Ísafold - 21.03.1888, Síða 1
Kemur út á miðvikudagf-
morgna. Verð árgangsins
(60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júlimán.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundin viS
áramót, ógild nema komin sje
til útg.fyrir I.okt. Afgreiðslu-
stofa i ísafoldarprentsmiðju.
XV 14.
Reykjavik, miðvikudaginn 21. marz.
1888.
53. Frá íslendingura 5 Ameriku. Sýningin í
Khöfn.
54. Stjórnarskrármálið og Júngvallafundur.
f Síra Stefán Jónsson (kvæði, M. J.). Fáein
orð um vesturflutninga.
55. Á síðustu forvöðum. írska málið. Auglýs
56. Auglýs.
Brauð nýlosnuð: Skorrastaður 15/„ .... 1057
Jjóroddsstaður 17/s . . . 1005
Forngripasafnið opið hvern mvd. og Id. kl. I---
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I — U
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 11—2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3
Póstar fara 24. (n. og v.) og 26. marz (a).
Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. i
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jðnassen
marzj Hiti (Cels.) Lþmælir | Veðurátt.
ánóttu|umhád. fm. | em. | fm. | em.
M.14. -f-IOj +- 3 29,7 29,6 N hv b jO d
F. 15. -7- 4 0 29,5 29,5] 11d V h d
F. 16. “ 3 ! +- 3 79,s 29,8 Sv hv d : S V h d
L. 17. -r- 5 — 2 29,8 29,8 ISv h d S h d
S. 18. + 3| -f 6 29 29,4 ! Sa hv d 'Sa hv d
M 19. + 5 + 9 29,3 29.3 Sa hv d Sa hv d
í>. 20. +- i| 0 29,3 29,4.1 Sv hv d |Sv hv d
Hinn fyrsta dag vikunnar var hvasst norðan-
veður að morgni, en gekk allt í einu ofan um
kl. 10 og gerði Iogn og fagurt veður ; daginn
eptir hægð á veðri, dimmur og gekk svo til
vesturs og síðan 16. til útsuðurs með jeljum og
sama veður næsta dag (17.); síðan til landsuð-
urs með mikilli rigningu og nú aptur siðustu
dagana til útsuðurs (8v) með hvassviðri og
svörtum jeljum og nokkrum brimhroða í dag
20., og ágerist í dag brimið til sjávarins.
Beykjavík 21. marz 1888.
Brauð veitt. Skútustaðir veittir af
landshöfðingja 19. þ. m. síra Arna Jónssyni
á Borg, samkvæmt kosningu safnaðarins.
Auk hans sótti aðstoðarprestur á Reyni-
völlum síra Kinar Friðgeirsson.
Frá Islendingum í Ameríku. Nýtt
blað kom þaðan nú með þessari ferð, viku-
blað, viðlíka stórt og »Heimskringla«, og
heitir »Lögberg«. það kemur út í Winni-
peg. 1 ritstjórn er Einar Hjörleifsson og
ð—6 aðrir. Blaðið er dável ritað. Vel
lætur það yfir sjer og lífinu þar vestra.
En með daufara móti er hljóðið í brjefum
vestan að með þessari ferð. Og frá vetrar-
fari þar um slóðir, þ. e. miðbik Norður-
Ameríku þar norður frá, eða norðan til í
Bandaríkjum, segir svo í heimsblaðinu
»Times« í Lundúnum í jantiar í vetur:
*Annar eins kuldi hefir ekki komið þar
síðan 1864. Víða komst hitamælirinn
niður í -f 40° (á Celsius). Alls hafa 200
manns farizt af kulda. í Dakota eingöngu
helfrusu 145 mcnn*.
Sýningin í Kaupmannahöfn. Ut
af tilmælum frá forstöðunefnd sýningarinnar
um niðurfærslu á flutningsgjaldi fyrir ís-
lenzka sýnismuni hefir stjórn hins samein-
aða gufuskipafjelags látið í ljósi, að fje-
lagið mundi taka alveg ókeypis til flutn-
ings sýnismuni frá efnalitlum fiskimönnum
hjer á landi, er gætu sýnt skilríki fyrir,
að þeir ættu víst rúm fyrir munina á sýn-
ingunni,—fyrir milligöngu afgreiðslumanna
fjelagsins hjer, er ættu líka að sjá um, að
ívilnun þessi yrði ekki misbrúkuð.
1 öðru lagi hefir formaður fiskitnuna-
deildarinnar á sýningunni, Arthur Fedder-
sen fiskifræðingur, ritað landshöfðingja 29.
f. m., að þar muni verða ætlað hæfilegt
rúm fyrir íslenzka sýnismuni í einu lagi,
í von urn, að fyrir tílstyrk íslendinga í
Khöfn og ef til vill með dálitlum sam-
skotum hjeðan muni takast að útbúa hina
íslenzku sýningu svo snoturt, að við verði
sæntandi. Einkanlega treysti hann Tr.
