Ísafold - 16.05.1888, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.05.1888, Blaðsíða 3
91 uðum, og hún verður að sjá, að það er hennar gagn, að varan sje í áliti erlendis, en þar á móti hennar skaði og eyðilegg- ing, ef enginn vill eiga vöruna, nema þá með svo lágu verði, að sá sem aflar vör- unnar, geti ekki haft sitt lífsviðurhald þar af. Jeg gat þess í fyrri grein minni og vil taka það fram aptur nú, að framför heimsins stígur árlega svo stórum fetunj fram á við, að það er ekki nægilegt, að íslenzku vörurnar sjeu eins góðar og þær voru fyrir nokkrum árum; þær þurfa að vera miklu betri til þess að verða ekki aptur úr á heimsmarkaðinum. það er stór munur, hve kaupendur eru orðnir vand- látari nú, en þeir voru fyrir 16 árum, þegar jeg byrjaði að afhenda vöru erlendis. Nú sem stendur leitast menn við að rífa niður hverja stofnun og hvert fyrir- tæki, sem nær 6 eða 8 ára aldrinum, til þess að hrófa aptur upp annari nýrri rofatyllu, sem svo aptur fer sömu leiðina. þó held jeg ekki, að það sje vegna tíðar- andans, eða af því að Gránufjelagið er orðið nokkuð gamalt, heldur vegna ókunn- ugleika, að *þjóðólfur« sjer ekkert annað en ámælisvert hjá Gránufjelagi, og segir að það hafi trúlega fylgt kaupmönnum í því að spilla vöruvöndun i landinu. I mínu ungdæmi og allt fram að 1877 var ekki verkaður saltfiskur norðanlands; fiskurinn vanr hertur þá tíma árs, sém það var hægt; en í sumarhitanum, þegar mest var af fiski inn á fjörðum, var ekki fiskað nema til matar, því það sem fram yfir var ónýttist af maðki. Hvernig hirðingin var á þessum harða Ö3ki, munu margir muna. Að senda nokkuð af honum út úr landinu var ekki tekið í mál, og kaup- menn álitu hann plágu fyrir sig, svo þeir sömdu opt við sjávarbændur, að ef þeir ættu að taka fiskinn af þeim, þá yrðu þeir að verzla með allar sínar vörur hjá sjer ; fiskinn seldu og lánuðu þeir svo apt- ur innanlands. Svona gekk nú þetta, þar til Gránufjelagið byrjaðiað kaupa saltfisk, selja saltið ódýrara en áður var venja, og byggja salthús hjer og þar, sem mest var afla von, svo sjómenn þyrftu ekki að eyða miklum tíma frá fiskiróðrum til að ná salti. Afleiðingin varð sú, að þar sem árið 1876 var ekki flutt út nema 118 skpd. af sölt- uðum fiski af öllu svæðinu frá Borðeyri til Vopnafjarðar, þá var 4 árum síðar, eða 1880, útflutt af sama svæði 2720 skpd. og árið 1883 5447 skpd. af saltfiski; þar af var þó mestur blutinn frá Eyjafirði. Nú er fiskurinn orðinn jafn eptirsókt vara af kaupmönnum, eins og þeim var illa við hann áður. þegar fjelagið byrjaði á saltfisksverkuninni við Eyjafjörð og Seyð- isfjörð, fjekk það vanan fiskiverkunarmann frá Isafirði, og síðar fjekk það menn bæði frá Onundarfirði og Bíldudal, þar sem fisk- verkun var álitin bezt, svo það gjörði þó tilraun til þess að verkun skyldi verða í góðu lagi, þó árangurinn ýmsra orsaka vegna yrði ekki fyllilega sá, sem bezt hefði verið fyrir alla hlutaðeigendur. Arið 1882 byrjaði Gránufjelag á að bræða lifur með gufu, sem áður var soðin í potti. Eins og skiljanlegt er, verður gufu- brætt lýsi betra og útgengilegri vara en pottbrætt, þegar lifrin er ekki skemmd áður, enda hefir jafnan fengizt 1—3 kr. meira fyrir tunnuna af þvf lýsi. I hvorutveggja skiptið, þegar jeg byrj- aði á saltfisksverkuninni og gufubræðslu, álitu kaupmenn það vera »humbug«. »Nú er hann að setja fjelagið á hausinn með þessum mikla kostnaði«, sögðu menn; en svo fór, að nágrannakaupmennirnir urðu að taka þetta eptir, og er þetta nú komið á svo fastan fót, að vonandi er, að það verði almenningi til gagns til langframa og leggist ekki niður, þó mönnum takist að koma Gránufjelagi undir græna torfu, sem