Ísafold - 16.05.1888, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.05.1888, Blaðsíða 2
90 rjetti sínum með því að óhlýðnast lögum fjelagsins, er hún hefði neitað að bera þar upp lagabreytingartillögur Evíkurdeildar- innar, og ætti því dómskrafan að vera sú helzt, að hún skyldi láta af hendi við Rvíkurdeildina fjelagsmuni þá, er hún hefði undir höndum. Andmælendur hjeldu því fram, að dómur mundi aldrei geta fengizt fyrir öðru en því, að Hafnardeildin væri skyld til að bera upp lagabreytingartillögurnar, en þar með væri eigi sigur fenginn til handa Reykja- víkurdeildinni, ef Hafnardeildin væri eins hugar að hafna breytingunum. f>eir horfðu Og í kostnaðinn og töldu fjelagsmenn út um land mundu vera Hafnardeildinni sinnandi. Virtust þeir draga þá ályktun með fram af tillögum alþingismannanefndar þeirrar, er um málið fjallaði í fyrra með stjórn deildarinnar hjer, — jafnvel þótt hún færi alls eigi fram á að firrast lögsókn takmarkalaust, heldur legði að eins til fjárskiptasamkomulagið sem síðustu og ýtrustu tilraun til sátta. Aths. vf>jó(V“ flytur í siðasta bl. eittlivað 4 dálka ágrip af umræðunum um þetta mál. en, eins og hans var von og vísa, meira eða minna rangsnúið fyrir þeim, sem hann er ósamdóma. en sínar ræður og sinna samliða „fagurlega uppdubhaðar“. Meðal annars leggur hann vara- forseta fjelagsdeildarinnar þá gáfulegu(!) tillögu i munn. að dvlja Hafnardeildina fyrst um sinn þess. að málshöfðun hefði verið samþykkt hjer; og annan fundarmann lætur hann segja, að „mann varðaði ekkert um vilja fjelagsmanna út um Iand“, i stað þess að „lög fjelagsins veittu eigi öðrum kost á atkvæði í þessu nje öðrum fjelagsmálum en þeitn sem fundi sæktu“- Póstskipið Laura fór vestur á ísafjörð og aðrar vesturhafnirnar 3. þ. m., kom þaðan apt- ur 10., og lagði af stað hjeðan til Khafnar 13. þ. m. að kvöldi. Með því fóru landfógeti Árni Thorsteinssnn — ætlar að verða erlendis sumar- langt og ferðast \im Norveg og Svíþjóð, og er bankagjaldkeri Halldór Jónsson settur til að þjóna embættinu á meðan, á hans ábyrgð —; enn fremur N. S. Krúger lyfsali; kaupmennirn- irnir Sturla Jónsson og G. Thordal; Endresen bakari; frú Bernhöft með dóttur sinni o. fl. Aflabrögð eru enn mikið gðð hjer um slóð- ir; en saltlítið orðið mjög og saltlaust jafnvel t. d. á Akranesi og i Keflavík; og er það hrap- arleg fyrirmunun af kaupmönnum. að láta jafnáríðandi nauðsynjavöru þrjóta hvað eptir annað. Alveg hætt að róa á Eyrarbakka og þar í grennd. vegna fiskileysis; reytingur í Landeyj- um; góður afli í Vestmannaeyjum, segirnýkom- inn austanpóstur. Veðrátta kuldasöm mjög enn; frost á hverri nóttu meira eða minna. Eafís segja nýkomn- ir ferðamenn að norðan Húnaflóa hafa verið fullan af, og innfirðina. Móts við Öræfi var hann kominn vestur með landinu að sunnnn, er póstur fór þar um; hroði komst vestur undir Vestmannaeyjar, en hvarf undir eins aptur. Inn á ísafjarðardjúp var hafisinn að reka þeg- ar „Laura“ fór þar um. Meira um vöruvöndun og verzlun, L »J>jóðóIfur« hefir í 9. tbl. þ. á. sýnt mjer þá vírðingu að minnast á grein mína í ísafold 8. tbl. um vöruvöndun. Meðal annars segir hann : »Vöruvöndun almenn- ings er emgöngu hinu illa verzlunarlagi kaupmanna og Gránufjelagsins, sem trú- lega hefir fylgt þeim, að kenna«. »Jeg gjörði það ekki, það var hinn strákurinn sem gjörði það«, segja vondu börnin vanalega. |>að er má ske ábatameira fyrir blað- stjóra, að tala eins og kaupendurnir vilja flestir heyra ; en jeg held að það sje betra fyrir alþýðuna, að henni sje sagt hreint og beint frá því, sem henni sjálfri er nauð- synlegt að breyta til batnaðar. í áminnztri grein hefi jeg ekki sagt, að almenningi væri einum um það að kenna, hvernig vörurnar væru. Jeg hefi blátt á- fram sagt frá sönnum viðburðum, og vona að enginn sanngjarn maður beri á móti því, að vandræði þau, sem þar er skýrt frá, þurfi að lagfærast; en sú lagfæring kemst