Gunnarssyni til hins bezta í því efni. —
Hvað tilkynningarfrestinn snertir, er farið
hafi verið fram á að fá enn lengdan, þá
sje ekkert að óttast í því efni, með því
fiskideildarnefndin hafi svo um búið, að
sýnismunirnir komist að, þótt ekki sje
sagt til þeirra á rjettum tíma. Hins veg-
ar sje það ómissandi, bæði vegna sýning-
arinnar yfir höfuð og vegna aðgjörða dóm-
nefndarinnar, að sýnismunirnir komi til
Khafnar svo fljótt sem hægt er, og sjeu
hin síðustu forvöð með póstskipinu sem
kemur til Hafnar í maí, fyrir sýnismuni
frá Reykjavík og þar í grend, en annars-
staðar að með »Thyra« í júnímánuði. »Til
þess tíma, 23. júní, verður líka tekið á
móti saltfiski o. s. frv., með þvi að ekki
er vanalega hægt að hafa þær vörur til-
búnar fyrri.«
»Fiskideildarnefndin vonar, að ineð þess-
ari tilhögun muni fást viðunanlegt sýnis-
munasafn frá Islandi, eptir atvikum, svo
landinu verði sómi að. Island hefir til
margt það, er vekja mun athygli á sýn-
ingunni, svo sem ýmsar landsnytjar og
smíðisgripir bæði úr málmi og trje. Jafn-
vel lítilfjörleg veiðarfæri munu verða vel
meðtekin, svo sem lóðir, silunganet með
gömlu lagi m. fl.«
— þetta, sem nú hefir sagt verið, er
birt hjer að undirlagi landshöfðingja.
Loks hefir blaðinu borizt ávæningur um
það nú með þessari ferð, að stjórn gufu-
skipafjelagsins ætli að gefa allt að 20
efnalitlum Islendingum kost á fari til
Khafnar á sýninguna í júnímánuði með
»Thyra« og »Laura« fyrir að eins 100 kr.
gjald fram og aptur, að meðtöldu fæði
báðar leiðir milli landa og ókeypis plássi
í skipunum meðan þau liggja í Khöfn.
þennan kost ættu menn eigi að hika
við að nota; því margt verður að sjá á
sýningu þessari, sem bæði er mikið gaman
að og hlutaðeigendum getur orðið að stór-
miklum notum
Tíðarfar er að frjetta mikið gott um
land allt, nema sízt á Austfjörðum. Vet-
ur víðasthvar einhver hinn bezti, er elztu
menn muna.
Mannalát. Látinn er nýlega síra
Hjálmar þorsteinssmi, síðast prestur að
Kirkjubæ í Tungu, fæddur 1814, vígður
1845 aðstoðarprestur að Grenjaðarstað,
þjónaði síðan Presthólum, Stærraárskógi
og Kirkjubæ.
Halldór þorláksson, prests frá Undirfelli,
bóndi á Hofi í Vatnsdal, andaðist 23. f.
in., nálega hálffertugur, »drengur góður og
vel virtur af þeim er þekktu«.
Fiskimannasjóðurinn. Herra ritetjóri! Gjörið
svo vel að birta eptirfarandi leiðrjettingu I blaði
yðar við fyrsta tækilæri. — í skýrslu, sem prent-
uð er í ísafold 14. þ. m., um fundarhald í Hafn-
arfirði 6. þ. m„ til að ræða um samskot til fiski-
mannasjóðsins, segir meðal annars svo: „Fundið
var að þvf, að 60 kr. höfðu einhvern tfma verið
veittar úr sjóðnum til að kaupa fyrir bát, án heim-
ildar i reglugjörð sjóðsins“. |>essi aðfinning er
ekki rjett, því að i reglugjörð sjóðsins 24. júni
1840 (fsl. lagasafn XI., bls. 661) í niðurlagi 4. gr.
stendur: „J>egar efni sjððsins leyfa, má þó einnig
veita fátækum sjómönnum f ofannefndum bj’ggðar-
lögum, er missa báta sfna eða veiðarfæri við mann-
skaða (ulykkeligt Tilfælde), nokkurn styrk til að
afla sjer nýrra báta og veiðarfæra“. í þetta eina
skipti (1857) sem styrkur hefur verið veittur til
bátskaupa, var að öllu leyti svo ástatt sem gjört
er ráð fyrir f reglugjörðinni, og var sú styrkveit-
ing þvf hvorki ólögleg nje aðfinningarverð.
Reykjavík 19. marz 1888.
Virðingarfyllst
Halldór Daníelsson.