Ísafold - 16.05.1888, Page 1
Kemur út á miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
(60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júlímán.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útg.fyrir l.okt. Afgreiðslu-
stofa i ísafoldarprentsmiðju.
XV 23.
Reykjavik, miðvikudaginn 16. mai.
1888.
89. Innl. frjettir.
90. Meira um vöruvöndun og verzlun.
91. Hitt og þetta. Auglýsingar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3
Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. i
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganirí Reykjavík, eptir Dr. J.Jónassen
mai Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt.
ánóttu um hád. fm. | em. fm. em.
M. 9. +- 3 + & 3°,4 30.4 S h b • S h b
b. 10. + 2 + 9 3°,4 30.3 s h d s h d
F. 11. + 5 +10 30,3 30,1 s h d s h d
L. 12. + 3 + 5 3° 30,2 V hv b Nv hv b
S. 13. 1 + 3 30,5 3<V N h b O d
M.14. + * +« 29,9 29,9 O b N h d
P. >5- 0 + 4 29,9 29,9 O d N h d
Framan af vikunni var hæg sunnanátt með
talsverðri hlýju, gekk siðan til vesturs-útsuðurs
og var hvass til djúpa, þótt hjer væn logn inn-
fjarðar; hefur síðan verið sama veðurátt, snjó-
að við og við í fjöll og mikill kalsi. í dag 15.
hjer logn en útifyrir hvass á norðan; hefur
snjóað talsvert í ijöll í nótt.
Reykjavík 16. maí 1388.
Bókmenntafjelagið. A fundi hjer í
deiidimii 5. J). var lagour fram endurskoð-
aður reikningur fjeiagsdeildarínnar fyrir
árið 1887. Tiilög, gjahr og andvirði seidra
bóka hötðu numið nál. 1200 kr., lands-
sjóðsstyrkur 1500 kr., skaðabætur frá gufu-
skipafjelaginu fyrir bókaskemmdir 3ð0 kr.
Bokaútgaiukostnaóur rúmar 2800 kr.
Forseti skýrði frá, að þ. á. væn von á
frá deildinm hjer :
Hinningarnti um stofnanda fjelagsins,
R. K. Rask, eptir varaforseta íjeiagsdeild-
arinnar, llr. Björn M. Oisen —iyrirlestur
hat(S sá í vetur, ásamt brjefum Rasks—
með mynd Rasks íraman við.
Sýslumannaeeýum, II. bindi 1. hepti.
Tímanti, IX. árg., með mynd Rasks.
Frjettum frá íslandi 1887.
Minningarritið væri að eins ætlað heið-
ursfjelögum og til lausasölu til inntektar
fyrir hinn fyrirhugaða minnisvarða yfir
Rask, með því að fjelagsmenn fengju inni-
hald þess í Tímaritinu.
Frá Hafnardeildinni væri von á, auk
Skirnis (þegar kominn) og Skýrslna og
reikninga, framhaidi af Fornbrjefasafni,
1. hepti, og framhaldi af pjóðsögusafni, 1.
hepti.
Askorun um samskot til minnisvarða
yfir Rask væri ætlazt til að fylgdi æfiminn-
ing hans (1. hepti Tímaritsins og Minn-
ingarritinu), í næsta mánuði. Brjóstlíkn-
eskið væri þegar fullgert (mótað) af höf-
undinum, professor Th. Stein í Khöfn; að
eins eptir að steypa það.
|>á var nheimflutningsmálið« tekið til með-
ferðar og rætt nokkuð, en ályktun frestað
til annars fundar, 9. þ. m.
Hafnardeildin hafði svarað svo síðasta
sáttaboði Reykjavíkurdeildarinnar, um jafn-
ari skipti á fjelagstekjunum, að hún vildi
láta deildina hjer hirða hinar innlendu
tekjur, gegn því að hún svaraði sjer þar
af 500 kr. á ári og borgaði að auki helm-
ing af skuld þeirri, er Hafnardeildin er
nú í og hún segir vera orðna á 6. þúsund
kr. Svo skyldi og Reykjavíkurdeildin taka
að sjer útgáfu Skírnis og Skýrslna og
reikniuga.
Svo þóttu þessir kostir fjarri sanni, eink-
anlega skuldalúkningin, að ekki kom fram
nein uppástunga um að samþykkja þá.