ekki á með því, að skjóta skuld- inni yfir á aðra, og segja við alþýðu, að hún sje alveg saklaus; hún geti engu um þokað ; því ólagið sje eingöngu verzlunar- stjettinni að kenna. »Sjaldan veldur einn, þegar tveir deila«, og svo er hjer; alþýða og verzlunarstjettin hafa hvor lagt sinn skerf til, að verzlun- arástandið er eins og það er nú; en þó er hlutur alþýðu stærri. Kaupmenn bíða stundum nokkurn skaða á því, þegar varan er vond og selst illa; en þó er tjón alþýðu langtum stærra. Auk þess á alþýða talsvert hægra með að bæta vöruna en kaupmennirnir; og þess vegna sneri jeg máli mínu til hennar í áminnztri grein; því til þeirra verður að snúa sjer í hverju máli, sem helzt er von um að vilji eða geti ráðið bót á vandkvæðunum. Hagsvonin er ætíð öflugasta hvötin til framkvæmdanna, og fyrst svo er, að hags- vonin að vöruvöndun er miklu meiri á hlið bænda en kaupmanna, þá eru það bændurnir, sem ættu að leggja kapp á, að koma vöru sinni í álit, og ekki ætla öðrum að gjöra það, sem þeir sjálfir geta gjört og eiga að gjöra. |>að er satt, að mishátt verð eptir gæð- um vörunnar ætti að vera sterk hvöt til að vanda hana, og enginn finnur betur en jeg, hve ósanngjarnt það er, að sá sem hefir góða vöru fái ekki meira en sá sem kemur með ljelega vöru; en það er hægra sagt en gjört að koma því á; »hverjum þykir sinn fugl fagur«; flestum sýnist sín vara vera eins góð og hins, og þykir sjer órjettur gjör, ef þeir fá ekki jafnhátt verð eins og nágranni þeirra, þótt þeir hafi miklu verri vörur; og opt verður endirinn sá, ef kaupmaðurinn lætur ekki undan, að eigandinn fer með vöruna til verzlunar- stjórans við hliðina á honum, sem þá tek- ur hana með fullu verði, svo sá sem ætl- aði að styðja að betri vöruvöndun, fær það í staðinn, að hann missir verzlun hlutaðeig- andi manns og verður opt að bíða svo árum skiptir eptir borgun á því láni, sem hinn hafði fengið fyrirfram upp á þessar vörur. |>að er sannarlega ekki eins auð- velt fyrir kaupmanninn og margur hygg- nr, að gjöra verðmun eptir gæðum, þó hann vilji. Yerzlunarstjettin er heldur ekki ein um það, að borga ekki vöru eða verk eptir verðleikum. þetta geDgur gegnum öll við- skipti, hvar sem litið er á. þar sem marg- ir eru saman í vinnu, verður megn óánægja, af allir fá ekki jafn-há laun, þó mjög sje ólíkt hvað hver afkastar, og sjaldan er gjörður nógu mikill munur á kaupi vinnu- hjúa eða daglaunamanna eptir verk- um þeirra. J>eir sem selja hest eða sauð á líku reki, álíta það ranglæti, þegar allir fá ekki jafnhátt verð. Jeg hefi opt heyrt, þegar bændur hafa selt sauði í stór- um hópum á mörkuðum, að þeir sem rýr- ara fjeð höfðu, heimtuðu að fá meðalverð- ið, sem gefið var fyrir allan hópinn, þó 3—5 kr. gæðamunur væri á vænstu og ljelegustu sauðunum; og optast hefir farið svo, að lítill eða enginn verðmunur var gjörður við skiptin, svo þeir höfðu hagnað- inn, sem ljelegu sauðina áttu, en hinir sátu með skaðann. Jeg segi þetta ekki sem ásökun; en á- standið er nú svona og ekki auðvelt að breyta því. þó verzlunarstjettin vildi, þá getur hún ekki komið þeirri föstu reglu á, að gefa misjafnt verð fyrir alla vöru eptir gæðum, sízt eins og nú stendur á, þegar keppni og handahlaup í verzluninni keyra fram úr hófi. jpó getur hún nokkuð gjört og hefir gjört í því efni; t. d. hefir það verið föst regla kaupmanna í mörg ár, að gefa misjafnt verð eptir gæðum fyrir allt prjónles, bæði heilsokka, hálfsokka, fingra- vetlinga og svo kallaða fína sokka; en því miður hefir reynslan sýnt, að það var ekki einhlítt, því þrátt fyrir talsverðan verð- mun eptir gæðum, þá er svo komið, sem jeg sagði frá í grein minni í ísafold töiubl. 8. f>etta sýnir, að verðmunur er ekki ein- hlítur. Yöruvöndunin verður að koma innan að frá þjóðinni sjálfri; hún verður að sjá, að það er hennar sómi, að hafa góða og snyrtilega vöru á útlendum mörk-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.