Ísafold - 23.05.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags-
wmorgna. Verð árgangsins
(60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júlímán.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bnndin við
áramót, ógild nema komin sje
til útg.fyrir I.okt. Afgreiðslu-
stofa i ísafoldarprentsmiðju.
XV 24.
Reykjavik, miðvikudaginn 23. mai.
1888.
93. Innl. frjettir.
94. Iltl. frjettir. Meira um vöruvöndun og
verzlun.
95. Aflabrögð og ýsulóð. Auglýs.
96. Auglýs.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I — 2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I — 2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. n—2
útlin md„ mvd. og ld. kl. 2—3
Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. í
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J.Jónassen
maí Hiti (Cels.) 1 Lþmælir 1 Veðurátt.
á nóttu |um hád. | fm. | em. | fm. em.
M.ió. + i + 4 3°, jo, N h d N hv d
F. 17. +- 3 + * 29,9 29,9 N úv b N h b
F. 18. -r- 4 + 2 29,9 29,9 N h b 0 d
L. 19. +- 3 + « 29 8 29,81N h b O b
S. 20. + 3 +, s 29,7 29,8 N h d O b
M. 11. + 4 + 9 29,9 30,1 A hv d Sa hv d
í>. 22. + 9 + 10 3V 30,11 Sa hv d Sa hv d
Framan af þessari viku hjelzt við norðanátt-
ín optast hvass og kaldur og snjó ýrði úr lopti
við og við; um 20. gekk veður til austurs-land-
suðurs með dimmviðri og regni og hefir 8Ú
veðurátt haldizt síðan; bæði í gær og i dag (22.)
talsverð hlýindi, svo grænkað hefir þessa tvo
dagana. í dag 22. rok-hvass á landsunnan um
og eptir hádegið. þessa vikuna í jyrra var
hjer norðanbál með miklum kulda; 19. maí í
fyrra var tjörnin hjer f'rosin og 2 stiga frost
um hádegi.
Reykjavík 23. maí 1388.
Strandferðaskipið Thyra kom hing-
að 18. þ. mán. að morgni sunnan um
land. Komst hvergi að austurlandi fyrir
hafis, sem lá 15 mílur út frá landinu. Is-
inn var samt svo gisinn þar, að skipið
gat þrætt sig svo nærri Seyðisfirði, að eigi
skorti nema 8 mílur þangað, en þá varð
ísinn svoþjettur, aðekki vartiltök aðkomats
lengra. Onnur tilraun var gjörð að ná landi
sunnanvið Berufjörð, en það fór á sömu leið.
Thyra fór samdægurs vestur á Isafjörð,
að reyna fyrir sjer þeim megin.
Ymsir farþegar voru nú með skipinu,
einkum kaupmenn og verzlunarmenn, þar
á meðal Tr. Gunnarsson, Chr. Johnasson
frá Akureyri, Jón Yídalín, Tuhnius yngri
á Eskifirði, Ernst lyfsali á Seyðisfirði og
Björn Pálsson.
, Thyra kom vestan að aptur í morgun af
Isafirði; hafði ekki komizt nærri því norður
að Horni, fyrir hafþökum af ís.
Grænlandsför. Með »Thyra* komu
hingað og hjeldu áleiðis til ísafjarðar 18.
þ. m. þeir Dr. Friðþjófur Nansen frá Björg-
v a og hanp fjelagar fimm — 3 Norðmenn
og 2 Finnar—, er ætla á skíðum vestur-
yfir Grænlands óbyggðir, um 18 þing-
mannaleiðir, eða nær þriðjungi lengra en
ísland allt af enda og á, yfir eintóma
jökla. Selveiðaskip enskt á að taka þá á
Isafirði og fara með þá beint vestur það-
an, svo nærri landi, sem komizt verður
fyrir hafís, og leita þeir svo lands á ísbát,
er þeir hafa meðferðis. Onnur torfæran
er að komast upp á jökulinn, ef til vill
snarbrattan. |>að hafa danskir ferðamenn
er kannað hafa austurströnd Grænlands
töluvert hin síðustu árin, talið mesta tví-
sýnu á, að takast megi, og þykir þeim og
öðrum þetta vera hin mesta glæfraför.
Fjóra—fimm mánuði búast þeir fjelagar
við að vera í Grænlandsför þessari. Út
búnað hafa þeir allan hinn bezta, er reynsl-
an hefir kennt heimskautsferðamönnum
Skipströnd og sjóhrakningar.