þó er ekki ólíklegt að dragist nokkur ár enn þá; enda væri það minnkun fyrir landsmenn, ef ekki gæti tórt ein föst fje- lagsverzlun í landinu, á meðal svo margra framhrindingar- og framsóknar-framfara- frelsismanna, sem vilja flytja alla stjórn og alla verzlun inn í landið. Vegna gass, steinolíu, rafmagnsljóss o. fl., sem til ljósa er notað, og ekki þekkt- ist fyrir nokkrum tíma, er miklu minni þörf á lýsi til ljósmatar en á fyrri tímum. Eptirspurn eptir lýsi er því miklu minni, og mesta nauðsyn á, að vanda lýsið sem allra bezt, svo verðið ekki falli niður úr öllu valdi. f>að var því í þeim hreina og eina tilgangi, að gjöra verzlaninni og lands- mönnum gagn, að Gránufjelagið setti yfir 15,000 kr. fast í hús og bræðsluáhöld; en skemmtilegt er það ekki, að þeir menn, sem helzt áttu að hafa gagn af þessu, skyldu spilla fyrir sjálfum sjer og fyrirtæk- inu, með því að sleppa einföldu verki, sem engan kostnað hefir í för með sjer : jeg á við það, sem jeg drap á í greininni í vet- ur, að skera lifrina í sundur og hleypa út blóðinu. Jeg skil ekki í smásmyglis-tif- gangi þeirra, sem vilja verja slíkt. (Niðurl.) Tr- G. Hitt og þetta. þjófaskóli. í Odessa (á Rússlandi) er skóli þar sem þjófum er kennd „listin sú að stela“. Bkki eru teknir í hann nema greindir piltar og námfúsir, og talað er þar eins konar villu- mál, sem engir skilja utan skóla. það þykir svívirðing, að segja eptir, og líka hættulegt, vegna hefnda Skólinn gerir lærisveina sína suma að einföldum vasaþjófum, og suma, sem efnilegri eru, að stór-vasaþjófum, er temja sjer þá list, að skera frá vasa með skærum og vasa- hnífum, svo fimlega, að sá viti ekki af, er fyrir verður. Ennfremur „menntast“ þar innbrots- þjófar; þeim er kennt að brjóta upp skrár og lása eptir rjettum reglum, og að skríða út og inn um glugga eða laumast inn um dyr svo, að ekki heyrist. þjóðmoin verða eigi læknuð eða við þeim varnað, fremur en líkamlegir kvillar, með öðru móti en að þau sjeu rannsökuð og þeim sje lýst glöggt og afdráttarlaust. Sparnaður. Að hverju ertu allt af að leita, Jón? þú ert nú húinn að kveikja á 20 eld- spýtum. Jón: Jeg týndi eldspýtu. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli meðsmáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt ráðstöfun skiptarjettarins í dánarbiii Ingiríðar Skúladóttur, er varð úti 3. febr. þ. a'., verður jörðin liöskuldsstaðir í Akrahreppi, 15 hndr. að nýju mati, seld við 3 opinber uppboð, ásamt húsum þeim, er jörðunni fylgja, sem eru: baðstofa, búr, eldhús, skemma og fjós. Tvö fyrstu uppboðin verða haldin á skrif- stofu sýslunnar að Gili laugardagana 9. og 23. júní, en hið þriðja og síðasta á jurðinni sjálfri laugardaginn 7. júlim. þ. á. Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi nefnda daga, og verða söluskilmálar til sýnis hjer á skrifstofunni 3 dögum fyrir hið fyrsta uppboð og siðan upplesnir á uppboðsstaðn- um fyrir hvert uppboð. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu 13. apríl 1888. Jóhannes Ölafsson. Með því að lítilfjörlegur arfur tilfjell við skipti eptir Ragnheiði sál. Sigurðardóttur frá Holtsmúla í Staðarhreppi hjer í sýslu, er hjermeð skorað á dóttur hinnar látnu, Sigurlaugu Guðmundsdóttur, er sagt er að dvelji á Suðurlandi, að gefa sig fram og veita arfinum móttöku hið fyrsta. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu 13. apríl 1888. Jóhannes Ölafsson. Verzlunarhús til sölu. Föstudaginn 22. jiínímánaðar næst- komandi verður opinbert uppboð haldið á verzlunarhúsi mínu hjer í bænum, ásamt áföstu geymsluhúsi, og verður pað selt hæstbjóðanda, ef viðunanlegt boð fæst.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.