Ísafold - 23.05.1888, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.05.1888, Blaðsíða 3
95 skil ekki, hvers vegna mönnum er svo annt um að drepa sitt eigið fjelag. Fyrir 18 árum byrjaði Gránufjelagið, með 4000 rdl., sem ekki nægði til að borga strandaðan skipskrokk og aðgjörðina á honum; þurfti því að taka lán til að greiða það er vantaði á, og að auki fyrir allan farminn, þegar skipið fór fyrstu ferðina með vörur til Islands. Sjö árum síðar var innstæðan orðin 90,000 kr., og 5 árum þar á eptir, eða 1882, var innstæða fjelagsins orðin 100 þús. kr. Síðan hefir hún ekki verið aukin með hlutabrjefum. En öll þessi ár, síðan fjelagið byrjaði, hefir verið fast og rentulaust hjá viðskiptamönnum miklu meira en allt sem hlutamenn hafa lagt til í aktíum; samt hafa hlutamenn fengið hvert ár, síðan fjelagið byrjaði, 6"/» rentu af innstæðu sinni, að tveim árum undanskildum, og þó mun Gránufjelagið hafa rekið stærri verzlun á Islandi um nokkur ár en nokkur annar. Mjer virðist, að þegar sanngjarnlega er litið á málið, þá sje fremur þakkarvert en ámælis, að fjelagið hefir getað gjört þetta, svo að segja allt af með tvær hendur tómar, í samanburði við víðáttu og stærð verzlun- arinnar. Að fjelagið hafi ekkert gjört til að bæta vörurnar og enga tilraun haft til þess, er hægt að sanna að rangt sje. Að fjelagið hafi bætt vöruverð, er síður hægt að sanna; því vegna þess að fjelagið hafði svo yfir- gripsmikla verzlun, þá urðu föstu kaup- mennirnir að færa verð sitt til, þegar það, sem þeir ætluðu að setja, var hærra en fjelagsins. En gleymnir eru Norðlending- ar, einkum við Eyjafjörð — svo jeg minnist á það sem næst er — ef þeir neita því, að það var Gránufjelag og ekki aðrir, sem í hitt eð fyrra setti verðið upp á fiski og ull, frá því verði sem kaupménn voru búnir að fast ákveða, og nam sá verð- munur svo tugum þúsunda skipti fyrir norðurland. J>ó jeg nefni hjer þetta eina dæmi, þá er mjer kunnugt, að fjelagið hefir árlega bætt prísa ýmist á útlendum eða innlend- um vörum. Nú eru pöntunarfjelögin ný- móðins og hafa hylli þjóðarinnar. Jeg ætla ekki að tala um þau á þessum stað; en þegar 18 ár eru liðin, verður hægt að dæma um það, með minni hlutdrægni en nú, hvort fyrirkomulag þeirra er hyggilegra og gagnlegra til frambúðar en Gránufje- lagsins. «Fjelagið er útlent, mjer kemur það ekkert við», segja menn. þau árin, sem fjelagið tapar, get jeg skilið að menn vilja helzt, að skaðinn sje sjer óviðkomandi; en hætt er við, að þau árin sem fjelagið hefir hagnað á verzlun sinni, eins og næstliðið haust, að þeim þá þyki það verra, ef það kæmi hvergi fram, —nema ef sumir hugsa eins og maðurinn, sem fyrir nokkrum ár- um lofaði mjer að gjöra viðvik fyrir mig, en skrifar mjer nokkru sfðar á þessa leið : «Jeg er hættur við að semja það, sem jeg lofaði að senda þjer, því jeg sá á eptir, að þú mundir taka það upp í skuld mína við þig, svo jeg með því móti fengi ekkert fyrir það». Sá rauði þráður gengur gegn um flest blöðin, að verzlunarstjettin og embættis- mennirnir sjeu framför landsins til tálm- unar; sjálfum sjer gleyma þessir ritstjórar. Skyldi það allt vera holl fæða, sem þeir bera á borð fyrir þjóðina? þeir tala ekki um, að þeir hafi sjálfir ábyrgð; en sje rjett að gáð, þá er engin staða í landinu jafn ábyrgðarmikil og þeirra, sem taka að sjer að leiða skoðun þjóðarinnar í ýmsar áttir. |>ó eru þær greinar ekki fáar, sem ekki sjest á, að ritstjórinn finni mikið til þessarar ábyrgðar. Tr. G. Aflabrögð og ýsulóð, eptir síra Jens Pálsson. í öllum verstöðum við sunnanverðan Faxaflóa hafa aflabrögð verið hin ágætustu síðastliðið ár og það sem af er þessu ári, og munu tæp- ast dæmi þess, að aflabrögð hafi verið svo jafn-ágæt í öllum veiðistöðvunum. Samt sem áður virðist mega ráða af ísafold, að einhverjir sjeu eigi ánægðir með velgengni þessa, og sjeu albúnir til