20. apríl fór gufuskipið Miaca. frá Stafangri
með vörur til norsku verzlunarinnar á
Seyðisfirði og pöntunarfjelagsmanna í Múla-
sýslum. þegar skipið kom undir Austur-
Iand, mætti það hafís, en komst þó gegn-
nm hann í mynnið á Seyðisfirði; þar varð
það fast í ísnum og rak svo með honum
suður undir Eskifjörð; hafði þá ísinn víða
sett smágöt á skipið, svo að fram- og
aptur-rúmið var fullt af sjó, og ekki annað
sýnna en að skipið sykki ; var því skip-
stjóra, O. Wathne, einn kostur nauðugur að
hleypa skipinu á land í Vöðluvík, skammtfrá
Eskifirði. Menn allir, 26aðtölu, björguðust,
en skip og farmur var seldur við uppboð við
lágu verði (600—700 kr.).
3. sept. f. á. fór skonnert Ingeborg
frá Khöfn með vörur fyrir kaupm. Höepfner
til verzlunar hans á Akureyri og Skaga-
strönd, en þegar skipið kom undir austur-
landið, voru stormar og dimmviðri, svo
skipstjóri þorði ekki að leggja norður fyrir
land, og sneri því aptur við svo búið og
kom til Noregs 3. des. Nokkru síðar fór
skipið aptur á leið til Islands, en kom
aptur til Noregs (Christiansand) skömmu
eptir nýár með rifin segl og laskað skip
ofan þilja. Seint í febrúar lagði skipstjóri
af stað til lslands í þriðja sinni; þegar
hann kom undir austurland, hitti hann
fyrir ís og flæktist í honum öðru hvoru,
þar til skipið 9. apríl var orðið svo laskað
og lekt, að skipstjóri varð að hleypa því
á land í stórhríðargarði í Borgarfirði eystra.
Skipverjar allir hjeldu lífi og megnið af
farminum varð bjargað, og selt við upp-
boð. Sagt er að skip og farmur hafi selzt
nálægt 14,000 kr. Uppboðið var fjölmennt
og hátt verð á mörgu. þessi ferð «Ingeborg»
sýnir hrakninga þá, er sjómenn opt þola
til þess að (vinna fyrir uppeldi sínu og
sinna.
— þegar Thyra lá í þórshöfn nú á
hingaðleið, kom skipstjóri O. Wathne
þangað frá Eskifirði á litlum gufubát, sem
hann og Slimon eiga, með skipbrotsmenn-
ina af Miaca og «Ingeborg», og fór næsta
dag með þá til Leith. Hann sagði hafþök
af ís fyrir öllu Austurlandi, en að hann
hefði getað þrætt með landi fram í smá-
rifum í ísnum og stunduin innan skerja,
þó opt með mikilli hættu, allt að Ingólfs-
höfða; þar komst hann fyrst fyrir endann
á ísnum; var hann þó 3 mílna breiður þar
fyrir utan.
Prestaköll. Bíra Helgi Árnason í
Nesþingum hefir fengið leyfi landshöfðingja
til að halda því brauði, en afsala sjer
Hvanneyri í Siglufirði, er honum hafði
verið veitt í haust.
Stöð í Stöðvarfirði veitti landshöfðingi
17. þ. m. síra Guttormi Yigfússyni á
Svalbarði, og s. d. Sandfell í Oræfum cand.
Ólafi Magnússyni, er veitingu hafði fengið
fyrir Eyvindarhólum í haust, — hvort-
tveggja samkvæmt kosningu safnaðarins f
einu hljóði.
Prestvígðir 21. þ. m., annan í hvíta-
sunnu, af biskupi Dr. theol. P. Pjeturssyni,
þessir prestaskólakandídatar:
Gísli Einarsson að Hvammi í Norðurárdal;
Jón B. Straumfjörð til Meðallandsþinga;
Magnús Bjarnarson að Hjaltastað; og
Ólafur Magnússon að Sandfelli.
Drukknan. í gær kollsigldi sig skip
hjer á uppsiglingu úr fiskiróðri, á Hólma-
sundi, nærri Akurey. Formaðurinn Ófeigur
Guðmundsson, bóndi á Bakka við Reykja-
vík, sonur Guðmundar bónda í Ásum í
Eystri-Hrepp, drukknaði, ásamt 2 háset-
unnm, Jóni, hálfbróður formannsins, og
Steini lausamanni; en öðrum 3 varð bjargað
af kili. Ófeigur heitinn var valinkunnur
maður og vel að sjer gjör.