Stjórnin lagði það til samt, að gera
skyldi enn þá hina ýtrustu tilraun til sam-
komulags, að Reykjavíkurdeildin gengi að
skilmálum Hafnardeildarinnar, að skulda-
lúkningunni frá skilinni, þó svo, að árgjald-
ið til Hafnardeildarinnar skyldi að eins
bundið við 5 ára tímabil fyrst um sinn, og
því skilyrði háð, að landssjóðsstyrkurinn
næmi eigi minna en 1000 kr. á ári þann
tíma. Gangi eigi Hafnardeildin að þessu,
skyldi Rvíkurdeildin beita lögsókn til að ná
rjetti sínum.
Sáttarboðið var samþykkt með öllum
þorra atkvæða, á fundinum 9. þ. m., en
tillagan um málssókn með 26 atkv. gegn
18, að viðhöfðu nafnakalli.
Var fundarályktunin, sem samþykkt var,
þannig orðuð :
1. Fundurinn felur stjóminm að leita
enn samkomulags við Hafnardeildina um
aðra skiptingu á tekjum fjelagsins en verið
hefur, þannig, að Beykjavíkur-deildin hafi
eptirleiðis fjelagstekjurnar hjer á landi, en
Hafnardeildin erlendis, þó svo, að af liin-
um innlendu tekjum renni 500 kr. á ári til
Hafnardeildarinnar fyrst um sinn í 5 ár,
svo framarlega sem Beykjavíkurdeildin fœr
að minnsta kosti 1000 kr. árstillag úr land-
sjóði þann tíma, og að Beykjavíkurdeildin
taki að sjer útgáfu Skirnis og Skýrslna og
reikninga.
2. Náist eigi slíkt samkomulag, svo fljótt
sem tíminu leyfir, veitir fundurinn stjórn-
inni heimild til að beita þá tafarlaust lög-
sákn til ná rjetti vorrar deildar gegn
Hafnardeildmni á hvern þann hátt, sem
hentugast þykir, samkvœmt áðurgjörðum
ályktunum vorrar deildar, sbr. fund 9. júlí
1883.
Við lö^sóknartillögunni sögðu þessir
Já: Arni Gíslason, Arni Jóhannesson,
Björn Jónsson, Björn M. Ólsen, E. Th.
Jónassen, Gestur Pálsson, Guðlaugur Guð-
mundsson, Halldór Melsted, Hannes Haf-
stein, H. E. Helgesen, Indriði Einarsson,
Jón Arason, Jón Guðmundsson, Jón Ólafs-
son, Kristján Jónsson yfirdómari, Kristján
Jónsson stúdent, Magnús Bjarnarson,
Magnús J. Blöndal, Ólafur Stephensen,
Sigfús Eymundsson, Sighvatur Bjarnason,
Sigurður Sigurðsson barnakennari, Stefán
Thorarensen, Steingr. Johnsen, Valdimar
Asmundarson, þórhallur Bjarnarson.
Nei sögðu : Asmundur Sveinsson, Guðm.
Guðmundsson, Guðm. Helgason, Guðm.
þorsteinsson, Halldór Daníelsson, Jóhannes
L. Jóhannsson, Jón Finnsson, Jón Jensson
Jón Borgfirðingur, Jón Steingrímsson,
Jósep Hjörleifsson, Ólafur Ólafsson, Páll
Briem, Páll Melsted, Pálmi Pálsson, Pjetur
Pjetursson lögregluþ., Sigurður Vigfússon,
þorleifur Jónsson.
Halldór Kr. Friðriksson greiddi ekki atkv.
Umræður urðu talsverðar um málið, og
hnigu frá formælendum Rvíkurdeildarinnar
að mestu að því, að samkomulagstilraunir
frekari en þetta væri tilgangslausar, þar
sem Hafnardeildin sýndi allt af í verkinu,
að hún vildi firrast allt samkomulag, en
nauðsyn á sameining deildanna í eitt hjer
á landi færi vaxandi ár frá ári, ekki sízt
vegna ráðsmennsku Hafnardeildarinnar
með efni fjelagsins o. fl., þar sem hún
hefði t. d. varið milli 8—9 þús. kr. til að
gefa út aptur 3 kvæðasöfn, er fjelagið hafði
áður gefið út: Jónasar, Bjarna ög Stefáns
Ólafssonar, og veðsett talsvert af sjóðnum
fyrir skuldum. Útgáfa Stefáns kvæðanna
t. a. m. hefði kostað hátt á ð. þús. kr.,
þar af rúm 1600 kr. f ritlaun fyrir að búa
kvæðm undir prentun og fyrir prófarka-
lestur. — Hafnardeildin hefði fyrirgert