jökla, fagra dali og stöðuvötn o. s. frv., — samkynja náttúrufegurð og hjer er á íslandi, auk þess sem hjer er enn liollara loptslag á sumrum. En sá er munurinn, að hjer er minna um „hótellin“ eða hvers konar þægindi, er menntað ríkisfólk á bágt með án að vera. Hraði járnbrautarlesta. Mestur hraði, sem menn vita til á járnbrautum hjer í álfu, er milli Lundúna og Glasgow ; þar fer brautar- lestin að jafnaði 9'/s mílu danska á klukku- stundunni, eða nærri því 2 þingmannaleiðir. þá fer brautarlestin milli Calais og Parísar 73/« mílu á klukkustundu, og milli Parísar og Bordeaux jafnhratt. Milli Berlínar og Kölnar á þýzkalandi er hraðinn 7'/2 míla. Til samanburðar má geta þess, að í Derby- kappreiðinni 1886 hljóp fljótasti hesturinn rjett- ar 7 mílur danskar á klukkustundinni. Af miljón börnum, er fæðast jafnsnemma, deyja 150,000 á 1. árinu. Á 2. árinu fækkar þeim enn um 53,000. Eptir 45 ár er ekki eptir nema helmingurinn (500,000). Eptir 60 ár eru 370,000 uppi standandi, gráir fyrir hærum. Eptir 80 ár eru þó 97,000 á róli, með veikum burðum samt. Eptir 95 ár eru einir 223 eptir, og eptir 108 ár er hinn síðasti lagður í sitt hinnsta hvílurúm. þannig reiknast hagfræðingum aldur manna að jafnaði eða meðaltali. Tala Gyðinga um allan heim er, eptir nýj- ustu og beztu skýrslum, um 6,300,000; áður var haldið að þeir mundu vera 7—8 miljónir. þar af eru 5,400,000 hjer í álfu (2,552,000 á Rúss- landi); í Asíu 300,000; í Afríkn 350,000; og í Ameríku 250,000. Mesta sjávardjúp, er menn vita til í At- lanzhafi, er 3,755 faðmar, eða hátt upp í mílu. það er nálægt Antilla-eyjum. öldur á Atlanz- hafi eru að meðaltali 3 mannhæðir; en dæmi eru þess, að þær verða fram undir 7 mann- hæðir.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.