Ísafold - 25.04.1888, Síða 2
74
verða prentsmiðjueigandi og keppinautur
sinn í prentiðn !
En þá bókbindararnir, Ijósmyndararnir,
bóksalarnir o. s. frv.? Ekki tjáir þeim að
herma annað en allc gott frá Ameríku.
Geri þeir það ekki, þá eru þeir ekki í
húsum hæfir fyrir öfundar sakir við höfuð-
agentinn, sem stundar þær iðnir líka !
það er sagt um suma fylgismenn þjóð-
höfðingja, að þeir sjeu »konungkollari en
konungarnir sjálfir*. Eins má segja um
suma menn, að þeir sjeu húsbóndahollari
en húsbóndinn sjálfur. f>að er ólíklegt,
að pessi »lærdómuri í bæklingnum sje inn-
blásinn af húsbóndanum.
það er eins og einhver ofsaleg geðs-
liræring hafi skapað ofsjónir í huga höf.
Eptir frásögn hans á bæklingur Gröndals
að hafa verið prentaður í pukri í Isafold-
arprentsmiðju og prenturunum hótað burt-
rekstri, ef þeir þegðu ekki. Næst verður
liklega lagt líftjón við, ef ritlingur á ekki
að vera á hvers manns vitorði löngu áður
en hann er kominn út! —Höf. er töluvert
kunnugur prentsmiðjum og bókaútgáfum
annarsstaðar, og veit því oíurvel, að þar
er algengt, að almenningur fær enga vitn-
eskju um prentun ýmsra rita fyr en þau
eiga að koma út, ef til vill ekki fyr en
missiri eptir að prentuninni er lokið. |>ess
konar er komið undir ósk og vilja útgef-
andans, og mundi sú prentsmiðja, sem
ekki hagaði sjer eptir því, ekki hafa mikla
atvinnu.
Til þess að smábæklingar fái í fljótu
bragði almenna og jafna útbreiðslu víðs
vegar ufn land, er eina ráðið, að senda þá
út með blöðum. Hitt, að senda þá út-
6ölumönnum í fjarlægum hjeruðum, til
sölu, það er hjer um bil tilgangslaust.
|>að sá hlutaðeigandi, hvað þennan bækl-
ing snertir, og að neita honum um aðstoð
til þess, hefði verið hjer um bil sama sem
að neita honum um að birta pjesann á
prenti. En að prentsmiðjustjórar færu að
gera sig að yfirdómurum um það, hvað
prenta megi og ekki prenta, sje það ekki
nafnlaus ósómi, það væri ekki sjerlega
prentfrelsislegt, sízt gagnvart merkum rit-
höfundum. Og hvort ritið er látið koma
út hjer um sama leyti og póstar fara með
það, eða ekki fyr en viku síðar, það kem-
ur sannarlega í sama stað niður, hvað
»8varið» snertir, allra helzt ef það er þá
6 vikur í smíðum.
Um innihald bæklingsins eptir Gröndal
þarf ísafold ekki að ræða. Lesendurnir
geta sjálfir dæmt um, hvort hann er »ó-
ferjandú fyrir það, og ekki mun neinum
þeirra dyljast, að hann er ritaður af ó-
mengaðri föðurlandsást. Hitt vita allir,
að það er sitthvað, að láta eitthvað prentað
mál með annars manus nafni undir fylgja
blaði (t. d. brama-lífs-elixír-auglýsingu), eða
að skrifa sjálfur undir það að öllu leyti.
það er heilræði við vesturfarapostulana,
að láta ekki eins og þeir hafi »forpaktað«
allt landið handa sinni »forretningu«, að
minnsta kosti meðan ekki er öllum máls
varnað nema »bókhöldurum« agentanna.
Millibils-prestsþjónusta.
(Fyrirspurtnr.)
1. þegar prestur fer burt frá einhverju
prestakalli og það þess vegna er prest-
laust, og þegar tveir eða flein ná-
grannaprestar, sem allir eiga hjer um
legir til að þjóna þessu prestakalli,
meðan það verður ekki veitt, er þá
bil jafnlangt til að sækja, eru fáan-
söfnuði eða sóknarnefnd þessa presta-
kalls ekki leyfilegt að leitast fyrir hjá
þessum nágrannaprestum um,hverþeirra
væri fáanlegur til að þjóna með aðgengi-
legustum kjörum, þ. e. vildi messa og
húsvitja optast, og í öllu tilliti sem
rækilegast gegna embættinu, og að því
búnu að kjósa sjer þann, sem sann-
gjarnastur væri; og er svo prófastur
ekki skyldur til að skipa söfnuði þess-
um þann prest, sem hann kýs að þjóní
meðan brauðið veitist ekki; eða er
prófasti heimilt að skipa einhvern þess-
ara nágrannapresta til að þjóna, án
þess að leitast nokkuð eptir um vilja
safnaðarins, eða taka tillit til hans ?