að berjast fyrir því, að bannað sje með lögum það veiðarfærið, fiskilóðin, er mest og bezt hefir aflazt á frá veturnóttum og fram á vetrarvertíð, og jafnvel fram á sumarmál hjer syðra, þar sem þröngt er um færabeitu. Guðmundurí Landakoti hefur ritað all-langa ritgerð i þessa átt i 11, —13. blaði Isafoldar, og einhver sendir ísafold við og við villandi frjettir um aflabrögð í Garðsjónum, er allt af virðast hníga i sömu átt. Hræðslan um, að fiskinum sje snúið aptur, hrakinn burtu, eða kyrrsettur i Garðsjónum með lóðunum, hefur þetta ár að vísu reynzt ástæðulaus með öllu; og sá sem segir í ísaf 18. bl: „Gangan kemur í þeim tilgangi að ganga inn á hraunbrúnir, sína vönu leið og færa öllum blessun", og bætir svo við þessum hug- arburði: „en þegar hún mætir þessum feikna niðurburði nemur hún staðar“, hefur nú síðara hluta vertíðarinnar eflaust verið sjónarvottur að því, aðhlaðfiski varðinn á hraunbrúnum, hvenær sem gaf og beita var næg, og það meðan lóðir voru kappsamlega notaðar í Garðsjónum og með bezta árangri; en þó er eigi óhugsandi að einhverjir, sem eigi vildu nota lóðirnar fyrri hluta vertíðar, en vörðu tímanum til að vitja um net með litlum árangri. og til að bíða eptir síldinni, sem aldrei kom, og þvi jhafa orðið aptarlega í lestinni með hlutina, kenni um viðburðum þeirra, er betur hafa aflað, og vilji fá ný lög til að tryggja sjer það framvegis, að aðrir eigi afli betur. Að minnsta kosti bendir ýmislegt á, að þetta háskalega og hvumleiða þrasmál, lóðarsamþykktarmálið, verði fitjað upp aptur við fyrsta tækifæri; t. d. 'má nefna á- minnzta ritgjörð Guðm., er endar með hótun um að kubba Seltjarnarnes og Keykjavík af hinu væntanlega lóðarbannssvæði, svo að auð- sóktara verði i næstu atrennunni að bæla Rosmhvalanessmenn með atkvæðamagni. Jeg leyfi mjer því að biðja yður, herra rit- stjóri, um rúm í blaði yðar til að taka fram: aö þaö er rangt, aö hcpta eöa skeröa meö lög- um atvinnufrelsi manna, nema almenn nauösyn, sönnuö meö órækum rökum, krefji; og að það því er hróplegt ranglæti, að banna veiðarfæri, sem stór flokkur sjómanna og útvegsmanna álitur arðsamast og hagkvæmast fyrir margra kosta sakir, nema sannaö sje áöur meö órækum rökum, aö þaö sje svo skaösamlegt, aö gagnsemi þess sje ekki jafnvœgi skaöseminnar. (Niðurl.) AUGLÝSINGAR í samfeldu m.ili með smáletri kosta 2 a. (þakkariv. 1 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd. Ollum þeim, er sœmdu jarðarför föður míns með nœrveru sinni, votta eg þakklceti mitt. Matthías Matthíasson. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu amtmannsins í norður- og austuramtinu fyrir liönd landssjóðs og að undangenginni fjárnámsgjörð hinn 28. f. m., verða 9,15 hndr. í jörðunni Syðri-Kárastöð- um í Kirkjuhvammshreppi hjer í sýslu, á- samt tilheyrandi hústim, með hliðsjón af fyrirmoelum í opnu hrjefí, 22. apríl 1817 og samkvœmt lögum 16. desember 1885 scld við 3 opinber uppboð, sem haldin verða, 2 hin fyrstu á skrifstofu sýslunnar að Kornsá í Vatnsdal mánudagana 18. júní og 2. júlí ncestkomandi, en liið þriðja á jörðunni sjálfri mánudaginn hinn 16. júlí þ. á., til lukn- ingar veðskuld, að uppheeð 500 kr., auk vaxta og alls kostnaðar. Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi fyrgreinda daga, og verða söluskilmálar birtir á upp- boðsstöðunum. Skrifstofu Húnavatnssýslu 2. maí 1888. Lárus Blöndal. Með því ekki er kunnugt um alla þá, er arf eiga að taka í dánarbúinu eptir Guð- rúnu Oddgeirsdottir frá Flatey, er dó 22. september síðastl., eða hvar þeir sjeu, er hjermeð skorað á erfingja hinnar dánu, að gefa sig fram fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar, og að mceta á skipta- fundi, er haldinn verður hjer á skrifstofunni 15. desember neestkomandi um hádegi kl. 12. Innan sama tíma eiga þeir, er til

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.