2. þegar eitthvert prestakall er prest-
laust og nágrannaprestur hefir af pró-
fasti verið skipaður til að þjóna því
meðan það væri óveitt, og þegar þessi
nágrannaprestur tekur allar tekjur
prestakalls þessa fyrir verk sín, er
hann þá ekki skyldur til, samkvæmt
lögum, að hafa kirkju, stað og aðrar
eignir prestakallsins í ábyrgð, og að
sjá um, að þær gangi ekki úr sjer
eða rýrni á nokkurn hátt; eða getur
hann, prófastur eða stiptsyfirvöldin
.(eptir áeggjan prófasts) gert söfnuðin-
um að skyldu, að takast þetta á hönd-
ur, og smeygt sjer þannig úr öllum
vanda, og svo heimtað af söfnuðin-
um fullt eptirgjald eptir jarðir presta-
kallsins, hvort sem þær byggjast eða
ekki ? M.
*
* *
1. Kirkjustjórnarvöldin þurfa að lög-
um ekki að leita tillögu safnaðarius um
þjónustu nágrannaprests, nema því að eins,
að einhver hafi sótt um brauðið ; þá á söfn-
uðurinn kost á að hafna umsækjanda og
kjósa heldur þjónustu nágrannaprests, ef
því verður við komið, sjá lög 8. jan. 1886.
En auðvitað er stjórnarvöldum þessum eígi
að síður skylt að líta mest á hag og þarf-
ir safnaðarins, er þau útvega honum prests-
þjónustu frá nágrannabrauðunum, og er
það rjett, að söfnuðurinn beri sig upp
við stiptsyfirvöldin, með skýrum og greini-
legum rökum, ef t. d. prófasti virðast hafa
verið mislagðar höndur með bráðabyrgða-
ráðstöfun viðvíkjandi þjónustu brauðsins.
f>að er engin ástæða til að efast um, að
slík málaleitan muudi hafa góðan árangur.
2. Abyrgð á stað og kirkju m. m.
verður ekki lögð á neinn söfnuð öðruvísi
en með hans samþykki, eða rjettara sagt
beinlínis eptir ósk hans á almennum safn-
aðarfundi (lög 12. maí 1882), að því er
kirkjuna snertir og hennar eignir. það er
sjálfsagður hlutur, að sá, sem brauðinu
þjónar, hefir að öðrum kosti fulla ábyrgð
á stað og kirkju o. s. frv., hvort sem hann
er innan sóknar eða utan. Fjarlægð getur
hann og aldrei borið fyrir sig til að smeygja
sjer undan eptirlitinu og ábyrgðinni, því
sú hin sama fjarlægð gerir honum þá ó-
mögulegt að þjóna.
|>að er í stuttu máli sinnuleysi safnaðar-
ins sjálfs að kenna, ef hann fær óhagkvæma
nágrannaprestsþjónustu til frambúðar, þótt
völ sje á annari betri að jöfnum kjörum,
og ekki síður hitt, ef hann lætur smeygja
upp á sig stað og kirkju. Hitt er annað
mál, að láti söfnuðurinn sig engu skipta,
þótt staður og kirkjujarðir m. m. níðist
niður fyrir handvömm þjónandi nágranna-
prests t. a. m., þá má búast við, að það
komi söfnuðinum sjálfum í koll að því leyti,
að þá fæst miklu síður nokkurn tíma al-
mennilegur maður í brauðið.
Hitt og þetta.
Brú yflr Frakklandssund (sundiö milli
Englands og Frakklands) er nú veriú aú hugsa
um og ræöa meðnl verkfræðinga og stjórnar-
valda í báðum löudum. Göng undir sundið er
mörgum Englendingum illa við, vegna þess, að
þá eigi útlendur landher hættulega auðsótt að
landinu; en um brú er öðru máli að gegna.
Ekki þarf annað en brjóta dálitinn spotta af
henni, þeim megin sem að Englandi veit, ef
ófrið ber að höndum; hitt er allt óskemmt
fyrir því.
,.Kærir bræður“, sagði bindindispostuli einn
í ræðu sinni; „getið þið imyndað ykkur, hvernig
færi, ef öll veitingahús væru komin út í haf3-
auga?“ — „Já“, gall einn við meðal áheyrend-
anna, „fólk drukknaði hrönnum saman þegar
það væri að reyna að komast inn í þau“.